Þriðji síðasti leikurinn í deildinni á tímabilinu, og svona er stillt upp:
Alisson
Trent – Matip – VVD – Tsimikas
Jones – Fabinho – Keita
Mané – Jota – Díaz
Bekkur: Kelleher, Konate, Gomez, Milner, Hendo, Thiago, Firmino, Salah, Origi
Gott að sjá Firmino aftur í hóp. Robertson fær einfaldlega að slaka á, og mætir vonandi tvíefldur í bikarúrslitin um helgina.
Ings og Coutinho byrja báðir fyrir Villa.
KOMA SVO!!!
Sæl og blessuð.
Jæja sjáum hvort það er framtíð í þessu móti. Gott að hvíla Salah. Stórleikur um helgina … og svo enn stærri framundan.
Koma svo, þó þessi titill vinnist ekki þá er best að klára alla 5 leikina sem eftir eru!
Þeir sem eru fyrir utan hóp eru þá Robertson, Elliott, Minamino og Ox.
Robertson er verið að hvíla. Elliott er vissulega búinn að vera lítið í kringum liðið, en var að koma úr meiðslum, og á framtíðina fyrir sér. Minamino hins vegar ætti a.m.k. að vera að komast á bekk ef hann ætti að eiga einhverja framtíð hjá klúbbnum, og sama mætti segja um AOC.
Held að þetta sé bara hið ágætasta lið. Auðvitað viljum við vinna þennan leik. En í mínum huga eru úrslitaleikirnir tveir þeir leikir sem áherslan á að vera á og því má alveg færa rök fyrir því að fleiri leikmenn hefðu mátt fá hvíld.
En hvernig sem fer þá verð ég örugglega áfram stuðningsmaður Liverpool 🙂
YNWA
wtf
crazy fyrstu mínutur
Hvernig var ekki hægt að dæma rangstöðu í uppspili villa í markinu?!?
Nákvæmlega. Væri gaman að fá komment frá einhverjum af þessum snillingum sem segja alltaf að það sé ekki VAR tæknin sem er að klikka heldur bjánarnir sem sitja og eiga að dæma. Þarna er nákvæmlega dæmi um það þegar tilvist VAR skapar þetta sturlaða rugl!!!
Annars bara góður
Er einhver með streymi er à Spàni
úff.. fabinho með krossbandaslit?
ekki alveg á besta tíma.
Moss kallinn kominn á tíma?
Nú á bara að fókusa á meistaradeildina og bikarinn, sleppum ströglinu varðandi enska m titilinn City getur tekið hann…mín skoðun
Lýsandi: Það hallar heldur á heimaliðið í dómgæslunni…..halló þeir skoruðu ólöglegt mark 🙂
Þar fyrir utan er dómgæslan skrípaleikur á báða bóga og maður er orðin skíthræddur við frekari meiðsli.
YNWA
Einhver með link. Er staddur á Spáni og Drogon ekki að virka
PLS
Oj hvað þetta var ljótt mark hjá Matip. Týpískt Arsenalmark frá níunda áratugnum.
En hann skoraði svo flott mark um daginn þ.a. honum er fyrirgefið.
Þurfa vera betri í seinni og vinna þennan leik !
Erum við ekki altaf betri í seinni ? Vona að Fab sé ekki mikið meiddur !
Fabinho líklega búinn þetta tímabil ef þetta var tognun
Ekki vel spilaður hálfleikur af okkar mönnum. Fanst liðið lagast til hins betra þegar Fabinho fór út af og Hendo inn á. Mér finnst vanta alla baráttu í liðið. Vonandi er ein hálfleikræða málið eða skerpa eitthvað á leikstílnum. Mér finnst Aston Villa baráttuglatt lið og vel spilandi. Þeir gefa miðjunni lítinn tíma og eitthvað þarf að breytast þar svo við náum yfirhöndinni.
Afhverju hætti ekki Moss ásamt 20 öðrum enskum dómurum ekki að dæma fyrir c.a. 100 árum síðan ?
YNWA.
Dises, allt of erfitt að horfa a þennan leik. Er eitthvað svo hræddur um að við seum að fara að tapa stigum a moti Villa.
Se ekkert vera að gerast hja okkar mönnum
VÁ hvað ég fagnaði þessu marki
MANÉ !!! þvílíkur skalli
Diaz og Mane alveg frábærir saman !!
Sýnist Salah vera fúll sem er gott mál hann kanski vaknar þá og smellir honum í netið….
Hann var skrýtinn á svipinn á hliðarlínunni áður en hann kom inná. Og gerði ekki margt af viti í leiknum.
Eitt mark i viðbót og við erum i góðum málum
Viljið þið fara að stoppa Danny Ings
Markið liggur i loftinu hja honum
Dises þetta stress,,, verðum að koma einu Salah marki i viðbot
3 stig í erfiðum leik
Góður sigur!
Ég held að allavega salah verði seldur í sumar, því miður. Vonandi fer mané ekki.
Mikið rosalega fannst mér liðið veikjast þegar Días fór út af og Sala inná, skammi mig hver sem vill.