Liðið gegn Aston Villa

Þá er búið að sporðrenna jólasteikinni, rífa utan af pökkunum, og næst á dagskránni er útileikur gegn Unai Emery og félögum hjá Aston Villa.

Svona stillir Klopp upp:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Phillips, Tsimikas, Keita, Elliott, Bajcetic, Carvalho, Doak

Ekkert rosalega mikið að frétta af varamannabekknum. Jú, Elliott og Carvalho eru engir muggar, en eru samt báðir ungir og léttir. Núna lítur meiðslalistinn svona út: Bobby, Díaz, Jota, Milner, Jones, Arthur, jú og svo er Konate enn í pásu eftir HM úrslitaleikinn. Ekki alveg ljóst hvort Ramsay er meiddur eða bara ekki nógu framarlega í goggunarröðinni.

Ox byrjar sinn fyrsta deildarleik í 10 mánuði eftir að hafa verið nokkuð sprækur í leiknum gegn City.

Er maður nokkuð of frekur að heimta 3 stig í síðbúna jólagjöf?

KOMA SVO!!!

28 Comments

  1. Þurfum virkilega á 3 stigum að halda í dag í þessum meiðslavandræðum, það er þó kostur að Olsen er í markinu en ekki Martinez.
    Við eigum að vera betra lið en Unai er ólíkindatól sem getur vel gert okkur gríðarlega erfitt fyrir.
    Vonandi er Nunez í réttum skóm í dag og fer að hitta á rammann.

    1
  2. Bekkurinn er svo sem allt í lagi. Elliot, Fabio, Keita, Tsimiks, Gomez, eru betri en enginn. Ég er spenntur fyrir því að sjá hvernig Champerlain spjarar sig á vængnum. Hef trú á honum. Ef hann næði svipaðum spilatíma án meiðsla og t.d Matip, þá er ég sannfærður um að hann gæti nýst okkur mjög vel.

    2
    • En Engin framherji á bekknum, sem getur komið inn og klárað leik, eða gefið okkur eins og 1 til 2 mörk. Verðum við ekki bara að fara að hóa í Luis Suarez, fá hann til okkar út þetta tímabil ?

      2
  3. Þetta er lið sem á að hafa getu til að vinna flest lið. Núna er stóra spurningin hvernig liðin almennt koma út úr þessu seinna undirbúningstímabili. Vonandi byggjum við bara ofan á það sem við sýndum í síðasta leik og leikmenn sýni hvers þeir eru megnugir. Ég hef trú og þeir hafa minn stuðning 100% hver svo sem byrjar leikinn. Koma svo 🙂
    YNWA

    2
  4. Er núnesinn alveg hættur að reyna að skjóta á markið?

    1
  5. Vel gert!!! báðir bakverðirnir og Salah. Hversu liverpoolskt getur mark verið?

    3
  6. Er ekkert verið að vinna með Nunez fyrir framan markið. Verður að fara nýta þessi færi.

    3
  7. Frábær fyrrihálfleikur hjá okkar mönnum……Trent baneitraður og allt lið klárt i þennan jólafýling….þegar Nunez fer að nýta færin þá verður hann ALVÖRU….

    7
  8. Flottur fyrri hálfleikur, miklu betri en villa. Mér finnst Ox vera góður miðað við að hafa ekki byrjað leik í 10 mánuði.
    Nú er bara að Darwin fari í aðra skó í hálfleik, hann er sí ógnandi, vantar bara að nýta færin. Elliot, Keita og Carvallo koma svo inná eftir 60 til 65 mín. Bæta við tveimur mörkum í viðbót takk.

    3
  9. Nunez er alveg að fá færin,bara að henda einu inn og klára þennan leik. Gaman að enski boltinn sé farinn að rúlla um á ný.

    5
  10. Frábær leikur og frábær skemmtun. Færi á báða bóga en staðan alls ekki ósanngjörn. Hef samt áhyggjur af dómgæslunni sem er langt í frá sannfærandi saman ber aukaspyrnuna í lokin. Ef það vara auka þá áttum við að fá aukaspyrnum nokkrum sekúndum áður. En kannski er ég bara svona blindur en þarna liggja mínar áhyggjur. Nunez er að taka réttu hlaupin, reyna skotin og skapa færi og þvílíkur hraði. Hann á örugglega eftir að skora þau nokkur fyrir okkur með sama áframhaldi.
    YNWA

    3
  11. Núna væri bara besta mál að byrja seinni……erum bara að rétta þeim þetta upp í hendurnar. Tek samt ekkert af villa þeir hafa haldið áfram að vinna sína vinnu og uppskera samkvæmt því. En áfram g@kk drengir
    YNWA

    1
  12. Thiago og Uxinn teknir ut af aður en þeir meiðast og verpa fra i 1-3 manuði

    Djöfull er þetta lelegt eitthvað,

    Keita ennþa i liverpool það er ekkert anmð

    1
  13. Það er klárt að Nunez þarf að taka extra slútt æfingar á næstunni, skelfileg færanýting hjá drengnum

    5
  14. Ég blótaði skiptingunni þegar Bajcetic var að koma inná ég er fífl með troðfullann kjaft af sokkum svo mikið er víst.

    Gleðilega hátíð
    YMWA

    4

Jólaleikur í Birmingham, upphitun

Villa 1 – 3 Liverpool / Gakpo til Liverpool?