Liverpool mætir kristalknattspyrnuhöllinni á Selhurst Park í Lundúnum í dag. Patrick Viera & Palace gegn Klopp og Rauða hernum!
Byrjunarliðin
Knattspyrnuþjálfararnir hafa lokið við að velja sín byrjunarlið og þau hafa verið opinberuð:
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson; Fabinho, Henderson, Jones; Oxlade-Chamberlain, Jota, Firmino
Bekkurinn: Kelleher, Konate, Milner, Gomez, Minamino, Tsimikas, Gordon, Williams, Morton
Óbreytt lið frá síðasta deildarleik gegn Brentford og Oxlade-Chamberlain hefur jafnað sig nægilega af ökklameiðslunum til að byrja leikinn. Ox fyrir Kaide Gordon er önnur af tveimur breytingum frá deildarbikarleiknum með Kellaher hinn leikmaðurinn sem fer út fyrir Alisson.
Crystal Palace XI: Guaita, Ward, Mitchel, Guehi, Olise, Hughes, Mateta, Schlupp, Andersen, Edouard, Gallagher.
Bekkurinn: Butland, Clyne, Ferguson, Kelly, Milivojevic, Riedewald, Ayew, Eze, Benteke
Aðalmaðurinn Zaha ekki með heimamönnum í dag og þrír fyrrum Liverpool-menn á bekknum með Benteke, Clyne og Kelly á tréverkinu.
Kloppvarpið
Okkar maður hefði þetta að segja fyrir leikinn í dag á blaðamannafundinum á föstudag:
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.
Við tökum þetta
Glaður að sjá að Matip hafi sloppið við meiðsli.
Eigum við ekki bara vera hressir í dag og segja 0-3 fyrir Liverpool ?
Einkver sem býr svo vel að hafa góðan sóttkvíar link á leikinn?
Fullt af hlekkjum hér – https://www.totalsportek.com/football/epl13/crystal-palace-vs-liverpool/
Get in! VVD
Liverpool eru að taka betri horn þessa dagana og frábært að Virgil van Dijk skildi skora. Eins finnst mér gaman að heyra stuðningsmenn syngja Diogo Jota lagið, hann á það svo sannarlega skilið.
Ohhh, he wears the number 20…
Það er nú þannig
Áfram Liverpool!!!
Get in! Ox!!
Svakalega erum við heppin að vera með Alisson!
Tvö hættulegustu færi Palace nú í fyrri hálfleik koma eftir mistök (hræðilegar sendingar) okkar manna … ég ætla að vona að það verði ekki mikið meira um slíkt … væri til í að Jota setti í tvist eða þrist svo ég verði rórri … og líka gott upp á Fantasy 😉
Jæja… byrjun seinni hálfleiks sýnir að það má ekkert slaka á á móti Crystal … sem betur fer höfum við Allison !
Já sloppy eftir mörkin góðu. Þarf aðeins að ydda á þessu í hálfleik.
Flott mörk koma svo í seinni !
Hvað er í gangi með þennan varnarleik?
Halló lfc leikurinn er ekkert buinn, við erum bara heppnir að Cp seu ekki bunir að jafna
Koma svo
Hvað er að geradt með Firmino. Hann hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér.
Matip á þetta mark, alveg skuldlaust. Konaté inná, Klopp!
Það er engin breidd hjá þessi liði okkar. Ég óttast að það komi okkur í koll.
Uff Benteke að koma inna. Eiithvað svo typist að hann skori
Einn slakasti klukkutími sem maður hefur mjög lengi séð frá liðinu okkar. Eins og þetta byrjaði nú vel. Við höldum svo mikið með þeim að við getum ekki hallmælt þeim. Virðist vera einhver kóvíd-mæði í liðinu. Margir búnir að veikjast og það lítur út eins og hreinlega sé ekki orka til að halda út í 90. Ef ekki væri fyrir stórkostlegar vörslur Allison hefðum við getað verið 5-2 undir. Núna bara heldur maður í vonina um að liðið haldi út.
Ekki víti að mínu mati. en þyggjum það
Þetta var algjör gjöf, en við erum ekki dómarar.
Víti allan daginn
Ok þetta víti var …æi ég veit það ekki ..jú rennir sér á Jota og ekki í boltann en spurning hvernig dómarar meta þetta. Maður hefur alveg séð ódýrari víti en þetta samt?
Alltf víti hann tekur jota niður og a aldrei sens i boltann.
Hvar gróf hann upp 6min
Yessssss kevinn vinur þvílíkur dómari vá !
YNWA.