Gullkastið – Guð minn góður!

Líklega verstu úrslit Liverpool í deildinni síðan hörmungartímabilið 2020 þegar Fulham vann á Anfield, endalaus meiðsi sem bíta hressilega og mest allt það jákvæða frá síðustu viku laglega í vaskinn. Liðin fyrir ofan í deildinni töpuðu mörg hver stigum sem gerir tapið á City Ground ennþá verra. Ajax í vikunni og Leeds um helgina næst á dagskrá.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 401

9 Comments

  1. Gamli þátturinn á bak við þann nýja. Verður þetta lagað í kvöld?

    2
  2. skilst að það sé orðinn skortur á læknum hjá liverpool svo margir eru meiddir, kæmi mér ekki á óvart að lækananir væru meiddir líka

    2
  3. Aðalvandamálið við Jones, ekki bara í leiknum á móti Forrest heldur almennt, finnst mér vera að hann losar boltann ekki nógu hratt. Hann þarf að geta spilað boltanum miklu hraðar frá sér í staðinn fyrir að klappa honum nokkrum sinnum í hvert einasta skipti sem hann fær hann. Eins og Maggi benti á, hann hægir alltof mikið á spilinu hjá okkur og hefur alltaf gert.

    5
  4. Nú eru allra stærstu og traustustu miðlarnir að greina frá því að yfirlæknir liðsins hafi hætt í haust. Sá varaði víst Klopp við neikvæðum langtíma áhrifum sem misnotkun á astmapústum leiðir af sér. Klopp hló að honum en situr nú uppi með aldraðan og þreklausan hóp. Enn einn naglinn í hans líkkistu.

    1
    • Ha! áttu link á Þetta… getur þetta verið satt? Er bara ekki eðlilegt meiðsla saga hjá okkur.

      2
  5. Ég hlustaði á allan þáttinn hjá ykkur, fyrir mér lítur út fyrir það að þið séu ekki mikið búnir að pæla í hvað veldur þessari stöðu sem klúbburinn er í ef marka má greiningu ykkar á vandamálunum?
    enginn af ykkur minnist einu orði á eigandann og kaupstefnu hans sem hefur ekkert breyst síðan hann kom 2010?
    aðal vandamálið í dag er ekki vegna þess að Curtis Jones er ekki nógu góður eða þessi eða hin leikmaðurinn er meiddur?
    Þið minnist á Arthur Melo, af hverju er Liverpool að gera lánssamnig við meiddan leikmann á síðustu metrunum í leikmannaglugganum, það hlóta flestir að sjá að það átti ekki að leggja neinn pening til leikmannakaupa í sumar frekar en fyrri daginn, við erum búnir að vera marg oft í þessari stöðu, að liðið er ekki nógu gott og breiddin á leikmannahópnum er ekki nógu góð og að það vanti í þessa eða hina stöðuna á vellinum allan tímann síðan 2010.
    Ég er ansi hræddur um að við eigum eftir sjá því miður mörg svona úrslit hjá Liverpool það sem eftir líður þessu tímabili eins og þessi úrslit um helgina 🙁

    Ég vona að Klopp yfirgefi Liverpool ekki í vetur eða vor, enn ég er farin að vera ansi hræddur um að það gæti enda svo.

    Ég segi enn og aftur
    FSG out!

    10
  6. Varð að signa mig einu sinni og fara með 2 Maríubænir eftir þáttinn. En sammála hverju orði…

One Ping

  1. Pingback:

Staðan í dag

Upphitun: Ajax á útivelli