Krísa í gangi hjá Liverpool.

Það er búið að fara vel yfir hvað gæti verið að hjá liðinu t.d meiðsli, andlegi þátturinn eftir langt og strangt síðasta tímabil, vantar miðjumenn og lykilmenn að bregðast. Þetta er allt gott og blessað en líklega er að ástæðan fyrir gengi okkar manna er blanda af öllum þessum þáttum.

Ég er á því að við sem styðjum Liverpool höfum öll sterkar skoðanir á vægi hvers þáttar í slæmu gengi okkar manna en það er mikilvægt að vita að allir eiga rétt á sinn skoðun og það er líka mikilvægt að virða þær skoðanir þótt að maður sé ekki endilega sammála þeim.

Hérna koma tvær skoðanir sem báðar eiga rétt á sér.

Glasið hálffullt

Já gengið hjá okkur í vetur í deildinni er ekki gott en við höfum séð verri stöðu á liðinu og meistaradeildin hefur gengið nokkuð vel sem er ekki sjálfgefið. Það er nóg eftir af þessu móti og hefur maður lært það með árunum að fagna ekki of snemma(2014) eða bölva of snemma(2005) heldur að láta þessa 38 leiki klárast og dæma liðið eftir þeirri lokastöðu.
Það er margt spennandi að gerast hjá liðinu okkar innan vallar sem utan.
Anfield og allt þar í kring verður glæsilegra með hverju ári, æfingarstaða liðsins er orðinn í heimsklassa og fjármálin eru á góðum stað. Það eru ekki mörg ár síðan að allir þessir hlutir voru í ólagi hjá klúbbnum. Það má gagnrýna eigendur fyrir að eyða ekki of mikið í leikmenn en þeir mega eiga það að þeir passa að liðið fari ekki fram úr sér, réðu Klopp og flest kaup hafa staðið undir væntingum og vel það.
Innan vallar er staðan sú að það eru margir efnilegir leikmenn innan liðsins eins og Carvalho(20 ára), Elliott(19 ára) og Jones(21 árs). Svo eru kappar eins og Trent, Nunez og Konate eru aðeins 23 ára og ættu því að vera að toppa eftir c.a 5 ár.
Við erum með traustan markvörð, við erum loksins komnir með backup fyrir Andy, Diaz virkar sem framtíðar arftaki þarna fremst og við erum með fullt af leiðtogum eins og Van Dijk, Hendo, Milner og Andy til að gefa af sér og sparka í þá sem þurfa spark. Nunez mun hægt að rólega komast betur inn í þetta og þegar við fáum Diaz/Jota/Matip/Konate til baka þá erum við aftur komnir með þá breidd sem við þurfum til þess að taka alvöru run upp töfluna og viti menn það mun gerast sanniði til.

Klopp hefur fyrir löngu sannað sig sem heimsklassa stjóri og hefur maður en þá trú á að hann og hans fólk munu finna lausnir á þessum vandræðum okkar. Það vantar stöðugleika í frammistöðu liðsins og spilar margir þættir í af hverju við erum ekki að ná þeim stöðugleika en maður hefur trú á að hann finnur lausnir á þessu og liðið kemst fljótlega aftur í gang. Við höfum sýnt inn á milli hvað býr í þessu liði og hef ég trú á að sú hlið á eftir að sjást meira eftir HM.

YNWA – Í blíðu og stríðu ég hef trú

Glasið hálftómt

Það er allt að fara til fjandans hjá okkar ástkæra liðið.

Van Dijk, Trent, Fabinho og Salah sem eiga að vera lykilmenn liðsins hafa litið skelfilega út í vetur og er það eitt og sér alveg nógu mikið vandamál í sjálfum sér en svo bætum við því við að allir og amma þeirra eru búnir að vera meiddir í vetur hjá okkur sem þýðir að við þurfum að láta aukaleikara eins og Joe Gomez sem er okkar fjórði miðvörður og svo kjúklingana C.Jones, Carvalho, Elliott fá aðalhlutverk í allt of mörgum leikjum en þarna eru menn sem eru ungir að árum og ættu að öllu jöfnum að spila með heimsklassa leikmönnum sem draga vagninn en ekki þurfa að vera þeir sem draga vagninn sjálfir. Þessi meiðsli á hópnum eru auðvitað alveg ótrúleg og þurfum við einfaldlega að losa okkur við nokkra af þessum köppum sem eru alltaf meiddir Ox og Keita já ég er að stara á ykkur og Thiago þú ert frábært en það væri helvíti gott ef þú gætir verið til taks í 30 leikjum af 38 en líklega er ég að fara fram á of mikið.

Klopp virðist svo ekki vera búinn að finna lausnir á þessu í vetur en hann hefur verið að reyna að breytta um leikkerfi og höfum við sé t.d venjulega 4-3-3 en svo var farið í 4-4-2, 4-2-3-1 og svo 4-4(tígul)-2 til að nefna nokkur kerfi. Liðið okkar sem var hvað þekktast fyrir að hlaupa meira en önnur lið er að tapa þeirri baráttu og kannski er það af því að fæturnir eru farnir sjá t.d Hendo/Fab/Firmino eða við erum ekki lengur með fætur á miðsvæðinu sjá Thiago. Þetta er sorglegt að sjá og held ég að Klopp þarf að fara að keyra geðveikina aftur í gang. Við eigum að vera lið sem önnur lið þola ekki að spila við en flest lið í dag virðast ekki stressuð fyrir Liverpool leikjum.

Eigendur liðsins eru svo ekki að átta sig á stöðunni. Það er ekki hægt að ætlast til þess að klopp töfrar eitthvað fram ár eftir ár í keppni við lið sem eru að drukkna í seðlum og eru dugleg að eyða þeim í leikmenn eða laun. jájá við erum ekki vitlaus og vitum að sumt af þessu er gert með svindli sem maður vill ekki að liðið sitt sé að taka þátt í en maður veit samt að það eru til seðlar hjá Liverpool sem geta farið í að hjálpa Klopp að styrkja lið og maður spyr sig af hverju fara þessir seðlar ekki í nákvæmlega það? Þarf Klopp að láta heyra meira í sér eða er þetta bara exel skjal sem segir computer says NO.

Við vorum að tapa fyrir Forest og Leeds og má segja að lengi getur vont versnað og eins og staðan er á liðinu í dag þá hlakkar maður til að HM byrjar en fyrir tímabilið þá hafðir maður áhyggjur að HM gæti skemmt tímabilið fyrir Liverpool. Núna virðist HM pásan virka á mann eins og sá tími sem Klopp og eigendur liðsins geta notað til að fara í naflaskoðun og finna lausnir en holan sem liðið er í dag virðist vera ansi djúp og ekkert öruggt að við komust upp úr henni á þessu tímabili.

YNWA – jájá standa saman og allt það en liðið má fara að drullast í gang ég þoli þetta ekki mikið lengur.

Niðurstaða

Það er svo miklu auðveldara að setja sig í spor fúla kallsins, það er helvíti þægilegt að sparka í liggjandi menn og að benda á að þessi og hinn eru að klúðra. Það er erfiðara að reyna að sjá eitthvað jákvætt úr stöðunni og reyna að horfa á stóru myndina en ætli sannleikurinn sé ekki einhvers staðar þarna á milli.
Staðan á liðinu í dag er ekki góð en við vitum hvað þessir leikmenn geta gert því að þeir hafa sýnt okkur það undanfarinn ár og því er það svo sárt fyrir okkur að horfa á andlausar frammistöður gegn Forest og Leeds.
Er Klopp kominn á endastöð með liðið? Þessu má alveg velta fyrir sér en mér finnst að hann hafi unnið sér inn fyrir því að fá tækifæri til að snúa þessu gengi við og vel það.

Þetta tímabil hefur farið ill af stað en það er ekki búið en menn þurfa að fara að girða sig í brók finna lausnir og má segja að ég sé hæfilega bjartsýn á að það takist einfaldlega af því að ég hef trú á þessu liði. Glasið mitt fór í vegginn í gær og mölbrotnaði og því ætla ég að fá mér nýtt glass og læt ég ykkur vita eftir áramót hvort að það sé hálffullt eða hálftómt og það sem kannski skiptir ekki síður máli hvaða vökvi er í glasinu 😉

YNWA – Í blíðu og stríðu.

24 Comments

  1. Góðar pælingar, verður gaman að sjá hvort Liverpool stendur af sér þetta skita veður eða endar í sama pakka og við Liverpool menn þekkjum vel ” next season syndrom ”

    Arsenal var núna að leika sér af N.forest, Leeds á ekki eftir að vinna næstu 5-6 leiki.
    En það sem hræðir mig mest er að bæði þessi lið eru að fá 4-5 dauðafæri á móti okkur og Alisson er að halda okkur inn i leiknum, dómararnir sem eru að dæma leika hjá Liverpool, eru með einhverja stefnu sem ég skil ekki, öll vafa atriði eru á móti okkur, leikurinn i gær var nákvæmlega eins og á móti N.F, innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur sem allir sjá á vellinum nema dómarinn og hann dæmir á móti Liverpool, þrátt fyrir að það sé augljóst að Liverpool eiga innskastið þá missum við boltan, þurfum að eyða orku i að vinna hann aftur.
    Eins þá með fast break, hvað þarf að gerast til að lið fá gult spjald fyrir að stoppa fast break hjá liverpool… Fabino nær að snúa mann af sér í gær, togaður niður til að stoppa sóknina og dómarinn dæmir brot en ekkert meira.
    Þetta er alltaf gult spjald og 99% tilvika er spjaldið tekið upp, í gær var það ekki gert og Liverpool menn væla í 2-3 sec í dómaranum og play on, Henderson á að vera trilltur þarna og öskra á dómaran láta hann vita að svona dómgæsla á ekki heima á Anfield, en menn eru að væla frekar en að setja pressu á dómaran með að láta hann heyra það, þá fáum við ekkert auka eða vafaatriði falla ekki með okkur þar sem dómarinn er ekki að hugsa um að fá drullu yfir sig, hann þarf bara þurka nokkur tár sem skvettast á hann frá Liverpool leikmönnum og that’s it.

    Það sem vantar þetta season er gredda, sjálfstraust og winning mentality.

    Þessi 3 atriði skila sér á vellinum ef eigendur skila því sama í leikmannakaupum, ef þú ert ekkert að stressa þig á því að klúbburinn sé að fara kaupa einhvern í þína stöðu þá þarftu ekkert að leggja aukalega á þig, þar sem það er enginn annar til staðar hvort sem er.

    Annars er glasið fullt af ísköldu bjór hjá mér, við erum með Klopp sem stjóra og ef hann lagar ekki stöðuna á næstu mánuðum þá er klúbburinn hver sem er doomed, það er enginn sem getur barist við Man shitty með því að nota dósasjóðinn til leikmannakaupa og ætlast til að vinna deildina.
    Svo ef hann getur ekki gert það þá þurfum við nýja eigendur ekki nýjan stjóra.

    14
    • Man C eru bara klárari þegar kemur að fylla á hópinn og þreytt klisja að þeir séu að eyða einhverjum svaka upphæðum í þetta.
      Hópurinn er þreyttur og við misstum besta manninn í sumar. Hefðum átt að kaupa miklu fleiri leikmenn.

      8
      • til að kaupa þarf að selja fyrst.

        Passa svo að útkoman verði FSG í hag.

  2. 7unda tímabils krísa, þreyta og bla bla. Það er vitað hvernig bolta Klopp vill spila og það er líka vitað að ekki er hægt að keyra endalaust á litlum hóp. Þá er það eigendanna, sem réðu Klopp sem vill spila ákveðinn bolta, að sjá til þess að hægt sé að spila á fullum krafti með eðlilegri endurnýjun á hópnum og losa sig við leikmenn sem ekki höndla álagið- hvorugt hefur verið gert.

    16
  3. Takk SEE fyrir fínan pistil daginn eftir….. þegar “rykið hefur sest”. :0)

    Mitt glas er galtómt núna og það þarf mikið að gerast í janúar svo það verði hálffullt!

    1
  4. Meiðsli? (set Arthur út fyrir sviga)

    Gegn N.Forest voru 6 meiddir, hjá N.Forest voru 5 meiddir.
    Gegn Leeds voru 4 meiddir, hjá Leeds voru 3 meiddir.
    Í jafnteflinu við Everton voru 6 meiddir auk Kelleher, hjá Everton voru 6 meiddir.
    Í tapinu gegn Arsenal voru 4 meiddir, hjá Arsenal voru 3 meiddir.
    Í tapinu gegn MU voru 3 meiddir auk Kelleher, hjá MU voru 2 meiddir.

    xG gegn N.Forest = MÍNUS 0,19
    xG gegn Leeds = MÍNUS 0,06
    xG gegn Everton = PLÚS 0,4
    xG gegn Arsenal = MÍNUS 1,96
    xG gegn MU = MÍNUS 0,44

    4
  5. Va Dijk er bara alveg búinn. Var góður 2018-2020 og ég í ofmati mínu setti hann á top 5 miðverðir í sögu deildarinnar. Það þarf að vera góður í meira en 2 ár til að komast á þann lista og ég biðst hér með afsökunnar á því.
    .
    Maður er nánast kominn í þann farsa að vona að liðið tapi síðustu tveimur leikjunum til þess að það verði skipt um stjóra. Klopp hefur gert góða hluti með liðið og gerði okkur að Englandsmeisturum einu sinni, en þetta er komið gott. Það er ekki hægt að halda stjóra hjá liði út af árangri sem hann náði fyrir 2-3 árum.

    Það er nú þannig.

    9
    • VVD fyrir mann af þessari stærð og fjölda skalla sem hann vinnur að maðurinn skuli ekki geta skorað meira úr föstum leikatriðum er ótrúlegt. Líklegast hefur hápressuboltinn og leikskipulagið verið að láta hann líta betur út en raun er. Svo er spurning er hann en að jafna sig eftir meiðsli og er það andlegt. finnst hann hafa ekki komið til baka eftir meisli.

      Klopp inn / FSG out.

      2
    • Það er það sem ég er mest smeykur við að muni gerast 🙁
      Þetta tímabil er sennilega farið í hundana hvað varðar deild, það sem liggur eftir er að komas sem lengst í Champion league það ewr að litlu öðru að keppa. Leikmannahópurinn er þunnur svo við þurfum að velja og hafna hvað er í forgangi hvað varðar keppnir.
      Svo er bara að krossa fingur og vona að einhver ríkur aðili kaupi Liverpool fyrir vorið.
      Við verðum sennilega á núllpunkti næsta sumar og vonadi mun nýr eigandi koma klúbbnum í fremstu röð þar sem Liverpool á heima. Eins og staðan er í dag eru fleiri og fleiri klúbbar að taka fram úr Liverpool þegar kemur að fjármagni, svo staðan á bara eftir að versna á næstu árum með þessa eigendur í brúnni.

      FSG out!

      5
  6. Í mínum huga þá er þetta bil beggja. Við erum með á pappír frekar góðan hóp og frábært þjálfarateymi sem og aðstöðu sem er öfundsverð. Við getum þakkað fyrir að eiga eigendur sem eru ekki að skuldsetja klúbbinn sér í hag.

    Á móti þá finnst mér ömurlegt með stóru H-i hvað okkur gengur illa að endurnýja hópinn. Við erum að láta tilfinningar ráða of miklu þegar framlengt er við menn eins og Hendo og það er verið að keyra alltof lengi á sömu löppunum í alltof langan tíma, sem verður til þess að átakið við endurnýjun verður erfiðara og þyngra með hverjum glugganum sem líður.

    Bottom line; ef við ætlum að keppa við þá bestu þá þurfum við að ná inn 2-3 háklassa leikmönnum í hverjum sumarglugga auk minni spámanna eftir þörfum í hverjum glugga. Þetta myndi verða til þess að hópurinn breikkar, samkeppnin eykst um hverja stöðu og menn komast ekki upp með þetta droll og skokk inn á vellinum það sem af er þessu tímabili.

    Stærsti faktorinn í að breikka hópinn umtalsvert er að þá gefst tími til að hvíla menn, sem minnkar þá álagið og einnig líkurnar á því að þeir meiðast.

    Áfram að markinu – YNWA!

  7. Það er bara útilokað að Klopp hætti eða verði látinn fara….. hver ætti að taka við?!

    Held FSG hljóti að sjá að sér og láti Klopp hafa fúlgur fjár til leikmannakaupa í janúar, annað væri galið!

    5
    • Ef klopp fer þá verða FSG fyrir fullum þunga stuðningsmanna. Þeir hljóta að sjá það þessir aurapúkar.
      FSG out….

      2
  8. Ég veit ekki skal segja lengur en ég skal samt sem áður segja það hér og nú, við vinnum meistaradeildina og Napolí kemst í undanúrslit, við sláum RM út á leiðinni með Anfield bakvið okkur.
    En svona án gríns þá er eiginlega eini möguleiki okkar á UCL á næsta tímabili að vinna Meistaradeildina, ég sé okkur ekki enda í topp 4 með svona nýtingu á færum og spilamennsku.
    Það er samt bara 1/3 búinn af deildinni svo það er nóg eftir, ég get eiginlega ekki beðið eftir janúar.

    1
  9. Í mínum huga þá er þetta bil beggja. Við erum með á pappír frekar góðan hóp og frábært þjálfarateymi sem og aðstöðu sem er öfundsverð. Við getum þakkað fyrir að eiga eigendur sem eru ekki að skuldsetja klúbbinn sér í hag.

    Á móti þá finnst mér ömurlegt með stóru H-i hvað okkur gengur illa að endurnýja hópinn. Við erum að láta tilfinningar ráða of miklu þegar framlengt er við menn eins og Hendo og það er verið að keyra alltof lengi á sömu löppunum í alltof langan tíma, sem verður til þess að átakið við endurnýjun verður erfiðara og þyngra með hverjum glugganum sem líður.

    Bottom line; ef við ætlum að keppa við þá bestu þá þurfum við að ná inn 2-3 háklassa leikmönnum í hverjum sumarglugga auk minni spámanna eftir þörfum í hverjum glugga. Þetta myndi verða til þess að hópurinn breikkar, samkeppnin eykst um hverja stöðu og menn komast ekki upp með þetta droll og skokk inn á vellinum það sem af er þessu tímabili.

    Stærsti faktorinn í að breikka hópinn umtalsvert er að þá gefst tími til að hvíla menn, sem minnkar þá álagið og einnig líkurnar á því að þeir meiðast.

    Áfram að markinu – YNWA!

  10. Í mínum huga þá er þetta bil beggja. Við erum með á pappír frekar góðan hóp og frábært þjálfarateymi sem og aðstöðu sem er öfundsverð. Við getum þakkað fyrir að eiga eigendur sem eru ekki að skuldsetja klúbbinn sér í hag.

    Á móti þá finnst mér ömurlegt með stóru H-i hvað okkur gengur illa að endurnýja hópinn. Við erum að láta tilfinningar ráða of miklu þegar framlengt er við menn eins og Hendo og það er verið að keyra alltof lengi á sömu löppunum í alltof langan tíma, sem verður til þess að átakið við endurnýjun verður erfiðara og þyngra með hverjum glugganum sem líður.

    Bottom line; ef við ætlum að keppa við þá bestu þá þurfum við að ná inn 2-3 háklassa leikmönnum í hverjum sumarglugga auk minni spámanna eftir þörfum í hverjum glugga. Þetta myndi verða til þess að hópurinn breikkar, samkeppnin eykst um hverja stöðu og menn komast ekki upp með þetta droll og skokk inn á vellinum það sem af er þessu tímabili.

    Stærsti faktorinn í að breikka hópinn umtalsvert er að þá gefst tími til að hvíla menn, sem minnkar þá álagið og einnig líkurnar á því að þeir meiðast.

    Áfram að markinu – YNWA!

  11. Sælir félagar

    Það er alveg sama hvort við segjum að glasið sé hálffullt/hálftómt, staðan á liðinu okkar er skelfileg og hefur verið það undanfarið. Að þetta lið sem var í toppbaráttu um 4 bikara á síðustu leiktíð sé í 9. sæti núna þegar 1/3 er búinn af deildinni segir að eitthvað mikið er að. Liðið hefur unnið 4 leiki, tapað 4 og gert 4 jafntefli í deildinni. Þetta er svo mikill meðalárangur að ekkert getur verið meiri meðalmennska en þetta. Ef við teljum að þetta sé ásættanlegt hjá liðið sem er með einn bezta stjórann í bransanum þá getum við sagt að glasið sé hálffullt.

    Fyrir mér skiptir ekki máli hvort glasið við veljum, staðan er einfaldlega óásættanleg. Enginn sem styður Liverpool getur sagt að þetta sé í lagi. Stuðningsmenn annara liða hlægja að liðinu og stuðningsmönnum þess alveg eins og við hlógum að MU og Everton á síðustu leiktíð. Bæði þau lið virðast vera á uppleið jafnt og þétt meðan liðið okkar brasar við að halda sjó en sígur niður töfluna leik eftir leik. Þessu verður að breyta hvað sem það kostar og Klopp verður að fá þann stuðnig sem þarf til að breyta þessu.

    FSG hafa gert marga góða hluti með klúbbinn og hafa átt innistæðu hjá stuðningsmönnum fyrir þeirra hluta sakir. En nú er svo komið að sú innistæða er upp urin og vel það. Nú verður einfaldlega að kosta því til sem kosta þarf. Styrkja þarf liðið í janúarglugganum um tvo til þrjá heimsklassa (ómeidda) leikmenn í janúarglugganum. Til þess þarf að eyða 150 til 250 millum sem er það eina sem getur breytt stöðunni. Því miður verðu það ekki gert. Líkur eru á að það verði í bezta falli keyptur einn – ég endurtek – EINN alvöru leikmaður en það dugir bara einfaldlega ekki til.

    SEE telur upp nokkra unga leikmenn sem eiga eftir að verða góðir og ef til vill mjög góðir. En þeir eru ekki það sem dugir núna því miður þar sem mistök þeirra og reynsluleysi kostar jafnvel heilu leikina. Meira þarf til ef ekki á verr að fara þessa leiktíðina. VvD virðist ekki ætla að ná sér eftir árás Pigford á sínum tíma. Miðjan er annaðhvort of gömul og þreytt eða of ung og óreynd. Sóknin hefur daprast verulega og ungu mennirnir sem þar hafa komið til falla undir það sem ég nefni hér fyrir ofan. Það er því annaðhvort koma FSG með þá peninga sem þarf til að bjarga leiktíðinni eða það verður að losna við þá.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Sigkarl .eg er sammála öllu sem þú ert að segja þar til að þú mintist á ágæti þessara eiganda. FSG hefur tæknilega séð ekki gert neitt fyrir klúbbinn, þeir hafa margfaldað sína eign í klúbbnum, stækkað völlininn til að auka þeirra innkomu, ekkert af þessu hefur gagnast Liverpool. Framlag þeirra til leikmannakaupa síðan þeir komu er bara brandari. Þessir eigendur gætu átt Fulham, Stoke eða þess háttar klúbba, Liverpool er mörgum númerum of stór klúbbur fyrir þessa trúða. Árangur Liverpool á undanförnum árum er 100% Klopp og hans teymi að þakka, án þeirra væri Liverpool á svipuðum stað og við vorum þegar Brendan Rodgers stýrði Liverpool.

      FSG out!

      5
  12. Klopp er með samning til 2026 og mér finnst líklegt að ef hann fær að halda áfram þá verður hann nokkuð fljótur að byggja upp lið sem nær að fleyta okkur aftur upp í toppbaráttu, jafnvel næsta vetur. Í vetur er aðalatriðið að spyrna við fótum og ná meistaradeildarsæti og jafnvel stíla upp á að ná í bikar.

    Til að þetta sé hægt, þarf:
    A) læknaliðið að vinna vinnuna sína þannig að lykilmenn haldist heilir og
    B) félagskiptagluggarnir í janúar og næsta sumar þurfa að vera frábærir

    8
  13. Sælir

    Það er vissulega svekkjandi að fá skyndilega staðfestingu á því að gullaldarliðið er komið á endastöð og transition tímabil tekið við.

    Vinnubrögðin hjá LFC hafa hingað til verið útpæld en upp á síðkastið hefur strategían ekki gengið eftir og LFC misst af góðum bitum sem hefði eflaust haft mikilvæg áhrif á liðið. Henderson minnir mig á Gerrard á lokametrunum, góður inn á milli en mjög fjarverandi inn á milli. Fabinho varð ekki allt í einu lélegur í fótbolta. Getur verið að þessi staða sem honum er ætluð sé ómögulegt verkefni ef hann hefur engan Winaldum eða ferskan Henderson sér við hlið. Fær svo kjúklinga inn á milli í miðjuna sem eiga eftir að læra helling eða professional-gamalmenni sem aldrei á að vera í byrjunarliðinu. Vörnin fær því takmarkað cover frá miðjunni í dag og verður berskjölduð.

    Ég vona hinsvegar að stjórnin styðji við Klopp í miðjum öldudal því að ef hann klárar ekki dæmið þá guð hjálpi LFC! Betri leiðtoga er vart hægt að finna og hann hefur áður leitt LFC í rétta átt.

  14. Ég segi eins og Sigurkarl að mér er slétt sama um helvítis glasið enda er ekkert sterkar en beljusafi í mínu glasi.
    Auðvitað tek ég út fyrir hvernig gengið hefur verið hjá okkar mönnum í haust/vetur en ég styð Klopp og hans teymi en samt með þeirra undantekningu að öll þessi meiðsli eru eitthvað sem þarf að kryfja, hvað veldur er það undirlagið á æfingarsvæðinu eða æfingarnar hjá Klopp er það læknateimið okkar eða sambland af þessu öllu.
    Ég hef trú á að liðið okkar ná vopnum sínum.

    5

Stelpurnar mæta City

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur – Napoli koma í heimsókn