Það er ákaflega ánægjulegt að bjóða nýjan samstarfsaðila Kop.is velkominn til leiks. Sólon Bistro bar hefur slegist í hópinn og fögnum við því mjög, enda eðal staður, á besta stað í hjarta Reykjavíkur. Verið er að gera verulega flottar og spennandi endurbætur á þessum rómaða stað sem heldur upp á 30 ára afmæli sitt í haust.
Að sjálfsögðu hvetjum við alla velunnara Kop.is, lesendur jafnt sem hlustendur, til að líta við á staðnum og gæða sér á hágæða veitingum í flottum húsakynnum.
Undirskrift samstarfssamningsins fór fram í Hellinum og var það eigandinn, Þórir Jóhannsson, sem var mættur á svæðið fyrir hönd Sólon. Það þarf ekkert að velkjast í vafa með það að Þórir er grjótharður stuðningsmaður Liverpool FC og hefur verið það síðan þeir sem eru aðeins eldri en elstu menn, muna. Við plötuðum Þóri jafnframt til að spjalla við okkur í þætti númer 375 af Egils Gullkastinu.
Það er eithvað svo fallegt við það, þegar fólk úr okkar stóra hóp ákveða að styðja við þetta flotta starf á kop.is. Það er ekkert sjálfgefið að halda úti síðu á svona háum standard sem Kop er, því er þetta kærkomin viðbót til viðhalds síðunar.
YNWA
Töff staður 🙂
Þráðrán:
Getur fólk gert upp hug sinn um það hvort liðið þeir vilja að að vinni everton eða manu, jafntefli ekki leyfilegt svar!!??
YNWA
Ég vil frekar að everton sigri og slökkvi endanlega á meistaradeildar draumum united manna.
Einnig vil ég frekar að burnley falli heldur en everton, þó mér líki illa við everton þá vil ég sjá 2 derby leiki á hverju tímabili.
Að svara þessari spurningu er fótboltalegur ómöguleiki.
Þá er það ljóst að MU spilar í evrópsku Dodda-keppninni á næsta ári. Sigurvegararnir í henni fá allir bláa Doddahúfu með bjöllu í verðlaun.
Sæl og blessuð.
Svo bregðast krosstré og allt það … en fer ekki að örla á upphitun fyrir stórleikinn?
Beardsley er að leggja lokahönd á hana.
Þessi helgi byrjar fullkomnlega!
Það er hörð keppni milli liða að hafna meistaradeildarsæti.
Man utd eru alltaf að fá tilboð en þeir hafna því jafnóðum
Arsenal eru alltaf í toppmálum í að klára dæmið en þeir afþakka þetta.
Tottenham eru og hafa verið næstum því lið í mörg ár og kæmi mér það ekki á óvart ef þeir ná meistaradeildarsæti eða svona næstum því.
Ætli það endi ekki með því að West Ham hirði fjórða sætið.