Szoboszlai kominn (Staðfest)!

Loksins er þetta fullfrágengið. Hann er ekkert smeykur við skyrtunúmerið og tekur nr. 8.

Velkominn DS8!

30 Comments

  1. Magnað ! Frábær kaup, svo tvo í viðbót, miðjumann og varnarmann takk.

    8
      • útfrá einhverri reglu um að leikmenn hafi verið í 3 ár frá 18 – 21 árs þá gæti hann flokkast sem home-grown ef hann kæmi til okkar og yrði í 2+ ár

        7
  2. Þetta eru frábærar fréttir. Það er augljóst að Liverpool er að kaupa hér stóran og gómsætan bita sem hafði burði til að fara til allra stórliða í heiminum. Að Liverpool kjósi að virkja klásúluna, staðreiða drossiuna, svo önnur stórlið kaupi hann ekki, segir mér að bæði Klopp og njósnaranir sjái eitthvað í honum sem minnir á De Buyne eða Steven Gerrard.

    Ég hef ekki séð neitt sem sannfærir mig endalega um slíkt. Þarf að sjá hann spila fyrir klúbbinn okkar í nokkur skipti fyrst.

    Tveir gæða miðjumenn komnir í hús og fleirri sem eru orðaðir, segir mér að næsta tímabil verður ansi spennandi.

    7
    • Eitt er víst að hann vildi til LFC og það er strax kostur hef skoðað hann aðeins og hann er með svolítið svipaða skot tæknin og Bruyne en virkar hraðari en hann en hann þarf að prufa eitt ár í PL áður en það er hægt að dæma hann.

      YNWA.

    • Já, góð upptalning þarna… frá bundes í PL. Engin smá nöfn! Ætli maður sé ekki enn laskaður eftir Keita – knattspyrnumann ársins í Þýskalandi á sinum tíma?

      Vonandi gengur Slóbódæ allt í haginn. Það væri hrikalega gaman að fá alvöru áttu aftur í liðið.

  3. Gaurinn er bókstaflega með tattú af Gerrard !
    Þetta vissi maður ekki augljóslega tekur hann nr 8 : D
    Velkominn Szoboszlai

    YNWA !

    7
      • Vitum við hvaða ummæli það eru?
        Bara forvitinn sko.

        Annars mjööög ánægður með þá tvo sem komnir eru í hópinn!

        3
      • “Talent is a blessing from God, but without incredible will and humility, it is worthless.”

        12
  4. Eftir því sem ég les mér meira til um “Súboslæ” (held að ég fari rétt með framburðinn) hér á síðunni og á öðrum miðlum þá virðist hér um hörku leikmann að ræða og eins og meistari Klopp segir sjálfur, kaup fyrir nútíð og framtíð.

    Þannig að ég sætti mig við að þetta sé blaut tuska í andlitið eftir röflið í mér undanfarna daga! :O)

    Þurfum væntanlega 1-2 kaup í viðbót þannig að spennandi tímar framundan.

    5
  5. Þetta gæti verið skrýmsli. Spurning samt, hvernig hann höndlar álagið. Þýska deildin hefur ekki reynst góður undirbúningur fyrir þá ensku.

    En þetta lið vinnur ekkert nema að vörninni sé kippt í lag. Gomez, Matip og Konate eru of oft meiddir til að hægt sé að stóla á þá og Virgil virðist kominn yfir tindinn. Mikilvægast er að efla vörnina.

    4
    • Sammála, vantar almennilegan miðvörð sem er ekki meiddur 50% af tímabilinu og 25% til við?ótar að komast í takt við liðið og fá spilareynslu. Komið gott af svona æfingum.

      3
    • Þýska deildin ekki reynst góður undurbúningur fyrir þá ensku?

      Ertu á að tala um: Haaland, De Bruyne, Kompany, Gundogan, Aubameyang, Konate, Son, Firmino, Sane, Havertz, Matip?

      26
    • Matip og Firmino komu beint frá Þýskalandi til okkar og Mane kom líka frá þýsku deildinni þótt hann hafi spilað fyrir annað lið í ensku deildinni áður en hann kom til okkar og það er ekki hægt að segja að þessir strákar hafi ekki staðið sig vel að vísu hefur Matip verið óheppinn með meiðsli en unnið vel fyrir kaupinu sínu þegar hann hefur haldist heill.

      1
      • Mané lék í Sviss og Frakklandi áður en hann fer til England. Bayern er fyrsta lið hans í Þýskalandi.

      • Tryggvi og Indriði. Salzburg er í Austurríki, Mane spilaði þar áður en hvorki í Þýskalandi né Sviss áður en hann fór til Englands

        1
    • Þessir sem City fékk í fyrra frá Þýskalandi áttu ekki beint í basli með ensku deildina í vetur…

      Eitt af floppunum úr þýska boltanum undanfarin ár er svo ekki verri en svo að Arsenal er að kaupa hann á svipaða fjárhæð og hann kostaði Chelsea.

      Þetta hefur voðalega lítið með hvaðan menn koma og ekki rétt að alhæfa um eina deild frekar en aðra, hvað þá eina af stóru deildunum. Leikmaður sem hefur verið lykilmaður hjá liði eins og Leipzig, toppliði í þýska boltanum og Meistaradeildarliði er með mun betra CV en strákur sem kemur frá einhverju af liðunum í neðri hluta ensku deildarinnar.
      Það þarf ekkert að segja til um hvor verður betri hjá nýju liði.

      11
  6. Sælir félagar

    Ég er sáttur það sem af er og held að það séu flestir. Hitt er ljóst að betur má ef duga skal. Alvöru miðvörður og varnartengilið með óþrjótandi hlaupagetur er það sem vantar uppá gluggan í sumar. Allt annað er bara viðbót við það sem þarf.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  7. Mér lýst vel á ann og er nú að fá smá saman trúna aftur á Klopp og efinn sem var farinn að gera vart við sig er næstum því farinn. Einn hafsent í viðbót og þá er ég goður og þá meiga plast hattarnir fara vara sig.

    2
  8. Auðvitað frábærar fréttir en vona samt að við förum ekki úr einni krísunni í aðra. Megum ekki við leikjum þar sem kokteill af Tsimikas/Gomes/Hendó fara að spila bakverði.

    2
  9. Jájá, nokkuð óvænt fyrir mína parta en líst vel á. Hann er allavega með skotógn fyrir utan sem hefur klárlega vantað. Hefði verið samt mega sáttur, vegna góðra tengsla á milli LFC og Leipzig, að græja pakkadíl og taka Guardiol líka. Hann er grjótharður púlari. Láta City hirða hann er vítavert gáleysi. Pavard hefur líka verið í umræðunni og hann getur spilað bæði rb og cb, það yrðu klók kaup.

    Síðasta sumar var öskrað eftir kaupum á miðjuna. Hinn venjulegi sófasérfræðingur hafði rétt fyrir sér miðað við hvernig tímabilið æxlaðist. Það kostaði okkur möguleika á titlum og að lokum hið verðmæta cl sæti. Eigendurnir blammeraðir réttilega fyrir nísku. Núna, enginn cl peningur og þá hent 100m í tvo miðjumenn. Þeir sjá núna að þeir verða eyða smá til að eiga séns á topp4. Þetta sýnir að FSG vill aðeins gera það bare minimum í eyðslu til að eiga möguleika á topp4 og cl money. Höfðu engann áhuga á að hamra járnið á meðan heitt var. Augljóst var eftir áramót ´21-´22 tímabilið að brotalamir voru komnar í liðið og eitthvað major þyrfti að gera um sumarið. Auðvitað stóð epl title tæpt og þrír úrslitaleikir(nota bene, skoruðum ekkert í öllum þremur). Neinei, útkoman einn sorglegasti sumargluggi sem ég hef orðið vitni af.

    En miðað við síðustu ca. 3 mánuði síðasta tímabils er alveg hægt að vera bjartsýnn og með kaupum á einum defmid, helst Thuram, og einum miðverði/bakverði þá skal ég gúddera þennan sumarglugga. Ætla setja upp þetta nýja kerfi sem 3-2-2-3 og þá erum við með mjög gott starting11 og ágætasta evrópu/deildarbikar lið. Gera eins og Arsenal og einblína algjörlega á epl.
    Starting11; Allisson—Konate, VVD, Robertson—Trent, Fabinho—Mac Allister, Szobozlai—Jota/Diaz, Gakpo, Salah

    Evrópa/deildarbikar; Kelleher—Nýr(Pavard?), Gomez, Matip—Nýr(Thuram, Lavia?), Thiago—Jones, Henderson—Jota/Diaz, Nunez, Elliott

    Get ekki gert upp á milli Jota/Diaz. Hallast að Jota því ef hann yrði fyrsti kostur hjá Klopp þá myndi ég giska á að yrði þessa næsta markavél sem Einar var að tala um.

    2
  10. Uss, Gerrard farinn í hundana í eyðimörkinni! Og gott ef Fowler er ekki að fara þangað líka. Verði þeim að góðu. Glatað að sjá þessa olíuríkisbubba kaupa heilu íþróttagreinarnar eins og leikföng.

  11. Gott að fá DSB. Þetta komment er líklega ögn út úr þræði af því að fylgjendur hafa verið duglegir við að pósta og ég var að lesa aðeins í gegn og þetta er því bara svona almennt komment. Hómer J. átti eitt ansi gott fyrir stuttu, hvað varðar Real Madrid og hæfni þeirra til að lokka til sín bestu leikmenn heims.

    Ég hef búið í báðum stóru borgunum á Spáni, Madrid og Barcelona, en hef þó aldrei getað haldið með liðunum þaðan. Real er ríkisstyrkt af konungi og skuldir eru afskrifaðar jafnharðan og þær verða til. Félaginu er útreiknað leiguland sem þeim er fært til tekna, á einhverjum óræðum fermeter á hásléttu Spánar, það gæti verið dýrasti fermeter í heimi. Það skiptir Real Madrid engu máli hversu miklu er eytt; peningar eru ekki til fyrir þeim af því að þeir þurfa aldrei að hugsa um þá. Fyrst núna er talað um spillinguna og svikamylluna sem kemur í gegnum Arabíuskagann; lengi hefur vatni verið ausið á þá myllu í Madrid. Yndisleg borg og frábær. Gott fólk. RM er þjóðarstolt Spánar. Barcelona er þjóðarstolt Katalóníu. Rétt eins og íslensk sagnahefð er þjóðarímynd Íslendinga. Ólíku er í tvennt eytt og misjafnlega miklu. Peningum er í raun í lang flestum tilvikum eytt í algjöra vitleysu, nema af þeim sem eiga lítið af þeim.

    Í fótboltalegu samhengi, og í samanburði við Real Madrid, hlýtur að blasa við hversu miklu máli skiptir Liverpool og stuðningsmenn að hafa gæðastjóra sem sýnir félagi sínu tryggð í gegnum þykkt og þunnt, kemur vel fram og er elskaður bæði af leikmönnum og stuðningsfólki um allan heim. Hann skilur sál Liverpool og glæddi hana til lífs að nýju.

    Klopp er ekki bara besti stjóri í heimi heldur gæðamanneskja sem heldur ótrúlega vel utan um sína leikmenn, allir tala vel um hann, nema þeir fáeinu sem öfunda LFC fyrir að hafa hann sem stjóra.

    14
  12. Gerrard að sýna Henderson áhuga. Geri mér grein fyrir mikilvægi Henderson í hópnum og hann hefur átt frábæran feril en væri það ekki of gott tækifæri ef hægt væri að selja hann fyrir góða upphæð til Sádí?. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og kominn vel yfir hæðina á ferli sínum.

    4

Dominik Szoboszlai búinn að skrifa undir?

Gullkastið – Dóri Sly