Liðið gegn Ajax

Þá er komið að einum af örfáum leikjum sem okkar ástkæra lið ætlar að spila í september, og það eru Ajax sem koma í heimsókn.

Liðið lítur semsagt svona út:

Bekkur: Adrian, Davies, Gomez, Phillips, Milner, Bajcetic, Arthur, Firmino, Carvalho, Nunez

Ekkert mjög mikið sem kemur á óvart í liðsuppstillingunni, mögulega það að Jota byrji en samt ekki. Nunez þarf klárlega sinn tíma til að venjast.

Þess má geta að U19 sýndi gott fordæmi og vann sinn leik fyrr í dag 4-0, þar sem Oakley Cannonier skoraði þrennu. Á þessi gutti eftir að spila fyrir aðalliðið? Það væri gaman, og enn skemmtilegra ef hann myndi nú skora eftir stoðsendingu frá Trent. En það bíður betri tíma.

Nú væri frábært að ná í eins og einn sigur eða þar um bil.

KOMA SVO!!!

41 Comments

  1. Frekar mikilvægt að vinna leikinn. Væri gott að halda hreinu. Mér þætti það sýna styrk. Ætla því að spá 1-0 sigri. Jota með markið.

    Koma svo!!
    Áfram Liverpool og aftam Klopp!

    3
  2. Með ömurlegt net get bara fylgst með á fotmob er á Tene þannig sendi bara baráttukveðju!
    YNWA

    3
  3. Væri gaman að sjá Elliott eiga leik held það gæti haft mikil áhrif á Salah

    2
  4. Diaz er heitur…..liðið okkar að vakna….gott að hlusta á ensku þulina á btsport

    3
  5. Sæl og blessuð.

    Allt annað að sjá okkar menn. Frábær pressa …

    og þá skorar Ajax…

    ohhhh….

    1
  6. Það þarf að droppa bæði Virgil og Trent. Bara á bekkinn með þá.

    4
  7. Þessi lið fá alltaf að tefja, sn þess að fá spjöld fyrir það

  8. Sælir félagar

    Allt annað að sjá liðið. Ekkert við jöfnunartmarkinu að segja og svona mörk skora menn einu sinni á leiktíð og þá endilega gegn okkur. En það er bara að halda áfram og TAA man ekki altaf eftir að verjast en hann er búinn að vera ágætur annars.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
    • Sammála, ef hann myndi reyna 10 sinnum myndi hann líklega aldrei klára svona rosalega aftur, þeir skora úr sínu fyrsta skoti í leiknum. Ég held að þetta sé eina skot þeirra í fyrri hálfleik og það var auðvitað svona rosalega klárun, með ólíkindum.
      Það er eiginlega akkúrat öfugt hinu megin, flest okkar færi hafa ekki verið verri en þau sem Ajax maðurinn fékk en ekkert fer inn, fyrir utan auðvitað markið hans Salah.

      2
  9. Alveg er það ótrúlegt Liverpool er búið að vera miklu betri aðilinn í leiknum og stjórna honum frá a til ö og menn fara af taugum og vilja henda mönnum út úr liðinu bara út af því að Ajax skorar algerlega óverjandi mark upp í vinkilinn.
    Liverpool er búið að spila mjög vel og pressan að ganga vel en vissulega hefðu þeir geta gert betur í markinu hjá Ajax.

    7
  10. ajax með 1 skot á markið og eitt mark ! Það hljómar eins og hafi gerst áður !

    7
  11. Þvælan í þessum “sérfræðingum” á Viaplay. Liverpool búið að vera flottir og þeir þvaðra um litla ákefð og þar fram eftir götunum. Rúrik er bara í bullinu og jafngáfulegt að hafa Salah í markinu og að hlusta á hann kjammsa á vitleysunni sem vellur upp úr honum.

    4
  12. Jota betur til þess fallinn að byrja heldur en heillum hofinn Nunez.

    3
  13. Ég er staddur í Liverpool. Góð stemning hér. Gegggjuð borg.
    2 sjúkrabílar farið framhjá Roleg og flott löggæsla.

    6
  14. AF HVERJU skjóta menn ekki fyrir utan teig ????? Guð minn góður. skíta nýting á færum.

  15. AF HVERJU skjótum við ekki fyrir utan teig ? Engin nýting í færum.

    1
  16. Skokkarinn mikli var heppinn þarna. Blind hefði hæglega getað sett mark númer tvö.

    2
  17. Loksins kom Liverpool liðið sem ég er búnn að vera bíða eftir í laaaaaaangan tíma.

    2
  18. Jájá baravTsimikas maðurinn samkvæmt tölfræðini vel gert drengur!
    YNWA

    1

Ajax heimsækir Anfield á morgun

Liverpool 2 – 1 Ajax