Norwich í þeirri elstu og virtustu

Aðeins þremur dögum eftir að Liverpool lyfti fyrsta bikar tímabilsins er komið að næst leik. Kanarífuglarnir stefna á brotlendingu í deildinni en eru komnir nógu langt í bikarnum til að láta sig dreyma um ævintýri. Okkar menn mæta væntanlega til leiks hóflega þreyttir eftir hrikalega erfiðan leik á sunnudaginn og búast má fastlega að flestir sem spiluðu gegn Chelsea fái að hvíla sig aðeins eftir úrslitaleikinn. Með öðrum orðum, Norwich eru sýnd veiði en ekki gefin.

Klopp og bikarinn.

Síðan Jurgen Klopp tók við Liverpool hefur hann unnið þrekvirki og náð ótrúlegum árangri í öllum keppnum. Nema einni. Það er enski bikarinn, elstu bikarkeppni heims. Þetta aðeins í annað sinn sem Klopp kemst í sextán liða úrslit þessarar keppni og fyrir því eru margar ástæður. Þangað til núna hefur hópurinn verið minni, áherslan meiri á stóru bikarana tvo og svo hefur happadísin ekki endilega verið með okkar mönnum í leikjadrættinum.

Það er samt ekki svo að segja að við eigum engar góðar minningar úr þessari keppni á Klopp árunum. Curtis Jones skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðalliðið, Van Dijk sömuleiðið og skoraði eftirminnilega í þeim leik. Bæði þessu frægu mörk voru auðvitað gegn sama liðinu, ónefndum blánefjum.

Þó engin myndi skipta FA bikar fyrir Englands – eða Meistaradeildartitil hlýtur okkar mönnum að vera farið kitla í puttana að grípa í gömlu dolluna. Fæstir leikmenn eru nógu gamlir til að muna þegar bikarinn þótti jafn stór og deildin (jafnvel stærri í augum sumra) en þeir vita allir núna hversu gaman er að fara á Wembley og vinna bikar. Það eru búið að minna leikmenn á hversu bragðgott kampavín er og i fyrsta sinn síðan maður veit ekki hvenær eru Liverpool með hóp til að berjast á öllum vígstöðvum.

Alltof langt síðan fyrirliði Liverpool lyfti þessum!

Byrjunarliðið:

Sex af ellefu leikmönnum Liverpool spiluðu allar 120 mínúturnar á móti Chelsea og af þeim held ég að eini sem kæmi til greina að byrja gegn Norwich sé Van Dijk. Ætla samt ekki að spá því. Ég held að Rhys Williams fái að taka leikinn við hlið Konate og aðal varnarmennirnir okkar fái pásu. Tsimikas var víst skemmtilega trylltur í fagnaðarlátunum á Wembley en það getur ekki hafa þreytt hann of mikið. Hinum megin held ég að Trent fái að taka smá hvíld og við reynum aftur að spila Joe Gomez.

Hendo fór snemma af velli í leiknum gegn Chelsea og ég held að hann fái það verðuga verkefni stíga í stóra skó Fabinho, fyrir aftan Curtis Jones og Elliot. Framlínan mun svo samanstanda af Mané, Jota og Kaide Gordon. Með öðrum orðum spái ég hressilegri blöndu af ungum og reyndum, með meiri áherslu á þá ungu. Þetta lið á líka að vera alveg nógu gott til að klára Norwich, þó kannski þurfi að skella einum Luis Diaz inn á til að reka smiðshöggið.

 

Spá

Fyrsta spá mín er að allir markmenn Liverpool fái matareitrun og Liverpool kalli Magga í markið! Ef það gengur ekki eftir fer þetta eins og síðasti leikur liðanna, 3-1 fyrir Liverpool. Konate skorar fyrsta með skalla, áður en Norwich jafnar. Það verða svo Elliot og Mané sem reka smiðshöggið.

Hvernig spáið þið þessum leik? Heyrst hefur að það verði óvenju margir íslendingar á leiknum, ef kopverjar eru meðal þeirra væri gaman að heyra hvernig upplifunin er þarna í borginni, bæðið fyrir og eftir leikdag.

9 Comments

  1. Ég hef svolitlar áhyggjur af þessum leik. Titill fyrir fáeinum dögum, smámeiðsli og menn væntanlega ekki alveg komnir niður á jörðina. Þessi leikur snýst því fyrst og fremst um hugarfarið. Það þarf ekki að peppa Norwich neitt sérstaklega fyrir þennan leik enda síðasti séns þeirra til að gera dapurt tímabil að einhverju skárra. Þeirra lið mun því berjast eins og sá gamli væri á hælunum á þeim og svoleiðis lið geta verið hættuleg. Okkar lið er þó töluvert betra og á venjulegum degi amk 3-1. En það er ekki allir dagar venjulegir.

    5
  2. Sæl og blessuð.

    Nóg að gera þessa dagana. Lykilatriði að hvíla lykilmenn. Taka Leicester á þetta. Hafa þá á bekknum klára í slaginn ef b-liðið stendur sig ekki.

    Tottenham stóð sig á ögurstundu! Hafa ekki getað neitt síðan og töpuðu fyrir mu-bönunum Middlesborough í gær. Hvursu kostulegt?

    En vonandi gengur þetta vel í kvöld. Eitthvað segir mér að Adrian verði á milli stanganna… Veit ekki hvernig mér líður með það hugboð.

    1
  3. Sælir félagar

    Ekki veit ég hvernig Klopp stillir liðinu upp fyrir þennan leik en viðurkenni að ég hefi smá áhyggjur eftir hunderfiðan síðasta leik. Norwich kom á varnarmenn okkar bera í leiknum um daginn og í þessum leik höfum við engin efni á að vera óviðbúnir. Ég spái engu en vonast eftir sigri en á ekki von á að hann verði stór. Eitt/núll eða tvö/eitt er alveg ásættanlegt fyrir mig.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  4. Hvort verður það, ,,grípa strax í rassinn,, í meininguni að ná nógu góðri forystu, og hvíla síðan aðal kempur. Eða mögulega að ,,grípa of seint í rassinn,, í meininguni að stilla upp of veiku liði og ætli sér að ná úrslitum á síðustu metrunum, ef þannig atvikast. Held að það fyrra verði ofaná. Sjáum til.

    YNWA

    2
  5. Held að klopp sé alltaf að fara að spila þeim sem voru ónotaðir um helgina. Sé fyrir mér þetta byrjunarlið. Tel 100% að Origi og Minamino byrji frammi.

    Mín spá: Allison,
    Bradley, Gomez, Konate, Tsimikas,
    Jones, Milner, Elliott,
    Minamino, Oxlade-Chamberlain, Origi.

    5
  6. Til að eiga möguleika að vinna fernuna þarf að spila öllum hópnum…..langur vegur en raunverulegur séns höfum við átt hann áður ?

    • Dias—–Origi—-Minamino
      Jones–Hendo—Elliot
      Tsimikas—Konate—Gomez—Milner
      Allison
      Svona væri ég til í að sjá liðið í kvöld.

Gullkastið – Frábær ferð á Wembley

Byrjunarliðið gegn Norwich