Liðið gegn Brentford

Þá er lið kvöldsins komið og það eru þrjár breytingar frá því í sigurleiknum gegn Leicester. Í vörninni koma Konate og Tsimikas koma inn í vörnina í stað Robertson og Matip og á miðjunni er Henderson ekki í hóp, en inn kemur Fabinho eftir að hafa verið fjarverandi gegn Leicester (þar sem að hann var að verða faðir). Það sem menn leita kannski hvað mest eftir er Gakpo, pappírsvinnan var víst ekki klár þar sem það er frídagur úti í Bretlandi og því verðum við að bíða þar til um næstu helgi með að sjá hann inn á vellinum.

Við höfum alveg séð sterkari og meira sexy bekk, vonum að við komum ekki til með að þurfa á honum að halda.

Ég veit ekki hvað það er – hef vonda tilfinningu fyrir þessum leik. Jafnvel þó svo að það vanti Ivan Toney hjá heimamönnum. Vona að það sé rangt hjá mér!

Koma svo!

YNWA

85 Comments

  1. Henderson meiddur eftir að spila tvo leiki og þetta er fyrirliði liðsins. Held að það eigi að leyfa honum að fara í lið með minna álag.

    2
  2. Hendó frá vegna höfuðmeiðsla. Miðjan er reyndar ekki svo slæm, en, ég sé Keita koma inn fyrir Ox í hálfleik og Elliot þá færa sig fram. Bekkurinn er ansi þunnur, en samt guttar sem geta komið með ferskleika inn. Vonum það besta 🙂

    2
  3. Sælir félagar

    Hvar er Carvalho eiginlega, já á bekknum og Uxinn í byrjunarliði. Carvalho er klassa betri leikmaður en Uxinn. Ekki gott. Og svo Elliot fyrir Hendo. Ekki gott en vonum það bezta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Miðjan er nú alls ekki slæm. Við þurfum bara að fara að nýta þessi færi okkar !

      2
  4. Var þetta ekki hendi ???? Er lófi ekki hendi ????? Jesús minn ! Þessi dómgæsla

  5. Hjúkit

    Sleppa með skrekkin ja ja

    Er Uxinn ennþa inna? Nei bara segji svona

    1
  6. Kemur alveg fyrir að lið fá svona mörk á sig. Fabinho slakur og nær ekki að skalla frá og Konate gat lítið gert.

    En… vandamálið er að við erum með virkilega slaka markaskorara og er það helsti veikleiki liðsins… eins og er.

    Jafnvel þó miðjan sé döpur og einnig vörnin, þá er það stærra vandamál að liðið geti ekki nýtt þennan aragrúa færa sem það fær í hverjum leik.

    Dapurt að liðið sé að klikka á pappírsvinnu varðandi Gakpo.

    2
  7. Ox tekur stöðugt rangar ákvarðanir á síðasta þriðjungi. Alltof langar sólóferðir án fyrirheits, tapar boltanum, sendir hann á andstæðing eða annað í þeim dúr. Ég vil fá Bajcetic inná sem fyrst eða Carvalho. Þetta virkar ekkert svona.

    3
    • Sannaðist einmitt hér á 33:00 mín. Hleypur af stað í skyndisókn og sendir svo boltann út af.

      4
  8. Harry elliot og þessar sendingar, ut af með
    drenginn strax og uxann þeð

    7
    • Elliott hefur ekki hugmynd um hvaða hlutverki hann á að gegna – eða þá að hann ræður ekki við það. Sést svo vel í seinna markinu. Þar galopnast hornið hans Trent (hann víðsfjarri) af því að Hendó er ekki inná að dekka fyrir Trent.

  9. Hvað i anskotanum er eiginlega i gangi, maðurinn dauðafrír og fekk nanast fritt skot

    2
  10. þeir eru búnir að skora 4 mörk og 2 dæmd af so far…
    HVAÐ í fokkanum eru þeir að gera

    4
  11. Ertu ekki að grínast, hvað i anskotanum er að gerast eg er brjalaður

    4
  12. Staðan eins og hún er nákvæmlega núna er til háborinnar skammar fyrir Jurgen Klopp.
    En ég er samt ekki búinn að afskrifa fyrsta leik ársins.

    10
  13. Inná með Keita og Carvalho strax í seinni.
    Helst skipta þeim öllum útaf sem áttu að spila þennan leik en mættu ekki

    6
  14. Jesús minn, við erum eins og hræddir smákrakkar. Þessar hornspyrnur eru eins og viti fyrir þá.

    6
  15. Fínasta Skaup í gangi hjá okkar mönnum – hef bara ekki húmor fyrir þessu.

    5
      • Doak gæti mögulega gert eitthvað. En Jones búinn að ræna sætinu hans.

        2
  16. Hættið þessu væli Nunez kemur með þrennu í seinnihálfleik 2-3

    2
  17. Ef Klopp gerir ekki margháttar breytingar í hálfleik þá þarf hann að fara.
    Er mesti aðdáandi hans en þetta gengur ekki svona leik eftir leik.
    Þegar maður hélt að það væri ekki hægt að gera verr en á móti Leicester þá bjóða menn upp á þetta.
    Liðið verður 18 stigum á eftir fok…g arsenal, pælið í því???
    Þvíklík drulluskita leik eftir leik, algerlega óboðlegt. 🙁

    4
      • Væri reyndar til í að sjá Elliott í einhverju hlutverki. En Það að hann sé orðinn fastamaður í stöðu sem hann ræður engan veginn við er óskiljanlegt.

        3
  18. Fá á sig þrjár hornspyrnur sömu meigin og 3 mörk á sig. Tvö dæmd af reyndar
    Er eitthvað annað óeðlilegt…

    Á hverjum á að byrja???
    Það vantar karakter inná völlinn sem lætur heyra í sér og vekur menn upp frá dauðum þarna…

    Þetta er til skammar þarna svo mikið að það er ekki hægt að benda á neitt eitt…

    5
  19. Sælir félagar

    Þetta sjálfsmark Konate getur komið fyrir alla en seinna markið á TAA skuldlaust. Annars fer skelfileg frammistaða varnar Liverpool að fara í sögubækurnar. Maður bara skilur ekki hvernig þessi skítavörn er að verða. Frammávið eru Uxinn og Elliot svo slakir að það er held ég betra að hafa engan inná en þá. Uxinn með skot á markið rétt fyrir utan teig og það var varla að boltinn drifi á markið. Lýsandi fyrir sauðinn. Þetta getur ekki versnað með Keita og Carvalho. Annars er Liverpool sóknin með beztu tölfræðina í að skora EKKI úr dauðafærum. Það verður að breytast og ekki seinna en strax.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  20. Sæl og blessuð.

    Ég sé ekki betur en að vörnin eigi þessa hörmung ,,skuldlaust”. Sóknin hefur fengið sín færi. Þeir bjarga á línu frá Nunez og Tsimikas lætur verja frá sér í upplögðu færi. Mikil pósessjón.

    Er samt bjartsýnn á að þetta fari að færast í betra horf í seinni hálfleik. Spái 20 mín. kafla þar sem við náum þremur mörkum. Svo hættum við þessu rugli og förum að loka markinu.

    1
  21. Inná með john barns hann er betri en allir sem inná eru,því líka skitan.

    3
  22. Sæl öll
    Það er enginn á bekknum sem getur breytt leik. H.Elliot er of ungur fyrir stöðuleika og “fittar” ekki 100% inn í skipulag Liverpool. Ég skil ekki hvernig miðja með Elliot og Alcantara á að fúnkera, Ox hefur átt sína bestu leiki inni á miðri miðjunni. Salah hefur ekki sést í síðustu tveimur leikjum. Varnarleikur okkar í hornum er barnalegur. Endurnýjunin síðustu ár á miðjunni er skammarleg og brottrekstrarsök fyrir þá sem stýra þeim hlutum. Það er eitthvað mikið að í hópnum…. áhugaleysið og linkendina finnur maður í gegnum sjónvarpið! Ef Henderson er ekki inni á vantar ALLT stál í þetta lið. D. Rice inn ekki seinna en á morgun!

    4
  23. Og svo er Klopp að segja að það þurfi ekki að versla neitt meira í janúar ? Ég leyfi mér að trúa því að hálfleiksræðan kveiki í okkar mönnum ásamt einhverjum skiptingum strax ?

    1
  24. það verður að segjast eins og er … verri skotmaður er vandfundinn en … þið vitið hver…

  25. Hvernig áttu að vinna Liverpool. Svar pakkaðu í vörn og beittu skyndisóknum. Þó Klopp sé búin að vera mörg ár með Liverpool þá veit hann ekki enþá hvernig þú vinnur svoleiðis lið.

    3
  26. veit ekki afhverju fólk er að pína sig til að horfa á þetta satt að segja, ég sagði síðasta sumar hér inni ef liverpool myndi ekki kaupa heimsklassa miðjumenn þá yrði þetta hrein hörmúng, núna eftir hm er búið að kaupa einn sóknarmann og allir eru rosa ánægðir og jafnvel í sjokki í dag yfir að liðið sé ekki að brillera?

    stockholm syndrone í gángi?

    6
  27. Aumingjar, algjörir Aumingjar

    Djöfulsins HM hvíld, fari þetta til helvitis

    5
  28. Haha Konate, ólýsanlega slakur… en svosem bara á sama leveli og liðsfélagar sínir. Og Keita er skelfilegur, gef ekkert fyrir þessar örfáu ágætu mínútur eftir að hann kom inná.

    3
  29. TVÖ mörk sem skrifast á Konate. Ég sem var að vona að hann yrði maður leiksins fyrir Liverpool en niðurstaðan að Konate er maður leiksins hjá Brentford. Þvílíkur leikur hjá Konate og af hverju var honum ekki skipt útaf frekar en VvD. Uppstilling Klopp með Uxan og Elliot í byrjunarliði skelfileg og gaman væri að vita hvað er að Carvalho. En hvað sem öllu líður þá er frammistaða Liverpool í síðustu tveimur leikjum ekki boðleg og þar kemur líka inn fyrri hálfleikur á móti A. Villa. Vörn Liverpool er orðin einhver mesta skítavörnin í deildinni. Það er bara þannig.

    7
  30. Jæja, þessi úrslit koma mér svo sem ekkert á óvart, þetta er bara staðan á klúbbnum eins og hún er í dag því miður 🙁

    FSG out!

    3
  31. It´s been coming, stálheppnir á móti Leicester og í fleiri leikjum uppá síðkastið. Slakasta frammistaða síðan Villa Park horror show, átakanlega vont að horfa á þetta.

    3

Upphitun: Rauði herinn í Brentford í ársbyrjun 2023

Brentford – Liverpool 3-1