Stórfréttir af Chelsea, þeir hafa í þriðja skiptið á tveimur tímabilum rekið þjálfarann sinn. Nú fyrrum heimsmeistarann Luis Felipe Scolari eftir aðeins sjö mánuði í starfi.
Stórfréttir af Chelsea, þeir hafa í þriðja skiptið á tveimur tímabilum rekið þjálfarann sinn. Nú fyrrum heimsmeistarann Luis Felipe Scolari eftir aðeins sjö mánuði í starfi.
Hvaða maður getur bjargað Chelsea ef Scolari getur það ekki?
Klinsmann! Klinsmann getur bjargað þeim!!! 😉
Fá Gullit aftur… bestur í heimi.
Nei annars, fá hann í Liverpool 🙂
Held að það sé ekki eins eftirsóknarvert að stýra Chelsea og það var hér fyrir nokkrum árum. Þetta er klúbbur með enga sál, hún var seld Abrahamovic.
Djöfull eru þeir skrýtnir. Er ekki Chelsea með FA Cup og Meistaradeildinni? Ekki eins og seasonið sé búið út af einu jafntefli….eða sjö….
En þetta kemur aðeins á óvart enda bjóst maður við að hann væri frábær fyrir þá.
Ég spái því að Chelsea ráði Tony Adams og Paul Ince sem joint-managers.
greinilega metnaður á brúnni. Vildi sjá þetta hér á bæ
félagar kíkið á carra.
http://www.setanta.com//uk/Videos/football/2009/02/09/Carragher-taking-it-all-in-his-stride-video/
Frank Rykard !!!!!!!!!!!!!!
Ég spái því allavegana að hinn nýji þjálfari sé hollenskur.
Þeir hefðu átt að halda í Mourinho, þar á eftir áttu þeir að halda í Grant. Kemur líklega í ljós eftir tímabilið að þeir hefðu átt að halda í Scolari þegar þeir missa CL sætið til Arsenal.
8
Metnaður já ….. eða panic-ástand. Ég er ekki viss um að ég myndi vilja svona hringlandahátt í þjálfaramálum okkar, en það er bara mín skoðun.
Er Chelsea að verða hið nýja Newcastle, þar sem þjálfarar stoppa ekki lengur en nokkra mánuði max í starfi?
Þetta er fínt, það passar enganvegin að þjálfari Chel$ki sé einhver sem manni líkar bara nokkuð vel við. Nú vona ég bara að þeir verði ekki það snjallir að ráða Zola til sín (ásamt Steve Clarke sem ég efa ekki að þeir sakni mikið).
Chelsea er farsi frá botni til topps.
Abramovich er auðvitað í miklum peningavanda og nú er hann búinn að ýta á paniktakkann. Ekki það að ég held að Scolari hafi átt mikinn séns frá byrjun því Mourinho bjó til ímynd á stjóra sem Grant og Scolari passa ekki inní.
Hef ekki trú á að hann fari í Zola heldur tippa frekar á Hiddink vin hans Roman.
Algerlega fáránlegt að horfa á þennan fótboltaheim í vetur þar sem 32 þjálfarar á meðal 92ja lið í ensku deildunum hafa verið látnir fara!
Leiðinlegt.
Var bara farin að líka vel við kappan, stilti bara upp tapliðigegn okkur í báðum um umferðum. Allveg hægt að venjast því.
Kemur mér ekki á óvart. Var að hugsa þetta um daginn, að hann yrði örugglega rekinn í sumar. En afhverju ekki að gera það strax, og leifa nýja þjálfaranum að komast vel inní liðið fyrir næsta tímabil. Gæti líka trúað því að leikmennirnir hefðu misst trúna á hann samanber hvað margir eru að spila undir getu. Því ekkert annað í stöðunni fyrir þá.
Damn….næsti leikur 22. feb….þetta verður lööööööng bið.
Ég ætla aðeins að fá að kommenta í framhaldi af athugasemd #17, en ég er alls ekki bara að skjóta á þig Dóri, því þú ert langt frá því einn að vera á þessari skoðun og í raun get ég alveg verið sammála því að Chelsea leit ekki of vel út að undanförnu.
EN. Tímasetning þessa brottrekstrar finnst mér ákaflega sérstök. Fyrir 10 dögum lauk félagaskiptaglugganum á Englandi. Þar var Scolari knúinn til að selja Wayne Bridge og eftir mikinn grát hans ákvað Roman að fá Ricardo Quaresma lánaðan frá Inter. Það var algerlega að undirlagi Scolari. Karlinn ætlar að koma fram næstu daga og segja frá sinni hlið, þar sem m.a. er kjaftað um að hann lýsi því að hann hafi viljað losna við Drogba því sá ágæti framherji sé algerlega búinn að tapa sér í fýlu og hafi neikvæð áhrif.
Vandamál Chelsea byrjuðu ekki með Scolari. Þau byrjuðu daginn sem Mourinho labbaði út. Því þó ég hafi ekki fílað hann féll hann nákvæmlega inn í það umhverfi sem Abramovich hafði skapað. Hrokafullur sjálfstrausts og vissi alveg hvaða týpur af leikmönnum hann þyrfti. Keypti líkamlega sterka hrokagikki fulla sjálfstrausts (Quaresma, Ballack, Drogba, Essien….) og hóf svo umræðuna um að allir væru á móti þeim og hversu ósanngjarnt það væri. Að lokum tók hann of mikið af sviðsljósinu af Roman sem fór að vinna gegn strigamunninum sínum sem svo gafst upp.
Mér fannst Avram Grant ná aðdáunarverðum árangri með leikmenn sem elskuðu leikstíl og umgjörð Mourinho. Færði þá í átt til sóknarfótbolta og var einni vítakeppni frá að uppfylla draum Rússans. Látinn fara því að áhangendurnir og umgjörðin heimtaði nafn og karakter. Enter Big Phil.
Náð árangri hvar sem hann hefur verið, giftist leikmönnum sínum, EN!!! Er ákaflega “likeable” náungi uppfullur virðingar fyrir andstæðingnum. Hann fékk í arf lið sem annar byggði upp og litla peninga til að spila úr. Fékk að kaupa einn leikmann, Deco, en átti svo bara að nota leikmennina hans Roman.
Sjö mánuðum seinna, með liðið í þremur keppnum og fullt af vandamálum í leikmannahópnum, án þess að fá möguleika til að fá sína leikmenn eða losa þá frá sem hann vildi losna við er hann svo bara kvaddur. Vegna þess að liðinu gengur illa á heimavelli.
Sumir tala um metnað, en ég skil ekki hvers vegna það orð er notað hér. Roman Abramovich er að breiða yfir það að liðið hans er fáránlega samansett af honum sjálfum og innan raða þess er gríðarlegt ósamkomulag milli stórra egoleikmanna sem margir hverjir eru á niðurleið í getu. Það á bara ekkert skylt við metnað. Roman hefur ekki kjark í það að skoða málið á þann hátt sem þarf. Hann þarf að skipta út nokkrum stjörnum og fá inn ferska menn.
Mér fannst Scolari frábær í haust með þetta lið, en þegar á veturinn leið og fór að þyngjast var svo augljóst að issue-in innan liðsins voru mörg. Það gengur sterk saga um það í London að John Terry vilji fara, fyrst og fremst útaf framgangi Drogba karlsins.
Sé ekki hvernig nýr maður ræður við þetta betur en Scolari sem hefur orðið heimsmeistari í fótbolta, ekki margir sem toppa það!
Nýr þjálfari þarf að fá leyfi til að breyta um áherslur í átt til síns leikstíls og vilja, selja það sem hann vill og fá annað í staðinn. Roman hins vegar kaupir leikmennina fyrir þjálfarann og segir svo við hann, “spilaðu skemmtilegan sóknarfótbolta sem gerir okkur að Evrópumeisturum og vinsælasta liði í heimi”.
Væri kolvitlaust hjá Zola að fara í þetta, ég spái því líka að Hiddink segi nei því hann þekkir Roman og því held ég að það verði Avram Grant með fýlusvipinn sem verður fenginn aftur á Brúnna. Því hann þekkir ástandið og náði þegar allt kemur til alls, góðum árangri.
Svo skulum við líka átta okkur á því að Chelsea er að fara að borga Scolari 15 milljónir punda í skaðabætur og aðstoðarmönnum hans einhverjar 3 – 5 millur.
Það er lið að gera sem ekki tímdi að kaupa sér leikmann í janúar.
Metnaður – nei
Fjárhagslega rétt – nei
Sýnir þetta hversu rangt Chelsea vinnur – JÁ!!!!!
Meinti auðvitað að José hefði keypt Carvalho, ekki Quaresma 😀
Er það vitleysa hjá mér að kröfur almennings/fótboltaáhugamanna eru bara orðnar svo stjarnfræðilega háar og ósanngjarnar miðað við margt og manninn? Oft hef ég bent á það á fyrri tímabilum (hér á kop.is) að það er ekki samasemmerki á milli dýrra leikmanna og stöðunnar á töflunni. Það er hjartað og hugarfarið sem ræður, og auðvitað hæfileikarnir.
Manure-aðdáandi einn í fjölskyldunni minni sagði við mig fyrr í vetur að fótboltinn í ár væri leiðinlegri en oft áður sökum þess að lið eru farin að spila eins á móti stóru liðunum, þ.e. að pakka í vörn og hanga á stigi – með veikri von um að ná þremur stigum eftir skyndisókn/ir. Ég vil meina það að þau lið sem séu í efstu sætunum eigi það skilið því þau hafi spilað best (eða skást – eftir því hvort glasið er hálffullt eða hálftómt).
Leiðindi innan hóps smita frá sér og greinilegt er að Chelski hópurinn er ekki sá sami og fyrri ár, þrátt fyrir að vera nær nákvæmlega sá sami og hin fyrri ár. Er það tilviljun að Quaresma kemur að láni frá Inter? Ég var mjög spenntur yfir því að fá Keane til klúbbsins og ég tók undir með öðrum hér þegar mér fannst salan á Keane vitlaus í ljósi þess að enginn var fenginn í staðinn. Rafa sjálfur talaði um ákveðna áhættu við þetta “move” … en það er ástæða fyrir því af hverju hann er þjálfari og ekki ég 🙂 Já, ég hef gagnrýnt en ég hef líka hrósað. Allt þetta á rétt á sér. Við sem áhangendur Liverpool eigum að gera kröfur um titla á hverju ári, við eigum að gera kröfur um árangur, … en allt verður þetta að vera raunhæft. Við erum enn í raunhæfri baráttu í ensku deildinni og í meistaradeildinni. Ég myndi kjósa frekar deildina … en ég myndi ekki blóta meistaradeildartitli 🙂 Hvað þá báðum í einu, hmm??! 🙂 🙂
Enginn einn maður er stærri en klúbburinn. Áfram Liverpool ávallt!
Guus Hiddink var það heillin.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item250285/
Varðandi brottvikningu Scolari. Það er bara eitt að vera landsliðsþjálfari og allt annað að þjálfa lið í Englandi þar sem þú þarf að vinna náið með leikmönnum og skipa fyrir 9 mánuði ársins. Gjörólíkir hlutir. Svo maður tali ekki um fjölmiðlapressuna sem eykst gríðarlega á þessum þjálfurum þegar þeir koma til Englands.
Ég er ekki viss um að Hiddink verði varanleg lausn fyrir þá því það er líka töluvert langt síðan hann tók að sér þjálfun á félagsliði. Alveg eins og leikmenn þurfa að venjast spilastílnum í Englandi þurfa þjálfarar líka að aðlagast aðstæðum.
Scolari reyndi að breyta of miklu á of stuttum tíma hjá Chelsea. (Ekki ósvipað og Greame Souness gerði hjá Liverpool 1992.) Scolari keypti Deco og reyndi að heimfæra leikkerfi portúgalska landsliðsins yfir á Chelsea. Stuttar sendingar, þríhyrningar, 1 framherji og hratt kantspil.
Ofan á þetta var Scolari ekki nógu mikið egó til að stjórna þessum stórstjörnum í búningsklefanum né nógu ákveðinn í fjölmiðlaviðtölum.
Þetta hlaut að gerast.
Ég get vel tekið undir þetta hjá þér Maggi. Enda var það ekki ætlun mín að verja ákvarðanir Abramovich eða annara Chelseamanna.
Er það ekki þjálfari Rússneska lansliðsins?
Það er ekki annað hægt að en kunna vel við Scolari því hann bara eitthvað svo einlægur og virðist vera mjög viðkunnanleg týpa. Hinsvegar held ég að margir hér fyrir ofan hafi rétt fyrir sér í tengslum við að hafa hemil á öllum þessum stórstjörnum og þar að auki ertu með Abramovich andandi ofan í hálsmálið á þér eftir hvernig einasta leik. Ég hef einnig lesið fréttir og heyrt sögur af því að ensku kunnátta Big Phil hafi haft mikið að segja, menn eins og Lampard og Terry voru ekkert að taka mark á honum einfaldlega af því að þeir skildu hann ekki. Ég meina hann er með ensku kunnáttu á við 4 ára barn, það er bara þannig. Góður þjálfari engin spurning en það er ekkert grín að taka við Chelsea. The Sun er að halda því fram að Carlo Anchelotti sé efstur á óskalistanum hjá Abramovich og að viðræður séu hafnar.
Big Phil fékk einfaldlega ENGAN tíma með þetta Chel$ki lið og er sparkað um leið og vélin hikstar aðeins. M.ö.o. ef þetta gengur ekki strax 100% er þetta búið.
Hann er að koma nýr inn í nýtt land og klúbbafótbolta svo eðlilega þarf hann smá tíma. Eins er þetta brassi sem þekktur er fyrir nokkuð skemmtilegan fótbolta að taka við hinu varnarsinnaða Chelsea, breytir ekki svona liði á einni nóttu.
Að hann hafi ekki átt séns í Terry, Lampard og co gef ég lítið fyrir, hann hefur margoft dílað við stærri stjörnur en þá. Það er smá panic í gangi hjá þeim núna og stjórinn er látinn fjúka eins og skot.
Er guðs lifandi feginn að svona er þessu ekki, og hefur aldrei verið, háttað hjá okkur.
vandræðalegt og algjörlega fáránlegt! æðsta stjórn chelsea enn eina ferðina í ruglinu, þetta er með ólíkindum að manninum sé vikið úr starfi eftir svo stuttan tíma með liðið. menn eru komnir í ruglið þegar þeir leyfa jafn góðum þjálfara og scolari ekki einu sinni að klára heilt tímabil.
ætla þeir að halda þessu áfram í framtíðinni? þ.e. að reka stjóra sem nær ekki bullandi árangri fyrsta tímabilið, ef það er stefnan hjá chelsea þá munu þeir ekki ná í nokkurn einasta bikar á næstu árum, því með þessum brottrekstri eru þeir að gefa eftirmanni/mönnum scolari skýr skilaboð. held að pressan sé orðin aðeins of mikil á þessum bænum.
sammála magga að abromavich hafi stutt all hressilega á panikk takkann þarna, þvílík og önnur eins vitleysa sem þessi klúbbur er.
Olli, við vitum ekki nákvæmlega hvað gekk á bakvið tjöldin á Stamford Bridge. Kannski héldu þeir krísufund eftir Hull leikinn og Scolari ekki treyst sér til að halda áfram og tekið Bernd Schuster á þetta.
Það er vitað að aðdáendur voru farnir að baula leik eftir leik á þá. Leikmennirnir voru farnir að ögra þjálfaranum verulega, stjörnur hugsanlega farnar að hóta kröfu um að fara á sölulista.
Þú getur lagað slaka spilamennsku með því að gefa þjálfara lengri tíma, úrslitin munu batna fyrr eða síðar. En þegar bæði áhangendur og leikmenn eru í uppreisn gegn þjálfaranum þá getur það haft veruleg sálræn áhrif á fótboltaklúbb til lengri tíma. Sjálfstraustið og límið sem heldur félaginu í fremstu röð seytlar þá hægt og rólega frá því.
Þetta gæti því verið skynsamleg ákvörðun hjá þeim að einhverju leyti þó það sé undarleg tilhugsun að einn besti og virtasti þjálfari heims hafi aðeins fengið 7 mánuði til að sanna sig.
Persónulega held ég að þessi breyting séu góð fyrir Liverpool. Við erum búnir að spila við Chelsea 2svar og þeir verða mjög mótiveraðir undir nýjum þjálfara til loka leiktíðar. Vonandi að þeir vinni innbyrðis leikina gegn hinum toppliðunum og hjálpi okkur aðeins.
Talandi um að það sé rugl á eigendum okkar. Þetta er náttúrulega bara bull. Aðdáendurnir orðnir svona líka fáránlega kröfuharðir eftir 3 góð tímabil og eigandinn ekki inni í okkar heimi, heimtar núna árangur þrátt fyrir að setja engan pening lengur í liðið.
Það má þó virða við þá Hicks og Gillett að þeir hafa ekki verið að raska ró okkar með því að skipta reglulega um þjálfara. Það er vitað mál að þetta er liðinu til langs tíma ekki til framdráttar – sjá Real Madrid eftir del Bosque.
Mér finnst best að Abramovich vill fá einhvern sem er atvinnualaus til að sleppa við allann aukakostnað, liðið sem var tilbúið að kaupa leikmenn á “skrifaðu upphæðina bara á ávísunina” tímir ekki að fá sér þjálfara!
flott komment, Egill Ómar, þetta er alveg rétt. Ég skil ekkert í Abramovich, að reka Scolari..
og Avram Grant var í 2. í PL og CL.. klikkun
Síðast þegar ég athugaði þetta þá er vandamálið með væntanlega þjálfara Chelsea það að hann er bara alls ekkert atvinnulaus !
…..og þeir borguðu Big Phil góða slummu fyrir að reka hann.
…..It is now becoming apparent Scolari’s fate was sealed last week at a meeting that involved Michael Ballack, Didier Drogba and Petr Cech…..
Er þetta í alvörunni það sem manni finnst eðlilegt!
Þvílíkur dellufarsi!!!
Guus Hiddink tekinn við chelsea, Hvernig lýst mönnum á það?
Sælir félagar
Er ekki hægt að koma með eitthvað skemmtilegra til að tala um en þennan brottrekstur.
Bara svona til að losna við Scolari af toppnum. Hvað með landsleiki og okkar menn þar el Zaar veit ég að ætlar/getur ekki leikið með landsliði sínu. Hvað með leikinn við England?
Það er nú bara þannig.
YNWA