Byrjunarliðin Liverpool – Manchester United

Byrjunarliðin hafa verið kynnt.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Henderson, Thiago, Fabinho, Salah, Mane, Diaz.

Bekkurinn: Kelleher, Konate, Milner, Keita, Gomez, Jones, Jota, Tsimikas, Origi.

 

Eins og allir vita er ekki um allra sterkasta byrjunarlið Manchester United að ræða. Knattspyrnuheimurinn allur sem og hörðustu andstæðingar eru harmi slegnir yfir fjarveru Ronaldo. Það erum við líka.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Dalot, Maguire, Lindelof, Jones, Wan-Bissaka, Matic, Pogba, Fernandes, Elanga, Rashford.

Áfram Liverpool, og YNWA Ronaldo!

31 Comments

  1. Mjög varnarsinnað hjá manjú.
    Koma svo!
    (Ég mun klappa líka á 7 mínútu, vonandi gera það allir)

    9
    • Er staðan orðin sú að Bobby kemst ekki í hóp hjá okkur? Sagði Klopp ekki á blaðamannafundi að það væru allir heilir?

      3
      • Las einhversstaðar að það væru smávægileg meiðsli hjá honum. Hugsa að hann væri alltaf á bekk á undan t.d. Minamino.

        4
  2. Þetta verður eitthvað. Samt gott að hafa í huga að þrátt fyrir allt erum við ekki að spila við einhverja aukvisa, þeir eru í fimmta sæti í þessari ógnarsterku deild. Það hefur oft verið barátta að brjóta minni spámenn á bak aftur.

    1
    • Það er með ólíkindum að þetta lið sé í 5 sæti miðað við frammistöðu kvöldsins

      YNWA.

  3. Söguleg rimma framundan.

    Getur farið á hvern veg sem er. Þessir mu gaurar eru nógu hátt launaðir og ef þeir ná að skora snemma þá er aldrei að vita hvernig þetta mun þróast.

    Þeim myndi nú ekki leiðast það að eyðileggja drauminn um 20. engl.meistaratitilinn.

    1
  4. Ohhh, Gunnar Ormslev “lýsandi” enn einu sinni. Liggur við að maður streami.

    5
    • Svo sammála. Mun kaupa ITV næsta tímabil bara útaf Gunnar Ormslev. En fínt að hann þarf að lýsa tapleik ManUnited.

      1
  5. MU stilla upp með 5 varnarsteikur á grillinu, vonandi skaðbrenna þær allar.

    2
  6. Þvílík gæði i þessu marki hjá okkar liði….gott að sjá Salah koma með mark…

    6
  7. Utd menn vona að þeim verði skipt útaf….jones er búinn á því eftir 30min…

    3
  8. The first time I saw him I knew it was love.
    He’ll roll you like a Cuban, His passes never miss.
    Thiago Alcântara, he takes the fucking piss.

    5
  9. Salah frábær..Diaz frábær..
    Thiago með algjöra yfirburði á vellinum þvílíkur leikmaður

    4
  10. Stórbrotið. Bara hefðum þurft að vera búin að skora tvö mörk í viðbót. Óþarfa rangstöður oþh.

    MU er á skelfilegum stað. En þar viljum við einmitt hafa þá.

    Svipurinn á þeim þegar þeir eru í nærmynd sýnir það svo ekki verður um villst hvað þessu liði hefur hrakað!

    1
  11. Mér finnst alltaf þegar að Atkinson dæmir Liverpool vs Man Utd. vera mikið ósamræmi í dómum varðandi aukaspyrnur… Hann virðist reyna allt til að dæma ekki aukaspyrnur sem Liverpool ætti að fá…. Hvernig var ekki hægt að dæma aukaspyrnu þegar að Maquire keyrir yfir Mane… og svo er dæmt á Thiago þegar hann kemur ekki einu sinni við Sancho….Og það eru fleirri dæmi um ósamræmi í þessum leik og fleirri leikjum sem hann hefur dæmt hjá þessum liðum!!!!

    3
  12. Munurinn í fyrri og seinni er Atkinson….sást lítið í fyrri en hefur heldur betur staðið upp í þeim seinni fyrir man utd. En hverjum er ekki sama 3-0
    YNWA

    3
  13. Held það sé rétt hjá mér að þetta sé ný útgáfa af markaframherjatríói?

    Klopp reynir strax við markaframherjaferning.

    2
  14. Thiago masterclass!! Mikið djöfull er maðurinn góður í fótbolta!

    5

Gullkastið – Úrslitaleikur í hverjum leik

Liverpool 4 – 0 Manchester United