21:00
Jæja þetta er þá loksins staðfest
?
Liverpool have completed the signing of Arthur Melo on a season-long loan from Juventus. The midfielder will wear the No.29. No option to buy.
— Paul Gorst (@ptgorst) September 1, 2022
Liverpool have confirmed the season long loan agreement for Arthur.
Klopp sees him as bringing experience to the midfield group and an ability to cover in the deeper positions. Also values his close contacts with the Brazilians in the Liverpool squad.
20:15
Einn í viðbót? Höfum nú ekki mikla trú á þessu en væri klárlega áhugavert, Brighton var jú að klára kaup á Billy Gilmour…
So rumours flying around Liverpool are trying to sign Moisés Caicedo in the last few hours of the window.
Coincidentally, Caicedo has decided to remove Brighton from his Instagram BIO tonight…
— Watch LFC (@Watch_LFC) September 1, 2022
19:40
Það hafa reyndar nokkrir lánsdílar dottið í hús i dag, þ.e. þar sem yngri strákarnir fara á lán. Núna síðast var verið að tilkynna að Max Woltman fari til Doncaster Rovers, áður var búið að tilkynna að Fidel O’Rourke og Jack Bearne væru líka farnir. Áður en við vitum af verður næsti maður inn í aðalliðið úr unglingaliðinu Oakley Cannonier.
19:20
Tilkynning um að Arthur Melo komi til Liverpool á láni er líklega við það að detta inn. Hann ku vera búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir samning.
16:15 – Hér er smá greining á Arthur frá janúar á þessu ári þegar hann var orðaður við Arsenal
15:55 – Arthur Melo er um margt mjög áhugaverð viðbót hjá Liverpool ef af verður. Þetta er leikmaður sem var mjög hátt skrifaður sem leikmaður Barcelona fyrir 2-3 árum en hefur átt erfitt á Ítalíu rétt eins og fjölmargir miðjumenn Juventus á þessum tíma. Hann hefur aðeins verið að lenda í meiðslum, stöðugleikinn hjá Juventus hefur ekki verið til staðar, þeir hafa verið að skipta ítrekað um stjóra og eru með fáránlega marga miðjumenn. Eins er hann ekki sagður henta vel í Allegri fótboltann. Það er hinsvegar ekki deilt um að gæðin eru til staðar og vonandi er Klopp rétti maðurinn til að ná því úr honum og landar hans hjá Liverpool rétta umhverfið fyrir hann að ná sér aftur á strik.
Ef af verður er hann miklu betri styrking á miðsvæðinu en að gera ekkert og treysta áfram á Keita, Ox, Henderson og félaga. Liverpool er ekkert langt frá því orðið að stilla upp með Jay Spearing sem fyrirliða! Arthur verður í versta falli nýr Saul Niguez sem hvarf alveg hjá Chelsea í fyrra og fór bara aftur til baka úr láni.
15:50 – Douglas Luiz virðist vera heit vara á lokadeginum en Arsenal frekar en Liverpool er það lið sem er að ganga hvað harðast á eftir honum. Villa var að kaupa miðjumann af Wolves en eru sagðir hafa hafnað tilboði í Luiz frá Arsenal sem er þó ekki búið að gefast upp.
15:45: – Talað um að Southampton hafi sýnt Nat Phillips áhuga en Liverpool ekki tekið vel í að selja hann. Þeir voru að seldja Bednerek
Það er komið að lokadegi gluggans þetta sumarið, og líkurnar á því að okkar menn geri eitthvað hafa verið taldar litlar, en gætu þó verið að aukast!
Eitthvað slúður um Douglas Luiz frá Villa var í gangi í gær, ekkert konkret þar.
Hins vegar var nýtt nafn að poppa upp núna í morgunsárið, Arthur frá Juventus, sem myndi þá koma á láni í eitt ár. Þetta slúður kemur frá vel tengdum aðilum sem bendir til að þetta gæti bara vel verið að gerast.
Annars fréttist það í morgun að Paul Glatzel er farinn á láni til Tranmere, en annars er ekkert frekar reiknað með að fleiri leikmenn fari á lán.
Við fylgjumst með í dag og uppfærum færsluna eftir því sem líður á daginn.
Fabrizio Romano
@FabrizioRomano
·
21m
Here’s Arthur Melo traveling to UK right now in order to complete his move to Liverpool on loan. ??? #LFC #DeadlineDay
Allt sem bendir til þess að Melo sé á leiðinni til okkar á láni.
Vonandi kemur svo annar miðjumaður því ég efast um að hann sé lausn á öllum okkar miðju vandræðum
Ótrúlegt að jafn vel rekinn klúbbur eins og Liverpool sé að bíða með þetta fram á síðustu stundu. Rosalega er ég oft óánægður með FSG gluggana. Vantar oft svo litið uppá. Bíða með Diaz kostaði okkur mögulega titilinn. Auðvitað ekkert hægt að fullyrða mep það. En þetta sumar höfum við dregist aftur úr. Þrátt fyrir spennandi kaup.
Melo er flottur, en vonandi fáum við einn enn, því Hendó gæti verið frá í einhvern tíma.
Veit bara takmarkað um þennan leikmann kom frá Barca 2020 til juve og eina sem maður veit er að hann ekki inni myndini hjá Juventus get ekki sagt að þetta séu svaðalegar fréttir en fyrir breiddina á miðjuna á þessum tímapunkti beggars can’t be choosers var talað um í orðatiltækinu.
En er hann ekki annars meiddur á ökla skráður fram í miðjan september þegar ég skoða profile hjá honum.
Er þetta virkilega það besta sem FSG ætlar að bjóða okkur uppá?
Það er talað um að leikmaðurinn hafi sjálfur sagt að hann væri fit og tilbúinn að spila strax sem er gott. Þannig mögulega voru þessar upplýsingar gamlar en hann fékk hnjask um miðjan ágúst á ökka sýndist mér samkvæmt profile.
Er búinn að vera rúlla yfir meiðsla söguna
frá 19/20 tímabilinu og til dagsins í dag er hann búinn að vera frá í 240 daga þar á meðal var aðgerð 21/22 sem hann var frá í 77 daga af þessum 240.
Hann smellur þá eins og flís við rass inn í þennan hóp miðjumanna. 😉
Brosleg staðreynd en já 🙂
Arthur has wonderful close ball control and excels at keeping possession and dominating the ball and territory. However, he has been criticised for playing sterile football. He contributes very little in terms of goals or assists. He has only five goals in four seasons in Europe and just six assists in that time.Jan 12, 2022
Arthur has wonderful close ball control and excels at keeping possession and dominating the ball and territory. However, he has been criticised for playing sterile football. He contributes very little in terms of goals or assists. He has only five goals in four seasons in Europe and just six assists in that time.Jan 12, 2022
Þetta er ekki leikmaður sem er að bæta hópinn. Þvílíkt metnaðarleysi. Ekki líklegur til að fórna sér í verkefnið.
Arthur likes to be in perfect condition when he plays, he doesn’t like playing with a slight injury. That’s always been the rumour, I can’t tell you that as a fact, but it’s always something that has put off certain coaches.
Það að vera búnir að vera í topp 4 í deildinni síðustu ár, spilandi úrslitaleiki, vinna deildina, vinna Meistardeild og ég veit ekki hvað……….. þá hljóta að vera til nóg af peningum einhversstaðar! Að ná ekki að styrkja sig um alvöru leikmann þetta sumarið vitandi af hækkandi aldri miðjunnar og meiðslavandræðum er bara skandall – segi og skrifa….. S K A N D A L L !!
Enda Klopp veit það með ummælum sínum síðustu daga!
Þetta Melo dæmi og lýsing á honum lyktar af Naby Keita!
er að elska þetta .. viðbjóðslega goður sigur í gær .. og svo bara arthur melo.. allir bunir að gleyma honum .. spilaði bara með barca og juve og brazil .. love it !
Því miður er Ozan Kabak lykt af þessu láni. Vonandi hef ég rangt fyrir mér, en fjári var eitthvað illa staðið að þessum miðjumálum í sumar. Er þetta kannski bara allt Klopp að kenna? Hann var fullur af lofti yfir öllum þessum frábæru Ox, Keïta, Curtis, Milner, Hendó osfrv. handónýtu og eldgömlu miðjumönnum sínum og vildi ekki kaupa neinn en varð síðan að bakka með allt saman og þá var tíminn orðinn alltof naumur. Ekki smart.
Svo sammála Henderson14…… svo sammála!!
Gleymum því samt ekki að án Klopp hefði þetta lið ekkert unnið. Klopp og hans teymi hefur unnið kraftaverk þar sem hann hefur alltaf þurft að selja til að kaupa.
Það er alveg rétt….. en hvað á hvaða stað værum við ef við fengjum að versla fyrir þær upphæðir sem öll liðin í kringum okkur hafa til afnota??!
Megum ekki gleyma að Arthur var einu sinni álitinn einn mest spennandi miðjumaður í heimi, vonandi nær Klopp að kreista það besta út úr honum ef þetta klárast. Hann hefur klárlega potential-ið í að vera gæðaleikmaður fyrir okkur.
https://www.reuters.com/article/uk-soccer-italy-juv-arthur-idUKKBN24024T
Síðan til að bæta við, varðandi Arthur, það sem er kannski helsta áhyggjuefnið er meiðslasagan, en hann er ekki eini miðjumaðurinn sem hefur týnst hjá Juventus, oft miðjuleikmenn sem fóru til þeirra á besta aldri og tímabili ferilsins, t.d.
– Emre Can
– Aron Ramsey
– Arion Rabiot
– Felip Melo
og svo í stærra samhengi má auðvitað bæta við Thierry Henry og De Ligt osfrv, allt gæðaleikmenn sem bara virkuðu ekki hjá Juventus. Að sjálfsögðu eiga öll lið svona leikmenn, t.d. Salah hjá Chelsea, Keita hjá Liverpool í dag, hann hefur mikið að sanna osfrv, en það má samt ekki afskrifa neinn með svona gæði fyrirfram eins og margir virðast vera að gera.
https://www.youtube.com/watch?v=imGOJqYx29o&ab_channel=442oons