Liðið gegn Villa

Það er komið að síðasta heimaleik tímabilsins, og tilfinningarnar verða óvenju miklar í dag, enda kveðjum við 4 vígamenn sem hafa fylgt liðinu síðustu ár. Þar mun helst muna um þá Bobby Firmino og James Milner sem báðir eru á bekk í dag, en Ox og Keita verða uppi í áhorfendapöllunum eins og reyndar Jürgen Norbert Klopp.

Svona verður stillt upp:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Matip, Tsimikas, Milner, Carvalho, Elliott, Jota, Firmino

Draumurinn um 4. sætið er lítill en ekki alveg horfinn, en endum nú endilega tímabilið með tveim sigurleikjum.

Bobby sagði að hann myndi tárast og það mun undirritaður alveg örugglega gera líka, enda munum við hvorki sjá Bobby Firmino né James Milner aftur í Liverpool treyju í keppnisleik á Anfield eftir daginn í dag.

KOMASO!!!

45 Comments

  1. Óþolandi dómari. Alltaf að stöðva leikinn. Þeir ganga á lagið.

    Þurfum að nýta betur þessar stungur.

    1
  2. Þeir hafa verið mjög langt frá sínu besta þennan hálftímann. AV hafa unnið markvisst upp úr pressunni og við höfum ekki nýtt þessi hálffæri okkar sem skyldi. Móttökur lélegar og ómarkvissar.

    Diazinn þarf að taka sig á.

    2
  3. Dómarinn hörmulegur so far. Gefur Villa aukaspyrnu trekk í trekk og hægir á öllu. Ofan á það mega þeir taka sér óþolandi langan tíma í allar sínar aðgerðir. 22 leikir í premier segir allt sem segja þarf.

    2
  4. Hefði átt að vera rautt en sem betur fer bara gult á Mings. Villa hefði drepið leikinn endanlega manni færri.

    4
  5. Ekkert víti!!! það þarf alltaf að drepa okkar menn til það sé víti… óþolandi og augljóst.

    3
  6. Sælir félagar

    Af hverju fá Liverpool leikir alltaf einhverja skítadómara – ekki að það séu einhverjir enskir dómarar sem eru í lagi. Svo er hrokagikkurinn, monthausinn og Liverpool hatarinn utanvallardómari. Þvílíkt samansafn af ömurleika og gæðaskorti sem ensk dómarastétt er. Viðbjóðurinn helber. Konate fær á sig víti sem var réttur dómur en Hendó ekkert fyrir svipað brot. Ógeðslegt og svo á nottla Mings að vera farinn útaf. Liverpool liðið ekki búið að spila vel en – dómgæslan maður minn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Það er ekki til neitt sem heitir góður enskur dómari. Þetta er allt vanhæft DRASL !

      3
  7. Hvernig í ósköpunum var þessi árás ekki rautt spjald ? Hvaða hálfvitar eru í VAR herberginu ? Það er alltaf sama skitan hjá enskum ræfilsdómurum. Villa fær að tefja eins og þá langar til, ekkert dæmt, tefja endalaust.
    Liverpool þarf að mæta til leiks í seinni hálfleik. Þetta er bara ekki í boði að tapa síðasta heimaleiknum.

    4
  8. Djöfulsins væl yfir dómurum hérna.

    Okkar menn með skituna langt upp á bak og heppnir að vera ekki þremur mörkum undir.

    Koma svo í seinni Liverpool! Núna er að duga eða drepast!

    9
  9. Dómarar að skíta á sig enn eina ferðina what is new…
    En breytir því ekki hversu lélegir Liverpool eru búnir að vera heldur að leyfa A.villa að stjórna leiknum í nánast 25-30 mín á Anfield er bara ekki boðlegt.
    Koma sér í gang í seinni og hætta búast við eitthverju frá þessum dómara.

    5
  10. Það þarf mikið að lagast í seinni ef við eigum að taka 3 stig í dag. Sumir leikmenn eru undir pari og aðrir halda að þeir séu einir á vellinum. Koma svo 3 stig í dag og ekkert kjaftæði!

    4
  11. Mjög ómarkvisst hjá okkar mönnum. Oft fengið ágæt færi en það er eins og það megi ekki skjóta.

    3
  12. Jordan kafteinn er slappur í dag. Ég vil sjá Millie machine koma inn á í staðinn fyrir hann.

    1
  13. Gakpo! Eru þeir að reyna að dæma þetta af? Gera allt til að fella okkar menn?

    1
  14. Bara svona sem lokaorð til ykkar sem vælið yfir liðinu okkar. Það er ekki auðvellt að spila við þær aðstæður sem boðið er upp á í dag. AV fær að drepa leikinn og haga sér bara eins og þeir vilja. Skitan er ekki okkar manna, skitan er í boði dómara og VAR.

    3
      • Þetta snýst ekki um væl heldur almenna skynsemi. Það næst ekkert flæði í okkar leik og það er bara erfitt við að eiga þegar leikurinn er endslaus stopp. En þú horfir bara á þetta með þínu auga og ég með mínum.

        1
  15. Það þarf að taka á þessu að menn leggjast niður eins og helvítis aumingjar! Ef þú þarft aðhlynningu þá ertu útaf í 5 mín. Þetta er að skemma leikinn

    2
  16. Mikið ofboðslega fær Villa að tefja mikið. Þvílík leiðindi.

    1
    • vælubíllinn kominn í gang…
      Diaz… Dómarinn…. þetta leiðinlegt… Liverpool er ekki ósigrandi

      1
  17. Díasinn er ekki að gera mikið fyrir okkur. Endalaust klapp og hringsól með boltann.

    Sjáum samt hvað þessar breytingar gera fyrir liðið.

    1
  18. Úff verður erfitt fyrir Klopp að halda skilorðið eftir þennan leik.
    FA er heldur betur að láta reyna á það
    Með þessari sendingu

    1
  19. Er búið að taka af 6 sek regluna á markmenn? Man að Mignolet fékk dæmt á sig hér um árið en svo bara hef ég ekki séð dómara taka á þessu þótt fullt tilefni hafi oft verið til.

    3
  20. Mikið er nú gaman sð sjá þetta ofmetna skítalið missa af Champions league.

    2
  21. Getur einhver hér inni útskýrt fyrir mér regluna um hversu lengi markmaður má halda á boltanum eftir að hann hefur náð fullu jafnvægi og stjórn á boltanum????

    Síðast þegar ég vissi voru þetta 6 sek!!! Það verður að fá flæði í fótboltann til að fólk nenni að horfa ef ekki þá eflaust á áhorfið og vinsældirnar eftir að minnka. Sama á við um aðrar tafir, innköst, aukaspyrnur, markspyrnur, “meiðsli”, skiptingar o.sv.fr.

    Var fyrst á móti öllum þessum uppbótartíma á HM en það er ein leið til að taka á þessu og reyna að drepa þessa óværu. Svo greinileg dagsskipun oft frá þjálfurum því miður.

    2
  22. Firmino! 1-1.

    Svo eru fréttir að berast að MacAllister mun vera frágenginn að koma til okkar frá Brighton.

    2
  23. Hallo!er ég sá eini sem ekki er sáttur með spilamennsku Salha?Hann er ekki að ná sama takti og áður,Þ.E.alltaf að reyna sömu hlutina kemur inn í teig reynir að sóla tvo til þrjá gengur ekkert hjá honum,menn löngu búnir að læra á hann .

    1

Upphitun: Síðasti heimaleikur tímabilsins vs. Aston Villa

Liverpool 1 – 1 Aston Villa