Svartir Sauðir…

Já, það voru greinilega fleiri hneykslaðir en Liverpool-aðdáendur yfir framkomu Millwall-stuðningsmanna í leiknum á þriðjudaginn. Opinberu Liverpool-síðunni barst bréf frá Millwall-aðdáanda, þar sem viðkomandi lýsti yfir viðurstyggð sinni á hegðun þessara fábjána sem sungu ljóta söngva um Hillsborough-harmleikinn á leiknum. Hann sagði m.a. þetta:

>”I would just like to apologise to the Liverpool supporters for the disgraceful Hillsborough taunts at last night’s game. I’ve been a Millwall fan all my life and have witnessed many low points in the club’s recent history, from being a schoolboy at Luton in the quarter finals, to the near end of the club after the riot after the Birmingham play-offs.”

>”There were many thousands of other fans in the ground who feel the same as myself, that tragedies like Hillsborough should not be used for baiting away support, and I hope that the majority of Liverpool fans can understand that.”

Þetta er í mínum huga klassískt dæmi um það hvernig örfáir vitleysingar geta svert ímynd heils samfélags. Dæmi: eftir að Anders Frisk fékk kveikjara í hausinn hugsa flestir um aðdáendur Roma upp til hópa sem snarvitlaust pakk – þótt þetta hafi varla verið fleiri en þúsund manns sem voru með ólæti á þeim leik. Annað gott dæmi er að eftir harmleikinn á Heysel, þar sem nokkrir Liverpool-aðdáendur voru með ólæti, liðu mörg ár áður en Liverpool-klúbbnum og stuðningsmönnum hans tókst að losa sig við þá ímynd að vera fótboltabullur upp til hópa.

Ég efa ekki að Millwall-aðdáendur eru skynsamir og heiðvirðir menn, að mestum hluta til, eins og aðdáendur allra annarra liða. Því miður virðist hins vegar vera ákveðinn hópur sem mætir á alla leiki liðsins í þeim tilgangi að slást … og sá hópur hefur náð að hafa þau áhrif að allir Millwall-aðdáendur eru felldir undir sama hatt: fótboltabullur og glæpamenn.


flowerpower.jpg Í öðrum fréttum í dag þá er 50% möguleiki á að Flo-Po nái sér fyrir Blackburn-leikinn á laugardaginn. Kevin Muscat sé lof!

Ég var að fatta eitt. Kevin Muscat er Ástrali, eins og Lucas Neill. Vilja Ástralir okkar leikmönnum illt? Ef Harry Kewell væri ekki Púllari væri ég næstum því kominn með efni í conspiracy theory…


Þá hafa tveir leikmenn sem áttu að yfirgefa Liverpool í haust tjáð sig um framtíð sína: Steve Finnan, sem átti víst að vera farinn til Portsmouth [úps!], segist aldrei hafa hugsað um að fara. Og Djimi Traoré, leikmaður Everton [ÚPS!], á bjarta framtíð fyrir sér skv. Rafa Benítez.

Ég verð að viðurkenna að ég hefði ekkert syrgt þessa tvo leikmenn neitt óskaplega mikið ef þeir hefðu farið frá Liverpool í ágúst – en núna þá er ekki séns að ég vilji missa þá í janúar. Þeir hafa báðir komið verulega á óvart í haust og fest sig í sessi sem mikilvægir liðsmenn, hvort heldur sem er í byrjunarliði eða á bekknum. Þá er fjölhæfni þeirra beggja okkur mikilvæg, Traoré getur spilað í miðri vörn og bakverði og Finnan getur spilað bæði bakvörð og kant hægra megin (og í raun vinstra megin líka).

Það er alltaf gaman þegar leikmenn sem eru þegar hjá félaginu mæta helmingi betri til leiks en maður bjóst við … það sparar okkur pening. Hvað hefðum við t.d. þurft að borga mikið fyrir góðan vinstri bakvörð og mann sem getur spilað báðar stöður á hægri vængnum? Ef við tökum mið af United (Heinze og Liam Miller) þá hefði sá kostnaður ekki verið undir 10m punda. Þannig að við getum litið á vasklega framgöngu þeirra félaga sem sparnað upp á 10 millur! 🙂

2 Comments

  1. Á þessari síðu hérna er pistill varðandi öryggi á fótboltavöllum. mæli með að þið (Einar og Kristján) kíkið á þetta og kommentið.

    Mér finnst annars skammarlegt að forráðamenn Millwall virtust ef eitthvað væri ýta undir þessi leiðindi hjá stuðningsmönnum þeirra (minnihlutanum. 😡

  2. Fínn pistill, Páló. Ég hef þó litlu þetta að bæta. Finnst það slappt af Milwall forsvarsmönnum að reyna að þvo sig af allri ábyrgð. Hluti af leikmönnum og stuðningsmönnum Milwall urðu sér allavegana til skammar á þessum leik.

    En Liverpool vann leikinn og er kominn áfram og við mætum þessu liði líklega ekki oft á næstu árum, þannig að maður nennir ekki að velta sér uppúr þessu. Miklu skemmtilegra að hugsa um næsta leik 🙂

Lið vikunnar

Eins og rottur á sökkvandi skipi… (uppfært)