Við erum án Jota eins og var vitað fyrir nokkru og Firminho er því miður líka meiddur og Trent frá (enn af óþekktum ástæðum, kannski bara hvíld), annars er liðið fantasterkt og e.t.v. pínu óvænt. En þessi sóknarlína!
Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Van Dijk, Keita, Mane, Salah, Gomez, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas, Diaz, Matip.
Bekkurinn: Fabinho, Konaté, Thiago, Milner, Minamino, Robertson, Origi, Kelleher, Elliott
Hjá Norwich er Adam Idah fjarverandi til lengri tíma, og Lukas Rupp og Tim Krul eru ekki í boði.
Byrjunarlið Norwich: Gunn, Aarons, Gibson, Hanley, Gilmour, Normann, Rashica, Williams, Pukki, McLean, Sargent.
YNWA
Jahá það er bara þannig, takk Klopp fyrir að skilja Trent eftir í þessari tvöföldu fantacy umferð 🙂
Hvar er hann annars ?
Allt í einu er þessi rosalega flotta breidd í sóknarleiknum orðið þynnri eftir meiðsli Jota og Firmino.
En flott lið og sterkur bekkur.
Tökum þetta 0-3
erum á heimavelli vona því að þetta fari frekar 3-0
YNWA.
Sóknarsinnað takk fyrir!!
Flott að hvíla trent og robbo.
Nú er að vona.
Snúsfest á Anfield
vá hvað var ég að horfa á?
Er of mikið að biða um Thiago og Fab í seinni?
Það er djúp lægð yfir Liverpool
Koma svo i seinni og skora snemma…var að vonast eftir því að laga markahlutfallið i þessum leik en sætti mig að fullu bara með sigur i dag….
Sælir félagar
M.City var 4 – 0 yfir í hálfleik á móti þessu liði. Liverpool hefur varla átt færi í leiknum en hefði getað verið búið að fá á sig tvö mörk. Nánast hver einasti leikmaður er að spila undir getu. Einbeitingarleysið skín af hverjum manni og liðið virtist halda að ekki þyrfti að spila þennan leik nema bara formisins vegna. Diaz búinn að vera skelfilegur og Mané og Salah vilja, eins og Diaz, fyrst fremst skora sjálfir en ekki vinna leikinn sem lið. Salah þó búinn að vera skárstur af þeim þremur og hefur búið til nokkra möguleika.
Það verður að skrúfa hausinn á leikmenn í leikhléinu svo þeir fari að spila sem lið með virðingu fyrir andstæðingum sínum. Enginn leikur er unninn fyrr en lokaflautið gellur. Gjöra svo vel að fara að spila af þeirri getu sem þeir hafa sem lið en ekki ains og MU sauðirnir sem aldrei spila sem lið heldur sem einstaklingar og árangur þeirra eftir því.
Það er nú þannig
YNWA
Sæl og blessuð.
Mjög frústrerandi að horfa á þetta! Mark væri gríðarlega vel þegið.
Erfitt að meta einstaka leikmenn. Pirrandi endaslútt. Ætlum við að lenda í Jota-markaþurrð eins og í fyrra?
Davíð og Goliat hvað ?
Skelfilegt að horfa á þetta !
SKIPTINGAR NÚNA !
Klopp hefur ekki skrúfað hausinn á leikmenn í hléinu. Nú væri gott að fá alvöru leikmenn inná í stað Ox, Hendo pg Tsimikas
Til hvers að veta með breidd þegar þeir sem fá tækifærið eru á hælunum.
Jæja. Hver fer út af? Ox, Diaz, Gomes?
Við vinnum þennan leik…trúa strákar
Thiago inn strax fyrir ox
Origi, Fabinho inn á, ekki seinna en strax.
Er bara ekki fullreynt á Naby Keita í búningi Liverpool ?
Engan vegin, klassa leikmaður. Hefur átt fínt season.
Loksins !!
Bætum nú markahlutfallið….
SALAH “!”””””””
Sjóðheit mörk frá Afríku !!
Þökk sé Allah!
Passaðu þig að vera ekki að gantast með nafn Allah,þú gætir verið
lýstur réttdræpur hvar sem er.
Þetta er sko ekkert grín. Tókstu eftir þvi hvernig Mané og Salah þökkuðu fyrir sig?
Hverjir hafa tekið eftir því að salah fjarlægði langarmaskyrtuna innan undir eftir mark norwich?
Haha Diaz vel gert
Minamino skorar eitt i lokinn
Sælir félagar
Loksins rak liðið af sér slyðruorðið þegar þeir fengu á sig markið. Það er nottla ekki nógu gott að þurfa að lenda undir á heimavelli til að fara að leggja sig fram. Að mæta á heimavelli með hálfum huga er bara ekki nógu gott. Liðið á að spila á fullu, með algerri einbeitingu frá fyrstu mínútu fyrir stuðningsmenn sína sem mæta á völlinn. Annað er ekki boðlegt. En 3 stig komu í hús og Diaz með sitt fyrsta mark fyrir liðið er eitthvað sem vekur ánægju þrátt fyrir allt.
Það er nú þannig
YNWA