Staða Liverpool er þannig í deildinni að jafntefli dugar ekki til og skiptir engu hvort spilað sé gegn Chelsea eða toppliði Arsenal. Frammistaðan var vissulega mun betri síðasta klukkutímann í þessum leikjum en afhroðið sem okkur var boðið fyrstu tvo tímana sem er kannski tímabilið í hnotskurn.
Já og auðvitað var vonin sem fylgdi fréttum af tilboði Liverpool í Jude Bellingham drepin strax með fréttum innan herbúða Liverpool að hann væri ekki lengur skotmark í sumar, of dýr. Sjáum til með það og ræðum betur í þætti vikunnar.
Níu leikir eftir og ekkert svigrúm eftir til mistaka og satt að segja dugar það samt ekki til.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Miðbar / Jói Útherji / Ögurverk ehf
MP3: Þáttur 422
Góðan dag og takk fyrir hlaðvarpið. Já, Bellingham, hef fylgst með honum í allan vetur og finnst hann vera frábær markaðssetning hjá Dortmund eins og Sances og fleiri. Hann er fyrir mér aðeins rúmlega góður leikmaður. Heimsmeistarinn MacAlister er miklu betri kostur ásamt fleirum sem hafa sannað sig í premier.
Call the season off!
Hugmyndafræði Fenway Sports Group gaf okkur 7 bikara á 6 árum. Jürgen Klopps stærsta afrek sem þjálfara var að búa til eitt sigursælasta lið síðari ára, Liverpool 1.0. , með allveg ótrúlega lítilli nettó eyðslu eða 246,6 milljónum punda. Þetta einstaka afrek verður sennilega aldrei endurtekið. Þessi upphæð er aðeins þriðjungur af eyðslu Manchester United og Chelsea á sama tíma. Nettó eyðsla var einnig meiri hjá 10 öðrum Premier League klúbbum á sama tíma. Stærsta áskorun Klopp í dag sem þjálfara er að byggja Liverpool 2.0. Það verður sennilega ekki endurtekið með svipaðri eyðslu og áður.
Þrátt fyrir velgengnina gagnrýna stuðningsmenn eigendurna Fenway Sports Group hávært fyrir að vera „níska“.
Á sama tímabili hefur Liverpool FC verið með fjórðu mestu veltu í fótboltaheiminum árið 2022.
Alveg endurnýjaður aðalbás og endurbyggður Anfield Road End sem eykur getu í 61.000 áhorfendur frá og með haustinu.
Byggðu £50M AXA Training Center sem er talin ein besta aðstaða í heimi.
Fengu einn besta fótboltaþjálfara heims til starfa, Jürgen Klopp, og höfðu auk þess þolinmæði til að láta hann byggja upp sigurlið í ró og næði.
Vissulega eiga gagnrýnisraddir rétt á sér að FSG hafi ekki gert nóg til að styðja Klopp fjárhagslega á leikmannamarkaðnum, sérstaklega þegar ljóst varð (eftir á litið) að liðið stendur nú frammi fyrir kynslóðaskiptum. Svo sannarlega má einnig skilja áhyggjur stuðningsmanna að tveir íþróttastjórar hafa sagt upp störfum á síðast liðnu ári og að það virðast vera einhverjar innbyrðis deilur.
Í ljósi þess að samfélagsmiðlar hafa að undanförnu logað af reiði í kjölfar frétta um að félagið dragi sig úr keppninni um Jude Bellingham er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að félagið og Klopp hafa í raun náð frábærum árangri síðan sumarið 2016 í gegnum snjalla fjárfestingarstefnu .
Það er líka auðvelt að gleyma því að þolinmóð hugmyndafræði FSG og Klopps – „kaup þegar rétti leikmaðurinn er til staðar” hefur stuðlað að sjö titlum í verðlaunaskápinn eftir öll fyrri árin af eyðimerkurgöngu.
2016*
Joel Matip – ókeypis.
Ragnar Klavan – £4,2M
Sadio Mané – £36M
Georginio Wijnaldum – £25M
Loris Karius – £4,7M
2017
Alex Oxlade-Chamberlain – £40M
Mohamed Salah – £39,5M
Andy Robertson – £10M
Dominic Solanke – gratis
2018
Alisson Becker – £75M
Virgil van Dijk – £85M
Fabinho – £43,7M
Xherdan Shaqiri – £13,5M
2019
Sepp van den Berg – £4,4M
Harvey Elliott – £4,3M
Adrián – gratis
2020
Thiago Alcantara – £25M
Kostas Tsimikas – £15M
Diogo Jota – £45M
Takumi Minamino – £7,5M
Marcelo Pitaluga – £750 000
2021
Ibrahima Konaté – £36M
2022
Luis Diaz – £49M
Darwin Nunez – £85M
Calvin Ramsay – £6,5M
Fabio Carvalho – £5M
2023
Cody Gakpo – 45 milljónir punda
* Upphæðirnar innihalda ýmsar samningsuppbætur, svokallaðar viðbætur.
* Marko Grujic, fyrstu kaup Klopp, áttu sér stað í janúar 2016.
Sala 2016-2022: 485,7 milljónir punda
Keypt 2016-2023: £731,3M
Nettóeyðsla: 246,6 milljónir punda
… og það er staðreynd, eins og Rafa Benitez hefði sagt.
Verkefni: Stofna nýtt stórt lið
Burtséð frá því hvernig þetta tímabil endar, þá getum við búist við viðburðaríkasta félagaskiptasumri frá upphafi. Líklegast byrja hlutirnir að gerast strax eftir síðasta deildarleik gegn Southampton í maí.
Næstu 4,5 mánuðir munu leiða í ljós hvort félagið hafi enn fjárhagslegan styrk og nógu snjalla stefnu til að hjálpa Klopp að byggja upp meistaralið í annað sinn. Siðasta vor þegar hinn 55 ára gamli Klopp frá Glatten í Schwarzwald-skógum framlengdi samninginn til sumarsins 2026 öskruðu allir hátt af hamingju. Það er skrifað í stjörnurnar að Klopp tekst að búa til nýtt frábært lið fyrir eftirmann sinn Liverpool 2.0. Eftir allt sem við höfum upplifað undir hans stjórn á undanförnum árum þá á Jürgen Norbert Klopp skilið sameiginlegan stuðning okkar. Áfram Liverpool
Takk fyrir þetta.
Þarna eru margir stórbrotnir samningar og svo auðvitað aðrir sem gengu ekki eins vel. En þeir eru færri og flestir þessara leikmanna sem ekki ætluðu að skila neinu voru svo seldir með ríflegri álagningu. Hvað mislukkuð kaup varðar þá á það einkum við meiðslapésa sem hafa engan skrokk í þennan fótbolta.
Það er þó einkum tvennt sem situr í manni og veldur pirringi í garð FSG: Annað er að kaupa ekki asap tvo hafsenta þegar Virgil meiddist og ljóst var að Matip og Gomez eru jafn brothættir og raun bar vitni. Það kostaði okkur eitt stk. PL titil. Hitt var svo að lesa ekki ástand leikmanna – sem eldast jú hratt í þessum bransa – og byrja endurnýjun meðan liðið var mest spennandi í bransanum.
Svo, varðandi Bellingham – ok var ekki Sancho aðalmálið hérna fyrir tveimur árum. Geggjaður í Þýskalandi – en vonbrigði á Englandi.
Vonandi hafa menn lært og við verðum stóreyg af aðdáun þegar myndir birtast af nýjum leikmönnum í vor og sumar!
Sælir félagar
Takk fyrir skemmtilegan þátt og ágætis umræður. það er gott að hlusta á skynsemis raddir þegar maður sjálfur er frekar pirraður svo ekki sé meira sagt og með blóðþrýstinginn í toppi. Já þá er gott að hlusta á góða og gegna Púllara spjalla af skynsemi og ró um FSG og félags skipta markaðinn.
Miðað við það sem Guð. Ein. segir þá hefir netto eyðsla verið um það bil 35 m. punda á ári og ef maður tekur uppbyggingu á æfingasvæði og leikvangi með líklega ca. 46 m. punda á ári. Þetta eru auðvitað einskonar meðaltals tölur. 🙂 Verðmæta aukning félagsins (úr ca.300 m. punda upp í 3,5 milljarða punda) er ca.390 til 400 millur á ári. Þetta er auðvitað leikur að tölum en gaman samt. Ég ætla svo sem ekki að ræða þetta frekar en gera eins og Maggi segir og róa mig og bíða eftir niðurstöðu sumargluggans 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Það eru allir bara að bíða eftir niðurstöðu sumargluggans.
FSG fóru mjög langt á að vera með tölfræðidrifna ákvarðanatöku þegar slíkt tækni var að byrja að komast í almenna notkun í íþróttum. Við vorum langfyrstir til að mastera þetta í fótboltanum og FSG voru á tímabili “The smartest guys in the room” undir handleiðslu snillingsins Michael Edwards. Það hentaði okkur að vera þolinmóðir og bíða eftir okkar targetum. Nostra við að persónuleikaprófa hvern leikmann og fá réttu karakterana til að búa til ógnarsterka liðsheild. Með þessu tókst okkur að koma upp afspyrnu góðu fótboltaliði með merkilega litlum tilkostnaði. Samt vorum við eins og podcastið kom inná alls ekki alltaf að fá inn fyrsta kost í stöður. Klopp vildi td kaupa Mario Götze í stað Mo Salah o.s.frv.
Síðan fóru öll lið að nota þessa aðferðir og ótal lið í enska boltanum komin með frábæra leikmenn. Man Utd og Arsenal voru í algerri niðurníðslu með hörmulega kaupstefnu eftir að Ferguson og Wenger fóru og við stigum inní það tómarúm. Það opnaðist gluggi í nokkur ár fyrir nýja nálgun og FSG voru réttu mennirnir á réttum stað. Virtust varla geta gert mistök. Þolinmæðin og yfirveguð ákvarðanataka á meðan liðið var í uppbyggingarfasa virkaði vel. Það þurfti þó áhuga Barcelona á hinum ofmetna Coutinho til að FSG loksins eyddi alvöru peningum í þá leikmenn sem sem gerðu okkur að alvöru liði. Fyrir það höfðum við ekki afrekað mikið þrátt fyrir sniðugheit innan vallar og utan. Við keyptum Van Dijk og Alisson á prime aldri. Þú vinnur einfaldlega titla á Englandi og Evrópu með afburða markmanni og yfirburða leikmann og leiðtoga í miðverði. Hryggjasúla í meistaraliðum byrjar aftast og skiptir ótrúlegu máli.
Þessi sama þolinmæði og yfirvegun eru að verða sem myllusteinn um hálsinn á okkur núna. Allt alltof lengi var beðið með að endurnýja liðið og við sigldum steinsofandi að feigðarósi trúandi um of á ágæti leikmannahópsins og sömu áframhaldandi vinnuaðferðir. Við höfðum komist upp með að taka sénsa á meiðlagjörnum leikmönnum sem önnur stórlið treystu sér ekki í vegna góðrar aldurssamsetningar á aðalliðinu sem hægt var að keyra á. Menn gáðu dottið inní í liðið inn og útaf meiðslalista því við spiluðum gegenpressing fótbolta sem jafnvel Guardiola hafði ekki svar við. Vegna þess að Klopp hafði drillað inní hausinn á hverjum einasta leikmanni hvert hlutverk hans væri. Ef einn datt út þá vissi næsti maður 100% uppá hár til hvers var ætlast af honum.
Þetta er svipað og með varfærna skyndisóknar varnarboltann sem var allsráðandi 2000 – 2010. Mourinho og Benitez voru taldir afburða knattspyrnustjórar þá en eru álitnir algerar risaeðlur í dag. Knattspyrna sem íþrótt gjörbreytist rosalega hratt. FSG voru hot shit fyrir nokkrum árum en nú eigum við á hættu að vera fórnarlömb okkar eigin velgengni. Snillingurinn Edwards farinn og þolinmæði og stuðningur Klopp við ákveðna leikmenn sem áður byggðu gríðarsterka liðsheild gekk of langt. Einnig tölfræðiskrifstofa FSG að veðja risasamningi á Salah á meðan þeir neituðu að bjóða Mané hærri laun. Við einfaldlega söknum klókinda og hraðabreytinga Mané ótrúlega mikið. Hann og Firmino voru klóka hjartað í liðinu, ekki Salah. Það sést á ástandinu núna. Það hjarta Liverpool 1.0 var bara rifið út og menn áttuðu sig ekki á hversu mikið myndi draga af Van Dijk eftir meiðslin og að hafa ekki nóg cover frá miðjunni.
Núna þarf Klopp að finna líkamlega sterka, hraða og klóka leikmenn fyrir næsta update. Sömu aðferðir munu ekki duga óbreyttar. Lið eru farin að læra á hápressufótboltann sem gerði alla Evrópu logandi hrædda við Liverpool í mörg ár. Við þurfum fleiri vopn í vopnabúrið. Geta spilað fleiri leikkerfi. Spila líka 4-2-3-1. Menn keppast við að vilja Trent Alexander á miðjuna því hann sé slakur varnarmaður og góður sendingamaður, þó hann kunni ekki mikið að tækla og sé ekki neitt ógnarsterkur líkamlega. Hvað með að læra af Conte og eiga möguleika á að nota Trent í wingback í einskonar 3-5-2 eða 3-4-3 leikkerfi þegar við þurfum að spila td gegn Real Madrid? Við þurfum miðjumenn sem geta tengt milli miðju og varnar sem og miðju og sóknar. Við þurfum að kaupa miðjumenn sem geta skapað og skorað mörk. Með skotógn fyrir utan teig. Við þurfum að læra af Man City hvernig eigi að brjóta niður 9 manna varnarmúra gegn botnliðum og muna líka hvernig eigi að vinna þá.
Klopp þarf að finna nýjan leiðtoga í vörnina og nýjan fyrirliða.
Margt sem þarf að finna lausn á. En þessi sumargluggi framundan er rosalega mikilvægur fyrir FSG, Klopp og Liverpool. Ef við klúðrum þessu áfram munu helvítis Man Utd kakkalakkar skríða undan öllum steinum eins mökk óþolandi gerpi og þeir eru. Við verðum að ná þessu réttu og kæfa þá í fæðingu meðan við höfum enn yfirhöndina.
kórrétt.
Mjög flott greining á vandamálum LFC. Klopp þarf einfaldlega að vera meira sveigjanlegur með leikkerfi.
Klopp segir nu ad hann geti ekki keypt Ferrari eins og Bellingham,raunveruleikinn er semsagt ad FSG vilja ekki og geta ekki keypt leikmenn ur efstu hillu.
Jebb sá þetta í morgun. Ekki byrjar sumarglugginn vel, menn í klúbbnum okkar eru ekki að ganga í takt.
Ótrúlegt að hann hafi sagt þetta opinberlega. Klopp er beisiklí að “shame-a” FSG og geta grín að þeim undir rós. Hvað sem er til í því hvort við séum raunverulega hættir við Bellingham eða FSG að reyna ná verðinu niður. Getur ekki endað vel. Ég skil menn sem grunar að Klopp gefist upp næsta tímabil.
Mikið rosalega hlýtur Klopp að vera þreyttur á FSG. Hann bara fær nær aldrei neitt á markaðnum sem hann biður skýrt um. Hann vill Ferrari. Hann vill hardcore heavy metal fótbolta. Hann vill Bellingham. En FSG vilja helst bara versla í Góða Hirðinum og á Blandinu.
“Góða Hirðinum og Blandinu”! Hahahahaha…… góður AEG, ég skellti upp úr! Og takk fyrir góðan pistil hér ofar.
Þetta er nefnilega málið, sumarglugginn mun skera úr um það hvar FSG eru staddir í sínum verslunarhugleiðingum og þá um leið segja mikið til um framtíð Klopp og klúbbsins!
Eina leið til að laga liverpool er að fá 2 miðjumenn úr efstu hillu í sumar og þeir kosta eins og bellingham en klopp er að staðfesta að hann fær enga peninga í sumar þannig næsta leiktíð er bara endurtekning á því sama.
Í stað Bellingham, Gvardiol og Rice gætum við endað á João Palhinha, Gravenberch og António Silva.
Það væri ekki versta niðurstaðan og myndi auka stálið nokkuð frá því sem nú er og yngja liðið um leið all hressilega upp. En þá kemur ensku-leikmanna-reglan auðvitað inn í þetta og hvað þá? Jacob Ramsey?
Nema Diaz verði seldur eða sé búinn eftir þessi meiðsli sín finnst mér ekki sérstök þörf á að bæta í framlínuna. Gagpo hefur sýnt gæði sín eftir slaka byrjun og verður vonandi framtíðarleikmaður hjá okkur, sama á við um Nunez.
Kannski er ekkert vitlaust að hirða 4 bestu 30-40 milljóna bitana – eins og þá sem ég nefndi hér efst eða einhverja sambærilega – ef nískan í FSG heldur áfram og þeir týma ekki að henda stórum pening í leikmann sem allir vita að er ein af stærstu framtíðarstjörnum fótboltans.
Eftir magnað gengi liðsins síðustu ár eru peningarnir til en líklegt að FSG vilji ekki eyða þeim, einkum ef þeir stefna nú að sölu.
Ég held að mörgum hérna veitti ekkert af því að slaka aðeins á í því hvernig þeir túlka hlutina. Líkt og fram kom í þessu fína podcasti, hafi menn hlustað á það, er akkúrat ekki neitt nýtt í þessu máli sem kallar á þessi viðbrögð.
Èg hjó einmitt eftir þessu sem Ssteinn benti á: var klúbburinn að gefa eitthvað út varðandi Bellingham ? Ég varð nefnilega hvergi var við það. Þetta kom bara frá einhverjum mis áreiðanlegum pennum sem vilja sækja sér “smelli”, og hafa engar innanbúðarupplýsingar eða tengingar inní klúbbinn.
Þessi orð Klopp er svo bara hver og einn að túlka eftir því í hvernig skapi viðkomandi er. Að hann sé að “shame-a” FSG undir rós, og gera grín að þeim, finnst mér bara fáránlega langsótt.
Klopp tók það sérstaklega fram að hann væri EKKI að tala um Bellingham, heldur kaup almennt, og kom svo bara með eitthvað diplómatískt svar sem ekki er hægt að lesa neitt í.
“It’s just what you can do and then you do it and work with that. Nothing else to say. That’s always how I work”
Hann er hér að segja hvernig hann hefur alltaf unnið. Varla hefur það mikið með FSG að gera ?
Bottom line-ið, er að Klopp er bara ekkert að gefa blaðamönnum nein svör við því hverjum Liverpool er á eftir, eða ekki á eftir. Klúbburinn kemur bara með diplómatísk svör, og eftirlætur ykkur svo að túlka einhverja vitleysu út úr því og henda því hingað inn.
Haldið þið í alvöru að Klopp væri bara svo ófaglegur að fara að hnýta í FSG varðandi leikmannakaup, á blaðamannafundum fyrir leiki ?
Það eru allskyns miðlar og bloggsíður búnar að koma með allskyns slúður, sem er ekkert annað en það; slúður!
Ég held að menn ættu bara að reyna að bíða rólegir þangað til það verður í alvörunni eitthvað að frétta. Þá verður eitthvað í alvörunni til að rífast um og rökræða.
Insjallah
Carl Berg
Liverpool munu kaupa 1 miðlungs miðjumann fyrir 30-40m fá 1 á free transfer og svo 1 uppfyllingarefni í miðvörðin. Þeir munu losa 3-4 leikmenn til að fá inn þann pening.
FSG eru að blóðamjólka Liverpool fagmannlega þeir líta vel út á meðan þeir eru að gera það.
Hafa stækkað völlinn og byggt nýtt æfingarsvæði og menn halda það kosti eh 100000 miljón pund en þetta er allt á lánum og bara brotabrot af revenue sem þeir eur að taka inn í staðinn.
Liverpool hafa verið með mesta hagnaðinn síðustu ár en samt eru þeir að skrapa botninn þegar það á að kaupa leikmenn inn. Ég er kominn með nóg af þessu rugli og já stuðningsmönnum sem finnst þetta í lagi.
Það var talað um Glazers hjá United en hey …þeir hafa nú alveg verið til í að borga há laun og miklar summur til að reyna lokka eh aukvissa til sín þrátt fyriur að vera áskrefendur af europa deildini síðustu ár en það er akkurat það sem Liverpool stefnir núna.
FJANDINN hafi FSG og Klopp þarf að hætta verja þessa vesalinga kominn með nóg.