1 – 0 Sadio Mane ’27
Framvindan
Strax á fyrstu sekúndu, nánast áður en leikurinn hófst, þá fékk Salah besta færi leiksins þegar hann komst einn á móti markverði sem varði. Sannkallað dauðafæri. Við héldum þó áfram að pressa fyrstu mínúturnar og það var fátt sem gaf til kynna annað en að þetta yrði frekar stór og þægilegur heimasigur. En það var samt aldrei alveg þannig. Bæði lið fengu færi og áhangendur beggja liða klóra sér sjálfsagt í kollinum yfir því hvernig sóknir enduðu ekki með marki. En það sem skildi þó að var markið sem VAR tók næstum af okkur, þegar Mané stýrði boltanum inn eftir frábæran undirbúning Keita og Trent. Að hálfleiknum loknum var það þó þannig að liðin höfðu átt jafn margar marktilraunir, og West Ham hafði átt 5 skot á mark en Liverpool 2.
Seinni hálfleikur
Í seinni hálfleik vorum við nánast allan tímann með boltann og West Ham náði lítið að ógna. Það hélst því þannig til leiksloka að West Ham náði aldrei skoti til viðbótar á rammann. Okkur vantaði þó alltaf þetta aukamark til að tryggja leikinn. Það kom aldrei, og ekki heldur jöfnunarmark West Ham.
Maður leiksins
Það voru nokkrir sem voru virkilega seigir í leiknum. Diaz er alltaf að komast nær því að passa dásamlega í sóknartaktinn og sýndi nokkrum sinnum frábær tilþrif, en það vantaði að reka smiðshöggið, hvort sem það væri með stoðsendingu eða marki. Varnarmennirnir Konate og Van Dijk stigu varla feilspor og eiginlega jörðuðu alla andstæðinga sem héldu að þeir hefðu leyfi til að valda usla. Henderson sinnti öllu sínu af mikilli fagmennsku. Allison sogaði allt til sín sem kom nálægt markinu. Mané skoraði auðvitað markið sem skildi að. En það er erfitt að benda á einn sem bar af. Þá má segja frá því að ég er mikill áhugamaður um kannanir og skil því eftir eina slíka hér. Hver fannst þér vera maður leiksins?
Slæmur dagur
Fyrsti maður sem varð fyrir því að vera skipt út af var okkar frábæri Salah. Þetta var heldur ekki hans besti leikur. Hann fór illa með dauðfæri í fæðingu leiksins og gekk illa að gera gæfumun. Var hann lélegur? Nei, alls ekki, hann var bara ekki eins góður og Salah er yfirleitt. En það er mín skoðun að flest vandræði okkar varnarlega voru vegna mistaka bakvarðanna. Þetta er kannski líka sök þess hvernig leikskipulagið er, þegar varnarlínan situr virkilega framarlega eins og hefur oft verið fjallað um.
Til að hugsa um
Við kláruðum leik sem var alltaf líklegur til að vera erfiður. West Ham var í 5. sæti fyrir leikinn og það er ekki vegna tilviljunar. Þeir vita hvað þeir eru að gera og það finnst engum auðvelt að eiga við þá. Við hljótum því að þiggja stigin 3 með bros á vör. West Ham fékk ofboðslega góð færi til þess að jafna og gera þennan leik að martröð fyrir okkur, en það tókst ekki. Örlítil heppni og virkilega fagmannleg frammistaða bjargaði þessu. Í fyrri leik okkar gegn þeim í deildinni fóru þeir illa með okkur, en við áttum góð svör við næstum öllu því sem þeir reyndu í dag. Vonandi verður það þannig með restina af leikjum tímabilsins, við lærðum þokkalega á þau öll í fyrri umferð deildarinnar og nú klárum við þau öll. Sennilega. Er það ekki?
Að lokum
Þrjú stig og höldum áfram að pressa á City. Við náum þeim innan skamms og siglum fram úr þeim.
YNWA
Fernan lifir…..
Sáttur við stigin 3 bjóst við fleiri mörkum.
Trent og Robbo frábærir.
Það er virkilega gaman að fylgjast með Diaz.
Liðið vann svakalega vel til baka West ham voru hættulegir eins og maður vissi að yrði.
Góður sigur.
YNWA
Frábær og sanngjarn sigur. Leikur sem við hefðum oft tapað. Það er farið að komast í vana og venst afskaplega vel að vinna alla leiki.
Fínasta afmælisgjöf, takk!
Eitt núll eða fjögur núll, skiptir ekki máli. Og ég fékk líka tertu með rjóma.
Diaz er minn maður, geggjaður! Sjaldan að maður sér Salah tekinn út af.
Til lukku með árin…..
Til hamingju með sigurinn og afmælið Henderson14. Hversu stór er áfanginn hjá þér ?
Ég fékk líka rjómatertu í dag í tilefni af því að ég er að verða afi.
Megi rjómadagar okkar verða sem flestir! Styttist í 6-0 hjá mér. 🙂
Frábær sigur gegn þrælsterku liði. Allir góðir en leikurinn hjá TAA (1 stoðsending, 1 bjargað á línu, 88 sendingar, 123 snertingar, 3 skot á markið, 5 lykilsendingar). Ef þetta er ekki einkunn upp á 9 þá veit ég ekki hvað.
Sammála Trent var með yfirburði
Ekki skal Naby Keita gleymt, bjargaði tveimur stigum undir lokin. Mikill karakter og megum ekki við að missa hann.
Frábær sigur og mikilvægur, gegn góðu liði. YNWA. Hverju má búast við á morgun mu vs mc. Ykkar álit.
Ég man nú ekki til þess að United hafi nokkurntímann gert Liverpool greiða, og geri ekki ráð fyrir að það sé að fara að gerast á morgun heldur. En ef United vinna leikinn á morgun skal ég horfa á næsta Liverpool leik í United treyju (hvernig svo sem ég fer að því að finna svoleiðis…)
Mig grunaði að það væri engin hætta á að ég þyrfti að gera þetta, og jújú það var akkúrat raunin.
Það var ekki líklegt að mu væri að fara að gera okkur einhvern greiða, NEI. Ég verð að viðurkenna að mér var í raun skítsama að mu tapaði og ég veit eiginlega ekki hvort gleður mig meira að sjá mu tapa eða að sjá LIVERPOOL vinna, stundum eins og núna er helgin fullkomin.
Verst hvað MU lak mörgum mörkum. Nú er Liverpool bara með einu marki meira en Man City.
Torsóttur en einkar sætur sigur gegn hörku West Ham liði. Var skíthræddur við þennan leik fyrir fram.
Elska hvað Mané og Salah eru fúlir þegar þeir eru teknir út af, sýnir svo gríðarlegan metnað og vilja til að gera betur.
Mér fannst Van Dijk og Konate flottir í þessum leik(fyrir utan þennan skalla frá Van Dijk til baka), Trent átti einn af sínum betri leikjum á tímabilinu, miðjan var nokkuð traust en sóknarlínan hefur stundum verið betrið.
Maður leiksins fyrir mér var samt Andy Robertson en og aftur er þessi leikmaður með auka lungu fyrir liðið. Tók vel þátt í sóknarleiknum og bjargaði okkur í tvígang stórkostlega.
YNWA
Andy Robertson klárlega maður leiksins. Er mjög ósammála að Trent hafi verið góður. Average leikur sóknarlega og frekar dapur leikur varnarlega fyrir utan eina björgun. Á oft skrítna varnartilburði til dæmis þegar hann hafði forskot í boltan en ákvað að blokka Benhrama frekar og mér fannst hann heppinn að fá aukaspyrnuna. Ég veit ekki hvað það er enn mér finnst hann oft hræddur við contact og missir þ.a.l menn oft fram fyrir sig. Mætti bæta þann leik.
Þetta var með slökustu frammistöðum Salah á tímabilinu, tapaði alltof mörgum boltum, hékk oft alltof lengi á honum og tók þrisvar ef ekki fjórum sinnum mjög slæma ákvörun um að skjóta í stað þess að gefa hann á næsta mann sem var alltaf í betri stöðu að hamra á markið. Ég skil hann vel að vilja skora en hann getur farið í þennan leik þegar leikurinn er Game-Over 2, 3-0.
Mér hefur annars fundist liðið á “vondum” stað undanfarið þrátt fyrir frábæran árangur. Fáum ALLTOF mörg færi á okkur og erum að klúðra ALLTOF mörgum færum sjálfir. Margar lélegar sendingar, mörg hörmuleg skot og alltof oft lélegur varnarleikur. Með fullri virðingu þá á Lanzini ekki að ná að dansa framhjá 3-4 leikmönnum okkar á miðri miðjunni og þræða hann svo í gegn. Ótrúlegt að vera búnir að halda hreinu í 8 af síðustu 12 leikjum miðað við færin sem andstæðingar okkar fá.
Ég vona svo sannarlega að við finnum aðeins betri takt út tímabilið. Fernan lifir og við höfum hópinn í þetta og vel það. Aðeins að fínpússa nokkra hluti og við förum ósigraðir í gegnum restinna með 4 dollur í vasanum.
YNWA
Liverpool á vondum stað ? Erum við að horfa sama lið ? Mér finnst Liverpool hafa verið frábærir að undanförnu. Þeir hafa unnið síðustu 16 leiki í öllum keppnum. Við erum mjög sennilega að fá að upplifa eitt besta “run” Liverpool allra tíma. Eigum enn möguleika á fernunni. Í vissum leikjum valtar Liverpool yfir andstæðinginn en í öðrum þurfa þeir að grafa djúpt í verkfæra kistuna til að knýja fram sigur eins og í leiknum í gær og ég tala nú ekki um bikarúrslitaleikinn sl. sunnudag. Mér finnst þeir vera á frábærum stað því þeir finna alltaf leiðir til að vinna andstæðinginn og gera það aldrei með sama mannskapnum. Klopp notar allt liðið jafnvel unglingana.
Gummi, það var ástæða fyrir gæsalöppunum sem ég henti í því ég meinti bókstaflega ekki vondum stað. En samt sem áður er eitthvað skrítið í gangi. Sigrar eru alltaf sigrar og þeir sem vilja bara horfa í úrslit sjá auðvitað að Liverpool er á frábæru rönni en það breytir ekki þeirri staðreynd að í síðustu 10 leikjum eða frá Crystal Palace sigrinum 23 janúar hafa öll lið, nema mögulega Leicester, fengið að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik. Ég veit ekki með þig en mér finnst það ekki vera nægilega sannfærandi.
Expected Goals Against: 27.72
Goal Against: 20
Expected Goals: 75.03
Goals: 71
Tölfræðin segir að við séum að fá á okkur færri mörk en við ættum að vera gera sem þýðir:
A: Alisson er frábær markvörður.
B: Andstæðingar okkar eru að fá alltof marga sénsa.
Auðvitað erum við ekki á vondum stað en mér finnst við mættum vera meira sannfærandi varnarlega og nýta mögulega aðeins betur færin okkar.
YNWA
Fanst Trent vera maðurinn í dag hann var að verjast eins og berserkur og var líka algerlega frábær út um allan völl! hljóp eins og enginn væri morgundagurinn og hann var að sýna okkur varnarleik sem ég bara vissi ekki að hann hefði í sér kanski er hann loksins búinn að klára vörn 501?
YNWA.
Henderson maður leiksins, þvílík vinnusemi og oft sem hann var að pressa markvörð wh, annars sigur liðsheildarinnar ! Ég þori varla að segja það en áfram man á morgun.
Ég flutti til Spánar 1 febrúar og vorum við fjölskyldannaðnfa okkur hund núna a þriðjudag. Hann varð að heita eitthvað Liverpool tengt og ég fór að hugsa um nafn og fékk milljón tillögur a snappinu mínu sem by the way ENSKIBOLTINN kikið a mig þar endilega. En fyrsta sem kom upp í minn huga var Salah og mane en svo fattaði ég að þeir gætu farið báðir í sumar þessvegna, eiga báðir eftir ár af samningi, Salah fer nánast pottþétt en spurning hvort samið verði við Mane og Firmino sem líka á ár eftir. En þá kom nafnið uppi hugann á mér DIAZ. Hann er nýji kóngurinn a anfield og er frá Kólumbíu þar sem er töluð spænska og dýralæknirinn í búðinni sem var að græja hundrað pappíra með hundinum og vissi margt um fótbolta sagði mér að Diaz væri spænskt nafn og við a Spáni, skrifaði nafnið hans Luiz Diaz I vegabréf hundsins og allur pakkinn. Flott að hafa spænskt nafn af því við erum jú á Spáni það var þess vegna sem þetta nafn kom á eftir mane og Salah í hausinn á mér. Fékk vissulega margar góðar tillögur a snappinu eins og Fowler dalglish og fleira en fannst Diaz passa best við þennan litla gullmola.
Frábær sigur annars og ég gæti ekki verið glaðari, þetta eru sigrarnir sem skipta mestu máli. Myndi þiggja aðstoð frá Man Utd í dag og þeir ynnu bara city. Jafntefli þar heldur city stigi fyrir ofan okkur og þá byrjar bara sami leikir og fyrir 3 árum og city endaði með 98 stig og við 97, þá unnu bæði liðin bara síðustu 10-15 leiki sína og city hélt þetta allann timannn út á þessu stigi. Þannig city þarf að tapa leik og fyndnasti og best yrði aðstoð frá Man Utd. Reikna alls ekki með þeirri aðstoð samt og city rúllar yfir þetta ömurlega United lið held ég því miður en þá er samt ennþá möguleiki, cyti tapar fyrir okkur og við þurfum að gera þetta sjálfir. Yrði svo sætt að vinna deildina allt öðruvísi en síðast og taka þetta með 1-3 stigum og í lokin. Maður vonar það besta.
Þótt það verði jafntefli ertu að gleyma að city og liv eiga eftir að spila, city gæti verið með 2 stiga forskot, 4 stig eða liv 2 stiga forskot eftir þann leik miðað við jafnt í dag og sigur í öðrum leikjum.
Stálheppnir að ræna sigrinum.
Mækarinn var búinn að spá þessu 1-0 og hann klikkar nánast aldrei.
Höfðinginn og aðrir harðir Utd menn ætla að halda með City á morgun.
viltu ekki finna þér annan vettvang fyrir aðdáun þína á þessum Man United froðusnökkurum?
Ef arsenal vinna i dag (yfir i halfleik 1-2)þá er mikil pressa hjá manutd að ná í stig gegn city sem er betri séns vegna þess að ronaldo er ekki með i dag…
Jæja, Arsenal búið að stjaka Man Utd úr meistaradeildarsætinu. Það verður mikil óhamingja á Old Trafford ef þeir ná ekki inn í meistaradeild. Og mun setja þeirra plön í allskyns uppnám.
Annar í afmæli….utd nær ekki í 4 sætið ef þeir tapa í dag og tæplega þó þeir vinni….fýla þetta utd lið…..
manhjúdd eru strax búnir að tapa leiknum eftir 5 mín. Þvílíka hörmungin sem þetta lið er. Spái 5-0 sigri hja´sjittý í dag.
Nei nei. Nú er jafnt. Sancho var að smella einni fegurðardís í hornið fjær.
Þeir lenda aftur undir. Vonandi nær þetta fallna fortíðarveldi að kreista út jafntefli í þessum leik. Það yrði geggjað!
Lindelöf og Maguire eru vægast sagt slappir í miðri vörninni. Skil ekki í öðru en að MU stoppi hraustlega í það gat í sumar.
Mu er bara svo helvíti lélegt lið.
Maguire er líklega lélegasti varnarmaður Englands sæll hvað hann er lélegur
Sæl og blessuð.
Ég lagði það á mig að horfa á þessi ósköp. Sofnaði reyndar í seinni hálfleik en náði restinni. Þetta voru fullorðnir menn gegn krökkum, agaði fótboltalið á móti stefnulausum egóistum á alltof háum töxtum. Einfaldlega skelfilegt. Var raunverulega að vonast eftir því að þeir myndu stela stigum en sá það fljótt að það var einber óskhyggja.
Ægilegt rusl þetta mu lið. Segi ekki meira.
Sælir félagar
Það er einkenni góðra liða að vinna leiki þar sem þau eru ekki að spila vel. Þannig var það í gær og sigurinn þeim mun sætari og betri. Auðvitað átti Salah að skora eftir snilldarsendingu TAA á upphafsmínútum leiksins en svo bregðast o.s.frv. Salah átti að vísu sinn lélegasta leik sem ég man eftir í treyju Liverpool og gleymdi því nánast alltaf að hann er að spila í liði en ekki liðið fyrir hann. Þrá hans eftir 20. markinu fór alveg með hann í þessum leik. Enkunn 4
Mané var á fullu allan leikinn að spila fyrir liðið og skoraði að auki markið sem skildi á milli feigs og ófeigs. Hann hljóp úr sér lifur og lungu allan tímann og stoppaði ekki fyrr en feita konan söng. Eink 8. Diaz barðist líka eins og ljón allan tímann sem hann var inná. Var fremstur í sókn og aftastur í vörn og hefði með smá heppni skorað amk. 1 mark. Eink 8. Svona sé ég framlag fremstu þriggja í þessum leik.
Aðrir sem voru góðir en ekki afburða voru Alisson, öll varnarlínan og Henderson aðrir á pari. Allir með 7 í einkunn. Varamenn Jones, og Milner 6 en Jota 4.. Það var grátlegt að sjá hann labba eftir vellinum meðan Mané sem var búinn að hlaupa allan leikin spretti fram til að þrýsta á Slappahanska í marki West Ham. Þetta eru mín 5 cent á þennan leik. En sigurinn var sætur og hefndin er réttur sem bragðast bezt kaldur 🙂
Ég er sammála þeim sem finnst eins og liðið sé í smá öldudal núna sem má sjá á frammistöðu einstakra leikmanna sem hafa annars verið að spila mjög vel fram að því (t. d. Salah, Jota). Það er vonandi að þetta sé bara smá lægð núna og þessir snillingar allir hristi af sér slenið fyrir Inter leikinn og haldi svo haus allt til enda. Liverpool er líklega eina liðið í Ensku deildinni sem hefur burði til að vinna M. City þó önnur lið hafi grísast á það. Þess vegna er meistarabaráttan á lífi og verður það til þess tíma sem leik þessara lýkur. Þá verður staðan ljós og vonir okkar dofna eða lifna.
Það er nú þannig
YNWA