Þetta verður frekar stutt skýrsla í kvöld, einfaldlega af því að það er ekki mikið í þessum leik sem hægt er að greina. Þetta var, fyrir utan kannski Traoré og Josemi, varaliðið okkar sem tók Millwall í kennslustund í kvöld og lokatölurnar voru 3-0. Við yfirspiluðum þá kannski ekki í þessum leik en gæðamunurinn á tveimur liðunum var augljós öllum sem á horfðu.
Ég hef bara nokkra punkta um þennan leik að segja:
Zak Whitbread var alveg jafn frábær í þessum leik og Stephane Henchoz var slappur. Whitbread á bjarta framtíð fyrir sér hjá Liverpool ef hann heldur áfram að spila svona – en hins vegar þá virðist Henchoz bara vera búinn á því. Hann fer í janúar held ég, og þrátt fyrir mörg brilljant ár hjá okkur þá verð ég að segja að það sé rétt að selja hann.
Igor Biscan var alveg jafn frábær í þessum leik og Salif Diao var slappur. Biscan var að mínu mati – ásamt Whitbread – maður leiksins í kvöld og það var virkilega gaman að fylgjast með honum stjórna miðjunni. Diao hins vegar olli mér svolitlum vonbrigðum – hann var svosem ekkert hræðilegur, en ég bjóst við honum betri á móti neðrideildarliði. Hann tók færið sitt samt vel í markinu, það var vel gert hjá honum og vonandi eykur það sjálfstraust hans.
Darren Potter og Stephen Warnock voru mjög góðir í þessum leik og er ljóst að framtíðin er björt hjá þeim báðum. Mér finnst þeir enn þurfa að styrkja sig meira líkamlega til að eiga fullt erindi í aðalliðið okkar (sást best þegar Riise og Finnan voru komnir inná, þeir eru miklu sterkari á skrokkinn) en það er engin spurning að það er mikill bolti í þessum strákum. Og stoðsendingin hjá Potter í þriðja markinu var yndisleg, frábær móttaka og flottur stungubolti.
Josemi og Djimi Traoré höfðu frekar hægt um sig í kvöld. Þeir áttu sína kanta og lentu í raun aldrei í vandræðum í vörninni en ég hefði viljað sjá þá vinna meira með sókninni. Samt, það var ekki eins og það væri brýn þörf á því í þessum leik – við skoruðum þrjú mörk án þess að reyna nokkuð að pressa þá.
Florent Sinama-Pongolle byrjaði hægt en eftir því sem leið á leikinn varð hann bara betri og betri. Þessi strákur er yndislegur, svo fljótur, svo teknískur og með svo góða stjórn á boltanum. Hann var alveg jafn flottur í þessum leik og Neil Mellor var slappur. Ef Mellor ætlar að sóa þeim tækifærum sem hann fær með aðalliðinu í svona ruglleiki þá verður hann seldur til neðrideildarliðs í janúar eða í vor, svo mikið er á hreinu. Hann verður að grípa þessa sénsa ef hann ætlar að eiga sér einhverja framtíð hjá Liverpool og það gerði hann ekki í kvöld, því miður. En Pongolle – þangað til hann fór útaf meiddur – lofaði virkilega góðu.
Kevin Muscat á ekkert erindi inná knattspyrnuvöllinn að gera. Ég man ekki eftir að hafa séð hann spila án þess að slást eitthvað eða slasa einhvern. Í kvöld tókst honum að slasa Sinama-Pongolle og ég var skíthræddur um að hann myndi gera það sama við Warnock eða Baros undir lok leiksins. Svona menn á bara að banna. Það var eiginlega verst að þegar hann greip í hálsinn á Baros þá var Baros greinilega of hissa til að geta brugðist við því. Ef hann hins vegar hefði gert þetta við Jamie Carragher……….
OG AÐ LOKUM…
MILAN BAROS er kóngur. Tvö mörk í kvöld gera sex mörk á leiktíðinni. Takk fyrir. Næsta lið, takk.
Ég fékk létt fyrir hjartað þegar Baros fór að halda boltanum upp við hornfánann. Ég sá svo fyrir mér að þetta Múskatsfífl myndi koma á ferðinni og strauja hann og við myndum missa okkar besta framherja næstu mánuðina. Þvílíkur bjáni þessi varnarmaður. Með leiðinlegri leikmönnum, sem ég hef séð í langan tíma
En sammála með flest í skýrslunni. Henchoz, Mellor og Diao voru gríðarlega slappir en að sama skapi voru Biscan, Pongolle og Whitbread góðir. Já, og Dudek reddaði okkur líka vel. En Henchoz er búinn, það er augljóst.
Mjög jákvætt að klára þennan leik sannfærandi miðað við 10 breytingar á byrjunarliðinu okkar! Einnig er ég ánægður með stefnuna hjá RB en hann er búinn að gefa það út að halda tryggð við ungu strákana í þessari keppni og er það gott mál.
Það neikvæða við þetta kvöld voru fótboltabullur og grófur leikur heimamanna og því miður skyggði það á fína útkomu í þessum leik!
Hvernig eiga stuðningsmenn Liverpool að bregðast við þegar þeir fara á útileik og gestgjafarnir syngja söngva eins og: “You should have all died at Hillsborough”???
Ekki var millwall liðið heldur til að róa áhorfendur og ég spyr, hvernig má það vera að sami leikmaðurinn(múskat rassgat) geti komist upp með það allan leikinn að spila mjög gróft og enda síðan leikinn á hálstaki á Baros?!
Þarna finnst mér dómarinn gjörsamlega bregðast og ég hef það á tilfinningunni að hann hafi ekki þorað að gefa rautt á kvikindið enda óeirðarlögreglan að slást við áhorfendur. Semsagt bullurnar unnu leikinn ef þetta er niðurstaðan!
Ég er búinn að eignast nýjan klúbb til að hata og hann heitir Millwall!
Nákvæmlega. Hef sjaldan verið jafn reiður eftir einn fótboltaleik og í gær. Fannst jafnvel á tímabili að Rafa ætti hreinlega að taka liðið af velli til að mótmæla þessum “fótbolta” sem Milwall spilaði. Það átti greinilega að sýna stóra liðinu í tvo heimana sama hvað það kostaði og dómarinn ætti alvarlega að skammast sín fyrir að leyfa þessu að viðgangast. Okkar menn mega hins vegar vera stoltir yfir því að halda ró sinni að mestu leyti og pakka Milwall saman með fínum leik. Er annars eitthvað vitað með meiðslin hjá Pongolle? Hef hvergi séð minnst á það…
Varðandi Pongolle, þá sagði Benitez þetta eftir leikinn:
>”The team worked extremely hard for the chances tonight and we took them well.” Sinama-Pongolle left The Den on crutches after suffering an injury at the start of the second half.
>”Florent played very well between the lines and made a number of chances for Mellor. It was a good performance by him but I don’t know the full extent of his injury yet. The doctor needs to have a good look at it first.”
Þannig að þetta kemur væntanlega í ljós í dag eða á morgun.
Jamm, þetta Millwall-pakk fór í mínar fínustu taugar í gær. Kevin Muscat inná vellinum er fyrirliðinn þeirra, for crying out loud! Er það að furða þótt áhangendurnir séu svolítið ruglaðir þegar fyrirliðinn hagar sér svona?
Ég meina, áhangendurnir voru að syngja hluti eins og “You should all have died at Hillsborough” og þvílíkt. Heimskt fólk og ekki að furða þótt Liverpool-aðdáendurnir hafi brugðist illa við.
Fjúff, ég vona bara að Flo-Po sé ekki alvarlega slasaður. Ef við sleppum úr þessum leik með auðveldan sigur og engin meiðsli þá er ég baaara feginn.