Darwin Nunez í læknisskoðun í dag

Liverpool hefur náð samkomulagi við Benfica og Darwin Nunez um að koma til Liverpool. Hann er sagður fara í læknisskoðun í dag og verður þá líklega tilkynntur sem leikmaður Liverpool í kjölfarið gangi hún vel. Hann verður líklega dýrasti leikmaður í sögu félagsins og auðvitað gríðarlega spennandi viðbót við hópinn hjá Liverpool
Kaupverðið er £64m en gæti hækkað um £21m til viðbótar, m.a. £4,3m fyrir fyrstu 10 leikina skv. portúgölskum fjölmiðlum. Aðrar £8,5m eftir að hann hefur spilað 60 leiki og svo £8.5m eftir árangri hans og Liverpool.

Hér til gamans má sjá samanburð á kaupum Liverpool á Nunuz vs kaupum City á Haaland, þessi samanburður hefur verið töluvert til umræðu undanfarið.

13 Comments

  1. Algjörlega meiriháttar að fá þennan snilling og þessi samanburður segir alla söguna um muninn á þessum tveimur fótboltaliðum. Annað þeirra er rekið skynsamlega og faglega en hitt óskynsamlega og ekki eftir siðareglunum.

    Það þarf að fara taka fastar á þessum FFP-(siða)reglum.

    8
  2. Hefur einhver hér kynnt sér meiðslasögu Nunez? Sá einhverstaðar hann hafi farið í aðgerð á hné. Er það eitthvað til að hafa áhyggur af?

    3
  3. mögulega vantar umboðsmannalaun í þennan samanburð á Haaland og Nunez. Málsmetandi menn segja að greiðslur til Raiola og Alf Inge hafi slagað hátt í kaupverðið.

  4. Sælir félagar

    Þá getur maður loksins fagnað af öryggi. Ég hefi engar áhyggjur af læknisskoðuninni né af gömlum meiðslum. Allir fótboltamenn lenda í meiðslum sem eru misalvarleg (nema Mané) og ekkert um það að segja. Vertu velkomin til Liverpool og á völl vallanna Anfield Darwin Nunez 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  5. Sæl og blessuð.

    Spennandi að fá ærlega níu inn í hópinn. Vonum bara að þetta sé ekki úrúgvæskur Carrol. Held reyndar að svo sé ekki, en reynslan af honum er ekki mikil.

    Haaland er súperstjarna og treyjusalan mun slaga upp í kaupverðið. Þetta er því ekki alveg sambærilegt en eitthvað segir mér að háar fjárhæðir renni í vasa hans eftir öðrum leiðum – og huldum.

    3
    • Ég efast um að báðir stuðningsmenn Man City munu kaupa margar Haaland treyjur.

      smá spaug 😉

      23
    • Heldur þú að Haaland selji mikið fleiri treyjur eða Nunez ef við gefum okkur að báðir verði helstu markaskorarar Liverpool og Man City? Nota bene, ef að Nunez þróast eins og aðrir sem Liverpool hefur keypt undanfarin ár verður hann líka fljótlega flokkaður sem súperstjarna.

      Hugsa að það kaupi fleiri m.a.s. í Noregi treyju með Nunez á bakinu en Haaland, þá auðvitað á þeim grunni að flestir eru fyrst og fremst að kaupa Liverpool búning, ekki Nunez búning.

      Þar fyrir utan er treyjusala verulega ofmetin partur til að vinna upp kaupverð og fer ef ég man rétt meira til framleiðendanna en félaganna (skv. samningi við slíka styrktaraðila).

      5
    • Svona þegar maður horfði á Nunez síðastliðinn vetur, minnti hann mig dálítið á Torres, þegar hann var elghress 🙂

  6. Velkominn Darwis Nunez ég er búinn að bíða spenntur eftir því að þú krotir undir samning við okkar ástkæra lið, ég hef fulla trú á að þú eigir eftir að hrella varnir og markmenn andstæðinga Liverpool svo um munar.

    YNWA

    2
  7. Ætli það hafi eitthvað komið upp á í læknisskoðuninni eða tekur hún marga daga langar mikið til að þetta sé frá og fara skoða hægri bakvörð og jafnvel miðjumann :-).

    YNWA:

    4

Darwin Nunez breytir sóknarleik Liverpool

Darwin Núñez til Liverpool (Staðfest)