Meistaradeildin – Hvað bíður í 16-liða úrslitum

Það er alveg ljóst að þegar dregið verður í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni á mánudaginn verður Liverpool mjög ofarlega á lista yfir þau lið sem liðin í öðrum potti vilja ekki fá upp úr hattinum. Það er þó eðli málsins samkvæmt á þessu stigi keppninnar líklegt að Liverpool fái alvöru andstæðing.

Þau lið sem koma til greina eru þessi:

PSG – Þeir voru í öðru sæti á eftir Man City en Leipzig varð m.a. eftir í þessum riðli

Sporting Lissabon – Þeir voru í öðru sæti á eftir frábæru liði Ajax en sendu annað þýskt lið í Evrópudeildina, mjög vel mannað lið Dortmund

Inter Milan – Þeir náðu öðru sæti á eftir Real Madríd í riðli þar sem lið frá Moldavíu náði í Evrópudeildarsætið

Benfica – Þeir koma inn í 16-liða úrslitin á kostnað Barcelona sem er magnað í sjálfu sér. Gríðarlega öflugt lið Bayern hélt hinsvegar uppi heiðri þjóðverja og vann þennan riðil sannfærandi með fullu húsi stiga. Rústuðu Barcelona í leik sem skipti þá engu en spánverjana öllu.

Villareal eða Atalanta koma upp úr Manchester United riðlinum, þeirra leik var frestað um sólarhring vegna sjókomu í Bergamo!!

Salzburg – Þeir henda bæði spænsku og þýsku liði úr keppninni. Sevilla líður auðvitað betur í Evrópudeilinni, það er þeirra keppni. Wolfsburg hinsvegar skeit og er þriðja þýska liðið sem náði ekki áfram. Lille vann þennan Evrópudeildarlega riðil og verður liðið sem öll liðin í potti B vilja helst fá.

Þetta eru þau lið sem Liverpool getur fengið, Austurríki eða Portúgal hljómar ljómandi vel á þessu tímapunkti.

Chelsea tapaði efsta sætinu í riðli með afleitu liði Juventus eftir að hafa fengið á sig 3-3 jöfnunarmark gegn Zenit í kvöld á 94.mínútu. Fínt að losna við ferð til Torino a.m.k. í bili.

Atletico Madríd kemur svo auðvitað ekki heldur til greina, guði sé lof, þar sem þeir voru jú með Liverpool í riðli. Synd að taka ekki bara vini okkar í Porto með frekar.

Hvað mynduð þið helst vilja af þessum liðum?

10 Comments

  1. Sporting væri bara fínt annars allt nema helst ekki PSG strax annars hræðist ég fæst lið í dag nema mögulega Bayern Munich.

    YNWA.

    4
  2. Öll þessi lið, sama hvert myndu hugsa foc…. sh.. að fá Liverpool. Þau lið sem eru í boði, eiginlega öll önnur en PSG, ekki vegna hræðslu við þá, heldur uppsetningu leiksins fyrirfram í fjölmiðlum, sem yrði leiðinlega ýkt á alla kannta.

    YNWA

    1
  3. Ég vil fá alvöru leik, helst bara PSG eða Bayern. Liverpool eru alltaf langbestir þegar þeir fá alvöru verkefni 🙂

    2
    • Getum ekki fengið Bayern í 16 liða þar sem þeir unnu sinn riðil eins og við !

      YNWA.

      2
    • Getum fengið PSG ..yrði alvöru leikur skal viðurkenna það en held við myndum pakka þeim saman líka.

      2
  4. Meðan klopp er sama hvaða lið þeir fá, þá er mér andskotans sama líka.

    5
  5. Mér finnst þetta keppni svo skemmtileg því þarna eru sterkustu lið evrópu og núna þegar að 16 liða úrslitin koma þá vil ég bara fá sterkasta liðið sem er í boði, sem er þá PSG.
    Nú ef þeir slá okkur út þá verður bara einbeitt sé að deildinni en ég held að við ættum að geta slegið þá út í 2 leikjum.
    Væri rosalegt að sterkt að losa okkur við þetta lið strax í 16 liða.

    2
  6. Vanalega vil ég stóru nöfnin. En ég er að vona Chelsea fái PSG í 16 liða. Þannig ég segi Inter Milan.

    Bæði langar mig að sjá Inter spila og svo held ég líka við eigum góðann möguleika gegn þeim.

    2
    • Chelsea og PSG geta reyndar ekki mæst í 16 liða.
      Voru bæði í 2 sæti í sínum riðliþ

      3
      • Rétt. Mig langar bara að sjá þau mætast. Fljótur á mér.

        3

AC Milan – Liverpool 1-2

Upphitun: Aston Villa & Steven Gerrard á Anfield