Rétt fyrir hádegið í dag verður dregið í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þetta árið. Okkar menn eru eitt af átta liðum í pottinum eftir að hafa slegið Real Madrid út í 16-liða úrslitum. Í síðustu viku spurðum við lesendur síðunnar hverjir óskamótherjarnir væru. Tæplega þúsund lesendur kusu og fékk spænska liðið Villareal tæplega þriðjung atkvæða. Flestir vilja sjá okkar menn mæta þeim eða portúgölsku meisturunum í Porto, sem þykja á pappírnum slökustu liðin í pottinum.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að langfæstir vilja sjá okkar menn mæta Chelsea eða Arsenal, en við höfum leikið talsvert af bikar- og Evrópuleikjum við þessi tvö lið síðustu árin.
Það er dregið kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður drátturinn sýndur beint á heimasíðu UEFA. Einnig verður hægt að fylgjast með textalýsingum á vef BBC eða vef Guardian. Við munum svo uppfæra þessa færslu með niðurstöðum dráttarins um leið og búið er að draga síðasta nafnið upp úr hatti.
Uppfært (KAR): Geisp. Andvarp. Leiðinlegt. Óspennandi. Drátturinn er hér fyrir neðan:
* Manchester United – FC Porto
* Villareal – Arsenal
* FC Barcelona – Bayern Munchen
* Liverpool FC – Chelsea
Liðið sem nefnt er á undan á fyrri heimaleikinn. Okkar menn mæta s.s. Chelsea og eiga þar fyrst leik á Anfield, seinni leikinn á Stamford Bridge. Komist okkar menn í undanúrslit mæta þeir þar Barca eða Bayern og eiga þar seinni leikinn á Anfield.
Ég myndi eflaust skrifa eitthvað meira um þetta en ég nenni því ekki. Ég nenni varla að horfa á þetta. Chelsea, enn einu fokking sinni. En leiðinlegt.
Ég hefði gaman af því að spjalla við þá 29 Liverpool aðdáendur, sem vildu endilega mæta Chelsea. 🙂
Sammála, þeir geta varla verið með fulle femm 🙂
Af “stóru” liðunum myndi ég líklega helst vilja fá Barcelona, en helst vildi ég fá Villareal eða Porto.
Langar mest að fá Bayern en hef sterka tilfinningu fyrir því að það verði Liverpool – Man Utd í 8 liða úrslitum
Liverpool – Arsenal
United – Villareal
Barcelona – Bayern
Porto – Chelsea
Liverpool – United og Barcelona – Chelsea í undanúrslitum.
Þið megið svo giska á úrslitin.
Þetta var s.s. spáin mín að ofan :$
Draumadrátturinn:
Bayern – Liverpool
Arsenal – Sporting
Man Utd – Chelsea
Porto Barcelona
Undanúrslit:
Bayern/Liv – Porto/Barca
Manutd/che – arse/sport
urslit
Liverpool arsenal 🙂
held að þessi 4 ensku lendi öll saman í innbyrðisviðureignum
Arsenal fær annaðhvort Porto eða Villareal.
Þið lásuð það fyrst hér.
Kominn með þetta í beinni, og flott fiðrildi í maganum!!!!
Sé að Rick Parry er að fara á UEFA drátt í síðasta sinn fyrir Liverpool…
Ó Dísus, þetta lítur ekki vel út.
DJÖFULSINS Ógeð! Chelsea enn einu sinni.
Ömurlegt!
Djöfulsins helvítins andskotans ógeð!
úff
Fokkings fokk, þetta er ömurlegt. Man U og Arsenal fá auðveldustu leikina og enn einu sinni þurfum við að mæta ensku liði.
Hversu óheppnir getum við verið?
Svo þurfum við að mæta Barcelona eða Bayern í undanúrslitum ef við klárum Chelsea. Á meðan að Man U þarf að fara í gegnum Porto og Arsenal.
Guð minn góður, enn eitt árið!
Og við með seinni leikinn á Stamford!
dæs
Leiðinlegt, en tökum þá!!!!!!!!
fáum seinni leikinn heima í undanúrslitum. Líklega á móti Barca!
Jæja, endurtekið efni enn eina ferðina. Hefði frekar viljað Villareal, en gleymum því ekki að ég held að Chelsea séu ekkert sérstaklega spenntir að draga okkur. Hefði verið betra að fá seinni leikinn heima þó.
Voru menn ekki að tala um að Liverpool væri besta lið Evrópu? Margir hafa talað um það hér á þessari síðu og hvað eru menn þá að væla um að Man. Utd og Arsenal fái léttari andstæðing eins og einhverjir smákrakkar?
Ef við erum bestir þá tökum við hverju sem er. Mjög einfalt. Standið við stóru orðin og hættið þessu væli.
Þetta er drátturinn…í CL
Villareal – Arsenal
Man Utd – Porto
Liverpool – Chelsea
Barcelona – Bayren Munchen
Anskotans helvítis rugl, þvílíkt ógeð, ég er brjálaður.
Villarreal v Arsenal
Manchester United v FC Porto
Liverpool v Chelsea
Barcelona v Bayern Munich
Ömurlegasti dráttur í sögu þessarar keppni.
Við erum að fara að spila við Chelsea í fjórða skipti á fimm árum í þessari keppni og síðan auðvitað fá United að rúlla í gegnum 8 liða úrslitin og ættu að klára undanúrslitin án mikill vandkvæða!
Algert antiklimax.
Mikið ofboðslega er það ótrúlegt hversu oft við lendum í þessu, að spila við ensk lið.
Djö****
Það er samt alveg ný vídd í þetta að fá Chelsea í 8-liða úrslitum í stað undanúrslita. 🙂
Jæja, þetta kemur náttúrulega EKKERT á óvart. Sagði við bróður minn að það væru ca 95% líkur að Liverpool og chelski myndu mætast.
BORING
Getur einhver tekið það saman hversu oft við höfum mætt enskum liðum í CL síðustu 5 árum og hversu oft Man U hafa þurft að mæta enskum liðum?
Skelfilegur dráttur í alla staði. Ekki nóg með að við fáum Chelsea heldur þá sýnist manni á öllu að leiðin sé greið fyrir Man Utd í úrslitaleikinn.
að mínu viti eru porto, arsenal og villareal slökustu liðin, týpískt að helvítis fokking man utd fái þá leið í úrslitaleikinn!
liverpool fær chelsea og svo bayern eða barca, þetta er rugl.
Hellt uppá kaffi!! Enn einn chelski leikurinn…… ég vill sjá niðurlægingu!
YNWA !
MUFC einu sinni, í Moskvu í fyrra. -> Einn leikur
Liverpool 10 sinnum við chelski og 2svar við Arsenal. -> 12 leikir
Einar Örn, það væri að æra óstöðugan að tína það saman hvað við mætum oft enskum liðum í CL, þetta er bara svona og við höndlum þetta er það ekki.
Kvíð þessu ekki, þeir verða teknir og flengdir bæði heima og að heiman… Við erum Liverpool ekki satt og við erum bestir þegar kemur að þessum leikjum….
Djöfull er gaman að þessu, þetta verðu sko ekki leiðilegt að fá manyoo í úrslitum.
Fokking Bruno Conti!
þetta er fint ,eigum harma að hefna frá því í fyrra ,gott að riise sé farinn þannig að við þurfum ekki að hugsa um að lfc skori sjálfsmark þ.e. nema að carra fari að gera e-r gloriur en ég er sáttur svo lengi sem torres er heill ,þá tökum við þetta
Þetta kemur ekki á óvart en við erum svo sem ekki óvanir að vinna þá í þessari keppni.
Hugsið ykkur, fyrst stelum við PL titlinum af Man Utd og svo tökum við þá í Úrslitum í CL og lífið verur ekki mikið betra….
Jæja já eina ferðina enn, en það er engin Jón Árni frá Hrísey til að hjálpa þeim núna, annars eru þetta sterk lið sem eru eftir og öll erfið.
Liverpool – Manchester í úrslitum? Myndi hjartað í ykkur þola það?
39 kemur með virkilega góðan punkt. Þetta býður uppá dálítið skemmtilegan endi á tímabilinu sem aðeins allra bjartsýnustu menn sjá.
Vinna þá 1-4.
Stela PM titlinum af þeim í síðasta leik tímabilsins.
Mæta þeim í úrslitunum og vinna þá í CL.
Ég fæ gæsahúð.
Valli, eru Chelsea leikirnir ekki 8 með þessari viðureign?
Þetta verður bara flott, tökum Real – Chelsea – Barcelona og svo loks Man Utd í úrslitaleiknum. Og getum um leið stimplað á ennið á okkur að við erum bestir í heimi. Tökum bara fjallabaksleiðina að þessum bikari, engar áhyggjur af þessu. samt leiðinlegt að mæta chelsea, nenni ekki að þurfa að horfa á smettið á Drogba í 2*90 min.
YNWA
Þetta er hið besta mál.
Vinnum heima 1-0 og úti 1-4. Samtals 5-1.
Þegar við erum búnir að jarða Chelsea þá vil ég fá Barcelona og svo manu í úrslitaleiknum.
Gleymum ekki að við erum með frábært lið sem er búið að taka niðursveifluna þetta árið.
Getum unnið alla og munum gera það.
Áfram Liverpool!
Fastir liðir eins og venjulega. Við kveinum yfir drættinum og Liverpool kemst áfram.
Hentar Liverpool miklu betur að vera underdogs.
Við spiluðum gegn Chelsea í riðlinum 2005-2006 þannig að ÖLL árin síðan Rafa tók við höfum við spilað gegn Chelsesa í CL
Já, rétt Páló – ég gleymdi því. Þegar við vorum ekki með country-protection í riðlakeppninni.
Þetta er nú ekki flókin samantekt. Við höfum mætt Chelsea 4 sinnum (þ.a. einu sinni í riðlakeppninni) og Arsenal einu sinni í Meistaradeildinni undir stjórn Rafa Benitez. Af þessum skiptum höfum við aðeins einu sinni dottið út á móti ensku liði þannig að við höfum nú ágætis record á móti þeim. Er samt frekar ósáttur við þennan drátt eins og flestir en það er samt alveg ljóst að spennan verður rosaleg.
Á sama tímabili hefur Man Utd aðeins einu sinni lent á móti ensku liði en það var í úrslitum í fyrra.
Chelsea hefur því þurft að mæta ensku liði jafnoft og við, þ.e. okkur fjórum sinnum og Man Utd í úrslitum í fyrra.
Arsenal hefur bara einu sinni þurft að mæta ensku liði á þessu tímabil, þ.e. okkur í fyrra.
Djöfulsins helvítis… ég hata þetta fja%&”%&# Chelsea lið svo mikið að það er engu lagi líkt! Hundfúll yfir þessu kjaftæði!!
Hvenær koma dagsetningar í ljós?
Aðalstæðan fyrir þvi að ég vil ekki lenda gegn hverju enska liðinu á fætur öðru er að maður sér svo andskoti mikið af þeim hvort sem er. Hundrað sinnum meira spennandi að fá að sjá Liverpool – Bayern eða Liverpool – Barcelona. Vonandi fær maður það allavega í undanúrstlitunum.
Ég vorkenni eiginlega bara Chelsea að þurfa að tapa fyrir okkur tvisvar sinnum í viðbót á þessari leiktíð 🙂
En þessi dráttur hefði varla getað verið leiðinlegri. Bjakk.
Viðbjóður, hreinasti viðbjóður. Er ekkert hræddur við að mæta þeim en er kominn með upp í kok að mæta þessu liði og að þurfa að horfa á smettið á mönnum eins og Drogba og Lampard. Við förum nú yfirleitt erfiðu leiðina í þessu og það má svo með sanni segja að þetta sé erfiðasta leiðin sem hægt var að setja upp. Nágrannar okkar fá aftur á móti afar easy ride, þar sem að mínum dómi eru 3 áberandi slökustu liðin eftir í keppninni Porto, Villareal og Arsenal.
En ég held að dagsetning leikjanna sé á tæru þar sem UEFA voru búnir að gefa það út að það yrði ekki spilað á Hillsborough deginum, þannig að væntanlega verður heimaleikurinn þann 8.apríl og útileikurinn þann 14.
The second leg will be played at Stamford Bridge on Tuesday, April 14 – a day before the anniversary of 96 fans losing their lives.
The first leg will take place at Anfield on Wednesday, April 8.
af lfc.tv
Smá vangaveltur… Gefum okkur að Liverpool og Man Utd fari alla leið í úrslita leik. En út frá drættinum gæti leið Liverpool verið þannig að þeir vinna Real Madrid…Chelsea…Barcelona. Á meðan Man Utd vinna Inter Milan… Fc Porto… Villareal…. Hvort leiðin skyldi vera erfiðri? hmmmm? Í 10 ár hef ég alltaf sagt þegar Man Utd fá hentugan drátt í CL, djöful eru þeir heppnir. En núna eru tilviljanir orðnar ansi margar. Fix er orðið sem manni dettur í hug. Annað eins hefur nú skeð…. Juventus…..Kiel… Ring any bells?
Booooooooring….
Helvítis Man Utd og Arsenal fara að venju auðveldu leiðina.
Til að kóróna þetta þá verður seinni leikurinn á Brúnni….
Búið að staðfesta að við spilum ekki 15. apríl, sem betur fer.
Anfield 8. apríl og Brúin 14. apríl.
Veit ekki af hverju kommentð mitt, númer 58 kom á þessu nafni!
Anyway. Úrslitaleikurinn er líka heimaleikurinn okkar. Þannig að, ef við mætum United eða Arsenal þar, spilum við í okkar búningum en þeir í varabúningnum.
Ekki draumadratturinn…………En. Ef ad allt gengur upp hja okkar monnum tha gaeti thad endad med urslitaleik a moti ManU……Their gerast natturulega ekki staerri leikirnir en urslitaleikur i CL a moti Scum Utd.
Ég skil vel að menn séu pirraðir en ef við vinnum þá er hefndin alltaf sæt!
Höfum harma að hefna frá því í fyrra.
Ég er að segja ykkur það, það er eitthvað gruggugt við þetta! Hverjar eru líkurnar á því að við fáum Chelsea í fjórða skiptið á fimm árum í þessari keppni. Á meðan er Utd að fá slakasta liðið sem er eftir í CL enn eina ferðina þegar komið er á þetta stig. Hvað er málið?! Ég get sagt ykkur að í fyrra fyrir dráttinn var lekið á netið hverjir myndur mætast daginn fyrir drátt og það kom heim og saman. Aðilinn sem setti þetta inn sagði að það væri búið að ákveða þetta fyrirfram og að óhreint mjöl væri í pokahorninu . Kanski soldið langsótt, en hvað á maður að halda?!! Þetta er bara of ótrúlegt til að standast að við fáum ALLTAF stórlið á meðan fokkin utd fær einhver grín lið frá Portúgal, Skotlandi eða eitthvað álíka fáránlegt! Afhverju er ekki spilling þarna í gangi eins og á öðrum vígstöðvum í boltanum, sbr. múturmál á Ítalíu, Þýskalandi og víðar. Þetta er bara helvítis mafía og ekkert annað. Ég er bara alls ekki sáttur með þetta.
En samt, við vinnum þessa rimmu og ég hræðist ekki neitt í þessari keppni.. Liverpool hefur sýnt það svo margoft að það skiptir í raun engu máli hverjir andstæðingarnir eru.
YNWA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Oj.
Töluverðar líkur á að það verði 3 ensk í 4 liða úrslitum.
Fimmta skiptið á 5 árum nafni.
Vorum með þeim í riðlakeppninni árið eftir að við unnum deildina.
Kannski að bæta því við að ákæran á Gerrard fyrir líkamsárásina hefur verið lögð niður.
Leiðindadráttur í velflesta staði. Essien er kominn tilbaka hjá þeim og Mascherano verður í banni í fyrsta leiknum. Drogba er mótiveraður á ný og Hiddink hefur náð þeim uppá tærnar. Á móti eru Torres, Gerrard og Benayoun í hörku sóknarformi.
Það verður rosalega mikilvægt að fá helst ekki mark á sig á Anfield. Get ekki tekið undir að Liverpool séu underdogs. Erum með sálrænt tak á Chelsea og í betra formi eftir risasigra á Real og Man Utd. Gæti trúað því að miklu skipti hvernig Alonso vs. Lampard einvígið fari. Þeir eru ekki bestu vinir og rautt spjald á annan hvorn er ekki útilokað.
Spái okkur 2-1 sigri á Anfield og 1-1 jafntefli á Brúnni.
já samkvæmt sumum er þetta allgert samsæri gegn liverpool ætli það sé ekki bara þannig, allir á móti Liverpool og með united og markmiðið að united vinni allt samt fengu þeir ítalíu meistarana í 16 liða og gætu fengið enskt lið sem þið reyndar teljið eitt af 3 áberandi slökustu liðunum í keppninni og er í 4 sæti í ensku úrvalsdeildinni, ætla að benda ykkur á að þegar þið unnuð meistarradeildinna þá enduðuð þið í 5 sæti þar. hættið þessu væli um að þið fáið allt svo erfitt og aðrir svo auðvelt því það er bara staðreind að í 8 liða úrslitum meistaradeildar er ekkert auðvellt, skil reyndar pirring ykkar að mæta chelsea enda eru viðureignir þessara 2 liða eins og að horfa á málningu þorna.
Hveramaður ég vill bara benda þér á það að mér finnst skemmtilegra að horfa á málningu þorna.
Gjörsamlega þoli ekki Chelsea liðið og þeir eru með leiðinnlegasta leikmann allra tíma í sínum röðum, Drogba.
Þetta er bara einsog Ferguson hafi valið þetta sjálfur. Svo ég tali bara í staðreyndum. 😛
En þvílíkur leikur sem Bayern – Barca gæti orðið. Það er þó jákvætt. Hinir 3 leikirnir eru ekki mjög óspennandi á pappír.
En ef maður reynir að vera hyper jákvæður þá er þetta tækifæri til að hefna ófarana í fyrra og það er svosem ekki hægt að segja að maður hafi eitthvað verið að sofna yfir fyrri viðureignum þessara liða í CL. Eins er hægt að hlæja soldið af Manu og Arsenal ef þeir detta út eftir þennan drátt.
En samt er þetta oj.
“eru ekki mjög óspennandi á pappír” ha ?
átti náttúrulega að “ekki spennandi á pappír”
Hveramaður, það er enginn að tala um ósanngirni eða neitt. Það er einfaldlega bara hundleiðinlegt að mæta Chelsea enn einu sinni, þetta heitir Evrópukeppni af ástæðu. Það er heldur ekkert hægt að fara í felur með það að United þarf að vinna 3 slökustu liðin til að komast í úrslitin. Sem er bara gott og blessað og ekkert við því að segja núna.
Slæmt að vera án Masch í fyrri leiknum, sérstaklega pirrandi vegna þess hve fáránlegt spjaldið var sem hann fékk gegn Real. Lucas verður einfaldlega bara að rísa og mæta þessum köllum af fullum krafti. Gætu svosem orðið aðeins líflegri leikir en undanfarin ár þar sem bæði lið virðast vera að hitta á topp form á sama tíma. Drogba og Essien komnir aftur og við þurfum ekkert að ræða undanfarna viku hjá Liverpool. Get líka ekki ímyndað mér annað en að það sé rosalegt boost fyrir leikmennina að sjá Rafa skrifa undir langtímasamning.
Vá, við gátum ekki fengið erfiðari drátt, og á móti gat United ekki fengið auðveldari drátt…. Ömurlegt!
Ég horfi á þetta þannig að Liverpool fær skemmtilegri andstæðinga.
Það verður skemmtilegri leikir heldur en að fá hin liðin.
Chelsea
Barca eða Bayern
Við vitum allavega hvaða verk viðeigum fyrir höndum.
Djöv.. held ég að þetta vera góðir leikir.
ANDSKOTINN!!! djöfull er þetta pirrandi! Þetta er ábyggilega einhverskonar samsæri! FOKK.. en við rústum þeim samt. 10-2 á agg.
Sökk liverpool fer erfiðu leiðina en manu fer þá auðveldu þeir helvítis anskotar
Nú er barað sýna Hiddink útí hvað hann er kominn og að það sé nú best fyrir hann að hætta eftir seasonið…
Verst að eiga seinni í London, gæti orðið okkur að falli…..
Ætli Riise vinur okkar fylgist ekki spenntur með. Þulirnir gætu meira að segja sagt nafnið hans. 50/50 viðureign……..
Arsenal og Manchester fara ekki auðvelda leið, vegna þess að bara annað þeirra getur komist í úrslitin.. Ég vona að við vinnum Chelsea, tökum Bayern og svo Manchester í úrslitunum. Það væri gaman að vinna þá, en það væri leiðilegt að tapa fyrir þeim.. Ég veit ekkert, en allavega, þá finnst mér ömulegt að þurfa að mæta Chelsea enn einu sinni.
þetta er nú að verða þreytandi enn hel chelsea og man united fær alltaf besta dráttinn. Það þarf nú að fara að rannsaka þetta svindl!!!
Svo maður ræði þetta á faglegu nótunum: andskotans djöfulsins leiðindi!
Hversu heilbrigt getur það verið að þurfa að mæta sama liðinu 24 sinnum á fimm árum ??
Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef þetta lið væri ekki svona helvíti hrút-leiðinlegt !!
Ég er bara með velgju yfir þessum drætti, og finnst þetta ömurlegt.
Insjallah…Carl Berg
Þetta er kannski ekki erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið en svo sannarlega sá leiðinlegasti. Mikið hljóta leikmenn og áhangendur þessara tveggja liða vera komnir með ógeð hver á öðrum… allvega finnst mér þetta hreinasti viðbjóður.
Hvað er svo skemmtilegt við það að þurfa að mæta eintómum enskum liðum þegar svo langt er liðið á mótið? Mér finnst það eiginlega taka allan sjarma af þessari keppni. Ég vil afnema þessa blessuðu landavernd og það strax í riðlakeppninni og láta bara styrkleikaflokkana vera einu girðinguna á milli liða. Reyndar myndu örugglega öll ensku liðin raðast í efsta flokk en myndu þó geta mætt hvert öðru strax í 16 liða úrslitum.
Fokking Chelsea! Enn eina helv%&#% ferðina 🙁
HAHAHA Hveramaðurinn alltaf flottur og líklega hæstánægður með drátt sinna manna og skilur því lítið gremju okkar undanfarinn ár. En þó það sé svekk að mæta Chelsea þá er ég ekki í vafa um að við vinnum þetta einvígi. Verður síðan frábært að mæta Barcelona og sigurvegarinn úr þeirri viðureign á svo sannarlega skilið að vera í úrslitum
Við vinnum Chelsea, hafið engar áhyggjur. Reiðin er runnin af mér og hef ég notað tækifærið í morgun og hraunað yfir mína Utd vini sem eru sammála því að þeir hafi bara sloppið vel frá þessum drætti.
Breytir samt ekki því að þetta er okkar keppni og við þurfum að hefna fyrir ófarirnar frá því í fyrra. Chelsea verður engin fyrirstaða.
hann á ammæl´í dag,hann á ammæl´í dag hann á ammæl´ann TORRES hann á ammæl´í dag.Hann er langbestur í dag hann er langbestur í dag hann er LANGBESTUR HANN TORRES,hann er langbestur í dag!!!!!!
Þetta er skrifað í skýin: Við mætum núna liði sem byrjar á C; í 4 liða úrslitum liði sem byrjar á B og svo eru það Arsenal sem fá að kenna á því í úrslitaleiknum! Þessi sjötti evrópubikar okkar verður eftir þetta kallaður Alphabet Cup! 🙂
Meðan Riise er samningsbundinn Roma, cup tied í þessari keppni OG transfer glugginn er lokaður þá hef ég ekki miklar áhyggjur af Chelsea. Samt alveg sæmilega leiðinlegt að þurfa að mæta þeim enn eina ferðina!
glatað
Einar Örn!!!!
Ég opna á umræður um þetta, ég er einn af 29, kaus reyndar held ég tvisvar.
Fínt að henda þeim út sem fyrst. Ég held ég tilheyri reyndar öðrum minnihluta hópi um það að fá Voronin heim. 8 mörk í síðustu sex, hann er að skora eins og ljónið.
Sælir ég hef verið í smá fríi.
Þurfti að fá mér einn kaldan til að jafna mig á þessum drætti. Það þarf samt einhver að fara að ná Chelsea niður af þessu bleika skýi.
Leist fyrst illa á dráttinn en..þetta verður gaman! Þetta verða hörkuleikir sem ég ætla að njóta! Verður gaman að vinna Chelsea dúddana Lampard, Drogba og co.
Hættum svo þessu samsærisrugli og hvað Man United fær létt prógram. Skiptir okkur engu. Við tökum þetta og það yrði bara frábært að fá að svekkja Ferguson í sjálfum úrslitaleiknum…úff…hversu gleðilegt yrði það! Það myndi jafnast á við…tja..mér dettur ekkert í hug!!!
Ég er mest hræddur um að helvítis fanturinn hann Carvalho meiði Torres, hann er svoddan djöfuls rotta!
ég held að það sé klárt að man utd komist í úrslit aftur þetta árið. ‘Ég hef trú á Því að Liverpool slái út chelski en er rosalega smeikur við Barca og Bayern, en það væri draumur að sjá okkar menn slá út þessi stórveldi og vinna sjálfa evrópumeistaranna í Róm!
Carvalho = rotta
Þarna kom það, ég hef lengi verið að reyna að finna samlíkingu Carvalho við eitthvað undirförult og illa lyktandi.
Ég vil gerast svo djarfur að spá öruggum sigri Liverpool í átta liða úrslitunum, spennuleikjum við BM í fjögurra liða úrslitum og 2-0 sigri yfir Arsenal í úrslitaleiknum (sem vinnur Porto í fjögurra liða úrslitum). Arbeloa og Gerrard skora mörkin í úrslitaleiknum. Eitthvað fleira sem þið viljið vita?
Ekki óskadráttur, en ég er nokkuð viss um að allir hérna á síðunni eiga eftir að skemmta sér konunglega yfir þessum leikjum, og hver veit nema þetta verði bara markaleikur. Eigum við ekki ennþá eftir að skora 4 mörk á Chelsea? Mér finnst þetta versti drátturinn, en nenni sko ekki að vera svona djöfulli neikvæður út af því. Mér hlakkar bara geggjað til:)
Það er meira hvað neikvæðnin er að drepa menn hérna! Þegar við verðum búnir að vinna dolluna getum við sagt með sanni að Liverpool er besta lið Evrópu. Sérstaklega eftir að hafa laggt af velli real, chelski, barca/bayern og svo manutd. Það gerir sigur í svona keppni mun sætari en ef við hefðum farið í gegnum sporting, porto, villareal og svo arsenal til að nefna einhver lið. Það er flest lið í þessari keppni sterk á þessum tímapunkti og það þarf að vinna þau líka! Vitið þið til, þetta mun gera sigurinn sætari! Og hættið þessu væli! 🙂
Menn mega alveg stíga aðeins niður á jörðina og skilja bleika skýið eftir þarna uppi,
Menn tala um úrslitaleikinn eins og við séum bara komnir þangað. Þetta verður virkilega erfitt og engin smá lið sem þarf að sigra áður en þangað er komið. En ég vil bara óska til hamingju með að vera gefinn freepass í úrslitaleikinn.
Gleymdi að taka fram United auðvitað 🙂
Verðum við ekki bara að segja 4-1 og 1-0 og við erum góðir!
Guðni. Óþarfi að tapa seinni leiknum 😉
Förum örugglega erfiðu leiðina að vanda. 0-0 og 1-1.
Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þeirri staðreynd að við séum að mæta Chelsea enn eina ferðina. Höfum mætt þeim í Meistaradeildinni öll árin sem Benitez hefur stjórnað Liverpool. Það er auðvitað ekki neitt eðlileg tölfræði. Ég meika ekki að horfa á sjálfumglatt smettið á Drogba enn eina ferðina..þoli ekki þann karakter.
Við eigum auðvitað ekki að óttast Chelsea nokkurn skapaðan hlut enda hefur árangur okkar gegn þeim verið góður að undanförnu. X factorinn í þetta skipti er Gus Hiddink en Chelsea hefur svo sannarlega hrokkið í gang við komu hans.
Ég fer ekki ofan af því að landavernd eigi að afnema í Meistaradeildinni. Fyrst að ensk lið þurfa að mætast í keppninni þá er betra að það gerist á fyrri stigum keppninnar. Mér finnst enginn sjarmi yfir því að sjá tvö ensk lið mætast í 8 liða úrslitum, undanúrslitum og hugsanlega úrslitum líka. Það þarf ekkert að fara til Moskvu til að spila úrslitaleikinn, það er alveg eins hægt að nota Villa Park. Það er keppni í gangi sem stóru liðin í Úrvalsdeildinni vinna á víxl en einstaka minni lið eiga séns á að komast langt svo fremi að þau mæti ekki stóru liðunum. Þessi keppni heitir FA Cup og Meistaradeild Evrópu er farin að minna full mikið á hana fyrir minn smekk.
Lítum bara jákvæðum augum á þennan drátt
…en það kæmi manni svosem ekkert á óvart þótt liðin drægust aftur saman í fjögurra liða úrslitunum 🙂
ok.. nuna tarfnast eg ykkar.
Eg er i Budapest og allir sportbarirnir sem eg hef fundid so far eru med bara billiard eda eitthvad slikt…
Eittthver med eitthverja reynslu af tessu?
Dæs….