Búið er að staðfesta að undanúrslitaleik Arsenal og Liverpool sem vera átti í London annað kvöld hefur verið frestað.
Ekki hafa birst staðfestar upplýsingar um fleiri smit hjá félaginu og enn hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um FA bikarleikinn við Shrewsbury sem á að vera á sunnudag.
Liverpool þarf að óska frestunar á morgun ef þeir vilja fá frestun. Það er þó nokkuð ljóst að hvorki Klopp né Lijnders munu ná að vera á þeim leik…og flest bendir til þess að óskað verði eftir frestun.
Arsenal deildarbikarleikurinn á Anfield heldur sér en hann á að vera spilaður 13.jan en síðari leikurinn er núna settur á Emirates 20.jan.
Er þetta ekki að verða komið nóg Covid???
Vonandi að þetta skelli ekki illa á leikmönnum og að við náum að klára þetta fljótlega.
flott að þessum hafi verið frestað og í raun óskiljanlegt að það hafi ekki bara verið að hafa 1 leik á hlutlausum velli frekar en að hafa heima og að heiman.
Ef Covid drepur mann ekki þá gæti hún samt drepið mann úr leiðindum…
Spurt er. Er ekki komið nóg af covid. Vissulega er hægt að svara því játandi en meðan kæruleysi og værukærð fólks og yfirvalda er ráðandi þá sjá menn hvernig fer. Man ekki betur en einhverjir sem fóru á leik á Englandi fyrir nokkru og fjölluðu um það hér á síðunni að enginn heimamanna hefði haft áhyggjur af covid. Nær hefði nú kannski verið fyrir fólk að gapa minna og hafa meiri áhyggjur af covid og sjá svo hvort það hefði ekki leitt almenning á betri stað. Covid kemur nefnilega ekki með sólargeislunum.
Ekki er gott ef fleiri leikjum verður frestað hjá okkar liði og síðan verða leikir á færibandi þegar liðkast til. Gæti orðið nokkuð strembið nema tímabilið færist fram á sumar.
Núna lesa um að Liverpool ætli mögulega leyfa N.Phillips og N.Williams að fara í janúar glugganum..ég vona þá þeir séu að búa til pláss fyrir aðra leikmenn?
Liverpool þurfa að kaupa leikmenn t.d Traore og Raphina væru fín byrjun !
Hópurinn meiddur veikur fjarverandi í öðrum keppnum og eða einfaldlega að eldast við dettum úr öllum keppnum með þessu áframhaldi.
En meðan FSG safnar í baukinn þá er þetta kanski fínt fyrir þá og vonast að Klopp töfri kraftaverk með þunnan hóp þeir þá bara sáttir kanski en ég er það ekki.
Mun aldrei skilja hvað menn sjá við Adama Traore fyrir utan styrkinn hans. Leikmaður sem skilar litlu sem engu. Raphinha væri reyndar spennandi signing.
Einmitt, við þurfum styrkingu og þá helst á miðsvæðinu.
Eigum Harvey Elliot og Curtis Jones inná miðsvæðið sem hafa gleymst svolítið á þessu timabili ..Curtis er klár eftir sitt fíaskó….
Það er bara allt að fara til andsk í UK, sem og fyrir Afríkumótið, mikið er ég fegnin að við keyptum ekki Auba á sínum tíma, hann er augljóslega ekki með allar skrúfur heilar í toppstykkinu. Klopp vissi það alveg eftir að hafa unnið með honum áður.
Þó svo að ég voni að Klopp styrki hópinn núna í janúarglugganum þá býst ég ekki við neinu. Við erum samt með alltof litla breidd miðað við ofurhóp city og celski og ekki bætir þetta covid vesen. Nóg áttum við með meiðsli leikmanna !
Coutinho til Aston Villa staðfest.
https://fotbolti.net/news/07-01-2022/aston-villa-tilkynnir-coutinho-vaentanlega-i-dag
Verður athyglisvert að sjá hvort að Gerrard nái því besta frá honum.
Alveg magnað að Liverpool skuli ekki einu sinni hafa áhuga á svona leikmanni á láni.
Ég er alveg komin með upp í kok af þessum eigendum.
Sælir félagar
Það væri gaman að vita hver í raun ræður leikmannakaupum. Er það Klopp eða eru það eigendur félagsins. Ég hefi oft séð í athugasemdum að menn eru pirraðir út í eigendur klúbbsins vegna þess að ekkert er keypt. Aðrir kenna Klopp um og enn aðrir segja þetta samspil eigenda og Klopp. Ekki veit ég og gaman væri að fá að vita ef einhver/einhverjir vita.
Hitt er svo annað að mér finnst líklegt að ekkert verði keypt í janúar. Eitthvað hafa aðilar lært af ruglinu í janúar í fyrra og miðað við það verður ekkert keypt. Ef ætti að kaupa eitthvað væri örugglega búið að ganga frá þeim kaupum vitandi að þrír lykileikmenn verða fjarverandi meirihluta janúarmánaðar. Því er það ljóst að mínu viti að ekkert er í pípunum nema orðrómar og óskhyggja stuðningsmanna – því miður.
Það er nú þannig
YNWA
Málið er samt að það ætti að vera mjög einfalt að fá inn góða leikmenn núna í þessum glugga, það eru gríðarlega margir góðir leikmenn að renna út á samningum í sumar og því hægt að fá þá ódýrt núna og einnig eru mörg félög sem þurfa nauðsynlega að selja til að halda sjó og geta borgað skuldir.
Mér skilst að Klopp hafi einna mest að segja varðandi leikmanakaup, eða ekki. Að Klopp hugsi fyrst og fremst um að fá leikmenn sem henta hans leikstíl, frekar en að fá inn leikmenn þó að bráðvanti í stöður eins og núna.