Liðið gegn Arsenal

Liverpool liðið er nú statt í London þar sem þeir eru að fara að mæta Arsenal á Emirates leikvanginum. Árangur liðana hefur verið mjög ólíkur það sem liðið er af leiktíðinni, Liverpool í ströggli og gengið brösulega en Arsenal á ansi góðu skriði. Það er því nokkuð ljóst að Liverpool er ekki að fara að mæta í auðveldan leik.

Í síðasta leik, sem var sigur gegn Rangers í Meistaradeildinni, þá breytti Klopp um leikkerfi og lagði upp með nokkurs konar 4-2-3-1 eða jafnvel 4-4-2 og heldur hann sama liði og leikkerfi í þessum leik.

Alisson

Trent – Matip – Van Dijk – Tsimikas

Henderson – Thiago

Salah – Jota – Diaz
Nunez

Bekkurinn: Kelleher, Gomez, Fabinho, Konate, Milner, Firmino, Elliott, Carvalho, Phillips.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta leikkerfi mun koma út í leik sem ætti að vera mun erfiðari en leikurinn gegn Rangers. Liverpool lengi haft ágætis tak á Arsenal og vonandi fara þeir ekki að sleppa því í dag.

69 Comments

  1. Sælir félagar

    Af hverju er Firmino ekki í tíunni? Óskiljanlegt að bezti leikmaður liðsins undanfarið er settur út fyrir Jota sem er í lítilli leikæfingu og ekki hálfur leikmaður á við Bobby. Ég er ekki sáttur við það en vonandi treður Jota upp í mig sokk þó frammistöður hans undanfarið bendi ekki til þess.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Ég myndi vilja Carvalho, á einhverjum tímapunkti, í tíunni. Held að hann geti blómstrað þar. Sá strákur er stútfullur af hæfileikum en hverfur svolítið í skuggann af öllum miðjubarningi Liverpool eins og er.

      2
  2. Gæti vel verið 4-2-4 með Jota og Darwin uppi á topp, og svo Díaz og Salah sitt hvoru megin við. En svo hefur þetta jú oft verið mjög flæðandi.

    • Byrjum á hælunum eins og venjulega. Áfram senda lið boltann aftur Trent með frábærum árangri.

      3
  3. Sæl og blessuð.

    Ef ég á að segja alveg eins og er þá líst mér ekkert á blikuna.

    Mikið þarf að lagast til að við eigum að eiga roð í nalla. Vörn, miðja og sókn þurfa að fara að vakna og sýna fyrri styrk.

    2
  4. Nú er alvöru pressa á Nunez að skora mörk. Flestir búnir að selja hann í fantasy sem leggst oft mjög þungt á sóknarmenn andlega.
    Þurfum 3 stig hér í dag, aðallega svo leikmenn brotni ekki fyrir fullt og allt.
    Spái 4-0 fyrir okkur. Salah með 2, Nunez 1 og Henderson 1.

    2
  5. Það er allavega allt eins og það á að vera. Ekkert að klára má manni á óvart, svona í upphafi leiks.

    2
  6. Va einmitt, og svo er set ut a okkur sem vorum svartsynir fyrir leikinn her á kop.is

    Gjörsamlega ut a tuni, yrði ekki hissa að sja pirrings rautt i þessum leik hja lfc

    5
  7. úfff…. vörnin heldur áfram að vera hriplek, það þarf að stokka þessa vörn upp, af hverju byrjar ekki Bobby,… búinn að vera að draga vagninn fyrir okkur í síðustu leikjum

    5
  8. Ok fyrir utan þessa lélegu byrjun og eigum kannski ekkert skilið nema að vera komnir undir. Er Saka ekki offside í byrjun sóknarinnar þegar hann fær boltan útá kantinum ?

    5
  9. Lenda undir, lenda undir, lenda undir. Leiðinda kækur sem það er orðið.

    5
  10. Kæru félagar, við skulum róa okkur aðeins og muna að leikurinn var bara að byrja, höfum trú á okkar num mönnum, styðja í blíðu og stríðu

    3
    • Rétt, þetta er vissulega bara upphaf leiks. En af hverju getur liðið ekki byrjað leikinn á sama tíma og andstæðingurinn? Það má alveg byrja að spila þó að hitt liðið sé ekki búið að skora.

      4
  11. Við fengum vítaspyrnu á okkur fyrir nákvæmlega eins og þetta! Ógeðslegt!

    3
  12. Ég er alveg hættur að skilja þetta kjaftæði með hendi og ekki hendi inn í teignum, alltaf víti sem við áttum að fá

    3
  13. Diaz út af með hörmuleg meiðsli og marki undir í hálfleik. Nú er að leggja allt í sölurnar og forðast tap svo leikmenn brotni ekki endanlega.

    2
  14. verðum við ekki að fara að selja Salah, svona á meðan eitthvað fæst fyrir hann….

    8
  15. Það þarf að fara að gera eitthvað í þessum varnarleik menn eru hægir og virðast ekki geta tekið boltann af neinum algjört þrot aftast

    5
  16. Henderson og Trent eiga aldrei að vera báðir hægra megin á vellinum. Þeir eru gjörsamlega hlægilegir þegar lið sækja á okkur … gætum komið svo auðveldlega í veg fyrir 75% markanna sem við fáum á okkur en þetta heldur bara áfram. Náum sennilega ekki meistaradeildarsæti og 7th season syndrome hjá Klopp verður augljósara. Áttum allavega þrjú góð ár ?

    8
  17. Hvað var Matip að gera svona ofanlega á vellinum og sat því eftir í upphlaupinu hjá þeim. við verðum líka að svara þeim í hörku.

    2
  18. afhverju fengum við ekki hendi og afhverju var ekki rangstaða í fyrsta markinu sem Arsenal skorar hann var með allan fótinn fyrir innan línuna þegar sendinginn kom afhverj AFHVERJU !!!

    3
  19. Og nu verður keyrt a Comez sem a eftir að detta um sjalfan sig

    Bara versnar og versnar

    2
  20. Alveg skrifað í skýin og ég skrifaði það líka hér að ofan !

    3
  21. Nú er bara að vona að okkar maður fari ekki að setja Milner inná.

  22. Ég ætla að henda þessu út og vona að ég fái að borða sokk á eftir en hvað er salah að gera þarna inná ennþá maðurinn þarf að fá að verma tréverkið í einhvern tíma ekkert að ganga upp hjá honum ég vil sjá annaðhvort ungstirnið frá fulham inná

    4
  23. Rétt Hjalti og Salah farinn út af án þss að vinna fyrir laununum.

    4
  24. Hvernig er hægt að réttlæta þessa vítaspyrnu og ekki dæma vítaspyrnu í fyrri hálfleik? Í alvöru?

    10
  25. Svo sammála þér Arnar þetta er bara eins mikil dómara skita og mögulegt er

    5
  26. Víti eða ekki víti. Markið lá í loftinu. Mun meira orkustig í þessu Arsenal liði.

    1
  27. Að horfa á Liverpool verjast er eins og að horfa á heilt lið af hauslausum hænum á eiturlyfjum.

    7
  28. Það var ein eða tvær endursýningar. Á þeim sá ég ekki brotið. Hvað helv kjaftæði er þetta!? Hendið í fyrri var miklu meira víti.

    3
  29. Röflið og tautið með ólíkindum. Væri nær að láta verkin tala inni á vellinum.

    3
  30. Við þurfum að fara að horfast í augu við það að við hófum enduruppbyggingu á liðinu okkar ekki nóg og snemma. Gatið sem Gini skildi eftir sig hefur aldrei verið fyllt. Það vantar svo mikla vinnslu inn á miðsvæðið okkar, ef við ætlum okkur að spila fótboltann sem við erum þekktir fyrir….. Það er mikill munur á 30 ára Hendo og 32 ára Hendo….Engin ný vísindi að Keita Óx og Thiago meiðist.

    …svarið í dag virðist vera gamaldags 442 og Salah er orðinn kantmaður af gamla skólanum, geirnelgdur við hliðarlínuna.

    Arsenal eru einfaldlega komnir lengra en við og voru miklu betri í dag. Við byggðum upp frábært lið en FSG er að glopra boltanum og önnur lið hafa einfaldlega tekið frammúr okkur.

    FSG out!

    9
  31. Vælið í mönnnum hér er með ólíkindum!
    En ég lýsi eftir Salah, hann virðist saddur eftir nýja samninginn?

    6
  32. Liðið var lifamdi í dag ekki allir þó.
    Menn vildu vinna.
    Arsenal fær vítið sitt en Liverpool ekki sitt.
    Útileikur gegn Arsenal er ekki að tapa þessu móti fyrir liverpool það eru aðrir leikir sem gerðu það.
    Það að VAR hafi ekki dæmt víti í fyrri hálfleik er áhyggjuefni fyrir það verkfæri sem átti að koma í veg fyrir rangar ákvarðanir.

    2
  33. Þetta er brekka, frekar brött að þessu sinni. Ég held að Konate muni styrkja vörnina í næstu leikjum ef hann nær að komast í leikform og kannski er tími til að láta Gomes vera hægri bakvörð í næstu leikjum og hafa Trent á miðjunni ef hann er ekki meiddur út tímabilið eftir láta trampa svona á öklanum á sér. Salah þarf að mæta fyrir tvíbura bróður sinn, helst sem fyrst og svo vonast ég til að Andy Robertson sé að jafna sig.

    Annars var þetta dapurt og sjálfstraust leikmanna í kjallaranum. Næst Man City – ég held ég taki bara eitthvað róandi fyrir þann leik svo sjónvarpið og Sjónvarp símans fari ekki beint í Úrvinnslusjóð þar sem það endar á haugunum í Svíþjóð. Ég held að ég þurfi líka að horfa á næstu leiki án þess að láta lýsendur Símans gera vont verra.

    YNWA

    2

Arsenal á morgun

Arsenal 3-2 Liverpool