Lokaspretturinn

Deildin fer að hefjast aftur um helgina og kemur upphitun fyrir City leikinn inn á næstu dögum.

Þetta tímabil er búið að vera lélegt hjá okkur en…

Eigum við möguleika á fjórða sætinu?
Er Diaz að fara að blása lífi í þetta?
Hvað haldið þið að við fáum mörg stig í næstu þremur leikjum gegn Man City, Chelsea og Arsenal?

Hérna eru svo nokkur mörk gegn Man City undir stjórn Klopp. Djöfull vorum við góðir(einu sinni)

YNWA

12 Comments

  1. Við gætum fengið 9 stig úr næstu þrem leikjum með smá heppni en við gætum líka fengið ekkert stig en þar sem glasið mitt er alltaf hálf fullt fyrir alla leiki þá spái ég okkur 9 stigum en væri sáttur við 7 stig.

    4
  2. Sælir félagar

    Þurfum og getum tekið 9 stig út úr þessum leikjum. Vonum því að svo fari.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  3. Sammála þessum meisturum hér fyrir ofan.
    9 stig koma úr þessum þremur leikjum, enda erum við alltaf bestir gegn stærri liðunum í deildinni.

    7
  4. Tveir útileikir á móti City og Chelsea – vinnum annan óvænt og töpum hinum.
    Heimaleikur á móti Arsenal – vinnum hann.
    Sem sagt 6 stig út úr þessum leikjum.
    Ég hugsa að það muni kannski um Diaz eftir nokkra leiki, en eðlilega verður hann ryðgaður til að byrja með (fyrstu 2-3 leikina sem hann getur spilað).

    6
  5. Miða við tímabilið eins og það hefur verið þá tæki sé ég þetta svona gegn City, Chelsea og Arsenal.

    7 eða 9 stig frábær árangur
    4 til 6 stig ásætanlegt og heldur okkur í baráttu um 4.sætið.
    0-3 stig setur okkur í mjög erfiða stöðu.

    Ég spái tapi gegn Man City, jafntefli gegn Chelsea og sigur gegn Arsenal.

    5
  6. Held að við munum komast vel frá næstu þremur leikjum með 7 stig, enda okkar menn verið einbeittir í leikjum á móti stóru liðunum. En það er frekar að spyrja hversu mörg stig við fáum út úr næstu þremur leikjum þar á eftir á móti Leeds, N´Forest of West Ham?

    8
  7. Orðrómar um að Liverpool hafi boðið rétt undir 100m punda í Jude Bellingham.
    https://liverpooloffside.sbnation.com/liverpool-fc-transfer-news/2023/3/29/23662271/rumour-mongering-liverpool-monster-bid-jude-bellingham-launched-100m-dortmund-haydn-dodge-who

    Þessu verður aldrei tekið og fer því í hóp með tilboðinu í Gvardiol í janúar, tilboðinu í Valverde hjá Real síðasta sumar og 95m punda tilboðinu í Mbappe þegar hann var enn hjá Monaco o.fl. Enn einu sinni koma FSG með low-ball offer í heimsklassa leikmenn. Þeir fá afsökunina gagnvart okkur stuðningsmönnum að þeir séu á yfirborðinu tilbúnir að eyða í fullt af góðum leikmönnum þegar það eru nær engar líkar að þessum tilboðum verði tekið. FSG eru eins og eigendurnir í Pawn Stars. Níska, low-ball og öruggur gróði eru þeirra grunngildi í lífinu.

    Orðið alveg óþolandi að vera með algjöran heimsklassa þjálfara eins og Jurgen Klopp en B-eigendur eins og FSG sem þora aldrei að versla úr efstu hillu. Spurning hvað Klopp lætur bjóða sér þetta lengi að vera aldrei almennilega studdur á markaðnum og fái aldrei leikmennina sem hann biður um. Hann hefur ekki endalausa orku til að breyta stöðugt vatni í vín og gera miðlungsleikmenn að heimsklassa mönnum. Landslagið í fótboltanum er algjörlega breytt eftir Covid og þessi vinnubrögð sem komu okkur í frábæra stöðu 2018-2022 bara duga ekki lengur. Ömurlegt ef Man Utd er að ná vopnum sínum á nýjan leik og skeiði næstu ár frammúr okkur í tiltasöfnun.

    Ég spái 4-6 stigum úr þessum 3 leikjum. Munum tapa fyrir annaðhvort Man City eða Arsenal. Hef engar áhyggjur af Tottenham í baráttunni um þetta 4.sæti en við verðum að vona að Newcastle klúðri einhverjum í næstu leikjum. Við erum að renna út á tíma að snúa þessu tímabili við. Það eru ekki margir leikir eftir. Endurkoma Luis Diaz mun hjálpa en það verður mögulega of seint.

Gamlar stjörnur

Gullkastið – Endaspretturinn að hefjast