Upphitun: Brentford mætir á Anfield

Fjórir leikir eftir og möguleikinn á Meistaradeild enn á lífi eftir tap Manchester United í vikunni. Hinsvegar skiptir kannski enn meira máli í þessum loka leikjum að sanna það bæði fyrir okkur sjálfum og öðrum að við getum tekið þátt í alvöru baráttu á næsta ári, eins og við gerðum í lokaleikjunum 20/21. Fimm sigurleikir í röð og ekki tapað síðan gegn City fyrsta apríl, vissulega hafa frammistöðurnar verið mismunandi en stigin eru að koma í hús annað en en fyrr á tímabilinu þegar við vorum óstöðugir.

Helsta vandamálið í vetur hefur verið miðsvæðið en Fabinho og Henderson hafa verið skárri undanfarið og Jones komið ágætlega inn í þetta en gegn Fulham sáum við að lappirnar eru aftur farnar að segja til sín og var seinni hálfleikurinn í þeim leik hægur og fyrirsjáanlegur. Vandamálið er hinsvegar að eftir enn ein meiðsli Thiago fyrir síðasta leik ásamt því að Keita og Bajcetic eru frá og Chamberlain var ekki í hóp í síðasta leik er erfitt að sjá hvernig við stillum upp miðju sem ræður við iðnaðinn í miðju Brentford og er það líklegt til að verða okkur að falli á morgun.

Anfield er þó enn virki þar sem við höfum aðeins tapað einum leik þar í vetur, tap gegn Leeds í október. Höfum einnig verið að ná að að stýra leikjum aðeins í byrjun leikja undanfarið á meðan við spilum okkur inn í leikinn og mikilvægt að gera það gegn Brentford þar sem þeir eru mikið kraftalið og geta gert útaf við leikinn áður en við vöknum annars.

Góðu fréttirnar eru að síðan í byrjun febrúar hefur Ivan Toney skorað í öðrum hverjum leik og hann skoraði gegn Nottingham Forest í síðustu umferð og miðað við þá tölfræði mun hann ekki skora gegn okkur á morgun.

Brentford liðið hefur heillað flesta eftir að þeir komu upp og líta alltaf út eins og þeir geti gefið hverjum sem er leik. Hinsvegar kemur á óvart að þeir hafa aðeins tvisvar unnið leik gegn liði í topp fimm sætunum.

Robertson mun án efa koma inn fyrir Tsimikas og Jota er enn að jafna sig eftir meiðsli og mun líklega byrja á bekknum. Eins og áður sagði er miðsvæðið mesti hausverkurinn því annaðhvort Fabinho eða Henderson byrja í sexunni og býst því við að Henderson byrji, þar sem hann var hvíldur gegn Tottenham, hann taki fyrsta klukkutíman og þeir skipti svo. Milner er eini miðjumaðurinn sem við eigum í liðinu sem gæti komið inn í svona bardagaleik og gæti svo séð Klopp byrja með Gakpo inn á miðsvæðinu eins og í seinni leiknum gegn Real og fá að vera pressudýr á miðjunni sem kemur svo sem auka sóknarmaður þegar við sækjum þar sem ég sé hann ekki treysta Elliott sem átti erfitt í fyrri leik liðanna. Væri vissulega óhefbundið og gæti verið að hann reyni að fá Fabinho til að taka einn leik í viðbót svo er rúmlega vika í Leicester leikinn.

Spá

Hef litla trú á að við höldum hreinu gegn Brentford en hef trú á að við höldum áfram að klóra út erfiða sigra. Spái 2-1 sigri þar sem Salah skorar í níunda Anfield leiknum sínum í röð og jafna þar með Gerrard sem þriðji markahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi.

3 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Hannes Daði. Ég hef miklar áhyggjur af þessum leik. Brentford er kraftalið eins og Hannes Daði bendir á og við eigum alltaf í vandræðum með svoleiðis lið sem berjast fast á miðjunni og sækja svo mjög hratt. Þar sem varnarlínan okkar er yfirleitt mjög hátt á vellinum er hætt við að hraði andstæðingsins fram á við verði okkur að falli. Þrátt fyrir þetta verður Liverpool að vinna þennan leik. Ég hef trú á að sóknin skori amk. eitt mark og það dugar ef vörnin heldur. Ef vörnin heldur já . . . ?

    Það er mjög líklegt að MU vinni West Hamm þar sem þeir eru með ansi laskaðan hóp. Meiðsli og veikindi hamla þeim verulega á morgun og þar með er hætt við að þeir sogist niður í fallbaráttuna. Þar af leiðir að þeir verða amk. að ná jafntefli á móti MU en það verður þeim erfitt eins og staðan er á liðinu. Því miður. Þetta segir að Liverpool verður að vinna Brentford hvað sem tautar. Spái (vona) eins marks sigri í hunderfiðum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  2. OK… ég ætla að þora að segja það…
    Í öllum pælingum um miðjuna næsta tímabil þá tel ég útilokað að nokkuð verði byggt á að Thiago verði heill.
    Hefur þegar misst 16 leiki þetta tímabil, 20 síðasta, 21 þar áður, og svo 18 hjá Bayern þau 3 tímabil sem hann var þar. Ég skal vera sá fyrsti til að segja það: Sennilega væri best fyrir alla að ná að losa hann af launaskrá, en ef ekki þá sem puntspilari eða squad player þá daga sem hann hefur heilsu.
    Veit hann er góður, veit hann er taktískur… en hann er bara aldrei heill þannig að það sé hægt að treysta á hann. Þurfum að fá leikmenn sem hafa heilsu og getu til að spila 70-80% af öllum leikjum, og þá að Klopp stjórni helst hvaða leikir það eru en ekki heilsa þeirra.

    5
    • Þetta er satt þetta tímabil fór í vaskin eftir að stjórinn treysti á leikmenn sem svo náðu ekki að skila einu sinni 30% af því sem við var búist.
      Er samt mjög feginn að leikmenn eins og Keita og Ox eru á leið út það er allavega smá hreinsun þar.

      3

Nýja heimavallar treyjan

Liverpool – Brentford 1 -0 Leikskýrslan