Tímabilið fer að styttast í annan endann hjá liðunum okkar, strákarnir eiga núna 3 leiki eftir, og stelpurnar spila þriðja síðasta leik tímabilsins núna kl. 13. Þá fá þær City í heimsókn, og það er búið að gefa út hvernig liðið lítur út:
Roberts – Bonner – Matthews
Koivisto – Holland – Nagano – Hinds
Kearns
Stengel – Dowie
Bekkur: Laws, Cumings, Robe, Fahey, Lundgaard, Taylor, Humphrey, van de Sanden, Kiernan
Nokkur atriði sem vekja athygli: Faye Kirby heldur sæti sínu í markinu eftir virkilega góða frammistöðu gegn Chelsea í miðri viku. Fuka Nagano er mætt aftur og Ceri Holland virðist vera leikfær eftir hnjask sem hún varð fyrir í síðasta leik. Þá eru bæði Niamh Fahey og Leanne Kiernan metnar leikfærar, sú síðarnefnda í fyrsta skipti síðan í september. Komi hún fagnandi! Það væri nú gaman að sjá hana fá nokkrar mínútur, og tala nú ekki um ef hún næði að lauma inn marki eða svo.
Ef úrslitin í leik Reading og Aston Villa verða þau að Reading vinni ekki, þá er sætið í úrvalsdeild á næstu leiktíð endanlega tryggur, sama gerist líka ef okkar konur vinna sem við auðvitað vonum að gerist. City eru hins vegar í harðri baráttu við United og Chelsea um efsta sætið í deildinni, en reyndar líklega verst setta liðið af þessum þremur, og það væri bara fallega gert af okkar konum að veita þeim ljósbláklæddu náðarhöggið í dag.
Það ætti að vera hægt að sjá leikinn á The FA Player, þó það hafi verið eitthvað vesen á spilaranum í vikunni. A.m.k. er hann ekki á Viaplay í þetta skiptið.
KOMASO!!!
Þrátt fyrir að leikjum dagsins sé ekki lokið, þá er leik United og Tottenham lokið með 3-0 sigri þeirra fyrrnefndu, og þar sem Spurs eiga þá aðeins 2 leiki eftir þá geta þær að hámarki náð 20 stigum (Spurs með 14 í augnablikinu, Liverpool 19). En annar af þessum leikjum hjá Spurs er einmitt gegn Reading, svo þá er ljóst að annaðhvort Spurs eða Reading (eða fleiri lið!) munu lenda fyrir neðan Liverpool.
2-1 sigur! Natasha Dowie og Missy Bo með mörkin. Liðið er þá búið að vinna bæði Chelsea og City á þessari leiktíð, og nú væri helvíti gaman að vinna United í lokaleiknum…
Missy Bo! Auðvitað, mín kona.
Bo Salah öðru nafni…
Vel gert ????
Þessi spurningamerki eiga að vera klappandi hendur.
Það er enginn rosa sterkur stuðningur við tjákn í þessari WordPress uppsetningu sem við notum…