Gullkastið – Lúxus leikjaálag

Apríl mánuður verður rosalegur hjá Liverpool enda liðið komið djúpt í þremur keppnum. Stuðningsmenn Liverpool hafa í um hálfa öld sungið um að hata Nottingham Forest og stuðningsmenn þeirra sýndu ágætlega afhverju það er. Arsenal var sigrað í þriðja skipti á þessu tímabili og næstu andstæðingar í Meistaradeild og FA Cup voru opinberaðir.
03:00 – Nottingham Forest
20:00 – Dregið í Meistaradeild
33:00 – Rosalegur apríl (City í FA Cup)
45:00 – Þriðji sigur tímabilsins á Arsenal

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 373

10 Comments

  1. Takk fyrir skínandi góðan þátt sem rann ljúflega niður með morgunkaffinu.

    Ef engin meiðsli verða í þessari törn þá má maður vera bjartsýnn því fátt leikmenn eflast við tíða leiki og ættu að verða ,,á eldi” þegar rimmurnar gegn City hefjast.

    4
  2. Takk fyrir þetta strákar. Margt skemmtilegt um að ræða þessa dagana enda blússandi gangur. Fer að minna á árið 2001 þegar þrír titlar komu um vorið. Eltingaleikurinn í deildinni það árið var að vísu ekki um sigur heldur 3. sætið.
    Hvernig verða svo undanúrslitin gegn MC. Sá eitthvað fjallað um að okkar lið og MC eru ekki par sátt að þurfa að leika á Wembley vegna samgöngutruflana til og frá London ef ég skyldi þetta rétt. Eru þá ekki Goodison Park eða Old Trafford inn í myndinni sem leikvellir? Kannski er Goodison ekki nógu stór.

    7
    • Everton aðdáendur vilja að leikur Man City og Liverpool fer fram á Goodison Park.
      Því að þetta er eini möguleikinn fyrir þá að sjá lið sem ætti möguleika í Liverpool á þessum velli 😉

      9
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

    • Liverpool er aldrei að fara greiða neinum leikmanni 500k á viku hvorki Salah né öðrum.

      • Jonathan Wilson er með ágæta grein um Salah-málið í Guardian í dag. Niðurstaðan er ca. sú að Salah muni ekki finna annað lið sem hentar honum jafn vel til spilamennsku – en hann muni heldur ekki fá svona mikla launahækkun hjá Liverpool eins og umboðsmaðurinn er að fara fram á. Þannig að Salah verður að velja: spilagleði eða meiri peningar.

        https://www.theguardian.com/football/blog/2022/mar/26/mohamed-salah-liverpool

        3
      • Raunsætt mat í þessari grein. Liverpool getur vel spjarað sig án Salah. Tvöföldun launa hljómar ansi vel í lagt, jafnvel þótt hann sé stórstjarna. Vonandi verður hægt að sættast á milliveg.

        4

Apríl mánuður

Durham heimsækir stelpurnar okkar