Stelpurnar fá Brighton í heimsókn

Núna kl. 13 að íslenskum tíma mæta stelpurnar okkar á Prenton Park og fá þar Brighton í heimsókn.

Liðin eru þannig séð á nokkuð svipuðum stað í töflunni, Liverpool í 8. sæti með 16 stig, Brighton í því 10. með 12 stig. Falldraugurinn er svona að mestu úr sögunni hjá okkar konum, en ekki alveg hjá Brighton sem eru bara 2 stigum fyrir ofan Leicester í neðsta sæti.

Andstæðingarnir hafa annars verið ólseigir í síðustu leikjum, unnu Everton 3-2 í síðasta leik, og léku svo tvo leiki gegn toppliði United, annan í FA bikarnum en hinn í deildinni. Bikarleikurinn fór 3-2 fyrir United, og þessi síðustu úrslit segja okkur að þessi leikur á eftir verður ekkert auðveldur, þetta lið er ekkert fallbyssufóður.

Allavega, Matt er búinn að tilkynna liðið, og virðist vera kominn aftur í 4-3-3. Natasha Dowie er komin til baka eftir tognun í læri, og hún byrjar í dag:

Laws

Koivisto – Robe – Matthews – Hinds

Kearns – Nagano – Holland

van de Sanden – Stengel – Dowie

Bekkur: Cummings, Kirby, Campbell, Roberts, Silcock, Taylor, Lundgaard, Lawley

Melissa Lawley er líka komin til baka og byrjar á bekk í dag, en það kæmi nú ekkert svakalega á óvart að sjá hana koma inná í seinni hálfleik. Hins vegar vantar ennþá fyrirliðann Niamh Fahey, og Gemma Bonner er líka frá af einhverjum orsökum. Nú og Kiernan er auðvitað enn að ná sér af sínum meiðslum. Eins er Yana Daniels hvergi sjáanleg.

Það má sjá leikinn á The FA Player að venju (með enskt VPN), og hugsanlega annars staðar.

KOMA SVO!!!

2 Comments

Liverpool – Nottingham Forest 3-2

Upphitun: Sápukúluslagur vs. West Ham United á London Stadium