Það er óhætt að segja að liðið okkar er í miklum dal þessa dagana en hver leikur er nýtt tækifæri til að rífa liðið upp og fara sækja alvöru úrslit. Við vitum öll þau skörð sem eru hoggin í leikmannahópnum, annað hvort vegna meiðsla eða of lítillar endurnýjunar en við höfum bæði séð það á okkar liði á liðnum árum og á liðum fyrir ofan okkur í deildinni í ár að sjálfstraust og trú á verkefninu er oft mikilvægara en flest annað í þessum blessaða bolta. Því gætu því nokkrir sigrar látið liðið líta mun betur út, eins og við sáum seinni hlutan á 2020-21 tímabilinu þegar liðið náði að taka sig saman í andlitinu.
Ástæðan fyrir því að við erum að spila þennan endurtekna leik er auðvitað skítlélegt jafntefli sem við gerðum við Úlfana þar sem við vorum ljónheppnir að falla ekki úr leik en síðan þá hafa Úlfarnir endurheimt sinn markahæsta mann Daniel Podence úr meiðslum meðan við höfum þurft að horfa á eftir Nunez og Firmino á meiðslalistan. Auk þess unnu þeir West Ham um helgina með marki frá Podence meðan við spiluðum hugsanlega okkar allra versta leik á tímabilinu þar sem við litum út eins og neðri deildarlið gegn Brighton.
Klopp sýndi það í fyrri leik þessara liða að hann ætlar að taka þessa keppni alvarlega í ár og kom helst á óvart að Kelleher fékk ekki einu sinni að byrja leikinn. Ég geri því ráð fyrir að við sjáum mjög sterkt byrjunarlið á morgun en að hann mundi reyna hrista eitthvað upp í hlutunum eftir Brighton leikinn.
Ég held að hann breyti aðeins um leikkerfi og verði með tvo djúpa og gefi Thiago frí á morgun, alls ekki vegna þess að Hendo og Fabinho eigi frekar skilið að byrja en tel að þeir henti betur saman í þessu leikskipulagi og Elliott fái þá frjálsara hlutverk fyrir framan þá. Býst einnig við að fá að sjá Carvalho aftur, veit ekki alveg hvað gerðist þar hann virtist vera að vinna sig ágætlega inn í hlutina en svo hefur Chamberlain byrjað síðustu leiki í þessari stöðu en ég væri allavega til í að sjá hvað Carvalho hefur fram að færa.
Spá
Úlfarnir kunna að halda hreinu og gera leiki erfiða og held að þetta verði langur dagur á morgun en að við laumumst áfram með marki frá nýja manninum Gakpo og vonandi að það kveiki á liðinu sem fari á ágætis run í kjölfarið.
Eins dauði er annars brauð. Nú er svo komið að menn eru farnir að tippa hiklaust á töp hjá Liverpool og græða fúlgur. Ég segi pass.
Þetta er tapað
Held að Liverpool vinni, það verður allt kapp lagt á að halda hreinu eftir skellinn gegn Brighton. Gakpo setur sitt fyrsta mark, jafnvel tvö. Má ekki Bajcetic bara byrja á miðjunni í stað Henderson? Hann hefur reyndar ekki verið í hóp í síðustu tveimur leikjum en kom vel inn gegn Villa á annan í jólum og skoraði.
Hann var meiddur en er kominn aftur núna
Klopp hefur hefur lesið Kop.is og stolið hugmyndinni um Bajcetic inn fyrir Henderson!
Er Klopp að grínast!
https://www.mbl.is/sport/enski/2023/01/16/get_ekki_sed_ad_thetta_se_retti_timinn_til_ad_styrk/
Þetta eru mikil vonbrigði ef hann túlkar að það þurfi ekki að losa einhverja af þessum meiðslapésum og fá það í staðin sem vantar, þetta kalla ég sökkvandi skip!
Það sem ég get ekki skilið er hversvegna Cody Gakpo var keyptur.
Liverpool “missti af” Tchouaméni til Real Madrid – en keypti engan á miðjuna í staðinn. Af hverju keyptu þeir framherja en ekki miðjumann? Er Klopp orðinn alveg ruglaður? Af hverju hættir hann ekki með 4-3-3 og hápressu þegar ekki nokkur maður getur spilað hana lengur í liðinu? Og hvað er hann að meina með því að segja að leikmennirnir hafi ekki hlýtt honum í síðasta leik, þegar þeir áttu að spila 4-2-3-1 eða hvað það nú var, en gerðu það ekki?
Kannski þarf að líta í fleiri horn en bara í áttina að FSG…
Vantaði þetta: ef það voru til 100 milljónir til að kaupa Tchouaméni í sumar, hvar eru þær núna þegar miðjan er ein rjúkandi rúst?
Núna með fjóra af þessum fimm sem voru fyrir fjarverandi vegna meiðsla blasir ágætlega við afhverju Gakpo sem áætlað var að kaupa í sumar var klárað núna strax í janúar.
Kaupin á honum eiga ekkert að hafa með kaup á miðjumanni og gjörsamlega galið ef félagið getur ekki fjármagnað það ef “réttur” maður er í boði.
Nettó eyðsla liðanna 2022/23
Chelsea €370m – Líklega ekki hættir!
United €227m
Newcastle €134m – Örugglega ekki hættir
Tottenham €31m – Líklegir til að styrkja sig í janúar
Arsenal €108m – Reyndu að kaupa 70-80m leikmann
Liverpool €57m – ?
City €0m
Gengur ekki upp að Liverpool eigi ekki efni á meiru núna en fokkings 57m í nettó eyðslu.
Vissi reyndar ekki að Gakpo hefði staðið til í sumar. Hélt að þetta væri eitthvað múv útaf því að Man Utd fékk ekki að kaupa hann (velkominn Wout!).
En þú svaraðir þessu best sjálfur í Gullkastinu: „Búið að eyða 22 milljónum í miðjumenn á meðan það er búið að eyða 220 milljónum í sóknarmenn. Þetta ætti að vera jafnt, 220 báðum megin.” Nkvl.
Og „réttur” maður á þessum tímapunkti er bara nothæfur miðjumaður sem getur hlaupið í 90 mínútur. Fjandakornið að það sé ekki hægt að kaupa einn slíkan fyrir mánaðamót!
Þetta með “réttan” mann fer að verða dálítið þreytt. Ef það er ekki nokkur leikmaður, í öllum heiminum, í fjölda ára, sem getur flokkast sem réttur maður. Þá þurfum við nú að breyta einhverju í leik liðsins, svo fleiri leikmenn geti komið til greina.
Alveg sammála, sérstaklega ekki af því Liverpool var með hæstar tekjur af öllum liðum á síðasta tímabili.
Fá inn Bellingham og Neves núna í janúar og þá getum við notað Keita og Ox í ca 10 múnútur í leik, þangað til þeir meiðast aftur. Því lengur sem ákvörðun um Bellingham bíður, því líklegra er að hann fari til real madrid. Ef við náum ekki Bellingham, þá Caceido hjá brighton eða Rice, við þurfum einhvern þindarlausann.
FSG er ekkert að fara að selja klúbbinn fyrr en í fyrsta lagi í sumar, við þurfum menn áður, STRAX !
Þessi leikur er aldrei tapaður fyrirfram, við þurfum bara að mæta til leiks og sýna vilja og hjarta.
Spila fyrir klúbbinn og aðdáendurna.
KOMA SVO RAUÐIR ! ! !
Ég held að ákvörðunin um Bellingham sé ekkert að bíða. Ég hugsa að hún hafi verið tekin fyrir löngu. Hún er bara ekki sú sem þú ert að vonast eftir.
Á hvaða stöð er leikurinn?
Stöð 2 og BBC One.