Gullkastið – Félagið til sölu?

Sigur í London, Real Madríd í Meistaradeildinni og félagið á sölulista

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofum þeirra sem fylgjast með og fjalla um Liverpool undanfarna tvo sólarhringa. Fyrst var það góður baráttusigur í London, sá fyrsti á útivelli í deildinni í vetur. Næst var Real Madríd dregið upp úr pottinum í Meistaradeildinn í 16-liða úrslitum og svo komu sprengjufréttir um að Liverpool væri til sölu. Nóg að ræða í þessari viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 403

6 Comments

  1. Ég er hekki seldur á tuggana um að FSG eigi pening fyrir réttu leikmennina.

    Stragedían hefur yfirleitt verið að selja til að kaupa og net eyðsla í hverjum glugga ávallt með minnsta móti.

    Hefði Tchouaméni komið þá efast ég um að Nunez hefði verið keyptur.

    Þessi snilldarleikur FSG að bíða eftir Van Dijk var nú ekki meiri snilld en það að þetta var sjálfssköpuð bið. FSG var ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir VVD sumarið 2017. Líklega hefði VVD aldrei verið keyptur ef salan á Coutinho hefði ekki gengið í gegn.

    Net spend síðustu 5 ár er um 25m á ári. Lið eins og West Ham, Everton og Villa eru t.d. með mun meira net spend.

    Vonandi finnast eigendur sem eru tilbúnir að taka næsta skref með liðið.
    .

    10
  2. “FSG var ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir VVD sumarið 2017. ” Hvaðan hefuru þessar heimildir ?

    Eigandi Southamton gaf það út á sínum tíma að Van Dijk var ekki til sölu. Í raun afar skýrt. Þessi kaup komu rétt fyrir jól, ámóta óvænt og bahamaveður á Svalbarða.

    “Everton og Villa eru t.d. með mun meira net spend.”

    Enda eru bæði liðin með allt niður um sig í peningamálum.

    4
    • Farðu sjálfur í heimildavinnu enþú veist jafnvel og ég að Liverpool reyndi að kaupa VVD sumarið 2017 og það gekk ekki eftir.

      Þú kokgleypir það að VVD hafi ekki veirð til sölu um sumarið vegna þess að eigandi Southampton sagði svo.

      Þau orð standa ekki styrkum stoðum þar sem hann var burðarrás í liðinu er seldur nokkrum mánuðum seinna fyrir metfé. Mun verri tímasetning fyrir Southampton.

      FSG eru þekktir fyrir að prútta verð en eftir að hafa samþykkt söluna á Coutinho virðast þeir hafa gengið að uppsettu verði Southampton.

      VVD hélt áfram að vera orðaður við Liverpool og það eina sem var óvænt við dílinn var hversu dýr hann var og að þetta hafi gerst í janúarglugganum,

      Viku seinna var Coutinho tilkynntur til Barcelona sem var heldur ekki óvænt.

      3
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan þátt. Tek undir með ykkur félögunum að FSG hefur gert ýmislegt gott fyrir félagið enda hefði það ekki 15 faldað verðgildi sitt ef svo væri ekki. Stefna FSG í að félagið sé sjálfbært og kaupi bara það sem það getur borgað út úr rekstri (ágóða) hefir hins vegar verið félaginu dýr að mínu mati. Á móti kemur að þeir hafa lagt töluvert fé í leikvang og æfinga-aðstöðu. Fram kemur í ykkar spjalli félaganna að hin frábæra æfinga-aðstaða kosti svipað og einn heimsklassa leikmaður (ca.85 millur) en verður þó ef til vill öllu dýrmætari klúbbnum til lengri tíma litið.

    Innkaupastefna FSG hefir valdið deilum bæði innan stuðningsmanna hópsins og nú síðast milli Klopp og FSG þó þær hafi ekki farið hátt. Ef til vill er brestur í sambandi Klopp og FSG þáttur í ákvörðun þeirra að selja klúbbinn þó ólíklegt sé að svoleiðis kritur ráði miklu í ákvörðunum svo beinharðra “bussness” manna. Ekki er heldur alveg ljóst hvort þeir ætla að selja félagið eða aðeins að fá inn peninga (heyrst hefur 20%) uppá ca. milljarð punda til að setja í leikmannakaup til að gera félagið að einhverju leyti samkeppnishæft við olíufélögin. En er allt óljóst í þessu en allskyns sögusagnir í gangi og líklega bezt að bíða og sjá til.

    Nýjasta sagan er sú að FSG ætli að gefa félaginu Bellinham í kveðjugjöf en vonandi gefa þeir félaginu fleiri menn á miðju félagsins strax núna í janúar því Bellingham er varla falur fyrr en næsta sumar. Ef FSG selur félagið fyrir 4 til 4 og 1/2 milljarð punda munar þá varla um 250 millur eða svo í kveðjugjafir til klúbbsins. En hvað sem öllu líður finnzt mér að FSG eigi inni amk. ákveðinn slaka frá okkur stuðningsmönnum og því er bezt að bíða og sjá til.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  4. Eigendur fá engann slaka frá mér. Báðar stækkanir á stúlkunum voru og eru fjármagnaðar af styrktaraðilar til 10 ára og fsg hafa örugglega tekið lán til jafn langs tíma, þetta eru engir bjánar. FSG hefur eitt ca. 15 millur umfram sölur að meðaltali síðan þeir keyptu félagið. Liverpool alla leið í mörgum keppnum og fengið gríðarlega mikla peninga í verðlaunafé og frá tv rétthöfum. Þessir eigendur hafa tekið mikið fé út úr rekstrinum. Megi þeir hverfa þangað sem sólin aldrei skýr.

    2
  5. Réttur tími að selja fyrir þá. Fyrir klúbbinn. Fyrir nýja eigendur.

    Við þurfum ríkari týpuna af FSG sem getur lagfært þessa
    £25-30m meðaleyðslu þvælu.

Liverpool til sölu!!!

Upphitun: Derby mætir á Anfield