Það þarf kannski ekki að koma á óvart, en þegar staðan er þessi (Liverpool tapar leikjum, að litlu að keppa lengur), þá einhvernveginn minnkar löngunin til að skrifa langar og innblásnar leikskýrslur. Vona að lesendur fyrirgefi slíkt.
Gangur leiksins
Fyrri hálfleikur gaf okkur smá von. Liðið komst yfir eftir virkilega góða sendingu frá Trent inn á Jota sem var hársbreidd frá því að vera rangstæður, og hann hefði líklega getað valið að reyna sjálfur en ákvað að gefa á Salah og egypski kóngurinn gerði engin mistök. Skoraði þar með í fjórða leiknum gegn City á leiktíðinni. Slíkt gera ekki allir.
Þetta dugði ekki nema í 10 mínútur eða svo, þá voru City menn búnir að jafna. Robbo var út úr stöðu svo City menn fengu frítt spil á sínum hægri kanti, spiluðu inn á miðju fyrir utan teig, renndu svo boltanum til vinstri þar sem kom sending inn á aleinan Alvarez sem skoraði.
Rodri fékk gult spjald fyrir að halda Jota á leið í efnilega sókn, og hefði svo átt að fá annað samskonar spjald og þar með rautt skömmu síðar þegar hann tók Gakpo niður í mjög svipuðum aðstæðum. Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikurinn hefði farið ef dómarinn hefði nú þorað að taka þessa ákvörðun, en áttum okkur samt á því að úrslit leiksins skrifast á engan hátt á dómarann.
Jafnt í hálfleik, sem var alveg sanngjarnt. Maður hugsaði að ef liðið mætti svolítið einbeittara til leiks í síðari hálfleik, þá væri ýmislegt hægt.
En það reyndist ekki vera raunin. De Bruyne var búinn að skora eftir mínútu, og svo fylgdu tvö mörk til viðbótar. Liðið var einhvernveginn algjörlega á hælunum og náði varla fram yfir miðju. Klopp notaði allar skiptingarnar, fyrst 4 (Bobby, Nunez, Tsimi og Ox), og svo Milner undir lokin, en það breytti engu. City einfaldlega mun betra lið í seinni hálfleik, og ekki orð um þessa ömurð meir.
Frammistaða leikmanna
Það er eiginlega enginn leikmaður sem getur borið höfuðið eitthvað óvenju hátt. Þetta var bara slæm frammistaða liðsins í heild sinni. Klopp tók leikmenn af velli sem hann tekur sjaldan útaf (Robbo og Salah), en mögulega er hann þar með þriðjudagsleikinn í huga frekar en frammistöðuna. En hvorugur átti neitt sérstaklega góðan leik. Samt ekki hægt að taka þá eitthvað meira fyrir frekar en aðra leikmenn. Virgil hefur t.d. sannarlega átt betri leiki á ferlinum, og formið hjá honum er farið að valda talsverðum áhyggjum svo ekki sé meira sagt.
Umræðan eftir leik
Undirritaður var búinn að afskrifa meistaradeildarsætið einhverntímann í lok janúar, eftir þessar ömurlegu frammistöður gegn Brighton og Wolves. Svo kom 5 leikja kafli þar sem liðið náði í 13 stig af 15 mögulegum, og allt í einu var ýmislegt mögulegt. Gleymum líka ekki 7-0 leiknum. En með frammistöðunum gegn Bournemouth og svo núna gegn City, þá eru líkurnar aftur orðnar nálægt frostmarki. Ekki alveg horfnar, en liðið þarf þá að gera betur en Newcastle, Spurs OG Brighton – og útilokum Brentford ekkert heldur. Ellefu leikir eftir og mörg stig í pottinum, en þá líka VERÐUR liðið að fara að spila eins og við vitum að það getur, t.d. eins og í 7-0 leiknum.
Það sem gæti verið jákvætt við það að lenda utan meistaradeildarinnar – og þá mögulega í Evrópudeildinni – er að þá fer liðið að spila á fimmtudögum, og þá verða hádegisleikir á laugardögum úr sögunni….
Framundan
Það er leikur gegn Chelsea á Brúnni á þriðjudaginn. Þar er nú annað lið sem er að ströggla, svosem alltaf gott að vita af fleiri liðum sem ná ekki flugi. Þetta er útileikur og ekkert fagnaðarefni að svo sé, en sem betur fer ekki einhver helvítis hádegisleikur.
Í dag sáum við ketti leika sér að músum – Algjört skipbrot hjá ráðalausum Jurgen Klopp.
Alvöru aprílgabb í boði Liverpool liðsins sem aldrei þessu vant tókst að skorra af fyrra bragði. Urðu svo samkvæmir sjálfum sér í seinni hálfleik og lögðust í jörðina
Gaman að sjá að langur fram í upphafssparki (seinni hálf í þetta skipti) loksins virkaði 😀 meira af þessu
Klopp out!
Ég hálf vorkenni leikmönnum. Þeir eru viku eftir viku að spila við sterkari andstæðinga. Ekki skrítið það sé sjáanleg þreyta í gangi. Man ekki eftir að hafa séð svona mikinn getumun á þessum liðum. City fór mjög auðveldlega í gegnum þetta.
Áfram Liverpool!! Og áfram Klopp.
Það er langsótt að tala um þreytu ,áhugaleysi myndi ég frekar tala um.
sjáanleg þreyta hjá þeim mönnum sem voru nýkomnir úr 17 daga fríi?
Já mjög svo sjáanleg. Menn eru á hálfum hraða. Virka útkeyrðir.
Call the season off!
Í þessum leik sjáum við hvað frábærir miðjumenn gera fyrir lið ManCity. Alltaf tilbúnir, hafa ekkert fyrir að taka menn á og mikil ógn. Akkúrat þetta vantar okkur og innkaupin í sumar verða að laga þetta. Stóra spurningin er hvort við höfum efni a að kaupa miðjumenn úr efstu hillu eða hvort við kaupum áfram efnilega menn sem tekur þrjú ár að þjálfa upp. Er því miður svartsýnn á peningamálin.
Það jákvæða í dag var frammistaða Arthur a bekknum. Hann meiddist ekki og gaf af sér, frábær miðjumaður sem hefur gert liðið betra. Þurfum að nýta okkur ákvæðið um að kaupa kappann. Efstu hillu kaup. Bellingham endar hjá City. En þeir eiga engan Arthur
Hvaða helvítis kjaftæði er þetta að vera að ráðast á leikmenn sem spilar ekki leikinn, það er eitt sem víst er að hann tapaði ekki leiknum fyrir okkur sitjandi á bekknum það sáu aðrir leikmenn um það og ekki er það honum að kenna að Liverpool fengu hann að láni frá Ítalíu.
Tek undir þetta Tryggvi
skammarlegt kommet hjá Oddi
Já alveg með ólíkindum, þvílíkur dónaskapur… Móðgumst öll fyrír hönd Arthur og þá líður okkur vel.
Hvaða hvaða mega menn ekki vera með smá kaldhæðni svona í tilefni dagsins 🙂
Þetta var slátrun. 10-1 hefði ekki komið á óvart miðað við frammistöðu liðanna. Fyrir utan spilið í aðdraganda Salah marksins var leikur lfc algjört afhroð. Sífellt að missa boltann og enginn pressa. Flestir lélegir en bakverðirnir enn og aftur hræðilegir. Robbo bara ekki klár greinilega og það er löngu orðið ljóst að Trent nennir þessu ekki. Þessar fyrirgjafir hjá þeim! Hvað er eiginlega að frétta!? Jota eini ljósi punkturinn.
Þýðir ekki fyrir Klopp að gíra liðið bara fyrir Everton og Man.Utd og ömurlegir í flestum öðrum leikjum. Þetta er harakiri upplegg hjá honum. Guardiola gjörsamlega snýtir honum. Ótrúlegt að á tímabili að vinna tvo heimaleiki 9núll og 7núll en vera svona fokking glataðir.
Skelfilegt þegar hver einasti maður sem er skipt “ferskum” inná er lélegri heldur en maðurinn sem fór útaf. Það slokknaði samstundis á Liverpool við fjórföldu skiptinguna. Þannig er nú það.
Ég væri alveg til í að sjá Klopp prufa 3 miðvarðakerfi, þá er meira frelsi fyrir Trent og Robbo að spila framar án þess að skilja allt galopið.
Gomez- Konate- Van Dijk
Trent – Hendo – Fabinho – Robbo
Salah – Nunez – Gakpo
Okkar leikmenn bara einfaldlega ekki nógu góðir, City klössum fyrir ofan, áttum ekki séns.
Þetta er alveg ótrúlegur viðsnúningur á okkar liði á ekki einu sinni einu ári. Hver er ábyrgð þjálfara á gengi liðsins, undirbúnings fyrir leik, liðsvali og öðru. Ber Klopp enga ábyrgð á síðustu leikjum, Trent versnar með hverjum leik, lið gera út á varnarleik hans(hann er nánast engin).
Klopp virðist ekki bera ábyrgð á einu né neinu, miðað við þá almennu æpandi þögn gagnvart stjóranum sem er á þessari síðu, með fáeinum undantekningum.
enda styðja langflestir stjórann.
Gareth Barry 653 leikir
Ryan Giggs 632 leikir
James Milner 609 leikir
Frank Lampard 609 leikir
Liverpool í 8 sæti og Chelsea í 11 sætinu eftir 27-28 umferðir í EPL þetta er í raun rannsóknarefni útaf fyrir sig.
Þessi úrslit komu mér ekki á óvart því miður 🙁
Næstu tveir leikir verða líka erfiðir, það verður gaman að vita hvað hinir frábæru FSG gera í sumar?
Nkl. “hinir frábæru” 🙂
Þreyta, þreyta, þreyta ! Er það næg afsökun ? Er leikmenn Liverpool þreyttari en allir aðrir leikmenn ?
Ég hafði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það virðist vera þannig að ef leikmenn fá “hvíld” þá mæta menn bara lélegri tilbaka, slappari og áhugalausir. Hvernig er hægt að mæta áhugalaus í vinnunna þegar þú ert í vinunni sem þú elskar og færð borgað bílhlass af peningum fyrir það ? KULNUN ?
Það er í alvörunni þörf á miklum breytingum í sumar, en því miður verða engir Bellingham,Gvardiol, og Rice, heldur einhverjir no name sem þurfa tíma til að aðlagast og verða góðir.
Verst finnst mér þegar menn leggja sig ekki fram og eru áhugalausir 🙁
Liverpool hefur spilað 14 útileiki, unnið þrjá og tapað 30 stigum. Spáið í það. Þar af er einn unninn útileikur eftir áramót og það er kominn apríl. Hvar endar þetta?
Hvað er að gerast á bak við tjöldin? Leikmenn virðast sumir hverjir hættir að nenna þessu eða hreinlega komnir í andlegt burnout. Gefa boltann til baka á markvörðinn í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Er Klopp búinn að tapa klefanum?
Verða Henderson, Robbo, Trent og VVD ennþá í byrjunarliðinu á næstu leiktíð? Og Milner? Í hvaða sæti lendir það lið? Og hvað með Klopp?
7 up mun halda í mér lífinu út þetta tímabil.
Svo mun ég liggja í og velta mér upp úr öllum slúðurmiðum heimsins í sumar og búa mér til algerlega óraunhæfar væntingar til næsta tímabils.
YNWA
Svona fór sú sjóferð. Slakur árangur á útivelli heldur áfram sem er áhyggjuefni. Sennilega er að bera í bakkafullann lækinn með því að úttala sig um um þennan leik og því best að sleppa því alveg. Hann fór í hafið og því er bara áfram gakk. Er hugsi yfir mörgu þessa dagana en spurning hvort það sé nokkuð að viti….
…áhugaleysi leikmanna!??
…er komið að endastöð hjá Hendó, Thiago, Milner, VvD, Matip. Allir 32+ að aldri á næsta tímabili
…TAA er að eiga verulega dapurt tímabil. Sálrænt, líkamlegt??
…liðið er rosalega mikið upp og niður í vetur, stöðugleikann vantar algjörlega.
…meiðslahrinan, sem ætlar seint að taka enda
…ljósu punktarnir eru ungliðarnir sem hafa látið töluvert að sér kveða
…síðan er það Klopp. Hef verið á Klopp vagninum en nú er það frekar spurning um hvað hann vill gera. Hjá Dortmund voru það sjö tímabil og bestur árangur á 3.-5. tímabilum. Hjá Liverpool verða sjö heil tímabil í vor og bestur var árangurinn á tímabilum 3-6. Haft var eftir þekktum íslenkum sjónvarpsmanni að best væri að vera ekki lengur en 7 ár hjá sama atvinnurekanda því annars væri hætt á stöðnun. Þessu er maður algjörlega sammála. Ekki má þó misskilja þetta. Klopp hefur gert frábæra hluti, fengið leikmenn, eða þeir komið úr unglingastarfinu, og gert þá að stórstjörnum, stýrt liðinu til sjö titla og átta sinnum í úrslitaleiki eða 2. sætið í deild. Þetta er vissulega glæsileg afrekaskrá og gerist vart mikið betri. En stuðningsmenn Liverpool eru kröfuharðir og Liverpool er einn stærsti og öflugasti klúbbur í heimi og því vilja þessir stuðningsmenn og klúbburinn að lágmarki titil á ári og helst marga. Áfram Liverpool.
Það er engin ástæða til að missa trúnna á leikmönnum sem voru í besta liði í heimi í fyrra og á knattspyrnustjóra sem hefur náð viðlíka árangri og Klopp. Ég hef mestar áhyggjur af því að það verði teknar ákvarðanir sem gera stöðuna verri en hún er en því miður er frammistaðan í leiknum í gær ekki til þess fallin að slá á þessar áhyggjur.
Að því sögðu var þessi frammistaða til skammar ásamt nokkrum öðrum í vetur og þar tek ég ekkert frá knattspyrnustjóranum. Hann ber jafn mikla ábyrgð og leikmennirnir – ef ekki meiri – og eins og mér finnst ömurlegt að segja það þá er hann búinn að vera jafn slakur upp á síðkastið og hann hefur verið góður undanfarin ár.
Mér finnst stæðstu mistök vera að stóla á Elliot á miðjunni. Ungur og efnilegur já en bara alls ekki kominn í Liverpool klassa og ég hef vissar efasemdir um að hann muni komast þangað. Mér fannst við einum færri á meðan hann var inná og að vera með leikmann í liðinu sem tekur ekkert til sín varnarlega og á einfaldlega ekki séns í átökin á móti City er einfaldlega dauðadómur.
Fabinho, Henderson, Gakpo og Salah voru fínir aðrir áttu erfitt uppdráttar. Ég vil þó aðeins bera blak af Robertson og Arnold en þeir voru trekk í trekk skildir eftir tveir á einn eða einn á einn á móti geggjuðum leikmönnum. Það hefur reyndar verið uppleggið hjá öðrum liðum að reyna að koma þeirri stöðu upp í vetur á Arnold, sem hefur ráðið illa við það, en Robertson var ólíkur sjálfum sér í gær. Líklega örþreyttur eftir landsleikjahrinuna og mér fannst skrítið að hann byrjaði leikinn þegar við erum með Tsimikas á bekknum.
Ég ímynda mér að flestir stuðningsmenn Liverpool séu hljóðir í dag eins og ég lítið spenntir fyrir leikjunum sem eftir er af tímabilinu. Það að veldur mér þungum áhyggjum og ég vona að Klopp og leikmennirnir nái að kveikja upp í okkur og klára þetta tímabil með sóma.
Áfram Liverpool!
“Besta liði heims í fyrra” hahaha Voru ekki einu sinni bestir í Englandi.
Við endum trúlega í 6 – 8 sæti í vor. Með minna leikja álagi á næsta tímabili gæti Liverpool náð að kroppa sig upp í topp fjóra enn svo dettum við bara í sama farið aftur.
Við verðum að fá nýja eigendur sem munu leggja til þann pening sem þarf, það þíðir ekkert að gráta yfir þeim eigendum sem eru að svindla þeim mun bara fjölga og þar með mun Liverpool falla hægt og rólega niður töfluna. Þetta er bara veruleikinn í fótboltanum í dag eins og þetta er nú óþolandi.
YNWA
FSG out og það STRAX!
Sælir félagar
Ég ætla ekkert að úttala mig um þennan leik enda óþarfi. Leikmenn sýndu hvað þeir “geta” og urðu sér til skammar og ekki í eina skiptið á leiktíðinni. Nógu margir hafa rætt þennan leik svo það væri að bera í bakkafullan lækinn. Maður hefði haldið að eftir Bournmouth skituna mundu menn girða sig í brók og sýna karakter en það var víðáttulangt frá því. Hvað sumakaup varðar þá hefi ég enga trú á að þau verði merkileg.
Klopp er þegar farinn að lækka kröfurnar (Bellingham) og er komin í næstu hillu fyrir neðan sem er bara það sem maður bjóst við. En nú ætla ég að gefa “FSG OUT” frí þar til í haust. Ekki vegna þess að ég búist við neinu ég bara nenni ekki að skrifa FSG OUT við hverja færslu. Það vita allir sem vilja vita hvaða trú ég hefi á FSG
Það er nú þannig
YNWA
FSG OUT og það strax – í síðast sinn þar til í haust. 🙂
Sigkarl, ég er sammála þér, það er ágætt að geyma FSG out og það strax þar til í haust 🙂
Þó það sé ljótt að segja það þá á ég fastlega von á því að við báðir munum dusta rikið af þessu slagorði í haust.
YNWA
Hvaða liði ætli Brendan ‘outstanding’ Rodgers stýri næst? Það er ekki víst að það sé neitt lið nógu gott fyrir hann, blessaðan.
Henderson14, ég er ekkert endilega viss um að Brendan Rodgers sé svo slæmu þjálfari?
hann fékk svo sem ekkert alltof mikinn stuðning hvorki frá eigendum Liverpool þegar hann var þar (FSG) eða Leicester.
Ég fæ illt í hjartað þegar TAA fer í eins manns “pressu” fremst á vellinum og fer svo að öskurgrenja eins og frek smástelpa þegar hann sér að hann er einn í “pressunni”. Hann verður að átta sig á að hann er bakvörður. Vertu bara markmegin við andstæðingana. Reyndu að koma í veg fyrir að andstæðinganir leiki á þig og gefi fyrir markið eða skjóti á marki. Vertu fljótur til baka ef að Liverpool missir boltann á vondum stað. Ekki jogga til baka. Sprettu til baka! Vissulega þarf hann hjálp í varnarleiknum frá samherjum sínum. Ég man í gamla daga þegar ég var sjálfur hægri bakvörður. Í þá daga fór maður ekki marga metra yfir miðlínu áður en að maður fékk að heyra það frá samherjunum. Vissulega eru breyttir tímar í dag og Trent og Robbo búnir að leggja upp mörg mörk og skora mörk. En þetta snýst um varnarleikinn og að koma í veg fyrir að andstæðingurinn skori mörk.
En hvað með 3-4-3 með Trent og Robbo á miðjunni? Gæti sparað eigendunum einhverja aura en auðvitað þarf að endurnýjun í vörn og miðju að minnsta kosti.
Árið 2007 spilaði Liverpool við Barcelona á Nou Camp. Liverpool læsti hægri vængnum með Arbeloa í hægri bakverði og Finnan á miðjunni fyrir framan hann. Þeir beindu Ronaldinho inn á völlinn og þar bið alvöru “sláttuvélar” í formi Sissoko, Gerrard og Alonso. Leikurinn vannst 1-2. En nei við skulum halda okkur við 4 – 3 – 3. Sama hvað. Mögulega stundum 4-2-3-1.