Klopp og vitringarnir 11 komu færandi hendi og gáfu okkur þrjár gjafir: stig, stig og stig (semsagt 3 stig fyrir þá sem eiga erfitt með að telja).
Gangur leiksins
Þetta byrjaði bara ljómandi því strax á 5. mínútu náðu okkar menn forystunni. Eftir horn barst boltinn út til Trent sem tók utanfótarsnuddu inn á teig, þar kom Robby aðvífandi og tók aðra (viðstöðulausa) utanfótarsnuddu inn að markteig þar sem Salah kom aðvífandi og skoraði örugglega. Mark nr. 2 kom svo nokkru síðar eftir aðra hornspyrnu, núna fékk Salah boltann við markteigshornið en sneri vitlaust, renndi boltanum aðeins út á Virgil sem þrumaði í varnarmann og inn. Staðan 2-0 í hálfleik, fullkomlega sanngjarnt enda Liverpool búið að vera mikið betra liðið á vellinum, og í reynd var ákveðið svekkelsi að hafa ekki skorað fleiri því Matip skoraði rangstöðumark sem var réttilega (en tæpt) dæmt af, og þar að auki hélt Nunez uppteknum hætti frá síðustu leikjum og fékk aragrúa færa þar sem hann hefði svo auðveldlega átt að setja a.m.k. eitt ef ekki tvö, en skoraði í staðinn ekkert.
Í síðari hálfleik var svo annað uppi á teningnum. Villa menn gengu á lagið og minnkuðu muninn eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Klassíkst Liverpool að ná ekki að loka leiknum og gera út um allar vonir andstæðingsins. Það voru því nokkuð tens mínútur allt þar til Klopp gerði slatta af skiptingum, meðal þeirra sem kom inná var Stefan nokkur Bajcetic. Hann var bara búinn að vera inná í tvær mínútur þegar boltinn barst inn á teig inn fyrir vörn Villa, Nunez tók hlaupið og náði að gefa út í teig (boltinn bókstaflega á endalínunni þegar hann náði að gefa hann), þar kom téður Bajcetic aðvífandi, sólaði markvörð Villa og klobbaði varnarmann og skoraði þar með sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Staðan orðin 1-3, Doak fékk svo nokkrar mínútur undir lokin en þetta urðu lokatölur leiksins.
Frammistaða leikmanna
Enginn sem átti eitthvað afleitan leik, og ef við myndum bara horfa á fyrri hálfleikinn væru menn að fá áttur og níur. Nunez má þó vissulega aðeins herða róðurinn varðandi það að klára færin sín, hann er aðeins farinn að minna á Suarez árið 2012 eða þar um bil. Munum við ekki annars hvað hann var mistækur fyrstu mánuðina með Liverpool? Það átti nú heldur betur eftir að breytast, og aldrei að vita nema svipað gerist með Darwin okkar Nunez.
Umræðan og tölfræðin
Hér eru allnokkur atriði sem vert er að minnast, því það þurfti alveg að uppfæra nokkrar sögubækur eftir þennan leik:
- Andy Robertson er núna orðin sá varnarmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem á flestar stoðsendingar, eða 54 talsins. Þetta er ansi vel af sér vikið, og sá eini sem er í einhverjum séns að slá hann út á næstu árum heitir Trent Alexander-Arnold.
- Markið hans Salah var númer 172 fyrir klúbbinn, og með þessu marki jafnaði hann Kenny nokkurn Dalglish. Ekki slæmur staður að vera á, en Salah stefnir alveg örugglega hærra, ellefu mörk til viðbótar og hann jafnar Fowler.
- Stefan Bajcetic varð yngsti leikmaðurinn í deildinni á þessu tímabili til að skora mark, og er jafnframt næst yngsti Spánverjinn til að skora í úrvalsdeildinni frá upphafi. Aðeins Cesc Fabregas var yngri þegar hann skoraði sitt fyrsta mark.
- Ben Doak fékk örfáar mínútur til að jafna met nafna síns – Ben Woodburn – til að verða yngsti markaskorari félagsins, en Woodburn var 17 ára og 45 daga gamall þegar hann skoraði gegn Leeds á sínum tíma, og Doak varð 17 ára þann 11. nóvember síðastliðinn. Vissulega hefði verið gaman að fá nýjan methafa (eða a.m.k. annan jafngamlan), en það er ágætt að rifja upp að “yngstu” methafar Liverpool í augnablikinu eru ekkert að stimpla sig inn í sögubækurnar með öðrum hætti. Jerome Sinclair er yngsti leikmaður til að spila fyrir Liverpool, ekki er hann að rífa efstu deildirnar í sig. Það er Ben Woodburn ekki heldur að gera, verandi yngsti markaskorarinn. Þá er Curtis Jones sá yngsti til að bera fyrirliðabandið, og er vissulega í aðalliðshóp Liverpool, en hvort það verður eitthvað meira en það einhverntímann á eftir að koma í ljós.
- Darwin Nunez er sá leikmaður úrvalsdeildarinnar sem hefur klikkað á flestum dauðafærum, eða 12 talsins. Ég árétta bara það sem kom fram ofar að við þekkjum alveg úrúgvæska leikmenn sem hafa komist upp úr svona holum og vonum að Nunez geri slíkt hið sama.
Framundan
Eins og ætti ekki að þurfa að segja nokkrum einasta Liverpool stuðningsmanni með hjartslátt réttu megin við núllið, að þá lítur allt út fyrir að það sé búið að semja við Cody Gakbo og að það eina sem sé eftir sé að ganga frá læknisskoðun. A.m.k. hafa allir helstu fréttamennirnir sem eru tengdir Liverpool gefið þetta út, og eins kom tvít frá PSV í Hollandi. Líklega vilja menn styrkja framlínuna enda Díaz líklega frá fram í mars, og ekki alveg ljóst hvenær Jota kemur til baka úr sínum meiðslum. Þetta lyktar að mörgu leyti svipað og Díaz díllinn fyrir ári síðan; klúbburinn ekkert endilega að flýta sér að bæta við manni í þessari stöðu, en þegar saman fer að PSV voru til í að selja, plús að aðrir klúbbar eru búnir að vera að sýna áhuga, þá var gengið hratt til verks. Við höfum nú alltaf samt smá fyrirvara á svona dílum, minnugir alls konar ævintýra í gegnum tíðina þar sem svipað öruggir dílar brustu á ögurstundu. En ef af verður er þetta virkilega spennandi kostur í framlínuna, xG hjá honum það sem af er leiktíð er mjög gott og hann er í efsta sæti í Hollandi hvað það varðar.
Nú og svo er það næsti leikur, en við fáum Brendan Rodgers og skósveina hans hjá Leicester í heimsókn á Anfield næstkomandi föstudagskvöld. Við þurfum víst lítið að kvarta undan skorti á fótbolta á næstunni!
Sæl og blessuð.
Var hæstánægður með Hendo, Matip og Virgil. Sendingarnar frá Trent voru af öðrum heimi. Alisson bjargaði oft á ögurstundu. Robbo sprækur að vanda. Ótrúlega gott að fá Fabinho aftur í gírinn. Thiago fannst mér öflugur. Salah gladdi með marki og ýmsu fleiru. Gaman að sjá Chambo aftur í semi-fyrra formi. Keita vann nokkur návígi og þessir ungu piltar glöddu sannarlega.
En…
… við þurfum að ræða um Nunez. Þið vitið…
En þrjú stig í hús svo ekki kvartar maður. En ég hafði það á tilfinningunni að við værum að missa þetta niður í jafntefli og þá hefði Darwin vinur vors og blóma ekki átt sjö dagana sæla.
Nunez með tvær stoðsendingar. Kvarta ekki.
Sverriz byrjaði að afskrifa Nunez strax á undirbúningstímabilinu.
Nunez var síógnandi í dag, skapaði mörk og helling af færum.
Vantar bara að hann slútti betur.
Rosalega sterk 3 stig á erfiðum útivelli ! Gott að fá Ox og Keita tilbaka, loksins en við erum þunnskipaðir frammi, engin framherji á bekknum og miðjan verður vonandi bara betri ef þeir tveir haldast heilir, sem er mjög ólíklegt.
Vonandi kaupum við einn til tvo í janúar, en ég er samt ekki bjartsýnn á það.
Næst er það Rodgers, vonandi verða þeir jafn slappir og þeir voru í dag.
Cody Gakpo
Cody Gakpo
Heil og sæl.
Jákvætt:
Þrjú stig í hús.
Leikmenn Liverpool sköpuðu mörg marktækifæri.
Alex Oxlade-Chamberlain spilaði í 66 mínútur.
Keita spilaði í 29 mínútur.
Nokkrir ungir leikmenn fengu mínútur. Stefan Bajcetic fékk 15 mínútur og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og gulltryggði sigurinn. Ben Doak fékk 7 mínútur. Harvey Elliott fékk 29 mínútur. Með þessum skiptingum var hægt að dreifa álaginu.
Neikvætt
Mér fannst vörnin vera of berskjölduð vegna þess að miðjan var ekki að vernda hana nægilega vel. Þess vegna gat Villa skapað sér fullt af færum og Liverpool var heppið að fá ekki á sig fleiri mörk.
Trent Alexander-Arnold átti vissulega frábæra sendingu í fyrsta markinu en enn og aftur fannst mér hann vera að spila of framarlega og ég man eftir honum nokkrum sinnum á sprettinum til baka þar sem Matip var að reyna að hreinsa upp eftir hann. Hreinsun hans í marki Villa á ekki að sjást á þessu stigi fótboltans.
En þrjú stig í hús. Áfram veginn! Einn leikur í einu. YNWA
Lúðvík Sverris. Hvað viltu ræða varðandi Nunez? Hann skoraði ekki í kvöld en hann var sá leikmaður okkar sem skapaði ávalt hættu. Hann er ungur og á eftir að bæta sig í því að klára færinn. Meðan hann kemur sér í færi og er sí ógnandi hef ég engar áhyggjur. Manstu eftir fyrsta tímabili Salha það var svipað, hann var stöðugt að koma sér í færi en var ekki að nýta þau. Þannig að ég er mjög bjartsínn á Nunez. Einnig ef hann var svona lélegur eins og má lesa úr þínu kommenti af hverju voru þá allir stuðnings menn liverpool að chanta nafnið hans? Stundum held ég virkilega að þetta sé ekki stuðningsmanna síða míns frábæra klúbs. You never walk alone. Kær kveðja Burkni
Mikið er ég ánægður að hafa rangt fyir mér hvað varðar spána fyrir leik 😉
mikilvæg þrjú stig!
PSV búnir að staðfesta söluna á Gakpo til LFC?
Ég hefði haldið að Liverpool ætti frekar að vera að leita af miðjumönnum enn sóknamanni?
miðjan er mun stærra vandamál hvað varðar mannskap, þar erum við mjög þunnskipaðir.
Þeir eru örugglega að skoða miðjumenn …frábært ef þeir eru að bæta framlínuna líka…
Ég hef ekki verið svona lítið spenntur fyrir leikmanni sem kemur til Liverpool í mörg ár, en þetta er sennilega bara það sem koma skal miðað við gengið undanfarið
Sá heitasti í hollensku deildinni i dag….
Yndislegt!!!
Frábært að fá þennan leikmann ! Hann var lang besti leikmaður Hollands á HM. Þá er bara Bellingham eftir 😉
Já kannski er ég ekki búinn að sjá þennan dreng spila nógu mikið og vonandi stendur hann sig vel. Finnst Liverpool bara hafa farið illa með velgengnina síðustu 2 ár utan við Diaz kaupin, en hvað veit maður
Alltaf gaman að stela leikmanni fyrir framan nefið á Man U! Vonandi er pilturinn gott efni. Veit á gott að þetta er tilkynnt strax í desember.
Cody hefur allaveg eitt umfram flesta leikmenn Liverpool i dag
Hann skorar fullt af mörk utan vítateigs svo og góður í návígi við markmenn…..sem Nunez hefur verið slappur í.
Liðið í dag sýndi betri leik í dag en oftast áður.
Sjaldan verið eins spenntur eftir leikskýrslu vegna þess að Daníel skrifar hana og ég er viss að hún mun fjalla mest um Gakpo og ungu pungana sem spiluðu í dag……
Ég var mjög hrifinn af Cody Gakpo á HM með Hollandi, þessi strákur er að skora með bæði vinstri og hægri fyrir utan teig, eitthað sem við þurfum alveg á að halda og hann er 1.93 á hæð og sterkur í loftinu.
Það var greinilegt í viðtalinu við Van Dijk að hann vissi að Gakpo væri á leiðinni til Liverpool.
En eins og við vitum öll hérna þá er ekkert frágengið fyrr en það er búið að skrifa undir samninga, United hafa verið á eftir honum í marga mánuði og mér skilst að hann sé frekar hliðhollur United þannig að ef þeir myndu koma með tilboð þá gætu þeir svo sem alveg stolið honum á seinustu stundu.
Það heyrist óþægilega lítið af sölunni á klúbbnum, hún er algjört lykilatriði upp á framtíð klúbbsins
það er það sem ég er mest spenntur fyrir.
Sælir félagar
Ég var mjög áhyggjufullur fyrir þennan leik og spáði eins marks sigri (0 -1 eða 3 – 4). það gekk eftir þannig séð. Vörnin stundum illa vernduð af miðjunni og TAA var anzi oft úti á túni varnarlega sem við svo sem þekkjum: Hitt er svo annað að hann gefur stundum aðra vídd í leikinn sóknarlega með mögnuðum sendingum og leikir vinnast ef við skorum fleiri en andstæðingurin.
Þessi leikur hefði auðveldlega getað farið 3 – 4 ef leikmenn liðanna hefðu nýtt færin sín betur, sbr. Nunes og svo A.Villa menn í eitt eða tvö skipti. En hvað um það Nunes skilaði stoðsendingu og leikurinn vannst sem er það sem skiptir máli. Frá mér séð er Gakpo velkominn þó hann sé ekki mest spennandi bitinn á markaðnum og svo vantar einn miðjumann strax eftir áramótin en annars bara góður.
Það er nú þannig
YNWA
LANGT síðan ég skrifaði hér.
ef við horfum á sénsana sem hann DARWIN kemur sér í í leikjum og VÆNT MÖRK getum við HLAKKAÐ til þangað til hann fer að skora mörkin ;-).
DANIEL STURRIDGE VAR EKKERT FRÁBÆR HJÁ CHELSEA
HVAÐ GERÐIST SÍÐAN???????????????????????????????????????
Ef það er einhver þjálfari sem getur náð því besta framúr leikmönnum að þá er það KLOPP
Áhugavert enn enn kantmaður/ sóknarmaður keyptur en það eina sem sárlega vantar eru miðjumenn, kannski eitthvað meira að gerast bakvið tjöldin.
Af hverju er verið að væla yfir því að það sé verið að fá inn frábæran leikmann ?
Hvaða leikmenn höfum við til að spila frammi næstu vikur og mánuði ?
Salah og Nunez eru einu heilu leikmenn liðsins sem er einhver ógn er af, restin er á meiðslalistanum og verða þar lengi vel, sérstaklega Jota og Diaz.
Á miðjunni höfum við
Fabinho, Thiago, Milner, Keita, Henderson, Chamberlain, Jones og Elliot
Vissulega má bæta við gæðum og gæti vel verið að það verði strax í jan, ef ekki þá allavega í sumar
En ef að T.d Salah myndi meiðast, hvað þá ?
Mér finnst þessi kaup frábær.
Svo þegar allir eru heilir þá getum við spilað 4-2-3-1 á heimavelli
————–Nunez———–
Diaz——-Gakpo——Salah
Algerlega sammála
Veit ekki hver á að leggja upp fyrir alla þessa sóknarmenn, ekki getur miðjan það, búin að sanna sitt getuleysi í vetur.
Hefurðu heyrt um bakverði að nafni Trent og Robbo?
p.s. þumlaði þig óvart
var margbúinn að biðja þessa miðjumenn okkar um að leggja upp mörk en það var aldrei gert.
spurning samt hver eigi að bæta upp þetta getuleysi. Á ég að gera það?
Þessi miðja stóð nú fyrir sýnu á síðasta tímabil en vissulega væri gott að fá sprækan miðjumann.
podcast í kvöld?