Það var heldur betur líf og fjör í leik Villarreal og Liverpool í kvöld þegar liðin mættust í seinni leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool gjörsamlega kaffærði Villarreal í fyrri leiknum en tókst ekki að skora eins mörg mörk og þeir hefðu átt að gera og fóru með örugga og fína 2-0 forystu inn í seinni leikinn.
Tja eða svo hélt maður!
Klopp stillti upp sterku liði í dag en það tók Villarreal alls ekki langan tíma að minnka munin niður í eitt mark þegar þeir skoruðu mark á fyrstu mínútum leiksins. Klaufagangur og slakur varnarleikur Liverpool og góð sókn Villarreal varð til þess að Dia skoraði fyrsta mark þeirra og kom þeim á bragðið. Þarna fékk Liverpool spark í andlitið og urðu mjög óöruggir á vellinum sem þýddir að Villarreal fékk blóðbragð í munninn og sá tækifæri til að særa Liverpool.
Liverpool átti ekki breik í fyrri hálfleik. Spilið gekk afleitlega, staðsetningar á miðju og í vörn voru glataðar og sóknin mjög bitlaus á allan hátt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Villarreal sitt annað mark þegar fyrrum Arsenal leikmaðurinn Coquelin skoraði. Það hefði nú alveg getað komið annað mark hjá þeim gulklæddu í þessum hálfleik en það slapp sem betur fer.
Í hálfleik tók Klopp þá ákvörðun að skipta út Jota og setja Diaz inn á í hans stað og það var heldur betur góð skipting. Diaz fór strax að láta af sér kveða og kom með mjög þarfa ógn og kraft í liðið. Loksins fór svo Liverpool að halda boltanum, spila sinn leik og skapa sér færi. Svo gerðist það að Mo Salah stakk boltanum inn fyrir á Fabinho sem átti gott hlaup og skot hans fór á milli fóta markvarðar Villarreal og staðan orðin 2-1 og Liverpool aftur komið í forystu í einvíginu. Þá fór Liverpool að herða tök sín á leiknum og bitið fór úr Villarreal. Það var svo Luis Diaz sem skoraði annað mark Liverpool eftir fyrirgjöf frá Trent fimm mínútum eftir fyrsta markið. Nokkrum mínútum seinna gerði Sadio Mane svo alveg endanlega út um allar þær litlu vonir sem Villarreal höfðu á þeim tímapunkti þegar hann lék illa á markvörð Villarreal fyrir utan teig og skoraði í autt markið framhjá varnarmanni.
Liverpool fékk sín færi til að skora fleiri en mörkin urðu ekki fleiri og Liverpool fer því heilt yfir nokkuð sannfærandi í gegnum þetta undanúrslitaeinvígi þó þeir hafi klárlega fengið mikið wake up call þarna í fyrri hálfleik þessa leiks.
Það er því orðin staðreynd að Klopp er að fara með Liverpool í þriðja úrslitaleik Meistaradeildarinnar á fimm árum sem er alveg fáranlega flottur árangur og vonandi tekst honum að gera lið sitt í annað sinn að Evrópumeisturum. Á morgun kemur í ljós hver mótherji liðsins verður en Man City leiðir Real Madrid í hinni viðureigninni 4-3.
Maður leiksins hjá Liverpool í þessum leik er án nokkurs vafa Luis Diaz. Hann kom inn á og gjörbreytti leiknum og skoraði mark. Þetta er frábær leikmaður og magnað hvað það tók hann enga stund að verða bara einn af bestu og mikilvægustu leikmönnum þessa liðs, hann er alveg geggjaður!
Það er stutt eftir af leiktíðinni og ljóst að Liverpool muni spila alla leiki sem eru í boði fyrir þá á leiktíðinni. Næsti deildarleikur er gegn Tottenham um helgina, mæta svo Aston Villa í miðri viku eftir það og svo úrslitaleikur FA bikarsins gegn Chelsea helgina eftir. Það er því ansi stórt og mikið prógram framundan og nóg til að hlakka til og stressa sig yfir á næstu dögum og vikum. Svona viljum við hafa þetta!
Væri gaman að vera fluga á vegg í hálfleik og heyra hvað Klopp sagði við þá!
Fyrri hálfleikur sá einn sá slakasti á þessu tímabili maybe.
Seinni þá gerir Liverpool það sem þeir gera vanalega og eignuðu sér völlinn tóku öll völd og skoruðu 3.
Innkoma Diaz frábær..skrítinn og frábær skalli á sama tíma.
Erfitt með að velja mann leiksins en Mané steig all svaðalega upp í seinni hann og Diaz voru fyrir mér þeir bestu í seinni.
CL úrslitaleikur here we go !
YNWA !!!
Hjúkkit leist ekkert á þetta í hálfleik verður liverpool – real Madrid í París
Munaði þokkalega um Díaz. En ekki leið mér vel í hálfleik, það verður að viðurkennast.
Til hamingju með að vera komin í úrslit, vitiði hvenær úrslitaleikurinn byrjar 28.maí? ??
19.00
21:00 CEST sem er 19:00 GMT,
Leikurinn breyttist vegna þess að Þeir gerðu þau mistök að reyna að halda fengnum hlut og fara í framlengingu og kannski vító. Við fengum miklu meiri tíma í seinni og þeir vörðust aftarlega í staðinn f að pressa og nota heimavöllinn.
Ætli þeir gulu hafi ekki bara verið hálf sprungnir eftir fyrri hálfleikinn á meðan okkar menn áttu nóg eftir á tanknum.
Magnað miðað við hvað hvað fyrri hálfleikurinn var slappur hjá okkur ! Til hamingju allir púllarar 🙂 Það væri svoooooooooooo yndislegt að vinna síðan annað hvort city eða real í úrslitaleiknum ! MAGNAÐ !
Til hamingju allir saman! Við erum ekki bara bestir, við erum laaaaangbestastir!
Þvílíkt lið, þvílíkur árangur! Hef aldrei upplifað svona áður!
Fjarkinn lifir, óþarfa spenna og menn ekki alveg á tánum í fyrri. En LIVERPOOL er komið í úrslit, stóra spurningin til ykkar, hvort viljið þið MC eða RM?
Ég er að byrja að hafa áhyggjur af því hvað Salah skorar lítið.
á meðan Salah heldur áfram að koma sér í færi og leggja upp fyrir aðra þá hef ég ekki áhyggjur. Mörkin koma.
30mörk 15 stoðsendingar hann hefur verið í betra leikformi en það er eðlilegt að menn eigi misgóða tíma sem betur fer….núna eru Mane og Diaz sjóðheitir
Já maðurinn sem er búinn að skora 30 mörk í PL og CL á tímabilinu?
Skil reyndar alveg hvað þú meinar. Ákveðið slump í gangi. Í staðinn eru menn eins og Konate og Fabinho að rísa upp, og á meðan úrslitin falla með okkar mönnum þá er allt í góðu.
Ég hef alla trú á því að Salah finni fjölina sína aftur á hárréttu augnabliki.
Jurgen Norbert Klopp ich liebe dich!
https://www.facebook.com/100063680741474/posts/411012054364816/?d=n
Sæl og blessuð.
Veislan heldur áfram. Gleymum því ekki að fótbolti á að vera skemmtilegur og hversu geggjað er það að eiga lið sem þetta. Úrslit í öllum mótumm, endalaust drama og spenna, tilfinningar og engar málamiðlanir.
Stórkostlegt.
Nú er það bara spurningin hvort liðið mætir okkur í úrslitnunum um mánaðarmótin?
Það segir í skýrsluni að Klopp sé að fara með okkur í þriðja úrslitaleikinn á fimm árum en í raun er hann að fara með okkur í þriðja úrslitaleikinn á fjórum árum…Hann fór með okkur í fyrsta úrslitaleikinn árið 2018 sem er fyrir fjórum árum… En Liverpool er hinsvegar að komast í þriðja úrslitlaleikinn af síðustu fimm.
Beggi… ja liverpool var i final 2018 og 2019… ekki 2020 og ekki 2021 .. og svo nuna aftur 22..
Þetta er rétt í skýrslunni… klopp er að fara með liv i þriðja af síðustu 5
Endilega lestu kommentið þitt yfir.
Vinsamleg ábending.
Er þetta nokkuð að fara í sama farveg og þessi velþekkta umræða?
https://forum.bodybuilding.com/showthread.php?t=107926751
hahaha…. Er þá ekki bara best að ég taki athugasemd mína til baka og éti það ofan í mig að það eru 5 ár síðan að árið 2018 var….
Taktu eftir því að eftirfarandi tvær fullyrðingar geta alveg verið (og eru) sannar:
a) það eru 4 ár síðan árið 2018 var
b) Klopp er búinn að koma Liverpool í úrslit CL þrisvar á síðustu 5 árum
Hvernig er það, er Fan zone í borginni eða fyrir utan völlinn. Ekki fær maður miða á völlinn en væri gaman að vera á staðnum ef að vel fer með úrslit.
Sælir félagar
Að lokum er ég sáttur með niðurstöðuna en í leikhléinu var ég með böggum hildar.
Það er nú þannig
YNWA
Ég ætla að trúa því að Liverpool verði með 4 dollur en það veltur á því að við sigrum TOT.
YNWA.
Var aldrei með áhyggjur og beið bara eftir leikhléinu, því við höfum Klopp og vissi að þeir mundu líma fyrir lekann. YNWA.
Ég var dálítið mikið þannig hugsandi líka.
Langaði bara að láta þá vita sem ekki vissu að við erum komin í úrslit í CL aftur!
Vonin lifir ein dolla í húsi og þrjár í seilingarfjarlægð, var á nálum í fyrri hálfleik en eins og fleiri hafa sagt þá treysti ég herr Klopp til að blása í glæðurnar í hálfleik. Átti von á fleiri skiptingum i hálfleik en Diaz dugði til að kveikja neistann ásamt væntanlega þrumuræðu í hálfleik þar sem það virtist þurfa að minna menn á að þeir væru ekki allt í einu orðnir svona lélegir í fótbolta. Hattur tekinn ofan fyrir gula kafbátnum fyrir að gefa okkur alvöru leik. Diaz fær minn motm í þetta sinn. Nú er bara að koma með næsta lið takk. Tottenham sannarlega sýnd veiði en ekki gefin og enn og aftur set ég traust mitt á Klopp og félaga að töfra eitthvað upp úr hattinum góða fyrir þann leik .
Þetta var rosalegur leikur og ég átti frekar erfitt með mig í hálfleik þó að ég vissi að við myndum nú alltaf skora í leiknum en við vorum enfaldlega á united leveli í fyrri hálfleik og það hefur nú sýnt að það er ekki vænlegt til árangurs.
Það fer að styttast í lokin á tímabilinu og ennþá getur allt gerst, allt frá að vinna bara carabau bikarinn og í að vinna fernuna mögnuðu.
Ég held að ég verði ekki sáttur ef við myndum “bara” bæta við FA bikarnum, við erum svo nálægt stóru titlunum að það væri sárt að missa þá úr höndunum, þó að deildin sé vissulega í höndunum á City eins og er.
En ég trúi auðvitað áfram á liðið og held að við tökum FA bikarinn og annað hvort deildina eða meistadeildina.
Og ekki viljum við vera á sama leveli og júnæted! 😀
Sama hvernig fer þá er þetta besta lið LFC frá upphafi.
https://www.mbl.is/sport/fotbolti/2022/05/03/sogulegt_afrek_klopps/
Hvort liðið hugnast fólki betur í úrslitum? Ég vil frekar RM, segji ekki að ég vilji hefna 2018 leikinn, en fjandi nálagt því.
YNWA
Langar frekar í Real Madrid tel okkur eiga meiri möguleika þar og bæta fyrir tapið gegn þeim finnst það líka flottari leikur þegar lið frá sitthvoru landinu mætast….
Vil frekar RM og vinna þá 2-0!
Uss, Real Madrid heldur betur að hressa upp á blóðþrýstinginn í manni! Hvernig endar þetta?
Pep var farinn að fagna of snemma…..að madrid sé komið svona langt inní einvígið er hálfurðulegt….citý mikklu betri i þessum 2 leikjum
þetta voru svaðalegar mínutur
Ég elska að sjá shittý tapa og þá sérstaklega sterling og foden. Get þá ekki.
Ég held að Liverpool hafi unnið deildina í kvöld .
Þetta getur haft mikil áhrif á stemminguna í hópnum hjá city fyrir restina af tímabilinu i deildinni….hrundi allt þegar Walker fór útaf…
Við hefðum ekki getað beðið um betri leik og úrslit.
1. Ég vildi frekar fá Madrid en City í París
2 City eru núna eins þreyttir og hægt er fyrir leikinn gegn skjórunum
3. Mórallinn hjá City er eins og best verður á kosið… fyrir okkur. Þeir voru öruggir áfram þegar Madrid skorar tvö undir lokin. Vonandi brotna þeir núna.
Real liggur undir með 2 mörkum. Algerir yfirburðir City . Real Madrid ekki með skot á mark City í 89 mínútur. Síðan villta vestrið í 6 mín og og Real komnir í úrslit. Þetta Real lið er lélegt en eru klókir á ögurstundu ! Ég naut þess að sjá leikmenn City með hangandi haus að leik loknum einkum Sterling og Silva. Vonandi dregur ósigurinn baráttuandann úr City og þeir renna á rassinn í lokaleikjum sínum í deildinni. Sjaldan verið jafn glaður og í kvöld að leik loknum . Draumaúrslitaleikur í París 28 maí ! Liverpool – Real Madrid!!!
Er einhver hérna sem skilur hvað Guardiola var að pæla með að taka sína bestu menn útaf?
Ekki þar fyrir, who cares?
Trú mín á 4 dollur jókst til muna eftir kvöldið ! svakalegur leikur þar sem olían brann upp fyrir rest ótrúlega slappar inná skiptingar hjá Pep G og Sterlingspundið gat ekki rassgat í leiknum það stoppaði allt á honum þarna í restina á leiknum en að því sögðu þá er Real ótrúlega erfit fótboltalið að eiga við en ég hef fulla trú á því að að okkar besta fótbolta lið allra tíma vinni þetta erfiða líð í París !
YNWA.
Veit ekki hvort ég fagna því að fá RM frekar en MC. Eru ekki meiri líkur að vinna lið MC á þessu stigi en auðvitað á ekki að skipta máli hver andstæðingurinn er þegar liðið er komið alla leið í úrslit. RM er með hörkulið þessa stundina sem sést m.a. á því hve auðveldlega þeir gátu skorað hjá MC í þessum tveimur leikjum. Það er eitt, síðan hafa þeir klókan stjóra sem hefur gert góða hluti. Klopp hefur nú virkilega gott tækifæri að koma sér í hóp með stóru strákunum. Fjórði úrslitaleikurinn í Evrópukeppni á sjö tímabilum. Ekki ónýtt það.
Pep klúðrar meistaradeildini og vatn er blautt.
Verður drullu erfitt að mæta Real en ef það er eitthvað lið sem getur stoppað Real Madrid þá eru það okkar menn. Er stoltur af liðinu okkar hvernig sem fer erum búnir að vera spila lang skemmtilegustu og bestu knattspyrnuna og meigi það halda áfram sem allra lengst!
YNWA !
Real eða City, skiptir ekki máli. Svona úrslitaleikir eru alltaf 50/50. Tvö mögnuð undanúrslitaeinvígi að baki og þau lið sem komast uppúr slíkum einvígum eiga skilið að leika til úrslita.
Hvort þetta hafi einhver áhrif á City í PL baráttunni, þá held að þetta frekar efli City á endasprettinum. Allur fókusinn fer nú á að taka eina titilinn sem félagið á möguleika á þetta tímabilið og liðið þarf ekki að vera passa uppá lykilleikmenn fyrir úrslitaleik CL.
Spáði í að vera 25 ára og spila með Porto og vera sterklega orðaður við Tottenham. Örfáum mánuðum síðar ertu dýrkaður og dáður í Liverpool FC, besta félagsliði í heimi og ert að fara að spila til úrslita gegn Real Madrid í meistaradeildinni. Eru til margir verðmætari leikmenn í heiminum í dag? Dettur ekki marga í hug.
Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!
Það verður við ramman við reip að draga eftir að city eru dottnir út. Spurning hvort spennustigið verði hærra?
Það verður erfitt fyrir okkar menn að klára á fullu gasi allt tímabilið, en fjandinn hafi það, nú er tíminn að klára allt sem eftir er og hunsa mjólkursýrurnar!