Sannarlega lognið á undan storminum þessa dagana, Liverpool leik helgarinnar var frestað og landsleikjahlé hefur tekið við. Nýttum tækifærið til að rýna betur í leikmannakaup Liverpool undanfarin ár og þeirri vegferð sem félagið er á. Skoðuðum rosalegt leikjaprógramm október mánaðar og byrjun tímabilsins í deildinni.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull Húsasmiðjan Sólon Jói Útherji Ögurverk ehf
MP3: Þáttur 396
Takk fyrir þáttinn, piltar. Alltaf hressandi að hlusta. En mikið er L.E.I.Ð.I.N.L.E.G.T. að bíða og bíða og bíða eftir næsta fótboltaleik. Grrrr!
Takk fyrir góðan þátt, gaman að taka smá retrospect á fyrri glugga og hvernig sagan hefur dæmt þá.
Sagan er klárlega ekki að vinna með frænda mínum,. Túra Melo. Þessi ‘panic’-trade hafa ekki verið að slá í gegn en ég hef samt fulla trú á honum enda hefur hann verið að koma sterkur inn með rækjubrauðréttinn sinn í undanfarnar fermingaveislur í fjölskyldunni 🙂
Smá hot take – ef við hefðum fengið Carvalho líka til okkar í hópinn í janúar, þá hefðum við tekið fernuna!
Frábær þáttur og góðar pælingar. En hendið þessu stefi. Líður eins og vera á hold í símanum: “Þú ert númer 10 í röðinni.”
Hef trú á því að Arthur komi sterkur inn eftir landsleikja hléð. Hann var sem ungur brassi eitt mesta efni í boltanum. Hann vill virkilega sýna hvað í honum býr. Vona að honum takist að vinna hug og hjörtu Liverpools stuðningsmanna á komandi vikum.
Hann ku vera æfa aukalega og með sér þjálfara til að koma sér í betra form það er allavega hugarfar hjá honum sjáum hvað setur !