Gullkastið – Copy/Paste

Það er eins og Liverpool sé alltaf að spila sama leikinn, þeir virðast allir þróast á svipaðan hátt og ætlar að reyna erfitt að brjóta af þeim vana. Endalaus meiðsli og annarskonar fjarverur lykilmanna einfalda alls ekki lífið. Rosalega vond töpuð stig gegn Palace og strax fjögur stig í toppliðin. Næsti leikur er svo gegn botnliðinu á Old Trafford!

1.mín – Copy/Paste gegn Palace
26.mín – Það helsta úr hinum leikjum umferðarinnar
43.mín – Botnliðið á Old Trafford næst

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 391

45 Comments

  1. Sælir félagar

    Ég er sammála kop-urum um að tímabilið og sigurmöguleikar Liverpool ekk farnir þrátt fyrir að vera búnir að tapa 4 stigum á City og Arsenal. En ég er líka sammála þeim um að brekkan er brattari og hálli eftir því sem liðið tapar fleiri stigum. Þar af leiðir að liðið þarf að vinna á næsta mánudagskvöld hvað sem tautar og raular. Að tapa þeim leik yrði ekki aðeins mjög vont og færi langt með að gera brekkuna ófæra heldur færi MU upp fyrir Liverpool í töflunni og skömmin yrði nánast ævarandi. Skelfileg tilhugsun.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  2. Ég hef verið með einhver þyngsli í höfðinu að undanförnu og tel mig ekki losna við þau nema að mínir menn í Rauða Hernum nái að leggja Rauðu Djöflana. Svo vil ég fá einn góðan leikmann á miðjuna og það strax. Einnig þarf að fjölga í sjúkraþjálfaraliðinu til að tjasla saman öllum krónísku meiðslapésunum sem eru að verða hálft liðið.

    10
  3. Frábær þáttur eins og venjulega.

    Held að með Nunez, vin okkar, þá sé ekki endilega þannig að varnarmenn fari almennt að herja á hann með þessum hætti. Það er ekkert í hans sögu sem bendir til þess að hann sé einhver ‘heit-haus’ eins og frændi Steina, blessaður Suarez. Það virðist sem að pirringurinn milli hans og Andersen eigi sér lengri aðdraganda en bara í leiknum á mánudag, þeir voru víst mikið að pota í hvorn annan í æfingaleiknum í sumar, hérna er ágætis úttekt á því – https://theathletic.com/3513560/2022/08/17/nunez-andersen-liverpool-crystal-palace-vieira/

    Hinsvegar hef ég á tilfinningunni að Klopp sé að veðja rangt á þennan þunnskipaða leikmannahóp fyrir þetta hraðmót. Við hefðum þurft að vera með fleiri leikmenn, sérstaklega inn á miðjunni, til þess að halda þessum dampi, allaveganna fram að HM. Það sást vel á síðasta tímabili hvað mannskapurinn var orðinn þreyttur og einnig hversu mikil vítamínsprauta það var að fá Diaz inn í hópinn í janúar-glugganum. Klopp vill spila með lítinn en öflugan hóp og það þarf ekki að spyrja að árangrinum þar. En við sáum líka hversu illa það fór með okkur tímabilið 20-21 þegar öll vörnin var meira og minna meidd.

    Við erum í óvenjulegum aðstæðum sem kalla á óvenjulegar lausnir. Hverjar þær eru… það get ég ekki sagt til um.

    10
    • lið munu nýta sér þetta á móti okkur, espa hann upp allann leikinn í von um að hann geri eitthvað af sér og fái rauða spjaldið.

      1
      • Ekki séns, kíktu á hlekkinn, þeir félagarnir eru búnir að vera að rífast síðan í æfingaleiknum í sumar.

        Nunez á sér enga sögu sem einhver ‘hot head’, hann kemur bara öflugri til baka og lætur verkin tala með markatölunni sinni.

        8
  4. Ég er ekki ánægður með Liverpool í glugganum. Það vantar miðjumanna úr efstu hillu. Ef menn eru að bíða eftir Bellingham sem kemur kannski á næsta ári þá eigið þið eftir að verða fyrir vonbrigðum með hann. Er búinn að sjá 2 leiki með honum og finnst hann ekki 100 milljóna virði.

    5
    • Eigendur man. Útdráttur hafa tekið milljarð punda úr félaginu. Hvað hafa eigendur Liverpool tekið mikið, þar sem kaup og sölur félagsins eru nánast á núlli undanfarin ár?

  5. Ef Keïta héngi nú einhvern tímann í lagi (ekki sjens í helvíti) þá væri gaman að sjá þá saman, hann og Elliott, með Fab eða Hendó í sexunni fyrir aftan. Með tíð og tíma er síðan líklegt að Carvalho taki við vinstrinu á miðjunni, og verði hluti af nýju ungu miðjupari með Elliott hægra megin. Mér finnst líklegt að Klopp sjái það þannig fyrir sér. Díaz, Núñez og Salah fremstir, með Jota í bakköppi í center.

    Að lokum sýnist mér að Robbo sé að verða búinn og það verði næsta verkefni að finna eða rækta nýjan vinstri bakvörð, þó svo að Kostas sé reyndar sprækur og skemmtilega ruglaður leikmaður sem ég vildi gjarnan sjá spila oftar.

    5
    • Tókst þú ekki lyfin þín daginn sem þú skrifaðir þetta ?
      Robbo að verða búin ? Um hvað ertu að tala. Eg hef engan mun séð a hans frammistöðu í þessum fyrstu tveimur leikjum og síðan hann kom. Hann verður okkar vinstri bak næstu 5 árin 100 prósent að lágmarki.. ekkert verið útá hann að setja í fyrstu tveimur leikjunum og skildi ég það ekki af hverju hann var tekin útaf í sidasta leik 🙂

      6
      • Ég passa mjög nákvæmlega upp á lyfin mín. En hvenær sást þú Robbo síðast drulla sér alla leið upp í horn og gefa fyrir (en ekki afturábak)?

        2
  6. “Það er eins og Liverpool sé alltaf að spila sama leikinn” – Er ekki bara búið að spila þennan leik tvisvar í röð? Síðasti keppnisleikur þar undan var 3-1 sigur í góðgerðarskyldum, þar á undan tap Real Madrid í úrslitaleik meistaradeildarinnar, og þar á undan 3-1 sigur á Úlfunum og 2-1 sigur gegn Southampton.

    3
    • Þetta er búið að vera sami leikurinn sex sinnum í röð í deildinni, lok síðasta tímabils og upphaf þessa. Hann byrjar alltaf eins – Liverpool lendir undir.

      5
  7. Nú verð ég hataður og sagður neikvæður og þar fram eftir götunum, en okkar lið er að fara að berjast við chelsea um 3-4 sæti. Hópurinn er ekki eins þykkur og á síðasta tímabili. Hafa t.d svissneska kubbinn tilbúinn, origi? Þá hefðum við ekki áhyggjur þrátt fyrir meiðslin. Okkur vantar miðjumann og sóknarmann/vængmann (kyle walker peters?), þetta er staðreynd! Ég sé þriðja jafnteflið fyrir mér á mánudaginn. Salah/diaz munu skora, en mu er að fara að skora á þessa miðju og vörn okkar. Við erum ekki að fara að komast á skrið fyrr en leikmenn koma tilbaka úr meiðslum. Sorry, not so sorry en pirrandi.

    4
    • Svona fyrir forvitnissakir, hverjir taka þá annað sætið?

      Annars er ég sammála um að Liverpool með þessum sumarglugga er í besta falli að fara að keppa um meistaradeildarsæti. Útilokað að vinna deildina að mínu mati. Nógu erfitt var það með Mane í liðinu. Hvað þá án hans.

      Áfram Liverpool!

      10
      • Ég held því miður að arsenal sé að fara að koma verulega á óvart og hirða 2.sætið. ef þeir lenda hinsvegar í miklum meiðslum að þá líklega gerist það ekki. Þeir eru svo skuggalega góðir í þessum fyrstu tveim.

        4
  8. Núna verður klopp bara að stinga hausnum í vatn og kaupa miejumanj

    3
  9. Sorry her að ofanbfor óvart inn, síminn í ruglinu. En höfum öll oskrad á miðjumann í allt sumar og þá ekki með þessi meiðsli. Tielemans frá Leicester væri pwefect og fæst fyrir lítið en grunar að við séum að bíða eftir Bellingham til næsta sumars. En af hverju ekki núna bara , 100-150;kúlur, 200 þús a viku

    2
  10. Jesus eitthvad mikið að símanum. Kaupa bara Bellingham núna, 100-150 kúlur og 200ba viku, selja hann 25 ára eftir sex ár fyrir 200 plús og fá þá líklega kaupverðið og stóran hluta launakostnaðar líka þessi séð ár til baka, ekta FSG moneyball kaup allavega . Núna verður klopp bara að fá FSG til að rífa upp veskið erum enn einn gluggann að koma út í plús eða litlum mínus. Það er óboðlegt eina ferðina enn

    3
  11. Núna koma þær fréttir frá Liverpool að Keita sé óánægður. Ja hérna, með hvað er hann óánægður ? Hann er alltaf meiddur og hefur skilað litlu.

    Var að reikna það út að hann hefur kostað Liverpool í kringum 77 milljónir punda á s.l. fjórum árum. Þá tek ég inn í kaupverð og launagreiðslur til hans (120 þúsund GBP á viku). Þetta eru í kringum 13 milljarðar ISK miðað við gengi GBP 170,00.

    Svo erum við líka með OX sem er svipað dæmi. Kostaði reyndar 17 milljónum minna en er búinn að vera einu ári lengur.

    Þetta eru skelfilegar tölur fyrir félagið.

    6
    • Satt skuggalegir peningar að fara í þessa pappakassa því miður

      9
      • Pappakassar já þú segir nokkuð helvíti eru menn komnir niður á lágt plan þegar þeir eru farnir að kalla leikmenn LFC pappakassa.

        6
    • Kannski er hann óánægður með læknateymið, kannski sér hann fram á bjartari tíma ef hann skiptir um lið.

      Ég held það væri ekki vitlaust fyrir hann að færa sig um set. Þetta hefur ekki verið að ganga neitt sérstaklega vel í Liverpool. Held mörg lið sýni honum áhuga ef hann skrifar ekki undir hjá Liverpool. Ég væri alveg til í að skipta honum út. Aldrei fundist hann virka í þessu liði.

      7
      • Sælir félagar

        Sammála Hafliðason með Keita. Hann er ef til vill óánægður með hitt og þetta en það er ekkert miðað við hvað ég (og etv. fleiri) er óánægður með hann. Liðið hefur ekkert haft af honum nema kostnað og vezen. Selja hann strax og kaupa miðjumann sem er leikfær 70 – 80% af tímabilinu. Það yrðu góð skipti fyrir félagið og ef til vill Keita líka. Sama er mér.

        Það er nú þannig

        YNWA

        9
  12. Ánægður með nýtt stef, það kemur einhver fílingur í þetta hjá ykkur ?

    3
  13. Ætli Firmino verði orðinn heill eða hálfur á mánudaginn ? ef ekki hver gæti spilað uppá topp með Diaz og Salah, Elliot ?

    1
  14. Væri gaman að fá upphitun fyrir leikinn á móti manutd og umræðu um leikinn á spjallinu

    6
  15. Og Arsenal eru drullugóðir, og þeir eru ekki hættir á markaðnum ennþá, og eiga eftir að eiga “wonder” tímabil þetta tímabilið. Því miður

    4
  16. Munu þessi kaup á Casemiro setja einhvern eldmóð í leikmannahóp Utd. gegn okkur á mánudaginn?

    • Það er allt í rjúkandi rúst hjá Man Utd þegar horft er á andann í leikmannahópnum. Stærsta verkefni Ten Hag er að ná samstillingu og samstöðu meðal leikmanna. Fyrir utan það að hann þarf auðvitað að grisja hrottalega, eins og Rangnick sagði, það þurfa tíu að fara. Það vantar hreinlega nýjan leikmannahóp. Ekki lítið verkefni. Sögur af Ronaldo sitjandi einum í matsalnum í fýlu eru ekki til marks um mikla stemmningu. Því fleiri nýir leikmenn sem koma til MU, því léttara verður fyrir Ten Hag að stýra hópnum í átt að sama markmiði. Og Casemiro er through-and-through atvinnumaður sem mun klárlega hjálpa til, ekki síst að við að ná upp einhverju sjálfstrausti í vörnina fyrir aftan sig. En eldmóður – nei – hann verður ekki kviknaður á morgun.

  17. Ekki séns í helvíti að einn leikmaður geti tendrað bál hjá man utd eins og þeir eru búnir að spila.

  18. Þessi deild er að spilast skringilega. Liðin sem enda jafnan í efstu sex sætunum eiga það mjög til að byrja illa og liðin sem enda um miðja deild fljúga inn í haustið. MU er lélegt lið í dag, neðar en verstu lægðir Hodgon tímans hjá Liverpool, en þeir enda þó varla neðar en í 8. sæti. Stórskrýtið samt að sjá lið eins og Fulham, Brighton, Brentford og fleiri spila miklu betur.

    Það er einhver kvíðakrísa hjá toppliðunum sem er ekki hjá lægra rönkuðum liðum sem spila bara einn leik í einu og gefa allt í það. Þessi störukeppni á milli Klopp og Pep er alveg orðin góð. Þess vegna mætti Arsenal eða Tottenham koma þar upp á milli og lækka aðeins hrokann í þessum gaurum. Enginn á neitt til langframa. Á brýtur fjall og ekkert er gefið. Liverpool liðið sem stóð sig stórkostlega fyrir þrem árum er orðið aldrað, nýr mannskapur vitanlega, óreyndur þó. Headbuttið hans Nunes mun vonandi færa honum lexíuna. Hann er enginn Mané enn sem komið er. Vont að hafa misst Mané, einn besta player fyrir félagið í sögu þess. En lífið heldur áfram. Við náum örugglega topp 4 en kannski er þetta mótunartímabil með nýjum mönnum. Klopp er þrjóskur og neitar að kaupa miðjumann þrátt fyrir að allir séu meiddir. Þá er þetta bara tímabil upp á 76 stig. Við horfum á City stinga af með þetta og Arsenal og Spurs elta fram í febrúar, þar til við tökum við og gerum kannski mót. Það er bara ekki í boði að byrja mótið alltaf svona og ætla sér að klára þetta seinna. Slíkt er eins og skáldsaga sem byrjar leiðinlega. Þá nennir enginn að lesa meira.

    Upp með brækur strax, það er ekki seinna vænna.

    3
  19. Ég get ekki lesið Liverpool fréttir þessa dagana Þar sem skap mitt breytist úr því að vera gott yfir í endalaust þunglyndi og þrumuveður hangandi yfir hausnum á manni fram að kodda. Þá taka við martraðirnar.

    Það eina sem maður les er um meiðsli þessara sömu leikmanna og venjulega (sem er ekkert skrýtið enda sumir alltaf meiddir!), eða einhverjir pennar að rifja upp hversu frábærar sölur klúbburinn hefur gert undanfarin árin. Inn á milli eru svo greinar sem tala um hvaða leikmann Liverpool þyrfti að kaupa til að verða betri.

    Þetta árið eru margir að talað um að Liverpool eyddi svakalegum upphæðum og ekki eytt svona mikið í mörg ár osfrv. Ef menn anda með nefinu og telja upp á tíu þá erum við bara á sama stað og undanfarin ár.

    Ég vil fara að sjá fréttir þar sem Klopp er að reyna að selja Keita, Thiago, Ox af því að hann áttaði sig á að fótbolti snýst um liðsheild sem hægt er að nýta sér á leikdögun. Það er hinsvegsr ekki hægt með þessa þrjá þar sem þeir eru ALLTAF MEIDDIR/EKKI Í FORMI og því spilar Milner flesta leiki þessa dagana. Leikmaður sem að öllu jöfnu hefur gert vel hjá Liverpool sem uppfylling þegar við á og að hjálpa ungu strákunum, en ekki til að spila sem byrjunarlipsmaður á 37.aldursári.

    Það sjá það allir hvað er að hjá Liverpool. við erum að borga £500-600k vikulaun til leikmanna sem gefa ekkert af sér nema spítalakostnaðinn og hinir miðjumennirnir vinna yfirvinnu til að halda þessu gangandi. Það veldur því að þeir meiðast lika. Er þetta ekki augljist??

    Eins mikið og ég er hrifinn af Klopp þá gagnrýni ég hann mjög þegar kemur að hópnum. Eigendur Liverpool lentu aldeilis í lukkupottinn að fá Klopp þar sem þeir þurfa ekki að segja nei við Klopp hvað leikmannakaup varðar þar sem hann virðist stoppa allt strax í fæðingu. Ofan á þetta allt þá vill hann gefa Keita, Ox og Thiago nýja samninga! Þetta er aðal galli Klopps. Treysta röngum leikmönnum sama hvað. Það er kostur að treysta en galli þegar menn láta það stjórna viðskiptahlið fótboltans.

    Við erum orðaðir við 20 ara strak fra Bræton og vorum orðaðir vIð Metheus Nunes sem Wolves keypti (og virðist mjög góður!), sem og Bellingham á næsta ári frá Dortmund. Þetta eru allt “moneyball” leikmenn sem passa inn í hvernig FSG gerir hlutina en ekkert gerist. FSG að loka veskinu vegna eyðslu? Efa það þar sem þeir hafa eytt litlu enn eitt árið nettó. Er Klopp að stoppa þetta því hann treystir meidda þríeykinu og vill ekki eyðileggja drauminn um Bellingham næsta sumar?

    Eitthvað er það og ekki er það gott fyrir aðdáendur að horfa upp á hópinn hrörna niður svona án þess að hann sé styrktur þannig að hann geti keppt um allt aftur í ár. Kallið þetta væl og égveitekkihvað en þetta er ég að hugsa upphátt og hvað ég hef áhyggjur af hvað klúbbinn varðar. Eins og tímabilið hefur byrjað núna hvað öll liðin varðar þá erum við að fara að ströggla mjög mikið í ár (vona ekki samt) nema við fjárfestum í 1-2 miðjumönnum fyrir lok gluggans. “Fact” eins og Benitez hefði sagt.

    Góðar stundir

    3
    • Ég geri ráð fyrir að þú hafir verið að lesa Liverpool fréttir, rétt áður en þú skrifaðir þetta.

      1
  20. Bara eins og 1 bezzerwissin sagði um daginn ef að Liverpool eru að starta leik í PL nr 2 með nat phillips og Milner þá lítur það ekki út eins og lið sem er að fara toppla City með titil baráttuna.

    En hey City gerði jafntefli og allt það í dag þannig glasið er ekki lengur hálftómt ..en úrslitin næsta kvöld munu hjálpa að fylla það glas ef vel fer.

    Annars er ég sammála þér það er stórfurðulegt hvernig sumir hafa fengið að hanga á sjúkralistanum í eh ár eins og Ox sem spilaði síðast leik í febrúar.

    1
  21. Vandamál Liverpool liggur ekki hjá Jurgen Klopp, það liggur hjá eigandanum sem ég hef sagt áður að er
    eingan veginn nógu fjáður til að eiga Liverpool fc!
    flöskuhálsinn mun alltaf liggja hjá eigandanum, minn draumur er að Liverpool fari á sölu til mun fjársterkari eiganda!

    Ég er hræddur um að Liverpool verði í vandræðum í vetur og geta ekki gert meiri kröfur enn að lenda í topp fjórum í vor.

    • Þetta er rangt. FSG hefur aldrei komið fram og sagt að þeir geti ekki keypt. Þeir hafa hinsvegar sagt að þeir kaupi ekki leikmenn bara til að kaupa. Þeir leggja pening í leikmenn sem þeir telja passa í þetta “Moneyball” dæmi og ef þeir kosta slatta þá það.

      Klopp hefur hinsvegar komið fram þó nokkuð oft og talað eins og hann væri að eyða eigin pening og Lpool myndi ekki eyða eins og önnur lið.

      Gagnrýni mín á klúbbin er ekkert óraunhæf. FSG hefur byggt upp klúbbinn frábærlega frá 2010 þegar þeir fengu Lpool gefins fyrir £300m. Í dag gætu þeir selt klúbbinn léttilega fyrir 3-5 milljarða punda og er það vegna þess hvernig þeir hafa byggt klúbbinn upp. Það sem er sárast er að þegar meðbyrinn var sem mestur (CL sigurinn og árið eftir deildin og síðasta ár atlagan að öllum dollum), þá höfum við ekki nýtt okkur tækifærið eins vel og við gátum. Leikmenn vilja koma til okkar. Sama hvað shit-showið í næstu borg reynir að yfirborga þá vilja þeir okkur frekar. Hvað er að því að eyða £100m nettó svona eitt árið? Við vitum að Bellingham verður vinsæll hjá öðrum liðum næsta timabil og hann vill svo sannarlega spila í CL. Getum við unnið þetta uppboð og endað i topp 4 með þessa miðju? Ef Milner verður leikmaður ársins er þetta hægt.

      1
      • Skynsamlega orðað. Okkar félag er vitanlega það lang “rómantískasta”. Svo geggjuð stemmning með hverju skrefi. Fortíð og nútíð. Að sama skapi vantar þetta final skref … og að þora – fyrst og fremst fjárhagslega – að taka það núna á meðan við erum með besta stjóra í heimi sem leikmenn dýrka. Að meta virði þessa einstaklings og byggja liðið upp með fjármagni væri sú fjárfesting sem FSG virðist ekki þora að ráðast í. Það er eins og silfur sé nóg. Árangur liðsins er með algjörum ólíkindum síðustu ár. Eyðslan er engin. Kastali sem byggir sig sjálfur. En fljótt getur farnast undan fæti. City er mun betur skipað lið. Carcallho er flottur en af hverju á Liverpool, miðað við frammistöðu síðustu ára, að vera lið sem veitir væntingar fremur en að vera lið sem sigrar allt? FSG er vel rekið en líka af nísku. Það er svo augljóst núna að það vantar tvo leikmenn en þeir týma því ekki þótt hrópið sé hátt. Ég mun auðvitað styðja mína menn gegnum þykkt og þunnt en svona er staðan. YNWA

        1
  22. Ég er algjörlega sammála þér Sölvi!

    Jurgen Klopp er búinn að vera hjá Liverpool í hartnær sjö ár, enn stóru titlarnir eru bara tveir!
    að vera með einn besta stjóran í heiminum er þetta ekki ásættanlegur árangur sem byggist á
    litlum fjármunum!

    Eiríkur, það sem þú segir að eigendurnir hafi aldrei komið fram með það að þeir geti ekki keypt!
    Jurgen Klopp hefur margoft sagt að þessi eða hin leikmaðurinn verði ekki keyptur vegna þess að
    Liverðpool hefur ekki efni á þeim. Ég veit ekki hvar þú hefur þær upplýsingar að það sé hægt að selja Liverpool fyrir 3 – 5 milljarða punda?

    ég ber mikla virðingu fyrir James Milner enn að halda því fram að hann verði leikmaður ársins gerist
    sennilega bara í þessum barnalegu fantasy tölvuleikjum 😉

Liverpool 1-1 Palace

Botnbaráttuslagur á Old Trafford