Ekki í fyrsta sinn í vetur gengu leikmenn Liverpool pirraðir af velli í kvöld. Wolverhampton Wanderers komu í heimsókn og liðin kepptu í elstu bikarkeppni heims. Ég er ekki viss um að gestirnir hafi verið að gera heimamönnum lífið leitt, Liverpool virðist fullfært um að gera sér erfitt fyrir sjálfir.
Fyrri hálfleikur
Okkar menn keyrðu á Wolves-liða snemma leiks og satt best að segja var maður farin að vonast eftir að sjá gamla góða Liverpool liðið. Salah átti fínasta skot úr aukaspyrnu, Gakpo náði að töfra fram góða stöðu í teignum og Nunez reyndi hjólhestaspyrnu sem varnarmaður Wolves dýfði sér hetjulega fyrir. Enga síður voru sömu veikleikar til staðar og hafa hrakað liðið sístu mánuði: Galopin miðja, menn ekki að tengja fremst á vellinum og almennur hægagangur í öllu spili.
Það var eftir 25 mínútnaleik þegar Karius, nei fyrirgefðu Alisson, ákvað að gefa Wolves mark á silfurfati. Hann fékk boltann í lappir eftir klaufagang og reyndi að sneiða boltann út til Matip. Það gekk ekki betur en svo að Guedes komst inn í sendinguna og gat ekki annað en skorað. Liverpool lentir undir í sirka milljónasta skiptið í röð.
Okkar menn voru skiljanlega eins og þeir hefðu fengið kjaftshögg. Wolves fundu fyrir tækifærinu og settu mikla pressu á okkar menn. Það var óstjórnalega pirrandi að horfa á næstu tuttugu mínutur. Liverpool undir í öllum einvígum, töpuðu boltanum trekk í trekk. Allir eins og þeir vildu ekkert meira en að komast inn í hálfleikinn með ekki fleiri mörk á bakinu.
Svo komu töfrarnir. Uppúr þurru var Trent með allt heimsins pláss á hægri vængnum. Hann sendi ótrúlegan bolta inn í teig. Þar kom Darwin nokkur Nunez á sprettinum og rétt blakaði í boltann með fyrstu snertingu, stýrði honum eins og skurðhníf í fjærhornið og tók einlægasta fagn sem lengi hefur sést. Landslagið gjörbreytt, rétt fyrir hálfleikinn.
Seinni hálfleikur.
Liverpool byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafi. Það tók ekki nema fimm mínútur að komast yfir. Andy Robertson sendi háan boltan inn í teig á rangstæðan Salah. Varnarmaðurinn skiljanlega reynir að leika skalla boltanum frá en hreinsar ekki nógu vel. Salah sýndi meistaratakta að ná stjórn á boltanum og skoraði en eitt markið sitt. Mér skilst að samkvæmt reglubókinni sé þetta ekki rangstæða en fróðari menn verða að útskýra hvort það sé rétt.
Næstu tíu mínútur blæsu okkar menn og blæsu en hurðin hélt. Wolves menn gripu á það ráð að gera þrefalda skiptingu og náðu aðeins meiri tökum á leiknum.
Það borgaði sig. Cunha reyndi að senda boltann á Hwang í teignum. Boltinn skoppaði einhvern veginn af Konate, í Hwang og undir Alisson. Með aulalegri mörkum sem sést hefur og óstjórnarlega óþolandi.
Síðast hálftíminn var hreinn glundroði. Vissulega voru Liverpool meira með boltann en það var eins og þeir væru að reyna að fá Wolves meira inn í leikinn, svo lélegar voru sumar sendingarnar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka hélt Toti að hann hefði skorað en í ljós kom að Matheus var rangstæður þegar hann fékk boltann aftur eftir hornið. Elliot fékk smá færi á að jafna en skotið geigaði.
Að lokum var 2-2 niðurstaðan, líklega sanngjarnt og við þurfum að leika við Wolves aftur eftir nokkrar vikur.
Umræðupunktar eftir leik.
- Er einhver annar farin að grípa sig við að hreinlega nenna ekki að horfa á þetta lið? Baráttuandinn sem einkenndi það virðist alveg horfin og þrátt fyrir að hafa fengið langa pásu virðast menn upp til hópa uppgefnir.
- Nunez er komin með tíu mörk og eitthvað álíka af stoðsendingum eftir 23 leiki.
- Kannski mest pirrandi af öllu er að eftir að hafa komist yfir var engin ró í mannskapnum. Það var ekki gerð nein tilraun til að hægja á leiknum, bara sama óreiðan og alltaf.
- Ben Doak má bara hreinlega spila meira. Þessi ungi leikmaður er ekki svarið við vandamálum Liverpool en hann kemur inn með áræðni og kraft sem sárlega vantar.
- Maður tók ekki mikið eftir Gakpo í leiknum. En þessi fáu móment sem hann átti voru virkilega fín.
Vondur dagur.
Alisson er einn uppáhaldleikmaður minn í þessu liði, en hann á þennan titil skuldlaust í dag.
Maður leiksins.
Nunez heldur áfram að valda alls konar vandræðum fyrir andstæðingin og vonandi lyftir þetta mark fargi af honum.
Næst á dagskrá.
Brighton að viku liðinni. Ég er skíthræddur…
Ég skil ekki af hverju Mike Dean tók markið af Úlfunum. Kom einhver útskýring?
Já er að refsa stuðningsmönnum LFC svo við þurftum að horfa á meira af þessum viðbjóð
Guð blessi Liverpool !
Enn ein hörmungar frammistaðan.. Þrjóskan í Klopp búin að koma honum á endastöð með þetta lið.
Einhverjir tala um meiðsli aðrir þreytu/leikjaálag svo heyrist líka FSG-out vegna kaupstefnu með skorti á miðjumönnum og jafnvel að leikmenn séu ekki að leggja sig fram. Mér finnst bara ekkert af þessu standast skoðun miðað við andstæðinga/úrslit þessa dagana.
Burtséð frá fyrri árangri þá er óhjákvæmilegt að fara að horfa aðeins til Klopp. YNWA og enginn er stærri en klúbburinn, er það ekki?
Jæja við duttum þó ekki út í dag, það er eitthvað.
Skelfileg frammistaða enn og aftur og meira að segja Alisson var með heilaskitu.
Eina jákvæða við þennan leik fyrir utan að tapa honum ekki var að Trent kom loksins með alvöru stoðsendingu og Nunez hitti á markið og var ekki rangstæður í það skiptið.
Núna þarf Klopp að töfra eitthvað fram á æfingarsvæðinu og gera einhverjar breytingar.
Það er náttúrulega ekkert eðlilegt fyrir lið eins og Liverpool að hafa ekki fjárfest í alvöru miðjumanni í mörg ár hverju svo sem það er um að kenna, Klppp eða FSG ? Það er bara mjög mikið að hjá okkar ágæta klúbbi eins og er og það er alveg óþolandi !!!
. Liðið er einfaldlega búið að gefast upp og núna líka Alisson . Ég er líka orðinn áhugalaus á þessum fótbolta sem hefur verið boðið upp á síðan i haust og ætla bara að reina að halda mér við að lesa bækur á meðan þessi hörmung gengur yfir.
Sókninn var bara ágæt! Alisson fékk brainfreeze í mörkunum hjá Wolves.
Ætla taka það jákvæða úr þessu …Nunez og Salah skoruðu báðir og Gakpo var bara ferskur fannst mér !
Alisson mun koma til baka eftir þetta.
Nenni bara ekki að velta mér uppúr hinu
YNWA !
The never ending shitshow
Markið var tekið af þar sem sá sem tók hornspynuna kom úr rangstöðu þegar hann fékk aftur boltann. Hvað um það liðið okkar er búið á því og þjálfarinn líka. Hvar var þessi nýi leikmaður okkar, ekki sá ég þrssi gæði í honum sem Klopp var búinn að tala um. Við getum reyndar kennt markmanninum um jafnteflið.
7 janúar 2023 – Klopp! Ertu sáttur?! Nú er kominn tími til að þú segir okkur hvað þú ætlar að gera í þessum mánuði!
Mané er maður ársins 2022. Hafði vit á forða sér…
Það virðist vera rosalega auðvelt að skora á móti Liverpool. Ég veit að Allison gaf fyrsta markið en hin 2 (líka markið sem var dæmt af) eru svo soft að það er vandræðalegt.
Wolves hafa skorað 11 mörk í 18 leikjum í vetur en skora 3 á Anfield. Síðan hafa færin hinum megin verið að þurrkast upp, sbr Brentford og þessi leikur.
Ég verð að viðurkenna að mér líst ekkert á útileik á móti Brighton næst. Sé okkur alveg geta tapað því 2 til 3 núll.
Það er e-h mikið að. Held að við getum farið að sætta okkur við að þetta síson er farið og vonandi verður þetta betra næsta ár. Við erum komin aftur til 2016 ig önnur uppbygging nauðsynleg.
Ég hef ekki áður séð “Klopp out” en það er að skjóta upp kollinum í kvöld í athugasemdakerfum.
Það sem vekur upp mestu áhyggjunar er
Hvernig þetta lið mætir í leik eftir leik.
Það er einbeytingarleysi,áhugarleysi og veit ekki hvað.
Svo horfir maður á þetta og hugsar eftir leik nú er komið nóg ég trúi ekki öðru en að menn gargi á hvorn annan eftir leik og faðmast svo fyrir næsta og sýna okkur hvað býr í liðinu.
HAFIÐ ALVEG HUGFAST AÐ LIÐIÐ BARÐIST TIL LOKA UM ALLA TITLA SEM VORU Í BOÐI Í FYRRA.
Það er ekki möguleiki að liðið sé orðið allt of gamslt eða búnir á 2-3 mánuðum eða hvað það er lant á milli móta. Fallið er of mikið….
Það er eitthvað annað og meira í gangi.
Og það er þetta andlega.
Ætla að skipta aðeins um íþrótt og vitna í viðtal við körfuboltamann í Keflavík.
Þarna voru Keflavík næstum ósigrandi á tímabilinu.
Unnu allar seríur 3-0 á leið sinni í úrslitin.
Fyrsti leikur á heimavelli og þeir tapa.
Og það fór svo mikið inn í hausin á þeim að þeir náðu sér ekki upp allt einvígið á neinu viti. Bara þessi 1 leikur braut þá.
Tímabilið eftir þá náðu þeir sér aldrei á strik að ráði vonbrigðin voru svo rosaleg frá árinu á undan þeir voru lang bestir að matri allra en stóðu uppi með 1 deildarbikar!
Mjög fróðlegt viðtal við mann sem er ekkert á ólíkum slóðum með þetta og ræðir hversu mikil áhrif svona getur haft.
Liverpool er búið að vera í baráttu um allar stærstu titlana núna í nokkur ár tapað deildinni og Cl á lokametrunum.
Auðvitað á að vera búið að skoða að kaupa miðjumann. Auðvitað var Mané frábær fyrir okkur en held og finnst andlega hliðin vega hvað mest í þessu og svo eru að bætast við ungir menn inn í umhverfið þarna og sumir varla tala tungumálið þarna.
Ég vona innilega að Klopp og hans menn finni lausnir og bara til að bjarga 4 sætinu í ár maður fer ekki frammá annað.
Svo þurfa menn að koma með eitthvað inn í sumar sem rífur stemminguna í gang
Algjörlega sammála með andlega þáttinn. Eins og það vanti trúna og viljastyrkinn til að keyra yfir þessi lið. Kemur aftur og aftur upp einhver hræðsla og fát.
Call the season off
Var þetta góður leikur hjá okkur nei en ég sá nokkra mjög góða kafla.
Ég er ekki sammála því að menn virka áhuglausir og vanti vilja, því að maður sá að leikmenn liðsins voru að gefa sig allan í þennan leik en þetta var því miður ekki að ganga.
Það vantaði tengingu á milli hápressu sóknarmanna og svo fyrstu miðjumanna en það fannst mér helstu vandræði liðsins í dag.
s.s Salah pressar, Nunez pressar, Gakpo pressar, Trent pressar, Andy pressar og svo kemur sending á miðsvæðið og þá sér maður t.d Thiago/Hendo/Fab koma í mynd aðeins frá manninum sem fékk boltan nær að snúa sér og skilja eftir fjóra til fimm leikmenn Liverpool.
Það verður samt að segjast að stundum virkaði pressan en þá unnum við boltan á hættulegum stöðum án þess að nýta okkur þetta.
Wolves er lið sem eru mjög góðir að verjast en geta ekki skorað svo að við ákveðum að gefa þeim tvö aulamörk og það eru ekki mörg lið sem ná að skora tvö eða fleiri mörk á þá.
Næsti leikur er Brighton næstu helgi og skil ég að menn séu svartsýnir enda Brighton betra lið en Wolves og eru sterkir varnarlega en mun meira skappandi sóknarlega en Wolves liðið.
Nú er bara boltinn í höndunum á Klopp og strákunum og sjáum hvernig þeir bregðast við.
Er ég einn um að finnast Thiago ógeðslega illa nýttur þarna í vinstri bakverði þegar við erum að byggja upp sóknir. Eins með Hendo/Elliot hægra meginn. Væri ekki nær að hafa hann á miðjum velli fyrir framan Hendo og Fabinho sem sitja aðeins aftar. Þetta hlýtur eitthvað að tengjast því að Trent og Robbo fara hátt á völlinn en fyrir mér mætti Robbo hætta því enda kemur ekkert lengur að viti úr þessum upphlaupum hans, bara sending til baka.
Það sjá allir að vandamálið er miðjan. Hún hefur ekki hraða og styrk til að vera í þriggja áttu kerfi. Væri til í að sjá Klopp fara í tvær sexur og eina tíu en efast að hann breyti einhverju.
Ég tók eftir áhugaverðu atriði snemma í leiknum. Trent með boltan í sókn, Hendó úti á kanti hægra megin. Trent reynir sendingu inn í vítateginn á Salah að mig minnir, sem tókst ekki. Fín hugmynd, góð sending en viðtakan og pressa frá varnarmanni sá til þess að Úlfar náðu boltanum.
Hendó fer að garga á Trent og kvarta yfir því að hafa ekki fengið sendinguna til sín. Myndavélin á Trent, þar sem ekki þarf djúpa færni í varalestri til að sjá svarið til Hendó: FUCK OFF!
Nú veit ég að Klopp hvetur sína leikmenn til að gagnrýna hvorn annan – “call-each-other-out” eins og hann segir sjálfur. En er þetta ekki alger óþarfi, og er hugsanlegt að þetta sé að trufla einbeitingu manna á meðan leik stendur, frekar en hitt? Ég hef t.d. velt fyrir mér hvers vegna VVD er endalaust að tuða og garga á liðsfélagana, sérstaklega þegar við höfum fengið á okkur mark. Það er til lítils að úttúða mönnum fyrir augljós, ekki augljós og ekki-mistök, rétt eftir að andstæðingurinn hefur skorað. Þetta er eins og að horfa á fréttamyndir eftir spengjuárásir eða aðrar hörmungar í mið-austurlöndum þar sem 173 karlmenn orga, garga og benda sjúkrabílnum hvert á að fara með fórnarlömbin, þegar ökumaður sjúkrabílsins veit nokkuð vel hvert hann þarf að fara.
Með öðrum orðum, eru samskipti leikmanna farin að snúast um myndavélarnar og ganga í augun á þjálfaranum, frekar en að hjálpa hvor öðrum að vinna leiki?
Annars var þetta skemmtilegur leikur, fengum á okkur tvö óheppnismörk, en vorum ekki að spila sérstaklega vel.
Mikið svakalega var ég ánægður fyrir hönd Darvin´s – gulldrengur þar á ferð.
Úff, enn ein hræðilega frammistaðan og enginn nógu mikill maður til að stíga upp.
Þetta gengur ekki lengur og ábyrgð leikmanna, sem Klopp hefur heldur betur staðið þétt við bakið á, eru að bregðast illilega.
Endurnýjun liðsins er svo aðkallandi að það hálfa væri nóg.
Leikmenn mega skammast sín fyrir þessa frammistöðu, enn og aftur.
Leikmenn hafa líka staðið við bakið á Klopp.
Leikmenn eru greinilega að leggja sig fram.
Klopp er að bregðast sem stjóri, engar sjáanlegar lausnir frá honum. Það er ekki nóg að koma vel fyrir og reyna að vera sniðugur. Það að endurnýja liðið er skammgóður vermir.
Sjö heppnaðar tæklingar á miðjunni allan leikinn. Sex hjá Thiago, ein hjá Fabinho, engin hjá Hendó. Sjiiiiiiiit.
Allison vinur andstæðinganna……Ekki í fyrsta skipti sem hann gefur beint á andstæðinga sem eru í teig og í dauðfæri….aftur og aftur gerist þetta…Karius hvað ???? Hvernig er þetta hægt ????? Skrýtið að við töpum leikjum.
Darwin…já flott hjá honum, ánægður með hann. Búinn að skora minnir mig 9 eða 10 mörk fyrir Liverpool en er rakkaður niður af mörgum aðdáendum liðsins…..Ótrúlegt.
Búinn að skora 77 mörk í 158 leikjum á sínum ferli. Ekki slæmt. Hann á eftir að gera betur.
Thiago er síðasti miðjumaðurinn sem við fengum til liðsins fyrir 4,5 ári. Það verður bara að segjast að hann er ekki þessi yfirburðamaður sem okkur hefur verið talið trú um. Átti eins og Keita að tengja miðju og sókn og geta opnað mannmargar varnir með nákvæmum sendingum og dýnamík. Báðir í dag ollið mér miklum vonbrigðum. Thiago átti td sök á fyrra markinu í dag. Fær boltann fyrir framan vörnina og reynir að æða út, missir boltann og Wolves fá aðra sókn. Vera hans í liðinu er ef til vill að fá Klopp og sérstaklega Pep Lijnders til að vera alltof teknískt þenkjandi. Halda að Thiago geti stýrt miðjunni með að dreifa spili og possession fótbolta sem hentar þessum leikmannahóp og Klopp bara engan veginn.
Það er eitthvað í upplegginu og liðsandanum sem er bara alls ekki að ganga í takt. Það sárvantar einhvern leiðtoga í liðið, jafnvel Trent er farinn að öskra á Henderson að “fuck off”. Þá er eitthvað undarlegt í gangi.
Það er fullkomið clusterfuck að FSG hafi ekki drullast til að kaupa miðjumann í næstum 5 ár. FSG búnir að teyma okkur stuðningsmenn Liverpool á asnaeyrum alltof lengi. Áhangendur Boston Red Sox í USA líka farnir að púa á þá vegna nísku í leikmannakaupum og missa reglulega frá liðinu mikilvæga leikmenn.
Afsakanir Klopp og FSG um að þeir muni eingöngu kaupa ef “réttur leikmaður á réttu verði” finnist halda bara ekki vatni lengur þegar þessi rispaða plata hefur verið í gangi í nær 5 ár. Farið að hljóma hlægilega þegar sömu örfáu leikmennirnir eru búnir að hlaupa úr sér lungun og liðsmórallinn er botnfrosinn. Liðið fær mánuð á sólarströnd til að hrista sig saman vegna HM og koma samt tilbaka spilandi eins og 11 einstaklingar fnæsandi á hvorn annan. Þá er bara eitthvað mikið að.
Einhverjir munu reyna afsaka það en þessi bók sem Pep Lijnders gaf út síðasta vor er klárlega að særa okkur og gaf litlum liðum upp sumar innanbúðar vinnuaðferðir Liverpool ásamt von og vopn til að beita gegn okkur. Þetta var alveg ótrúleg heimska að leyfa útgáfu á þessari bók og skiptir engu þótt Klopp hafi gefið Lijnders leyfi fyrir sumum köflum. Hún hreinlega gaf liðum sjálfstraust gegn okkur. Uppúr engu fóru öll lið að trúa að þau gætu fundið veikleika í spili Liverpool og stúderuðu okkur sérstaklega og deildu á milli sín þeirri þekkingu. Við skutum okkur í fótinn án nokkurrar pressu. Óskiljanlegt dæmi.
Ég trúi enn 100% á Klopp. Maðurinn er í topp 3 af bestu þjálfurum í heimi ef hann fær það sem hann biður um og tíma til að byggja upp ógnarsterka liðsheild. FSG hafa bara alls alls alls ekki gefið honum það sem hann biður um. Michael Edward og Julian Ward báðir sagt upp vegna þess að það er ekki hægt að byggja neina heilvita framtíðarstefnu með þessum Excel tölfræði bisnessköllum í FSG. Það er bara einhver Kafka-ísk martröð að díla við leikmannakaup með þessum Könum og reyna fá þessi sauðnaut til að eyða sínum eigin peningum til halda þó ekki nema 30% í við eyðslu aðal keppinauta okkar.
Við erum ennþá með mjög marga frábæra leikmenn. Jude Bellingham mun víst ákveða sig á næstu 2 vikum hvert hann vill fara. Nú er bara að hætta þessu andskotans hálfkáki og fara vinna hlutina af viti. Það byrjar á toppnum hjá FSG. Annaðhvort sýna þeir fagmennsku núna og styrkja liðið í janúar eða við munum gera uppreisn gegn þeim og bolum þeim út ef liðið nær ekki í CL næsta ár. Þeir eru búnir með alla okkar þolinmæði.
Reyndar eru ekki nema 2,5 ár síðan Thiago kom
Annars hafa FSG sýnt það að þeir séu tilbúnir með peningana þegar réttir menn fást á réttu verði. Þeir keyptu á sínum tíma dýrasta markmann og dýrasta varnarmann í heimi.
Það eina sem þarf til er að selja 1 stk Coutinho.
Þá galopnast veskið.
Það er rétt hjá þér, þessir tveir sem voru keyptir komu úr efstu hilluni og voru ástæðan fyrir góðu gengi Liverpool í nokkur ár. Enn þeir voru keyptir vegna sölunar á Couthino sem fór fyrir stjarnfræðilegan pening til Barcelona of FSG notaði NÆSTUM ALLAN PENINGINN
til kaupa á þessum tveimur mönnum. FSG hefa ALDREI verið tilbúnir með peningana til leikmannaksupa og munu ALDREI vera.
Það sem skelfir mig mest núna er hversu hljótt er um söluna á klúbbnum!
Það munu fara einhverjir leikmenn í sumar, trúlega líka menn eins og Salah, van Dijk og Allison.
Að því að sumir eru að tala um Jurgen Klopp, hann mun aldrei klára samninginn, hann fer trúlega eftir þetta tímabil og ég sé Liverpool fyrir mér með þessu áframhaldi um miðja deild á næstu árum með hina litla liðinu frá Liverpool borg.
FSG out og það strax!
Hvar er Sigkarl?
Sælir félagar og þó sérstaklega Indriði 🙂
Ég sá ekki leikinn sem betur fer og vil ekki tjá mig um hann per se en er algerlega sammála AEG og Ara Ósk. um liðið og ástandið.
FSG out og það strax
‘að er nú þannig
YNWA
Burtu með þessu nánasir….
FSG out…
Tvö og hálft ár síðan Thiago kom, en það er samt langur tími í ljósi sögunnar, stanslaus meiðslasaga miðjumanna og sumir virðast vera á síðustu metrunum. Það er ekki ásættanlegt fyrir klúbb eins og Liverpool. Klopp hlýtur að sjá það og gera kröfu um miðjumann í Janúar.
Klopp valdi að kaupa frekar fleiri sóknar/kantmenn
Liverpool voru stálheppnir að fá aukaleik, ég get ekki séð að nokkuð sé að í þriðja marki Wolves?
Við værum brjálaðir ef við hefðum fengið svona mark dæmt af okkur!
framundan er langur og leiðinlegur vetur fyrir Liverpool Fc og stuðningsmenn
Nú er Van Dijk frá í meira enn mánuð þannig að mín spá er sú að við verðum ekki ofar enn í áttunda sæti í vor.
Ég er nokkuð viss um að Jurgen Klopp viti meira enn við um stöðuna sem hann er í hvað varðar mannskap og annað, það er nokkuð ljóst að hann geture ekkert gert þar sem hann fær ekki þann stuðning sem þarf til að kaupa þá leikmenn sem þarf. Ég hef miklar áhyggjur að salan á klúbbnum sé að renna út í sandinn og það segir bara eitt að klopp mun fara frá okkur mun fyrr enn ætlað var.
FSG out og það strax!
Sælir.
Matheus Nunes tók hornspyrnu fyrir Úlfana. Hann fær síðan boltann aftur þegar hann er rangstæður og gefur boltann aftur fyrir markið og þeir skora.
Markið sem Salah skorar finnst mér vera stórundarlegt. Salah er í rangstöðunni þegar boltanum er spyrnt. Hafsentinn reynir að skalla boltann frá en nær því ekki og Salah tekur boltann og skorar. Þarna finnst mér Salah græða á staðsetningu sinni og hafsentinn reynir við boltann af því að Salah er þarna.
Ég tek þennan leik algerlega á mig, ákvað að horfa ekki á hann og er viss um að það hafi haft nokkuð mikil áhrif á þennan leik – þetta er leikurinn þar sem Liverpool hefði nefnilega átt að komast á beinu brautina.
Reikna fastlega með að horfa á næsta leik og þá förum við rakleitt á beinu brautina og vinnum hvern einasta leik fram á vor.
Y.N.W.A.
Er blessunarlega hættur að horfa á leiki með Liverpool og kannski eins gott því liðið er í mikilli lægð og spurning hvort að því miður dagar Klopps séu liðnir. Ég sagði einhvern tíman hér á spjallinu að hann myndi hætta eftir tímabilið og ég stend við það.
Er viljandi með þráðrán hér þar sem ég hef ekki geð á að ræða síðustu leiki liðsins ! Mikið er rætt um að liverpool eigi að kaupa hinn og þennan á miðjuna og myndi manni ekki endast dagurinn í að finna öll nöfnin sem hafa verið nefnd, ég held að það verði ekki keyptur miðjumaður í jan og það er bara vegna þess að réttur leikmaður er ekki laus á þessum tíma en hvað veit ég. Það er svo svakalega áberanndi hvað vörnin okkar er búinn að vera slök í vetur og þá sérstaklega hvað miðjan hefur leyft mönnum að taka hlaup framhjá sér eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hef hrópað á að Trent verði settur á miðjuna og látinn vera þar sem framliggjandi leik mann sem á alltaf að fá boltan í fætur til að tengja vörn við sókn og þá myndi ég vilja að spilað verði með 3 miðverði í vörninni og Robertson og Trent meyra á miðsvæðinu kerfið sem Klopp er að spila aftur og aftur er bara búið það þarf að hvíla það allavega því það er ekki að virka og flest lið búin að læra brjóta þau upp Klopp minn hættu að þrjóskast og komdu Trent okkar á miðjuna ekki seinna en strax.
YNWA