Liverpool 1 – Leeds 2

Býð mönnum og konum að ranta að vild, þetta var ein alsherjar hörmung. Van Dijk loksins búin að tapa á Anfield og tímabilið í klósetinu. Ef þig vantar 3 stig, mættu á Anfield.

Joe Gomez og Alisson ákváðu að gefst Leeds mark í byrjun en á 14.mínútu jafnaði Salah og við reiknuðum öll með að LFC myndu ná tökum á leiknum.

Það tókst alls ekki fram að hálfleik og staðan 1-1 eftir hundslakan fyrri.

Lítið gerðist í seinni og á 89.mínútu fengum við skyndisókn með skítlélegri vörn og sigurmark gestanna.

Við gerðum ekkert eftir þetta og aðra vikuna í röð skíttöpum við fyrir liði í fallbaráttu og lítum illa út.

73 Comments

  1. Ætla ekki að ranta neitt meira en það þarf að verla inn ferska leikmenn ..of margir farþegar og meiðslin eru rannsóknarefni ..erum svo að counta á menn sem eru búnir að vera meiddir í ár.

    8
  2. Klopp er búinn því miður. Held að það sé komin tími á breytingar.

    10
  3. Konate á bekknum getur eitthver útskýrt það fyrir mér nema hann hafi verið þarna til sýnis en bara enn meiddur ?

    7
  4. Tvö töp á móti botnliðum gerir það að verkum að ég er að missa þolinmæði gagnvart Jugen Klopp. Botninum er ekki náð hjá honum og liðið gæti verið nálægt botnsæti um næstu Áramót.

    7
  5. Væri fínt ef leikmenn myndu gefa svo viku launin í góðgerðar mál í Liverpool borg þá yrði ég sáttari

    8
  6. Er Klopp búinn? Hvaða helvítis bull er þetta! Erum við vanir að tapa heima? Nei. En það sem er í gangi á þessu tímabili er eitt allsherjar taktleysi í liðinu og sennilega var þetta 63 leikja tímabil í fyrra eitthvað sem keyrði yfir hópinn okkar. Minni á að við töpuðum bara tveimur leikjum í fyrra af 63. Eins súrrelaískt og það hljómar.

    41
    • Þér myndi takast takast að halda í jákvæðnina þó liðið myndi falla 🙂

      12
      • Ert í minnihluta með þína skoðun drengur, ef það á að reka Klopp hver á að koma inn sérfræðingur?

        3
      • Ja, veit það svo sem ekki en málið er bara að klúbburinn okkar er á frábærum stað og þar sem ég hef fylgst með og verið dyggur stuðningsmaður í 45 ár að þá þekki ég tímanna tvenna. Ég held að LFC hafi aldrei verið sterkara hvað fyrirtæki varðar þótt vissulega hafi það verið einstaklega sigursælt á árum áður. Þetta er eitthvað sem við getum og eigum að byggja ofan á. Ekki eru manhjúdd að koma til baka og við vitum að city munu ekkert endalaust vera í þessari sápukúlu sinni enda baklandið þar ekki stórt.

        LFC hefur allt, stuðninginn út um alla veröld, frábæran þjálfara sem er einstakur og svo höfum við rekstrarformið sem er heilbrigt. Smá dýfur eru leiðinlegar eins og þessi en ekki óeðlilegar og þegar fólk byrjar að hrópa “Klopp out” þá gæti ég ælt. Við erum ekki desperat (lengur) eins og margir aðrir; chelski, manhjut, spurs og fleiri.

        6
  7. Á þessum degi reið Gunnar á Hlíðarenda berbakt upp hlíðina og ku hafa sagt: Fögur er hlíðin, bleikir akrar fögur tún, ég fer ekki rassgat Njáll minn. Ég skil ekki afhverju að um þetta sé ekki meira rætt nú. Rata út.

    9
  8. Áttunda skipti sem Liverpool lendir undir í síðustu 12 leikjum. Var Joe Gomez inná í hvert einasta sinn?

    4
  9. Það er eins gott að FSG fari að opna veskið í rugl upphæðir
    Draumar um leikmenn eins og jude bellingham og álíka eru ekkert að fara spila á Anfield þegar enginn CL bolti er í boði og liðið er ekkert að borga í laun.

    4
  10. Örþreyttir lið, seinir í öllu og okkur vantar tilfinnanlega miðjumann sem getur tekið mann á. Það er ekkert óvænt í neinu hjá liðinu og þetta breytist ekkert fyrr en við fáum nýja leikmenn sem bjóða upp á aðra hluti. Það að telja að við þurfum að losna við Klopp er fáránlegt, eigendurnir verða að styðja hann í innkaupum eins og eigendur flestra annarra liða!

    14
  11. Í sumar var ákveðið að halda Naby Keita og Ox sem fullgildum miðjumönnum þrátt fyrir að þeir séu að renna út á samningum og mögulegt hefði verið að losa þá báða. Því miður þarf það ekki að koma á óvart að hvorugur þeirra hefur spilað það sem af er tímabilinu.

    Elliott er efnilegur en hann er að fá of stórt hlutverk.

    Hrun Fabinho er rannsóknarefni.

    Það er setja Curtis Jones inn á í þessari stöðu sýnir þrotið sem liðið er komið í. Gerði fátt annað en að missa boltann.

    Firmino gat skorað gegn Bournemouth og margir töluðu um comeback. Hann er því miður ennþá sama þrotið og hann hefur verið sl. 3 ár.

    14
    • Í fyrsta lagi skrifar maður “Klopp að negla síðasta naglann”. Í öðru lagi þá ert þú eini auminginn hérna.
      Lærðu að tala íslensku áður en þú reynir að drulla yfir fólk þér langtum æðra.

      32
      • AEG:
        Það er algerlega galið að hugsa um að láta Klopp fara en hann er ekkert hafinn yfir gagnrýni.

        Það er aftur á móti algerlega óboðlegt árið 2022 að sýna af sér þá fordóma að segja fólki að læra íslensku áður en það tjáir sig. Það er fjöldi fólks með annað tungumál en íslensku sem móðurmál, margir sem glíma við lesblindu og so on, so on. Þetta er alger óþarfi.

        En þetta var óþolandi tap, og þó að það eigi ekki að reka Klopp fyrir það, þá er þetta eiginlega óafsakanlegt.

        Insjallah….
        Carl Berg

        31
      • þetta er bara einn af þessum bitru manhjúddt-stuðningsmönnum sem koma hingað inn þegar við töpum 🙂 Sem betur fer er það mjög sjaldan.

        2
      • Er ágætlega að mér í íslensku en ég lærði fyrir löngu síðan að bögga mig ekki á hvernig aðrir skrifa. Þú augljóslega vissir hvað ég meinti. Ég elska Klopp en hann er bara búin að missa það. Því miður. Algjör aumingjaskapur hvernig hann hefur tæklað þetta tímabil. Eins og svo margir aðrir. Fyrsta rauða flaggið var í fyrstu umferð. Jafntefli við Fulham. Næsta var í annari umferð, jafntefli við Palace. Þarna klingdu viðvörunarbjöllurnar strax. Og ágúst aðeins hálfnaður. Þetta eru margar mínútur sem eru vel spilaðar. Seldu Keita og Ox og signaðu einhvern af þessum sem eru í skoðun. Klopp er þrjóskur og hún er að stinga hann í bakið núna. Þetta lagast ekki nema hann stígi hressilega langt út fyrir það sem hann trúir á.

        (Rann hratt yfir og ég held þetta sé stafsetningavillulaust)

      • Ahhhh þetta eru _ekki_ margar mínútur átti þetta að vera. Sorry.

  12. Sælir félagar

    Virgil ætti að vera bekkjaður fram yfir heimsmeistarmótið. Sofandaháttur hans í fyrra marki Leeds (sem Gomes lagði upp) er ljósið af því hvernig hann hefur spilað í vetur fyrir utan einn einasta leik. Það er leikurinn gegn M. City. Annars hefur hann verið skuggin af þeim manni sem Liverpool keypti á sínum tíma. Sem sagt ömurlegur. Lið sem skiptir manni eins og Jones inná til að vinna leiki vinnur einfaldlega ekki leiki. Svo einfalt er það. Enn ein frammistaðan á stuttum tíma sem maður þarf að skammast sín fyrir liðið.

    Það að liðinu sé fyrirmunað að tengja saman sigurleiki er eitthvað sem ekki er líðandi. Eini maðurinn sem spilaði af þeirri getu sem maður telur leikmenn Liverpool hafa var Thiago Alcantara. Aðrir voru eins og hauslausar hænur meirihluta leiksins. Framherjum Liverpool virðist vera fyrirmunað að skjóta annars staðar en þar sem markmaður andstæðinganna stendur. Ömurleg frammistaða Nunez er toppurinn á frammi stöðum þessa svars Liverpool við Haaland. Þvílík skita frá A til Ö. Blátt áfram ógeðslegt hjá öllu liðinu nema einum manni. Ef fólk hefur ekki áttað sig á því þá get ég sagt það að ég er bókstaflega brjálaður eftir að hafa horft upp á þessa hörmung.

    Það er nú þannig

    YNWA eða hvað???

    9
    • Það er alltaf YNWA vinur minn og sérstaklega í kvöld.
      Kann alltaf að meta það sem þú hefur að segja hvort sem það er súrt eða sætt.
      Við sigrum saman og töpum saman en þetta er hrikalega erfitt núna ég er sammála því.
      Mun styðja Klopp fram í rauðan dauðan en FSG er að missa trúna á eftir zero kaup fyrir utan það sem við seljum uppí.

      16
  13. Jæja, svona fór með sjóferð þá!
    Ég er ansi smeykur að það sé farið að hitna undir Klopp, ekki það að ég vilji losna við hann, enn hann gæti farið frá Liverpool á næstu dögum 🙁

    Liverpool er ekkert annað enn sökkvandi skip!

    Ég er ekki að horfa til styrkingar á leikmannahópnum í Janúarglugganum af gömlum vana undir þessu eignarhaldi er það ekki að fara gerast það er nokkuð ljóst. Eina von okkar er að Liverpool verði sett á sölu og það sem fyrst!

    Ég er farin að sánda sem þunglynd rispuð plata öllum stundum yfir því hvernig er komið fyrir klúbbnum okkar

    FSG out!

    9
  14. Þreyttir menn á velli varla héldu belli þar sem Alisson rann á svelli.
    Liverpool eru gjafmildir fyrir þeim minni
    sem stig þurfa að sinni
    til þess ey að falla munu Liverpool
    að þeim halla.

    6
  15. Við vorum að TAPA heima fyrir Newcasstle.

    Þegar við þurftum nauðsynlega sigur. Sorry klopp auminginn þarf að fara

    2
    • Hvað leik varst þú að horfa á?

      Fyrst þú ert að tala um Newcastle, hafiði spáð í því hvað Newcastle hefur gjörsamlega breyst til hins betra hvað varðar árangur eftir eigandaskiptin þegar þeir lostnuðu við viðbjóðin hann Mike Ashley?

      2
      • Satt er það og þeir eiga bara eftir að verða miklu betri ..maður hélt að þetta lið myndi taka eh ár að koma sér í top4 en þeir eru hrikalega sterkir bara nú þegar..frábær kaup hjá þeim og réttur þjálfari fyrir þetta lið enginn spurning.

        2
    • Að hvaða sinni ert þú hér inni ? I’am a poet an i didn’t even know it.

      YNWA

      1
  16. Held einfaldlega að Klopp og hans teymi sé búnir að keyra liðið í þrot og einfaldlega meiða liðið því það er ekkert eðlilegt hversu margir eru meiddir. Einhvernveginn spyr enginn þessar spurningar, hann er orsakavaldur af svakalegri meiðslasögu hjá leikmönnum svo já Klöpp út engin spurning, hann er þrjóskur Þjóðverji sem fer einfaldlega illa með leikmenn sína til lengri tíma svo einfalt er það því miður.

    8
  17. Já hvað getur maður sagt.

    Tilfinningin núna er bara virkilega virkilega slæm.

    því ég held ÞVÍ MIÐUR að það sé stutt í að Klopp verði rekinn eða segi upp sjálfur. Ég elska Klopp mest af öllum þjálfurum sem liðið hefur haft fyrir utan King Kenny og ég mun alltaf elska Klopp-tímabilið síðustu árin. En ef liðið kemst ekki í meistaradeildina þá verður hann aldrei áfram hjá klúbbnum. Akkúrat núna er maður mest hræddur um að FSG, sem eru business-menn fram í fingurgóma, gætu tekið upp á því að reka Klopp fyrir HM til þess að freista þess að bjarga tímabilinu. Ef það gerist þá missi ég alla trú.

    Það sem gefur manni von um að Klopp fái að vera áfram er að liðið er komið áfram í meistaradeildinni.

    En þetta lið sem Klopp er að tefla fram er lélegasta Liverpool-lið sem sést hefur síðan Hodgson.
    Það er lélegt á öllum vígstöðvum og hefur engar lausnir, hvorki í vörn né sókn og er núna 5 stigum frá fallsæti og þriðjungur tímabilsins búinn.
    Tilfinningin fyrir nánustu framtíð er bara virkilega vond og kvíðahnútur í maga 🙁

    Og ef eitthvað þarf að fjúka, þá segi ég FSG out, fyrir ömurlega frammistöðu í endurnýjun leikmannahópsins.

  18. #FGS og allt þeira hyski út úr klúbbnum.
    Þeir bera mestu ábyrgðina á þeiri stöðu sem félagið er í með gjörsamlega galinni innkaupastefnu.
    Ef það á að reka Klopp, hver á þá að taka við???
    Hvaða lifandi maður nær meiru út úr þessum leikmönnum???

    8
    • Þetta er nákvæmlega það sem ég er að meina, það er enginn þjálfari þarna úti sem getur breytt þessu gengi til lengri tíma. Maður er enn að klóra sig í hausnum yfir því hvernig þessi stjórnaformaður sem sá um söluna á Liverpool 2007 til hinna kanavitleysingana, en að selja ekki klúbbinn til núverandi eiganda Man City. Spáið í því hvað Liverpool væri búnir að vinna marga titla ef þeir hefðu keypt klúbbinn.

      4
  19. Já hvað getur maður sagt.

    Tilfinningin núna er bara virkilega virkilega slæm.

    því ég held ÞVÍ MIÐUR að það sé stutt í að Klopp verði rekinn eða segi upp sjálfur. Ég elska Klopp mest af öllum þjálfurum sem liðið hefur haft fyrir utan King Kenny og ég mun alltaf elska Klopp-tímabilið síðustu árin. En ef liðið kemst ekki í meistaradeildina þá verður hann aldrei áfram hjá klúbbnum. Akkúrat núna er maður mest hræddur um að FSG, sem eru business-menn fram í fingurgóma, gætu tekið upp á því að reka Klopp fyrir HM til þess að freista þess að bjarga tímabilinu. Ef það gerist þá missi ég alla trú.

    Það sem gefur manni von um að Klopp fái að vera áfram er að liðið er komið áfram í meistaradeildinni.

    En þetta lið sem Klopp er að tefla fram er lélegasta Liverpool-lið sem sést hefur síðan Hodgson.
    Það er lélegt á öllum vígstöðvum og hefur engar lausnir, hvorki í vörn né sókn og er núna 5 stigum frá fallsæti og þriðjungur tímabilsins búinn.
    Tilfinningin fyrir nánustu framtíð er bara virkilega vond og kvíðahnútur í maga 🙁

    Og ef eitthvað þarf að fjúka, þá segi ég FSG out, fyrir ömurlega frammistöðu í endurnýjun leikmannahópsins.

  20. Er kannski kominn AV (Aston Villa) í leikmennina? Þá á ég við að leiikmenn, allavega sumiir, séu hættir að leggja sig fram fyrir stjórann og bíði bara eftir að hann verði látinn fara! Sá ekkii leikinn, en fylgdist með orðræðu ykkar á netinu og var ekki skemmt. Þetta ástand er búið að vera svona alveg frá því undiirbúningstímabilið hófst. Ég held að leikmennirnir hafi ekki verið tilbúnir að hefja enn eitt Klepp-tímabilið með Klopp, en hann virðist engan veginn skilja hvað er í gangi. Það er alltof seint núna að kaupa leikmenn til að redda þessum vetri, mörgum árum of seint og Klopp ber ábyrgð á því með eigendum!

    3
    • Klopp kaupir menn með meiðslasögu, hangir a mönnum með meiðsla sögu.
      Byrjar tímabilið með 10 meidda menn
      Fær algjörann aumingja i einhverju stress láni fra Juve…
      Tapar fyrir 2 neðstu liðunum….

      Etc….

      5
  21. Þetta heimsmeistaramót er heldur betur að koma á réttum tíma. Þá þarf maður ekki að horfa á þetta þrot mikið lengur og þá styttist í gluggann.
    Hrikalega illa farið með síðustu gluggana, nú er miklu erfiðara að ná toppbitunum. Vorum í kjörstöðu að sækja heimsklassaleikmenn en eitthvað held ég þeir hugsi sig 2x um núna.
    FSG er búið að blóðmjólka þennan hóp og það væri ekki séns að liðið væri búið að afreka svona mikið ef það væri ekki fyrir Klopp.

    13
  22. Það er EKKI bara FSG sem hefur verið að blóðmjólka hópinn, Klopp hefur tekið fullan þátt í því. Hann hefur aldrei látið uppi að hann sé óánægður með kaupstefnu eiganda, freka sagt að hann viljii frekar lítinn hóp en stóran og hann sé ánægður með það sem hann hefur! Liðið er að hrynja í miðlungslið og það gerist hvort sem Klopp heldur áfram eða annar tekur við, er ég hræddur um.

    1
    • Svosem til í því líka. Klopp er helvíti þrjóskur, því tók ég snemma eftir.

      1
    • Klopp myndi ekki vera lengi þjálfari Liverpool ef hann opinberlega gagnrýndi kaupstefnu eigandana. Hann hefur oft sagt að Liverpool geti ekki keppt við stóru liðin um bestu bitana á markaðinum. Þjálfarinn heldur ekki um veskið, það er alltaf eigandinn eða stjórnin sem taka loka ákvörðun um leikmannakaup það er nú bara þannig!

      6
  23. Kannski er það “helvítis bull” að hugleiða stöðu Klopp. Ég kemst samt ekki hjá því að hugleiða það. Veit ekki betur en eitt af hlutverkum stjóra sé að ná góðum takti í sitt lið, það er ekki góður taktur í Liverpool. Og annað hlutverk að setja liðið upp, úr þeim hópi sem er til staðar og dreifa álaginu. Hann er ekki að ná nógu miklu úr nýjum, ungum og minna notuðum mönnum. Oft með menn ónotað á bekknum eða utan hóps sem kæmust sumir hverjir í byrjunarlið mótherja sem Liverpool svo tapar fyrir. Sjáum það í lítið eða ekkert notuðum mönnum sem eru seldir til lægra skrifaðra mótherja og spila þar í sumum tilfellum með sigurliðinu gegn Liverpool. Ég er samt sammála því að sama hver stjórinn er þá þarf að styrkja hópinn til að keppa við sterkustu liðin. En með þessa eigendur sem halda fast í peninginn þá virðist komin einhver örvænting og höfðinu lamið í stein, trekk í trekk. Það gæti hentað þessu rekstrarformi FSG að finna öfluga þjálfara með álíka hugmyndafræði og nálgun eins og Otto Rehhagel og Heimir Hallgríms.

    7
  24. Fagna því að menn hér séu að tala saman enda vettvangur til þess..erfiðir tímar en akkurat núna þarf að þétta sér saman sem stuðningsmenn hvort sem þeir eru hér á landi eða annars staðar í heiminum.

    Það munu engir tengdir Liverpool borg lesa það sem við höfum að segja en engu að síður erum við stuðningsmenn Liverpool hvort sem það eru yngri eða þeir eldri.

    Það er gott að rökræða hlutina en sumt það sem maður hefur lesið meikar ekki sense fyrir mér en hvað veit ég sosem en auðvitað koma tröll inná síðuna okkar með eitthvað bull og það er eitthvað sem maður filterar út bara.

    Klopp og Co eru ekki hafnir yfir gagnrýni og með réttu við stöndum og föllum með þeim hvernig sem viðrar ..við höfum síðast liðin 6-7 ár verið eitt skemmtilegasta liðið ásamt því því besta í evrópu og það er hrikalega erfitt að horfa á hrunið sem hefur orðið á þessu tímabili frá því að vera besta liðið í eitthvað sem maður kannast við frá verri tímum.

    Ég hef fundið sjálfan mig henda eitthverju í cosmoið þegar illa gengur en aldrei hefur mér dottið í hug að vilja Klopp burt þrátt fyrir algjört þrot á þessu tímabili ég er svo þakklátur Klopp og þeim og þessum frábæru árum sem hafa fylgt Liverpool síðan hann kom.

    Við vorum ekki fugl né fiskur fyrr en hann kom og hann resettaði þessa ömurlegu eyðumerku göngu að vinna aldrei deildina.
    Klopp hefur unnið alla bikara með Liverpool …ALLA !
    við skuldum honum það að standa þétt við bakið á honum svo lengi sem hann vill vera með okkur fjandinn hafi það!
    það er aldrei eins mikilvægt að segja YNWA eins og núna akkurat þessa stundina.

    FSG fengu Klopp inn og þeir komu í veg fyrir gjaldþrot á þesum klúbb en þeir hafa samt brugðist í leikmanna málum nýlega þegar liðið þarf virkilega á að halda að uppfæra leikmanna hóp.
    Það er ekkert keypt nema sé selt uppí og það er virkilega að koma í bakið á okkur núna ég vona svo innilega að þetta sé vakning fyrir þá að þeir verða eyða peningum til að græða núna því margir í hópnum eru komnir á endastöð.

    Klopp út ? ALDREI !

    34
    • Nei við skuldum honum bara ekki neitt og hvað þá einhverja meðvirkni. Það bara getur ekki verið tilviljun að aftur og aftur séu menn meiddir trekk í trekk. Er það þá tilviljun að hann sprengir liðin sín á 7 árum? Þetta er ekkert eðlilegt og engin furða að menn spyrji sig að þessu.

      8
  25. Klopp spilar úr því sem hann hefur og á skilið traust.

    Það verður að lýsa eftr Fabinho, hann hefur ekki mætt þetta tímabil.
    Trent er skugginn af sjálfum sér, hefur gefið/kostað mörk, eins og Gomez.
    VVD heldur dapur og miðjan ýmist í meiðslum eða of gömul.

    FSG þarf að opna veskið!

    9
  26. Ég styð Klopp 100% , en ég get ekki að því gert að hugsa að hann sé mögulega kominn á endastöð með liðið. Hann virðist ekki finna nein svör við slöku gengi liðsins, algjörlega ráðþrota Miðjan er eins og gatasigti þar sem andstæðingarnir valta yfir okkur leik eftir leik. Það er ráðgáta hvað Fabinho er búinn að vera slakur. Virgil og Trent hafa verið vanstilltir allt tímabilið. Gomez er bara ekki nógu góður því hann slekkur alltof of oft á sér. Hendo er kominn yfir hæðina og ætti ekki að vera byrjunarliðsmaður. Thiago og Keita alltaf meiddir. Allison og Firmino eru þeir einu sem geta borið höfuðið hátt og mögulega Salah líka en það eru bara svo sturlaður kröfur gerðar á hann. Það styttist í langt frí þegar HM byrjar og ég geri þá kröfu að hlutirnir verði í lagi þegar deildin byrjar aftur og miðjan verði styrkt í janúar.

    3
  27. klopp fær pening í jan, grípur 2 miðjumenn.

    það er eina leiðin til að laga liðið, báðir bakverðirnir okkar eru neiddir til að fara upp allann völl því þeir eru þeir einu sem geta sent boltann inn í teig og skapað eitthvað, miðjan er algjörlega steingeld, sorglegt að glápa á þetta.

    7
  28. Klopp er búinn að standa sig mjög vel! En set spurningamerki við framhaldið úr því sem komið er. Hentar hann og hans bolti nokkuð þessum eigendum og þeim leikmönnum sem þeir eru tilbúnir til að kaupa? Nú þarf bara að stækka sviðið og fara í björgunaraðgerðir.
    – Rekstrarform og stefna eigenda
    – Stjóri og þjálfarar
    – Núverandi leikmannahópur
    Það er mikið undir og óvíst að einhver stórkaup í janúar bjargi miklu. Örvænting og tímabundið fjáraustur er margreynt í Premium Legaue, gerir ekki annað en grafa dýpri gröf.

    3
  29. Hvaða landi ætlið þið að halda með á HM ? Astæða fyrir því að ég spyr er vegna þess að ég er klikkast úr brjálæði yfir þessum leik þetta er svo mikið þrot að maður er orðlaus það er bara þannig! Horfði á leikinn með fult hús af fólki í mat sem nótabene er ekkert fyrir fótbolta gefið og þau vita núna að ég er stjörnu rugglaður öskrandi á sjónvarpið berjandi púðana í sófanum og guð má vita hvað ég lét ekki út úr mér af ljótum orðum. Held ég þurfi að hafa stuðtækji við hliðina á sófanum fyrir næsta leik!!!!! brjàlaður

    YNWA

    7
  30. Klopp eftir leikinn:

    “ When asked how he could fix the problem, Klopp continued: “Maybe some players are overplayed, Harvey [Elliott] has been exceptional for us this season. He had a good start but couldn’t keep it going. Thiago has been ill, up front the same [players] play all the time – they are the three strikers we have left. We have to fight and that is what we must do.”

    On whether it is individual errors costing his team, Klopp replied: “A team performance is always made up of individual performances. One leads to the other. You can watch this game completely, you cannot defend like we did for the second goal but we did, that’s why we lost. Otherwise, it would have been a point and we go from there. Now we have nothing and it feels completely different.”

    On whether Liverpool can recover from their loss to Leeds, Klopp added: “We have to bring our quality on to the pitch and we fight against it. We had problems from the first day, injury wise. Players have had to play from the first day. It’s our situation and it means we have to help ourselves, and that is what we will do.”

    Mín samantekt:
    Eina jákvæða eftir þennan leik er að Klopp karlinn er loksins búinn að viðurkenna það að okkur vantar fleiri leikmenn, til að þurfa ekki að nota krakkana svona mikið. Það er svo undir honum og “Moneyball”-teyminu að gera eitthvað í málinu. Þetta verður svona fram yfir næsta transfer glugga og við verðum bara að sætta okkur við það.
    Svo má líka alveg tala um þessi meiðsli hjá Klopp en afhverju hann er að eiga við svona mikið af “vöðvameiðslum” á meðan önnur lið eru ekki nálægt því í eins slæmum málum. Þú getur alveg lamið leikmenn áfram en eitthvað mun gefa eftir. Í þetta skiptið eru það útsprengdir leikmenn í þunnskipuðum leikmannahópi sem bara eru sprungnir.
    Eitt annað. Sá einhver það sama og ég í byrjun leiks er Lpool leikmenn voru að faðma hvern annan fyrir leik. Nunes og Fabinho hunsuðu hvorn annan algjörlega. Gæti verið að þeir hafi verið búnir að faðmast off camera……allavega vonandi því þetta leit illa út. Skýrir kannski afhverju Fabinho spilar eins og barn með fulla bleyju af mannaskít.

    5
  31. Klopp þarf að hundskast í burtu með sína útbrunnu hugmyndafræði. Takk fyrir *merktu covid dolluna og ekki takk fyrir að vera búinn að brenna fæturna á liði sem ætti enn að vera að keppa um epl sigur.

    Farðu.

    2
  32. Hvað er í gangi Liverpoolstuðningsmenn ? Sumir eru greinilega að tapa sér og ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir tjá sig hér á síðunni. Liðið sem spilaði alla úrslitaleiki sem voru í boði á síðasta ári og vann 2 titla að auki missir ekki alla hæfileika og verður lélegt yfir eitt sumar. Það verður að leita dýpri skýringa. Það sem hefur gerst er að liðið er gjörsamlega rúið sjálfstrausti. Hálft byrjunarliðið er stöðugt á meiðslalistanum og þannig hefur það verið í allt haust. Klopp getur aldrei stillt upp sama byrjunarliði. Það hefur smá saman fjarað undan liðinu þó liðið spili á köflum glimrandi fótbolta en það vantar stöðugleika og sjálfstraust. Lið rúin sjálfstrausti lenda í svona hremmingum. Að segja að liðsmennirnir leggi sig ekki fram og að þeir séu aumingjar er bara ekki sanngjarnt. Klopp er Liverpool og Liverpool án Klopps er ekkert. Um það vitnar 30 ára eyðimerkur ganga liðsins fyrir hans komu. Það má vel gagnrýna Klopp og það með réttu. Til dæmis má spyrja hvers vegna öll þessi meiðsli hjá Liverpool miðað við önnur lið deildarinnar. Gæti orsökin legið í þjálfunaraðferðum hans ? Eins má spyrja hvers vegna hann heldur svo lengi tryggð við vissa leikmenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa. Þessi tryggð hans er að koma í bakið á honum. Einnig má gagnrýna kerfin hans þegar illa gengur. Það er glapræði að spila með háa varnarlínu þegar það er augljóst að leikmannahópurinn ræður ekki við það. Hann er mjög íhaldssamur og er oft seinn að bregðast við með nýjum lausnum. Einnig hafa margar skiptingar hans að undanförnu vakið furðu margra en þar blandast inn trygg hans við vissa leikmenn og íhaldssemi varaðndi breytingar. Ég fer ekkert dult með mína skoðun að Klopp er rétti maðurinn að stýra skútunni í gegnum þennan ólgusjó. Ég hef líka þá trú að hann geri það og komi liðinu aftur á rétta braut. Held að hléð í kringum heimsmeistarakeppnina sé himnasending fyrir hann og liðsmennina. Stöndum saman. Áfram Liverpool.

    19
  33. Hvaða þjálfari er á lausu sem gæti mögulega tekið við Liverpool ? Zidane kemur aldrei til okkar bíður eftir franska landsliðinu eftir hm. Er einhver sem er fær um að koma liðinu aftur þar sem við viljum að liðið sé og er á lausu ?

    Enn svo sem ekkert ný frétt í dag hvernig liverpool spilaði þennan leik enn eigum við ekki trúa Klopp sagði fyrir nokkrum vikum eftir nokkra svona leiki Sagði hann svo eftirminnilega Liðið er að fara Springa út!!! Fjandinn hafi það er á bara á vitlausum enda vallarins! Óhætt að segja Vörnin er Sprunginn og ekkert lítið! Enn kannski henni til varnar Miðjan hefur varla sést á þessu tímabili fyrir utan einstaka leiki eins og City! Það er eiginlega orðið ávani að Liverpool sé komið með mark á sig innan 5 mins liggur við heppnir á móti Ajax og ég gjörsamlega sprakk úr hlátri þegar Leeds skoraði á 4 minutu og ég vissi Sama myndin að fara byrja í sjónvarpinnu og undanfarna 3 mánuði. Það vantar svo mikið í þetta lið þá er það helst miðjumenn á milli 22-30 ára sem eru á prime aldri til að spila þesssa miðju sem Klopp vil…og eru eins og Gini Winjaldum aldrei meiddir annað en injury listinn okkar. óhætt að segja eftir rosaleg ár 2017-2022 maí þrátt fyrir hafsentameiðslatímabilið þá tókum við því með æðrusleysi vissum að við vorum aldrei að fara keppa um neitt eftir VVD hvarf og hvað þá þegar Matip Gomez hurfu fljótlega líka! Þá er fallið hátt…fjandinn hafi það United á uppleið og við á liggur við meiri niðurleið enn þeir tóku eftir Alex Ferguson.. Enn þetta tímabil þetta er margfald verra en meiðslatimabilið hans klopp…held að maður sé bara orðin orðlaus hvað hægt er að gera!

    3
    • Hvaða þjálfari var á lausu þegar Chelsea ráku Tuchel? Liverpool þarf ekki að fara á Alfred.is að leita að þjálfara. Ráða bara þann þjálfara sem við viljum og hann vill koma. Þetta er Liverpool ekki Leiknir.

      4
  34. Hvað er langt síðan menn elskuðu Klopp og liðið…heldu varla vatni yfir öllum titlunum sem komu í hús. Reisa Klopp styttu fyrir framan Anfield honum til heiðurs og leikmennirnif flestir undrabörn knattspyrnunar……allt meira og minn IDOL flestar púlara……..Besta lið aldarinnar o.s.fv.
    Já þá var dýrkunin mikil og YNWA haft í hávegum.
    Nú gengur illa og svívirðngunum rignir yfir Klopp og hans farsæla liði og þegar illa gengur þá
    er ekkert YNWA. Hvað ætli liðið hafi tekið margar dollur á síðustu 6 árum ???
    Ótrúleg orð falla sem oft eru engum mannsæmandi og
    Y N W A á bara við þegar vel gengur. Ja hérna þegar liðið þarf frekar stuðning en ekki.

    Ég mun allataf styðja liðið í gegnum súrt og sætt með mikilli virðingu fyrir liðinu, þjálfara og starfsfólki.
    Fá lið hafa gefið stuðningmönnum meiri gleði og gaman en Liverpool í gegnum árin.
    Liverpool YNWA

    13
  35. Elliott með sinn slakasta leik sem ég hef séð, feilsendingar, tapaðir boltar og röng ákvarðanataka trekk í trekk. Hef alltaf verið hrifinn af hvað hann er sprækur og áræðinn en í dag var hann bara lélegur. Thiago langbestur okkar manna, aðrir undir meðallagi. Það þarf tvo miðjumenn í janúar þannig að hinir spili minna, sérstaklega Henderson og Thiago sem eru of brothættir og vantar snerpu. Elliott ætti oftar að koma inn af bekk en gæti byrjað í bikar og annað slagið í deild ef það þarf að rótera.

    6
  36. Það var allt annað að sjá Salah gegn City um daginn, loksins að sýna ákefð aftur. En núna bara slakur aftur. Það er ekki að sjá að þreyta valdi, lítur frekar út eins og áhugaleysi. Hvernig er hægt að laga það? Af hverju er hann lélegur (á sinn mælikvarða) í flestum leikjum en getur allt í einu rifið sig upp gegn City? Sama á reyndar við um flesta sem spiluðu þann leik.

    6
  37. Að láta Klopp fara er eins og ætla sér að fara til útlanda en enda i Vestmannaeyjum. Við erum með einn besta þjálfara i heimi og við sumir vilja láta hann fara við fyrsta mótlæti i mörg ár, ég meina common. En það er alveg á hreinu að við poolarar erum orðnir of góðu vanir. Ég man alveg hvernig þetta var áður en Klopp tók við og það var nu meiri drullan i ansi mörg ár. En það sem þarf að gerast er að fá kraft á miðjuna og Klopp og félagar vita það og reikna ég með þeir séu byrjaðir að skoða leikmenn.

    8
  38. Ég er orðlaus. Miðjan ónýt og sama með vörnina framlínan fær ekki úr neinu að moða.

    4
  39. Ég hef stutt mitt lið í gegn um súrt og sætt í 56 ár, það mun ekki breytast, en eigendur koma og fara, ég vill og hef viljað síðan í sumar að þessir hverfi þangað sem sólin aldrei skín. Þeir eru allt of frekir til fjárins. Launaþak er gott en það verður að vera hjá öllum liðum til að það virki.

    6
  40. Eftir að hafa lesið yfir þetta skil ég afhverju það séu til menn sem finnst Liverpool snarklikkaðir.

    Nr 1 Klopp gagnrýndi kaupstefnuna fyrr í sumar fannst hún ekki nógu áhættusöm.
    Nr.2 Klopp hefur útkeyrt menn á æfingum frá fyrsta degi. Og það eru bæði ástæða þess góða og slæma

    Nr.3 fimnst ykkur eðlilegt að snúast gegn og kalla
    Stjóra félagsins þessum nöfnum ?
    Þetta er eitt mesta mikilmenni í sögu Liverpool það sama verður ekki hægt að segja um ykkur.

    Nr.4 sama hvernig þetta mun fara á næstu mánuðum með þetta lið og Jurgen Klopp
    Þá á Klopp allavirðingu skilið frá okkur. Og
    Ekki sjálfgefið að annar nái þessum glæsilega árangri með ekki meira netspend en þetta.

    Nr.5 YNWA

    20
    • Ég hef ekki verið aðdáandi FSG. En ef þeir tæku upp á því að reka Klopp núna. Þá yrði ég að hætta að styðja Liverpool meðan felagið væri í þeirra eigu. Ég gæti það samt sennilega ekki en allt tal um Klopp Out finnst mér í besta falli gríðarleg vanvirðing við manninn sem gaf okkur skemmtilegasta lið allra tíma og færði okkur langþráðan Englandmeistaratitil.

      Við eigum fljótlega eftir að horfa til baka með söknuði til Klopp áranna. Þegar helstu keppinautar Man City verða Newcastle. Við munum hugsa til Klopp. Maðurinn sem fékk litinn sem engan stuðning frá FSG en náði að byggja upp skemmtilegasta liðið og vann Meistaradeild og deild. Ásamt helling að öðru.

      Klopp er maðurinn fyrir Liverpool í dag. 100% viss. Hann þarf stuðning. Það er það sem Liverpool hefur umfram flest önnur lið. Koma svo!

      Áftam Liverpool og Áfram Klopp!

      19
  41. Liðið er hrunið og það með nokkrum stæl. Það mun auðvitað koma aftur en gæti tekið þó nokkurn tíma. Mané fór og ábyggilega ekki af ástæðulausu. Hans er sárt saknað miðað við hvaða leikmaður hann var á síðustu leiktíð, bar okkur uppi lengi vel, þótt ekkert sé svosem gefið um að hann myndi gera það núna. Sá náungi ber af sér að vera klár og ég held að hann hafi hugsað með sér að fyrir þrítugan mann væri lítil skynsemi í því að slíta sér svona út áfram á helmingi teknanna sem hann gæti fengið annars staðar fyrir minna effort.

    Þetta er kjarni vandans núna – góðu og reyndu leikmennirnir eru búnir að vera of lengi og bara búnir á því á meðan þeir ungu eru ekki alveg tilbúnir. Nýi stjörnuframherjinn okkar mjög efnilegur og hraður en enn svolítið hrár og óskotviss. Ójafnvægið í liðinu er algjört og við bætast endalaus meiðsli, andleg þreyta og zero pepp. Það hlýtur að taka á að peppa sig fyrir annað sætið ár eftir ár. Og hefðum við unnið í fyrra er ég ekki viss um að staðan væri neitt öðruvísi … í stað vonbrigða væri sedda.

    Frábæra liðið okkar hefur lokið af sínum mestu afrekum og það verður mjög dýrt að endurnýja það fyrst það var ekki gert hraðar og jafnóðum. Góðir leikmenn hafa bæst við en flestir alltaf meiddir… Alveg með ólíkindum að FSG, sem leggur svo mikið upp úr verðmætaaukningu leikmanna, hafi leyft byrjunarliðinu að komast á meðalaldur hátt við þrítugt. Kadilakk gerir ekki við sjálfan sig. Ekkert er sjálfgefið. Peningarnir ráða öllu og því miður lítur okkar ástkæra lið svolítið út núna eins og skemma sem ekki fær það viðhald sem hún þarf.

    Ég eiginlega vorkenni þessum frábæru leikmönnum, Virgli, Fab, Robbo osfrv., sem virðast alveg útkeyrðir og það svolítið skiljanlega. Held að þeir geti ekki beðið eftir HM, fá smá frí.

    Jurgen er þekktur af því að keyra hópinn á einhvers konar píptesti og nú er hópurinn hans sprunginn. Andlegi þátturinn seytlast inn þegar menn átta sig á því að þeir geta þetta ekki lengur, komið gat á þakið.

    Núna væri líklega best að baka köku og hita kakó. Gránda geðið í liðinu og koma hópnum í skilning um að þetta sé ekki heimsendir. Klopp þarf líka að feisa sig. Hann lagði upp með lið til að verða meistarar en situr uppi með lúinn hóp sem á ekki séns í það. Ég held að það sé rétt með farið að ekkert lið í efsta flokki hafi nokkru sinni í sögu fótboltans spilað jafnmarga leiki á hæsta leveli og Liverpool gerði síðasta síson. Það er afrek út af fyrir sig að hafa gert það, og hirt tvær dollur af fjórum, þótt letrið á bikurunum hefði gjarna mátt vera omvendt.

    En svona er þetta. Áhuginn á gengi liðsins minnkar og maður nennir þessu eiginlega ekki. Þá er bara að feisa þetta, minnka væntingarnar osfrv. Við erum ekki beinlínis vön þessu síðustu ár. Krafa okkar stuðningsmanna hlýtur að vera sú að yfirstjórnin rýni í vandann af heilindum og taki á honum af meiri metnaði en hún hefur nýverið sýnt. When it rains it pours, segir orðskviðurinn. En þá þurfa menn að hafa vit á að taka upp regnhlífina og gera meira en að stinga höfðinu í sandinn. Það besta sem við þetta síson verður gert úr þessu er að feisa vandann og taka á honum með framtíð félagsins í huga.

    7
    • Frábær skrif. Klopp er búinn að keyra þennan hóp út en honum tókst líka að gera kraftaverk á meðan hann var að því. Englandsmeistaratitill og Meistaradeildarbikar ásamt fleiru. Eftir fimm ára botnlausa keyrslu eru menn bæði orðnir útjaskaðir og fimm árum eldri. FSG hefur klikkað alvarlega á endurnýjun leikmanna. Þeir hafa stækkað völlinn og byggt nýtt æfingasvæði og brotið sín eigin launalög með samningnum við Salah en að öðru leyti hefur leikmannahópurinn mætt afgangi í starfseminni. Við sjáum að Klopp hefur ekki liðið vel á þessari leiktíð, hann er farinn að gnísta tönnum og öskra á hliðarlínunni, nokkuð sem hann var alveg hættur en sást einmitt á síðasta árinu hans með Dortmund. Tek undir þetta með að reyna núna að hlúa að hópnum og gera það besta úr því sem framundan er. Slökkva á píptestinu. Það er t.d. út í hött að sjá 19 ára gamlan leikmann, Harvey Elliott, spila meira og minna alla leiki og berjast eins og ljón til að halda liðinu á floti. Það er bara ávísun á hrun á hans ferli. Ég mun alltaf styðja Klopp á meðan hann hefur orku og nennu í að stjórna Liverpool. En nú þarf að skrúfa niður í tannagnísti og fara í skaðaminnkun. Þessi vandræði eru fyrst og fremst tilkomin vegna þess að FSG hefur ekki endurnýjað liðið jafnóðum, eins og þarf að gera. Lifi liðið okkar!

      4
  42. Andy Robertson var okkar besti maður í gær. Einnig var hann frábær gegn Ajax.

    Félagi hans hinum megin átti hins vegar dapran leik.

    Fyrir 2 árum var Kostas Tsimikas keyptur sem backup fyrir AR og í fyrra spilaði hann 26 leiki.

    Nú fyrst í sumar sáu FSG ástæðu til að kaupa hægri bakvörð. Ungling frá Skotlandi sem tæplega er að fara að veit Trent alvöru samkeppni á næstunni.

    Robertson hefur verið nokkuð góður miðað við gengi liðsins þetta tímabil, á meðan Trent hefur verið skugginn af sjálfum sér.

    Ástæðan gæti verið þreyta og skortur á samkeppni

    Kostas farinn að veita AR samkeppni um stöðuna.

    City hafa yfirleitt haft 4 nokkuð álitlega bakverði sem dreifa álaginu á milli sín

    2
  43. Bæði Alisson og van Dijk komu til Liverpool árið 2018. Síðustu mikilvægu púslin áður en vélin var sett í glóandi botn. Það er ekki lengra síðan… Manni finnst það samt lengra.

    Með réttu ætti að vera fullt eftir í þeim báðum. Ali er okkar traustasti maður aftur og aftur en van Dijk er ekki nema skugginn af sjálfum sér (fari Pickford norður og niður). Við erum með úrvalsmarkmann til vara fyrir Ali, Kelleher, en hann fer sjálfsagt að verða leiður á biðinni og biður um sölu hvað úr hverju. En hver er til staðar til að bakka van Dijk upp? Er einhver? Það getur ekki verið nóg að treysta á Konate þegar Matip er orðinn gamall og hefur alltaf verið brothættur og Gomez virðist ekki ætla að ná almennilegum gæðum. Með van Dijk á svona hraðri niðurleið stefnir vörnin á sama neyðarstig og miðjan. Og til viðbótar er enginn til að bakka Trent upp nema Milner.

    2

Byrjunarliðið klárt: Thiago startar

Stelpurnar mæta City