Það er kominn ansi mikill reykur í kringum slúður þess efnis að Darwin Nunez sóknarmaður Benfica sé að ganga til liðs við Liverpool. Fréttir nú herma að hann vilji aðeins tala við Liverpool og að ekki sé langt á milli Benfica og Liverpool í samningsviðræðum um kaup og kjör. Höldum samt alveg í hestana ennþá og gleymum ekki Fekir Föstudeginum eða Remy færslunni, Nunez er ekki leikmaður Liverpool fyrr en hann sést hallar sér upp að einhverju á æfingasvæði félagsins.
??@SLBenfica já recebeu a proposta do @LFC por Darwin Núñez.
?Negócio de 100 milhões de euros: 80 milhões fixos + 20 milhões em objetivos.
?? @Darwinn99 vai assinar um contrato de 5 anos com o Liverpool. pic.twitter.com/29XhxPG5Jp
— Pedro Sepúlveda (@pedromsepulveda) June 8, 2022
Liverpool er samt í það allra minnsta klárlega að reyna kaupa hann og það eitt og sér eru ákveðin tíðindi enda um töluvert frábrugðna týpu af leikmanni að ræða við það sem verið hefur undanfarin ár. Kaupin á honum, Fabio Carvalho og uppgangur leikmanna eins og Elliott og Jones gefur jafnvel til kynna að Klopp komi til með að breyta aðeins leikstíl liðsins? Darwin Nunez er nefnilega fyrst og fremst nía.
Við höfum áður spáð því að Klopp sé hugsanlega að fara notast aftur við sitt gamla Dortmund 4-2-3-1 leikkerfi þar sem miðjan var nokkuð þéttur demantur, bakverðirnir mjög sókndjarfir svipað og við þekkjum hjá Liverpool og upp á toppi mjög öflug nía. Allir með það hlutverk að pressa frá fremsta manni og gefa andstæðingnum engan frið. Liverpool hefur alla tíð spilað 4-3-3 undir stjórn Klopp en á sama tíma aldrei átt leikmann sem er alvöru heimsklassa Lewandowski nía. Engin af Benteke, Ings, Sturridge, Solanke, Origi eða hvað þá Mario Balotelli hafa komist nálægt því að réttlæta það að spila með alvöru níu upp á topp frekar en að treysta frekar á mörkin frá Salah og Mané. Nunez gæti breytt þessu.
Gangi kaupin á Nunez eftir er Liverpool á skömmum tíma búið að kaupa þrjá ansi sterka kandídata til að fylla skarð Salah – Mané – Firmino þríeykisins. Þetta eru strákar á aldrinum 22-25 ára og allir með reynslu úr Portúgölsku deildinni. Það eitt og sér að kaupa tvo langbestu leikmenn deildarinnar á síðasta tímabili á hálfu ári er mjög spennandi.
Hvernig leikmaður er Darwin Nunez?
Þetta er hávaxinn (1,87m) leikmaður sem hefur verið að styrkja sig töluvert líkamlega undanfarin 2-3 ár. Hann er verulega áræðin að úrugvæskum sið og beinskeyttur fyrir framan markið (með og án bolta). Nokkuð góður með boltann og hefur alvöru sprengikraft/hraða sem hann notar á skynsamlegan hátt. Auðvitað verður töluvert stökk að fara frá Portúgal til Englands en hann var ekki í meiri vandræðum gegn Liverpool en svo að hann skoraði í báðum leikjum sem dæmi.
Hann stenst samanburð vel við okkar sóknarmenn tímabilið áður en þeir gengu til liðs við Liverpool (með fyrirvara um mun á þessum liðum auðvitað).
Kaupin á honum benda eins og áður segir til að Liverpool sé að fara færast í hefðbundnara leikkerfi með níu upp á topp, hinsvegar getur hann alveg leyst fleiri hlutverk og þar með stækkað vopnabúr okkar manna, hvort sem það væri með því að leysa út á vænginn eða spila með öðrum sóknarmanni upp á toppi. Diogo Jota er t.a.m. sóknarmaður fyrst og kantmaður svo.
Einn af styrkleikum Nunez sem gæti hentað Liverpool mjög vel er að hann er mjög góður í að skapa sér pláss með hraða sínum og áræðni, ekki bara í skyndisóknum þar sem hann hefur nóg pláss heldur líka á þrengra svæði, t.a.m. gegn þéttum Burnley-esq varnarpakka.
Hér er flott greining á Nunez frá manni sem hefur séð hann spila reglulega undanfarin ár
??Darwin Nunez (22) to Liverpool FC thread
— Jan ?íha (@HonzaRihaftbl) June 8, 2022
Hvernig er hópurinn hjá Liverpool samansettur fyrir 4-2-3-1 með Nunez?
Fabio Carvalho (enn ein Portúgal tengingin) passar jafnvel ennþá síður í 4-3-3 leikkerfi Liverpool en Nunez gerir ekki nema hann sé hugsaður sem langtíma arftaki Bobby Firmino. Firmino hlutverkið er einmitt það sem deyr með komu Nunez, eða breytist réttara sagt í það hlutverk sem hann spilaði áður en hann kom til Liverpool. Við erum aðeins búin að afskrifa Firmino eftir tvö misjöfn tímabil en hann gæti algjörlega náð sér aftur á strik næsta vetur, t.a.m. fyrir aftan Darwin Nunez.
Sadio Mané virðist vera svipað mikið farin frá Liverpool og Darwin Nunez virðist vera kominn, Luis Diaz er nú þegar búinn að fylla hans skarð á vængnum og Nunez leysir þá hans hlutverk sem sóknarmanns.
Fréttir dagsins herma svo að Liverpool sé að fara klára kaupin á Calvin Ramsey frá Aberdeen. 18 ára mjög efnilegum skoskum hægri bakverði.
Skoðum hópinn aðeins m.v. 4-2-3-1 uppstillingu
Það verður mjög fróðlegt að sjá hversu stórt hlutverk Klopp ætlar strákunum á miðjunni (Elliott, Jones og Carvalho). Þetta eru allt leikmenn sem heimta töluvert traust og mínútur. Miklu meira en á síðasta tímabili. Þeir geta allir leyst mörg hlutverk en eru fryrst og fremst sóknarþenkjandi leikmenn.
Svo verður fróðlegt að sjá hvort Liverpool haldi áfram á leikmannamarkaðnum í sumar og kaupi miðjumann, Tchouameni var klárlega á innkaupalistanum í sumar ef aðstæður hefðu leyft það. Aftari hluti miðjunnar er flottur á pappír, ein besta miðja deildarinnar en þeir gætu vel allir tekið upp á því að meiðast í einu. Það væri mjög gaman að sjá Liverpool hjóla í einn miðjumann líka, framtíðar arftaka núverandi miðjumanna.
Mané og Minamino eru þeir sem helst eru orðaðir burt frá félaginu um þessar mundir en línur virðast aðeins vera farnar að skýrast.
Næstu dagar verða a.m.k. spennandi.
Mjög spennó.
Gegn strætó liðum má alveg ímynda sér kerfi sem nýtir Bobby sem einn af tengiliðunum.
TAA Matip VVD Robbo
Fab Thiago
Bobby
Salah Nunez Diaz
Og svo Jota inn sem súper sub.
Það er amk. Áhugavert að ímynda sér að ekki þurfi að kaupa miðjumann ef Bobby bætist við þar…
Eftir að hafa séð Nunez spila gegn okkur tvisvar í CL þá fannst mér hann vera “ódýrari” utgáfan af Hååland sem við þyrftum að fá, með eða án Mané/Salah. Stór, snöggur, tæknilega góður og getur breytt plani A í plan B hvenær sem er í leikjum.
Ég bjóst aldrei við að FSG myndi fara svona langt í samningaviðræðum við Benfica en vonandi klára þeir þetta fyrir helgina svo hægt sé að fara í næsta mál. Miðjumann.
Þegar við höfum losað okkur við Minamino, Nat Philips, Uxann, Mané og eflaust Neco Williams þá verðum við á sléttu-ish varðandi Nunez kaupin ef af verða. Launalega verður Liverpool betra statt eftirá og til í að bæta við miðjumanni. Hver segir að fótboltinn sé leiðinlegur.
Þessi veit hvað hann syngur og líklega er þetta nærri lagi
Þetta hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarin árin, þeas eyðsla FSG vs innkoman. Þeir hafa spilað vel úr því sem klúbburinn hefur verið að hala inn. Við höfum stækkað völlinn 1x og annað skiptið fer að gerast. Umturnað æfingsvæðinu og alltaf stutt við leikmannakaupin (kaup/sölur). Ég lad það einhversstaðar að innkoman af CL þetta árið hafi skilað inn sirka því sem kaupin á Konaté og Diaz kostaði. Ég er sammála að við ættum að geta tekið vel á því í sumar og Nunez yrði flott byrjun.
Eiríkur stækkun nr 2 er nánast tilbúinn þegar ég var á LFC vs Everton þá var grindinni tilbúinn fyrir aftan stúkuna þannig að stækkun nr ætti líklega að vera tilbúinn strax í ágúst myndi ég telja.
YNWA.
Verið að tala um að Benfica sé að skoða 68 mil tilboð + 17 og Liverpool myndu gera 5 ára samning við Nunez ..spennandi !
Þetta fer með taugakerfið að vera endalaust að ath hvort Nunez sé búin að krota undir samning, ég held að hann sé akurat típan af sóknarmanni sem liverpool þarf.
Liverpol reach full agreement to sign Darwin Nunez 80m euro + bonusa er allavega komið !
Núna er bara klára þetta takk fyrir!
Hrikalega spennandi kaup í Nunez og kemur a óvart að okkar menn ætli að kaupa allavega einn randyran leikmann. Hofum litlu eytt síðustu sumur og manni skilst að það sé til nóg af aurul og að við þurfum alls ekki að selja til að kaupa. En það vantar já alla eiga einn ef ekki tvo klassa miðjumenn og eftir það þyrfti ekki að gera meira að mínu mati. Ég átta mig ekki a því af hverju okkar menn eru ekki að negla Tielemans hjá Leicester sem a ár eftir af samning og fæst víst fyrir 30-40 kúlur sem er grin fyrir þennan frá þrá leikmann. Ég myndi vilja hann og taka svo Eriksen frítt líka þá værum við búnir að styrkja miðjuna rosalega. Eyða þá samanlagt í 3 leikmenn um 120 kulum og seljum líklega fyrir alla eiga 60 með Mane, ox, minamino og mögulega fleirum eins og nat Philips.
Verður allavega fróðlegt að sjá hvað okkar menn gera á miðjunni og mögulega kemur eitthvað nafn sem hefur ekki einu sinni verið nefnt bara eins og þegar Fabinho kom a sínum tíma. Okkar menn. Voru víst að reyna við gæjann sem er að fara til Real og hann er að kosta að ég held um 80-100 kúlur svo ef við hefðum verið til í hann og Nunez er ljóst að nóg er til af Cash þetta sumarið ,vonandi verður veskið bara opnað í botn og nvið fáum einn rosalegan glugga. Mjög spennandi tímar framundan
Þetta er geggjað!! En varðandi FSG og þeirra leið, ég held að þeirra hugmyndafræði sé ekki meitluð í stein. Þetta er fyrirtækjarekstur sem þýðir að menn verði að vera á tánum og tilbunir aðlagast samhliða breyttum aðstæðum og forsendum til þess að hámarka virði félagsins. Forsendurnar hafa heldur betur breyst. Î dag er Liverpool líklega besta lið í heimi með besta stjóra heims með framlengdan samning. Það kallar á öðruvísi fjárfestingar
Held að þeir séu meira en til í að gera áherslubreytingar sem færa okkur fleiri titla og meiri tekjur
Elska þetta lið
perez fyrir mane
nunez fyrir salah ?
Ekki nefna salah. Ég hef gert það þrisvar og fæ bara ömurlegheit á móti.
Skil ekki marga hérna að þeir horfa ekki á staðreyndir. Salah vill því miður fá hærri laun og vera í hitanum.
Það er ekkert vit í því að fá ekki krónu fyrir einn besta leikmann í heimj.
hvaða Perez ertu að tala um Halldór?
þennann sem er að spila á vinsti kantinum hjá okkur sem við keyptum í janúar.
með nunez þá er liverpool búið að kaupa sóknarmenn fyrir yfir 160m punda á þessu ári
kannski getur liverpool fengið salah til að skrifa undir, látið hann fá 10-20m sign on bónus og 280k á viku í laun. en ég er hræddur um að nunez þýði að salah er að fara í sumar.
Síðustu fréttir eru að forsvarsmenn Man.Utd séu komnir til Portúgal til að ræða við nýjan umboðsmann Nunez hann Jorge Mendes og reyna að stela dílnum. Vandamálið er að leikmaðurinn vill CL fótbolta og vill fara til Liverpool. Hef pínu áhyggjur samt að Utd bjóði honum bara 350-400.000 pund á viku og það verði freistandi fyrir hann að hoppa á það. Það er ekkert í höfn fyrr en búið er að skrifa undir. Munið eftir Nabil Fekir dæminu, ekki svo sælla minninga?
Úr færslunni:
Sorry…..las ekki færsluna. ?
Kemur ekki fyrir aftur!
Það er allavega alveg ljóst að ef hann endar í man utd er bara ein ástæða fyrir því eða eitt orð PENINGAR. Liverpool er margfalt meira spennandi klúbbur í dag en Man utd. Við erum með besta þjálfara heims og meistaradeildina og líka miklu meiri líkur á titlum. Vonandi bara að hann sjái þetta og hugsi ekki bara um seðlana. Alveg ljóst að United er að reyna na honum með því að bjóða honum 3-400 þús pund á viku og ef hann vill það frekar þá held ég að Klopp sé bara ekkert spenntur fyrir honum lengur. Klopp villl bara leikmenn sem virkilega vilja spila fyrir félagið og vonandi er þessi gæji bara heill í hausnum og segir bara fokk you við man utd. Þetta verður spennandi það er alveg ljóst.
United (scum) er og verður alltaf skítaklúbbur.
Rosalegur pistilinn um Remy. Vönduð vinna eins og svo oft áður hér á þessari síðu.
Mjög spenntur fyrir Nunez og breytingunum á sókninni sem þau kaup mundu skapa. Hefði viljað Mane með honum í eitt ár allavega.
Verið að slúðra um að ManU séu á eftir Ox..umm okey.
Ox er drengur góður en meiðsli hafa að mínu mati gert hann að skuggann af sjálfum sér í gegn um tíðina. Ef að þetta er satt sem mér finnst pínu furðulegt þá vona ég að hann fái meiri spilatíma og haldist meiðslafrír.
Eigum að nota the Ox sem skiptimynt fyrir Kalvin Phillips frá Leeds jafnvel Minamino líka, fáum xvo þennann efnilega bakvörð frá Aberdeen erum við þá ekki bara sáttir með þennann glugga.
virðist svo gott sem klárt með Nunez þrátt fyrir að Ten Hag hafi farið til Portúgals til að flagga seðlabúntinu.
Kaupverðið að mestu ákveðið, einungis verið að ganga frá fyrirkomulagi á greiðslum.
Hver vill ekki fara til LFC þar sem Klopp ræður ríkjum og allt er á blússandi ferð? Það er ávísun á eyðileggingu að fara til manhút og lenda þar í skuffelsum og leiðindum.
Í Loftkastaladraumum mínum, væri svo Gavi inn á eftir Nunez.
Hólímóli hvað það er hæfileikaríkur strákur.
Er hinsvegar hrikalega spenntur fyrir Darwin – vona að þetta endi fallega með hann 🙂
Þetta virðist vera í höfn samkv. portúgölsku pressunni gott mál,næst klassa miðjumann takk.
Smá útúrdúr, en tengist leikmannauppstillingunni hjá Einari (* reikna reyndar með að myndin komi annarsstaðar frá).
Afhverju víxlast/speglast aftari leikmenn svona oft í (liðs)uppstillingar myndum? Við sjáum í mynd Einars að DC hlutverkin speglast, en það er ekki bara þarna heldur kemur þetta oft fyrir. Van Dijk, Matip, Gomez og Konate eru oftar en ekki að spila í “speglaðri” stöðu m.v. raunveruleikann. Bakvörðunum er samt stillt upp rétt.
Sama má eiginlega segja um miðjuna (á þessari mynd) þ.e. MC og DM. Thiago, Fabinho, Keita og Henderson eru líka oftar en ekki frekar hinum megin (þ.e. speglaðir).
Einn fróðleiksfús.
(**) “m.v. raunveruleikann” á að vera “í raunveruleikanum”
F5 F5 F5 F5 F5 F5…
Gavi næstur segir slúðrið viðræður hafnar.
Hvar? Hvarhvarhvar???
Kemur úr spænsku pressunni gegnum transfer havent,kanski ekki mjög áræðanlegt.
Wuuuut
Sá seinni hálfleik af Austurríki – Frakkland. Konaté var að spila sinn fyrsta landsleik og alveg silkifínn. Fyrirtaks sendingar aftur og aftur. Hann startaði sókninni sem gaf jöfnunarmarkið, eftir að Frakkar lentu (verðskuldað) undir.
Erum við sem sagt ekkert að fara að lenda i því núna að Tottenham, manjú eða chelski komi í kvöld og steli Nunez frá okkur? Sjáið niðurlæginguna og niðurtúrinn sem stórir klúbbar í kringum okkur eru sð upplifa eftir að Klopp hefur umbylt fótboltaliðinu okkar. LFC er orðinn eftirsóttasti klúbbur heims og það er yndislegt!
Tottenham eru með Kane og takmarkað fjármagn.
Chelsea þurfa fyrst að ráðstafa Lukaku og skaupa varnarmenn.
United reyndi en tókst ekki.
Fabrizio Romano er kominn með “here we go” á þetta þannig að þá er bara spurning um klukkutíma á staðfest.
Verð þó að viðurkenna að ég hef ekki séð mikið af þessum strák, en ef að Liverpool eru að borga svona fjárhæð fyrir hann þá er ég spennturr
Eer ekki allt í lagi að henda einu svona hérna inn bara svona að gamni
Já það má alveg segja það að maður sé orðinn pínu spenntur.
https://www.youtube.com/watch?v=Zj6PW3SGLgQ&ab_channel=AJcompsHD
Skylduáhorf…..aðeins 22 ára með allann pakann
Virkar hrikalega sterkur í öllu sem hann gerir verður algjörlega frábært að sjá hann ásamt Diaz og Salah þetta verður veisla
Sælir félagar
Samkvæmt þessu myndbandi er þetta ótrúlega góður leikmaður. Hraður, útsjónarsamur, frábær slúttari og sterkur í loftinu. Hann hefur sem sagt allt sem nía þarf að hafa. Ég er farinn að trúa því núna að hann sé að koma enn bíð þó eftir undirskriftinni. Þegar hún er komin mun ég fagna gríðarlega. 🙂
Það er nú þannig.
YNWA
munnlegt samkomulag milli liðana.
Hittast í fyrramálið til að ganga frá þessu skv. Romano.
Jæja strakar eg vona bara að Darwin reynist okkur betur en Markovic sem kom til Liverpool fyrir nokkrum árum með miklum væntingum frá Benfica.En varð svo eitthvert mesta flopp sem á Anfield hefur komið .
Það er einn risastór munur á Darwin og Markovic: RODGERS keypti Markovic. Klopp og hans crew hefur staðið sig þúsund sinnum betur í innkaupunum.
Það var nú talað um að Rodgers hafi ekki viljað Markovic, Moreno og Balotelli. Sú nefnd sem FSG bjó til, er sögð hafa staðið að þeim kaupum hélt. Þessi nefn hélt svo að mestu áfram að starfa með Klopp og margir eru enn þarna.
Ég þarf að muna eftir að lesa yfir hjá mér áður en ég ýti á enter.
Annars er mér sagt að þessi transfer nefnd hafi farið illa í egóið á BR sem hafi viljað ráða öllum kaupum sjálfur, á meðan Klopp og þjálfaraliðið vinni náið með nefndinni.
Það að bera saman Marcovic og Nunez er eins og að bera saman appelsínur og epli og þeir sem vita ekki munin á þeim ágætu ávöxtum vita minna um fótbolta svo mikið er víst!
YNWA.
Markovic átti að standa með Ki.
YNWA.