Þessa viku er landleikjahlé, Liverpool er ekki að spila í rúma viku og persónulega finnst mér þetta bölvaða hlé virka eins og hálft ár, tala nú ekki um þegar við erum sl. tvær vikur að horfa á Liverpool í einhverju mesta stuði sem liðið hefur verið í bara frá stofnun. Á svona pásu-tímum fer maður stundum að hugsa út í eitthvað annað svona til að drepa tímann, silly season þjófstartaði t.a.m. í vorblíðunni í MARS eins og KAR kom inná í síðustu færslu og sumir reyna jafnvel að kreista út áhuga á því hvað er að gerast í undanriðlunum í þessum landsleikjum.
Það er því kannski að einhverju leiti skiljanlegt að sumir velti því nú fyrir sér hvað sé eiginlega málið, hvernig í fjandanum getur maður frá eyju rétt norðar en alveg út í rassgati fylgst svona náið með einhverju liði frá öðru landi, jafnvel látið gengi þess stjórna skapinu óhóflega mikið, komið því inn í flestar samræður og jafnvel elt það um alla evrópu. Og enn furðulegra hlitur það þá að vera að ótrúlega stór partur af þjóðinni fylgist náið með boltanum og lifir sig inn í gengi síns liðs af lífi og sál, ég meina þegar Liverpool vinnur leik þá tölum við um að “við” unnum um helgina. Ég ætla nú svosem ekki að reyna útskýra þennan áhuga okkar á boltanum öðruvísi en með því augljósa, þetta er stórskemmtilegt hobbý sem getur gefið manni útrás fyrir spennu, gleði og reiði…..stundum allt í einum og sama leiknum. En þó áhuginn á þessari íþrótt er hreint út sagt magnaður og útbreiddur þá eru mjög margir/margar (oftar konur) sem líta hornauga á gríðarlega mikin áhuga á fótbolta, segja þetta , tímasóun, vitleysu o.s.frv.
En svo ég komi mér nú að efninu þá datt ég allavega inn á Skjá Einn um daginn, líklega á miðvikudaginn sem oftar en ekki er nú lögbundið fótboltakvöld á þessum árstíma. Þar var hinn hreint út sagt ótrúlega leiðinlegi, svo ekki sé talað um vitlausi þáttur America´s Next Top Model í gangi. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er það þáttur þar sem geðsjúk svört kona sem eitt sinn var horað og stórmyndarlegt ofurmódel, ásamt karlmanni sem er svo öfugur að hann er kynntur sem Frú J. Alexander og fleiri karakterum sem betur myndu henta sirkus velja á nokkrum vikum sætust……..nei ekki einu sinni sætustu stelpuna, úr hópi fáránlegra margra stelpna sem af óskiljanlegum ástæðum langar að taka þátt.
Þættirnir ganga út á að horfa á treggáfaðar stelpurnar rífast og baktala hvor aðra milli þess sem þær þurfa að láta mynda sig við “erfiðar” aðstæður. Að lokum þurfa þær síðan að hlusta á dóma frá furðufuglunum sem sjá um þáttinn, allt fólk sem helst hefur það sameiginlegt að vilja einmitt ekki vera með konum ! Helsti kosturinn við þetta er reyndar að í lokinn fer alltaf ein heim sem gefur manni von um að þetta taki nú enda. Þessa þætti, án þess að ég byrji á Bachelor, geta heilu saumaklúbbarnir rætt fram og til baka og, já nánast hugsað þetta eins og við hugsum um fótboltann. Það er í alvörunni velt þessu fyrir sér ofan í kjölin af nokkuð stórum hópi!!
Það er einmitt við þessar aðstæður sem maður á ekki í neinum vandræðum með að réttlæta fótboltann fyrir sér og öðrum. Mikið djöfull er ég a.m.k. oft ótrúlega feginn að hafa áhuga á fótbolta. Þarna höfum við eitthvað mikilvægt að tala um daginn út og daginn inn, skoða á netinu, við getum horft á þessa stórskemmtilegu íþrótt og oftast haldið svo hressilega með öðru liðinu sem er á skjánum að maður er oftar en ekki farinn að hreyta í blásaklaust sjónvarpið (geri mér þó auðvitað grein fyrir að gengi Liverpool er auðvitað stundum sjónvarpstækinu að kenna).
Ég get nú ekki svarið fyrir neitt í þessum efnum en mikið djöfull held ég að það sé nú skárra að hafa áhuga á raunverulegum hlutum eins og fótbolta, heldur en “raunveruleika”þáttum frá ameríku!
Það er auðvitað hægt að taka áhugan skrefinu of langt í þessu öllu saman, bæði í áhuga á ANTM og fótbolta, það er t.d. hægt að halda svo mikið með Liverpool að maður hagar lífi sínu þannig að maður missir helst alls ekki af leik (æfingaleikir þ.m.t), maður getur gengið í aðdáendaklúbb sem er ekki einu sinni frá því landi sem liðið sem maður er að styðja er frá og verið í þeim klúbbi í fleiri ár, þetta getur orðið svo “slæmt” að maður fer að skrifa á bloggsíðu tileinkaða þessu liði sínu og jafnvel einhver spjallborð að auki, svo ekki sé talað um að fara af og til nokkurþúsund kílómetra og nokkur þúsund krónur yfir atlandshafið til þess eins að sjá liðið spila. Það er meira að segja hægt að ganga svo langt að maður getur farið á gala dinner og með því á árshátíð hjá Liverpool klúbbnum á ÍSLANDI
………..og ég meina þetta er bara ég………spáið í því hversu “slæmt” þetta er hjá SStein 🙂
p.s. annað slæmt við landsleikjahlé er að það geta komið inn á milli ekki betri pælingar og pistlar en þetta.
Að eilífu
Enter.
Sjáumst hressir annað kvöld félagi! 🙂
Góður pistill … og stórbrotin mynd af SSteini! 😉
Uss, sammála þér að öllu leiti, Babu. Ef það eri eitthvað sem ég hata, þá eru það svona sjónvarpsþættir. Það ætti að banna þetta!
Ég þverneita því að ANTM sé lélegt sjónvarpsefni. Þetta er eðalskítur. Myndi eiga í vandræðum ef ég þyrfti að velja milli LFC leiks eða ANTM þáttar í sannleika sagt. In Tyra we trust segi ég.
Hahahaha, Enter. Baggalútur:P
Flottur pistill, en of mikil langloka fyrir minn smekk, verður að læra að cuta svona pakka niður, efast um að þú hafir fengið mikinnn lestur á þetta
Svo er þetta auðvitað spurning um lestrarnámskeiðið hjá þér bara 😉 þetta er ekki það langt !
……annars er ég auðvitað að öllu leiti sammála Togga
Þetta finnst mér lélegasti pistill sem ég hef lesið á þessu bloggi.
Voðalega eru Tommi og Bjarni hressir. 🙂
Annars fínn pistill Babú! Ég á einmitt kærustu, sem að líkti hennar ást á Gray’s Anatomy við ást mína á Liverpool. Ég nennti ekki einu sinni að byrja að útskýra hversu vitlaust það hljómaði.
Og þetta myndband með Tyru er SNILLD!
Sko … ef kærustur/konur okkar eyða mánuðunum á milli þess sem ANTM/Grey’s eða hvaða þættir sem það kunna að vera eru sýndir á skjánum í að rökræða hvort verði breyting á leikarahópnum, hverjir kunni að fara og hverjir komi, ef þær vita hverjir leikstjórarnir fyrir hvern einasta þátt eru, hverjir framleiða, hvaðan þeir koma og hvað eiginkonur þeirra heita, ef þær vita aldur allra aðalstjarna þáttanna og svona nokkurn veginn hvað þær hafa í laun fyrir hvern þátt, ef þær geta talið upp nánast án umhugsunar öll verðlaun sem téð þáttaröð hefur unnið, og síðast en ekki síst, ef þær hafa farið oftar en einu sinni til Seattle til að sjá Grace-sjúkrahúsið eða til New York til að sjá Model-húsið, eða hvað sem það kann að vera …
EF þið eigið eiginkonur/kærustur/aðra mikilvæga sem hafa sýnt ákveðinni þáttaröð allan þennan áhuga, þá, og aðeins þá, mega þær líkja því að horfa á þáttaröð saman við áhuga ykkar á liðinu ykkar í enska boltanum. Ef svarið er nei þarf ekkert að ræða þetta meira.
Konan mín reyndi þessi rök einu sinni við mig. Sagði að Liverpool-leikir væru ekkert mikilvægari fyrir mér en næsti þáttur af E.R. er henni. Ég gaf henni svarið hér að ofan og þetta var ALDREI rætt aftur. Strákar, lærið þetta bara utan að og þá láta þær ykkur í friði. 😉
Snilld Kristján Atli, ég þarf að læra þessa utanaf, til að eiga það klárt í vopnabúrinu þegar næsta kærasta lætur sjá sig, hvenær sem það verður nú 🙂
SNILLDarsvar, Kristján Atli. Þetta drepur alla frekari umræðu. 🙂
eða bara finna sér kærustu sem deilir áhugamálinu þá er vandamálið búið. Mín er reyndar Man U manneskja, en það gerir umræðuna bara skemmtilegri.
Svo er náttúrulega klassískt að löðrunga þær bara ef þær eru með kjaft. Þrælvirkar.
Flottur pistill.
Slæmt er þetta hjá mörgum sbr hjá honum Steina eins og babu bendir réttilega á,En ég heyrði nú þá sögum um hann Sigga Hjaltested sem allir ættu að þekkja,að hann hafi flust til Spánar í eitthvað fasteignabrask og Spánn var fyrir valinu því hann reiknaði það út að ódýrast væri fyrir hann að ferðast þaðan til Anfield,sel þetta ekki dýrara en ég keypti það:)…….