Silly season á fullu

Það er allt að gerast þessa dagana í slúðrinu.

Það slúður sem er hvað heitast núna er að Darwin Nunez frá Benfica er orðaður við okkur og að við myndum þurfa að borga metfé til að ná í þennan sóknarmann.

Paul Joyce kom t.d með þessa frétt og er hann mjög áreiðanlegur en James Pearch sagði í dag að Benfica vilja fá 85m punda fyrir leikmanninn en það finnst okkar mönnum vera aðeins of hátt en Liverpool hafa ekki sent frá sér formlegt tilboð í Nunez.

Annað í gangi
Liverpool eru sagðir hafa neitað 23m punda + 6m punda bónusgreiðslum sem áttu að vera óraunhæfar frá Bayern í Sadio Mane.
Minamino á líka að vera til sölu fyrir 17m punda og er líklegt að mörg lið munu hafa samband og að hann fari frá okkur fljótlega.

Orðið er annars bara laust og ef þið vitið um eitthvað slúður þá getið þið sent það hérna inn í comment

YNWA – Diaz, Nunez, Salah, Jota og Firmino hljómar bara mjög spennandi fyrir næsta tímabil( má alveg láta sig dreyma)

4 Comments

  1. Er meira en til í þennan Nunez sko.
    Hef samt meiri áhyggjur að miðjustöðunni en sókninni þó við seljum Mané.

    Hefði gjarnan viljað sjá Bellingham koma núna, en líklega verðum við að bíða eitt tímabil eftir honum.

    3
  2. Það sem vekur athygli mína er að Nunes er 187 cm. Óvenju hávaxinn í samanburði við þá leikmenn sem hafa verið að spila í þessari stöðu hjá okkur undanfarin ár.

    Firmino – 181 cm
    Origi – 185 cm
    Mane 175 cm
    Salah – 175 cm
    Jota – 178 cm
    Diaz – 178 cm

    Nú þekki ég ekki mikið til leikmannssins en geri ráð fyrir því að hann hljóti að vera einnig hraður fyrst hann spili einnig á vængnum. Samkvæmt tölum sem ég sá mældist hann hraðast 36.5 km hraða sem er rosalega mikill hraði. Hann er mjög hreifanlegur og hefur því mikið af þessum eiginleikum sem Firmino býr yfir.
    En svona við fyrstu ásýn virðist hann vera fyrst og síðast vera stræker með góðan skotfót. Góða færanýtingu. Meira Suarez týpa frekar en Firmino. Hæðin gæti skapað meiri ógn í loftinu. Hann virðist hafa allan pakkann. Líkamlegan styrk, góða tækni. hraða, góðan skotfót og er enn óslíipaður demantur. Eingöngu 22 ára gamall.

    Það kæmi mér ekki á óvart að FSG væri á eftir þessum leikmanni því hann hefur alla möguleika á að blómstra undir stjórn Klopp.

    Það væri skref fram á við að kaupa Darwin.

    8
  3. Já, takk! Ég vil gjarnan fá þennan snilling í liðið okkar og svo má styrkja miðjuna líka. Þá verðum við klár fyrir næsta tímabil með öllu þvi sem það fylgir.

    3
  4. Ef Mané fer til Bayern vil ég fá góðan pening og bónustöluna Jamal Musiala.

    2

Milner framlengir

Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins