Upphitun: Derby mætir á Anfield

Titilvörnin í Deildarbikarnum hefst á heimavelli gegn Derby á morgun. Liðin mættust síðast í þessari keppni fyrir sex árum síðan þar sem Liverpool vann 3-0 sigur og skoraði þar Ragnar Klavan sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Sá leikur var á Pride Park en liðin mættust síðast á Anfield þegar Derby var síðast í Úrvalsdeildinni 2007 en þá vann Liverpool 6-0 sigur og Derby endaði á að falla með aðeins ellefu stig og mínus 69 í markatölu.

Það hefur mikið gegnið á hjá Derby síðan þá. Fyrstu árin eftir fallið voru Derby í neðri hluta næstefstu deildar en á árunum 2013-2019 fóru þeir svo fjórum sinnum í umspil en komust ekki upp. Liðið fór í gegnum nokkra eigendur á þessum tíma hver öðrum verri og á endanum fengu þeir 21 stiga refsingu á síðasta ári liðið stóð sig hetjulega undir stjórn Wayne Rooney en allt kom fyrir ekki og liðið endaði í næst neðsta sæti og féllu niður í League One deildina.

Eftir fallið yfirgaf Rooney félagið fengu þeir Paul Warne fyrrum stjóra Rotherham United til að fylla í skarðið. Þeir sóttu fjórtán leikmenn í sumar sem allir voru samningslausir eða komu á láni þar sem aðeins fimm leikmenn voru aamningsbundnir félaginu þegar nýi eigandinn náði að klára kaupin á félaginu í sumar.

Í liðinu eru þó margir ellismellir sem hafa verið í neðri hluta Úrvalsdeildarinnar á síðustu árum þar ber helst að nefna Conor Hourihane fyrrum miðjumann Aston Villa, David McGoldrick fyrrum sóknarmann Sheffield United og James Chester fyrrum varnarmann Aston Villa sem komu allir í sumar.

Liðið hefur ekki farið svo vel af stað í League One deildinni en þeir sitja í sjöunda sæti með 25 stig eftir sextán leiki og þurfa að spila annan leik í FA-bikarnum eftir 2-2 jafntefli gegn utandeildarliðinu Torquay United síðustu helgi.

Liverpool

Eftir baráttu sigur gegn Tottenham um helgina eru allar líkur að við sjáum miklar breytingar á liðinu og minni spámenn fái spilatíma. Það er kannski ekki mikil ástæða til að hvíla þar sem eftir leikinn gegn Southampton næstu helgi kemur landsleikjahlé vegna HM þar í lok desember en geri ráð fyrir að Klopp vilji nýta hópinn og gefa sumum spilatíma. Pep Lijnders gaf vísbendingar um þetta á blaðamannafundi í gær þegar hann hrósaði frammistöðum Conor Bradley, Keide Gordon og Harvey Blair í keppninni í fyrra.

Í markinu er Kelleher loks kominn aftur og hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum og verður líklega milli stanganna á morgun.

Nat Phillips fær ekki marga leiki í ár og fær því líklega að byrja á morgun og allar líkur á að Gomez verði með honum í vörninni og Van Dijk og Konate byrji um helgina. Calvin Ramsey fær vonandi sinn fyrsta byrjunarliðsleik og Tsimikas í hinum bakverðinum.

Miðjan er erfiðust þar sem ansi fáir eru heilir. Bajcetic hefur verið mikið í kringum hópinn og var flottur á undirbúningstímabilinu og gæti fengið verðlaun fyrir það á morgun og ef Klopp vill hvíla byrjunarliðsmennina verða líklega Chamberlain og Jones með honum á miðjunni.

Firmino fékk þær fréttir í gær að hann fær ekki að fara með Brasilíu á HM en held að hann verði í sóknarlínunni með Carvalho og Elliott. Bobby Clark gæti svo fengið mínútur af bekknum ef vel gengur. Stóra spurningin er svo Mo Salah sem vill spila alla leiki og er ekki að fara á HM en ég held að hann byrji á bekknum og taki síðust 30 í staðinn fyrir Firmino.

Spá

Bikarkeppnin gaf okkur mikla gleði í fyrra og ég held að það haldi áfram með 2-0 sigri með mörkum frá Firmino og Carvalho. Öruggur sigur þar sem bekkjarmenn fá að láta ljós sitt skína og fylla okkur af jákvæðni fyrir lokaleik fyrri hluta tímabilsins gegn þjálfaralausum Southampton mönnum næstu helgi.

12 Comments

  1. Það voru að berast fréttir af meiðslum Sadio Mané. Fór út af eftir 20 mínútna leik í kvöld og lítur út fyrir að heimsmeistaramótið sé út úr myndinni fyrir hann. Bara 13 dagar þangað til.

    1
  2. Þetta verður áhugaverður leikur og hann mun vinnast. Finnst sorglegt að markahæsti Brassinn í ensku deildinni fái ekki að fara á HM og ég vorkenni Firmino mjög. En að sama skapi er ágætt að okkar helstu skorarar þetta tímabil eru hvorugur að fara á HM … Salah, Firmino og mögulega Trent fá allir hvíld sem vonandi verður notuð í andlegan og líkamlegan undirbúning fyrir restina af tímabilinu. Þeir meiðast alla vega ekki á meðan.

    En ég ætla að spá 4-1 sigri okkar manna á morgun. 🙂

    4
    • Fregnir herma að Firmino sé gjörsamlega brotinn eftir þessar fréttir, sé búinn að leggja allt í sölurnar í haust vegna HM.
      .
      Conor McGregor er víst að kaupa liðið, er hann á meðal áhorfenda á þessum leik gegn Derby?

      2
      • já ertu ekki að kokgleypa þetta McGregor grín?

        Aleiga hans er metin á sirka 200 milljón pund sem myndi kannski duga fyrir 5% hlut.

        5
    • Hvort ætli sé meiri hvíld líkamlega og andlega, Katar með Brasilíska hópnum eða heima með Klopp?

      Maður spyr sig?

      2
      • Spyr mig að því sama. Ætlar Klopp að keyra þá út með háálags æfingum eins og honum er tamt eða leyfa mönnum að fá hvíld?
        .
        Menn geta verið úthvíldir en ef draumurinn er dauður dugar það ekki alltaf.

        Það er nú þannig.
        YNWA

        1
  3. Í stjörnuspá hrútsins fyrir daginn í dag 09.11.2022 segir: “Allt gengur á afturfótunum en stangaðu frá þér”.

    Því er spá mín Liverpool 4 Hrútarnir (Derby) 2

    2

Gullkastið – Félagið til sölu?

Liverpool – Derby liðið er komið