Luis Díaz á leiðinni?

Við vorum eiginlega búin að gleyma að þetta væri hægt, en það er í alvöru verið að tala um að Liverpool gæti keypt leikmann núna í janúarglugganum! (OK, þetta gerðist síðast þegar Takumi Minamino var tilkynntur sem leikmaður Liverpool í janúarglugganum 2020, en samt). Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Luis Díaz, er fæddur í Kólumbíu en leikur með Porto. Það eru alls konar slúður sem heyrast undir lok allra leikmannaglugga, en allir helstu og áreiðanlegustu fréttamennirnir í málefnum Liverpool (Joyce, Pearce et al.) hentu í færslur um þetta núna í morgunsárið sem þýðir að jafnaði að þetta sé a.m.k. mjög langt gengið, ef ekki bara klappað og klárt.

Það skemmir ekki að hann á víst að hafa hafnað Everton í sumar og Tottenham núna á síðustu dögum af því að hann vildi spila á stærsta sviðinu.

Á sama tíma er orðrómur um að Origi og Minamino gætu verið á útleið, ekkert fastákveðið þar, en ef það er að koma nýr leikmaður í framlínuna kæmi ekki á óvart ef a.m.k. annar þeirra færi, jafnvel báðir. Eins er að hitna orðrómur um áhuga á Joe Gomez, sem hefur jú lítið fengið að spila á síðustu mánuðum.

Það vill svo skemmtilega til að fyrir 11 árum upp á dag samþykktu Liverpool tilboð í annan Luis, sá var svo tilkynntur formlega á lokadegi gluggans ásamt Andy nokkrum Carroll.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með á næstu klukkutímum/dögum, en það gæti semsagt í alvörunni endað þannig að Liverpool aðdáendur þurfi að dusta rykið af F5 takkanum!

25 Comments

  1. Virkilega spennandi leikmaður sem að bætir breiddina verulega mikið ! krossa fingur og tær að hann komi til okkar.
    Gaman að sjá hvað Liverpool hefur meira aðdráttarafl en aðrir klúbbar … skiljanlega 🙂

    5
  2. Ég vil byrja á því að þakka Conte og Spurs fyrir að bjóða í hann í vikunni því að hann var svo sannarlega ekki á listanum hjá Liverpool núna í þessum glugga.
    Talað var um að Liverpool hafi ætlað sér að fá hann í sumar en orðið að drífa þetta af útaf tilboðinu frá Spurs.
    Þetta er ansi spennandi leikmaður sem er með flest dripples í meistaradeildinni alls 17 stk á meðan að Salah er með 13 stk.
    Öskufljótur, teknískur og aggressíður leikmaður sem að hentar Liverpool.
    En þetta er ekki staðfest ennþá þannig að ég ætla ekki að halda í mér andanum en það virðist fátt koma í veg fyrir þetta.

    7
  3. Sæl og blessuð.

    Ég væri virkilega til í afleysingu fyrir Mané og … hélt ég myndi aldrei segja þetta eða skrifa … en held það væri lag að fara að selja Mané. Hann hefur vissulega verið þokkalegur í vetur en síðustu tvö tímabil var hann eins óklínískur og hugsast gat. Enn sér maður þær hliðar á honum. Tek það þó fram að löngum var hann burðarásinn í geggjuðu liði okkar og það yrði ekki fyrr en í sumar sem hann yrði seldur.

    En að fá skilvirkan leikmann sem hefur kosti Manés og er mörgum klössum ofar t.d. Minamino er afar kærkomið. Gleymum því ekki að við erum á mörgum vígstöðvum og þurfum örugglega nokkra x-faktora til að allt gangi upp.

    1
    • Mögulega þarf Mané bara almennilega samkeppni í sömu stöðu. Jota finnst manni vera meiri striker, Minamino ekki að gera sig, Origi alls ekki sambærilegur leikmaður, Ox ekki heldur… fyrst núna sem það lítur út fyrir að Mané gæti í alvörunni þurft að sætta sig við að byrja á bekknum. Sagt með þeim fyrirvara að Luis verði í alvörunni keyptur og að hann falli ekki skyndilega í gæðum við undirskriftina. Kannski sambærilegt við stöðuna sem Firmino er núna kominn í, hann getur bara alls ekki gengið að því sem vísu að hann byrji alla leiki þegar Jota er í því formi sem hann er í.

      7
      • Auðvitað á Liverpool líka að geta átt game changer leikmenn á bekknum ef það á að berjast um alla bikara, en það kæmi ekki á óvart ef að Firmino væri á útleið.

        1
    • Engar áhyggjur af eyðslu eigendana, þeir munu svo sannarlega selja fyrir þessum kaupum.
      Minamino, Origi, Philips, Williams og Joe Gomez eru allir líklegir út fyrir mánudaginn.
      Sem er svo sem best mál, flott að fá inn leikmann sem getur orðið lykilmaður og losa út farþegar sem spila lítið sem ekkert og skila engu til liðsins.

      5
  4. Jota er klárlega bestu kaup Liverpool eftir að það varð meistari. Minamino hefur sótt í sig veðrið en er ekki með nægjanleg gæði til að vera byrjunarliðsmaður eins og staðan er á honum í dag. Origi er topp stræker en passar ekki inn í leikkerfið.

    Varðandi þessi kaup þá.er ég spenntur fyrir honum. Minnir á jota og coutino enn eins og allir vita geta margir leikmenn verið fjarska fallegir og því tek ég þessum kaupum með fyrirvara.

    2
  5. SKY segir að Liverpool hafi sent samninga lið til Kólumbíu til að ræða við Luis Díaz
    um kaup og kjör

    9
    • Nú verður maður með augun opin upp á gátt. Kólumbía-Perú í kvöld kl 21:00 sýnt á Viaplay.

      7
  6. Er einhver á flugvélavaktinni í þessu máli?? 🙂

    7
  7. Veit að maður á ekki að gera þetta, en man o man hvað hann lítur vel út á You Tube þessi gæi 🙂

    2
  8. Maður getur ekki annað en heillast af þessum leikmanni það sem maður hefur heyrt en alltof lítið séð af skal viðurkenna það. (loads youtube)
    Fögur fyrirheit er með tölfræði á bakvið hann. Maður er þá allavega talsvert sáttari við lífið og tilveruna og FSG nuna.
    Var búinn að missa alla von um að yrði nokkur keyptur en greinilega verið að vinna í mikilli leynd þetta minnir mann á kaupinn á Jota ..vissum ekkert svo var hann bara keyptur.
    Og ekki skemmir fyrir því að ræna þessum kaupum af Tottenham mér gæti ekki verið meira sama um þá.

    4
  9. Þetta myndi gleðja mig mikið ef við nælum í þennan leik. Ekki af því að ég held að hann verður frábær , það verður bara að koma í ljós en bara að Liverpool séu að styðja Klopp og eyða seðlum í leikmann sem við teljum okkur þurfa.
    Að hætta að þurfa að nota Origi eða Minamino sem Plan B og vera bara með 5 manna sóknarlínu sem getur róterað og vera þá með Jota/Diaz sem þá sem taka við keflinu þegar Salah, Mane og Firmino hverfa á braut( allir að verða 30+ og verða líklega ekki að toppa eftir 5 ár) .

    p.s
    Herjólfur siglir til þorlákshafnar í dag getur það tafið þessi skipti ?

    5
    • Hakuna matata, deadline day er ekki fyrr en á mánudag þ.a. Herjólfur verður kominn tímanlega.

      3
  10. Að því gefnu að þessi snilld gangi upp veðja ég á að hann taki númerið 25.

  11. Hefur engum dottið í hug að þetta yti undir að Salah verði seldur í sumar og ekki samið við hann ?

    Vona innilega ekki. Það sem ég les um hann og tölfræði er frábært og geggjað að vera farnir að stela leikmönnum af Spurs, þeir voru að gera það við okkur árin 2012-2015 sirka. En hef ekkert skoðað manninn er farinn á Youtube 🙂

    1
  12. Nákvæmlega það sem ég hugsaði Viðar enski Skjoldal, Salah er mögulega á leiðinni úr Liverpool er voðalega hræddur um það.

  13. Ég vona að ykkur skjátlist með Salah og Diaz er að spila vinstra meigin þaes sömu stöðu og Mané…gæti verið að Mané sé á leið burt frekar ?

    3
    • Nkl. Það er amk mjög gott ef eigendurnir ætla að vera tilbúnir með arftaka þegar okkar toppmenn hverfa á braut, í staðinn fyrir að þurfa að finna slíka menn eftir að toppmennirnir eru farnir. En vonandi verður Mane ennþá hjá okkur þótt Diaz komi.
      Diaz virkar afar spennandi.

      1

Há varnarlína Liverpool

Luis Diaz – Bein samkeppni við Sadio Mané?