Hvað næst?

Það hefur aldrei gerst í stjóratíð Jurgen Klopp hjá Liverpool að félagið kaupi meira en tvo leikmenn sem ætlað er alvöru hlutverk í sumarglugganum, ekki leikmenn sem kosta einhverjar fjárhæðir. Reyndar hefur Liverpool verið duglegt í tíð FSG að nota vetrargluggann og fegra leikmenn eins og Van Dijk, Diaz og Gakpo aðeins leikmannakaup per tímabil, en sumarglugginn er jafnan ofboðslega rólegur hjá Liverpool. Naby Keita sem búið var að semja um kaupin á með 12 mánaða fyrirvara kom sumarið 2018 með Fabinho og Alisson sem er líklega stærsti sumarglugginn hingað til. Sumarið eftir keypti Liverpool ekki einn leikmann!

Það er því í ljósi sögunnar alls ekkert útilokað að Liverpool séu nú þegar búnir að gera stóru leikmannakaup sumarsins og framundan sé mun minni hasar en við erum að gera okkur vonir um. Þrátt fyrir mjög jákvæða byrjun á sumrinu er líklegt að mjög fáir myndu sætta sig við það enda búið að vanrækja Liverpool hvað endurnýjun hópsins varðar í allt of langan tíma, afleiðingarnar komu í ljós á síðasta tímabili.

En hvað er það sem við heimtum að Liverpool geri næst í þessu uppbyggingarferli Klopp á Liverpool 2.0?

Alisson spilaði 97% af síðasta tímabili og ef hann nær að halda sér í standi til að endurtaka það erum við í fullkomnum málum í þeirri stöðu. Kelleher er þá gott back up ef með þarf og virðist ekki vera fara líkt og útlit var fyrir.

Ramsey sem kom fyrir síðsta tímabil var nákvæmlega ekkert back-up fyrir Trent og er nú farin á láni og verður allt næsta tímabil. Væntanlega fær Connor Bradley tækifæri í sumar til að sýna Klopp að hann öðlaðist næga reynslu hjá Bolton til að verða partur af 25 manna hópi Liverpool og næsti varamaður fyrir Alexander-Arnold. Trent hefur verið að spila um 90% af deildarleikjum Liverpool undanfarin ár og núna er engin Milner lengur til að græja rest.

Robertson og Tsimikas er staða þar sem svigrúm gæti verið til bætinga. Losa Tsimikas og fá í staðin leikmann sem getur leyst bæði bakvörð og miðvarðarstöðuna, helst þá auðvitað þetta semi miðvarðar hlutverk sem Robertson var að spila undir lok síðasta tímabils.

Nýr miðvörður er svo litlu minna forgangsmál eftir síðasta tímabil en nýr miðjumaður var áður en Szoboszlai og Mac Allister bættust við hópinn. Van Dijk er 32 ára og hefur verið að sýna merki þess að hann hefur toppað sem leikmaður, hinir þrír hafa aldrei spilað tvö tímabil í röð án þess að missa úr helminginn af a.m.k. öðru þeirra. Nat Phillips á ekki lengur að vera partur af þessu samtali. Colvell sem er að spila mjög vel með Jones og félögum í U21 árs liði Englendinga gæti verið mjög öflug lausn en kaup á honum virðast heldur ólíkleg úr þessu m.v. harða afstöðu Chelsea. Þeir eru ekkert að fara selja hann ef þeir vilja það ekki.

Mac Allister og Szoboszlai eru frábær viðbót við miðjuna hjá Liverpool og ættu fljótlega báðir að vera orðnir fastamenn í liði Liverpool á kostnað t.d. Henderson og Thiago. Sama á við um Curtis Jones sem hefur verið að spila frábærlega með U21 árs liði Englendinga. Hann endaði síðasta tímabil með stæl og er að leysa miðjustöðuna með landsliðinu það vel að hann flýgur inn í lið Liverpool með sama áframhaldi. Harvey Elliott er svo auðvitað ennþá leikmaður Liverpool og valkostirnir því orðnir sex af mjög góðum leikmönnum sem allir gera tilkall til að spila töluvert.

Fyrir aftan þessa sex leikmenn á Liverpool svo bara einn alvöru varnartengilið, Fabinho er nú ekki eldri en 30 ára og á því vel að eiga nóg á tanknum til að leysa þetta hlutverk. Bajcetic og Morton eru svo eins og staðan er núna líka á mála hjá Liverpool. Þarna er kannski hvað helst svigrúm til að bæta breiddina og loka betur í sárið sem var á liðinu síðasta vetur. Þá til að byrja með að fá inn alvöru varnartengilið sem kemur fyrir aftan Fabinho í goggunarröðinni en gæti svo hirt af honum stöðuna.

Það er erfitt að spila á miðjunni undir stjórn Jurgen Klopp, síðsta tímabil sýndi það og Klopp hefur jafnan farið hægt í að setja nýja menn inn í liðið. Hann er ekki fara setja þrjá nýja miðjumenn í einu í stór hlutverk á miðjunni. Þess vegna er slúður um Lavia hjá Southampton og Thuram frá Nice ágætlega trúlegt. Leikmenn sem hafa rosalega hátt þak en kæmu líklega ekki beint inn í byrjunarlið Liverpool.

Höfum samt í huga að það er hálf galið að vera með sjö mjög öfluga miðjumenn og tvo yngri leikmenn sem báðir hafa spilað nokkra leiki með Liverpool nú þegar og vera samt að heimta enn meira. Sala á t.d. Henderson eða Thiago myndi snúa þessari jöfnu töluvert og gera ein leikmannakaup í viðbót eðlilegri.

Arthur, Keita og Ox spiluðu samanlagt 28 leiki í öllum keppnum á síðsta tímabili eða 1053 mínútur. Harvey Elliott, leikmaður sem við teljum svona 5.-7. valkost á miðjunni spilaði helmingi meira en þeir þrír samanlagt. Ef að Mac Allister og Szoboszlai eru eitthvað eðllegir þarf Liverpool ekki meira en 5-6 miðjumenn næsta vetur.

Klopp er með gæði í Alexis, Szoboszlai, Jones og Elliott til að rótera 8/10 stöðunum á miðjunni og hefur líka valkosti í sóknarlínunni til að spila þar. Þá er ein staða eftir á miðjunni og hægt að skipta henni á milli Fabinho og þá vonandi betur hvíldum Henderson og/eða Thiago. Það er satt að segja erfitt að sjá margar mínútur fyrir Bajcetic og Morton, hvað þá ef Liverpool bætir einum enn við.

Sama lögmál á svo við um sóknarlínuna, það eru fimm mjög góðir leikmenn að berjast um þrjár stöður og auk þeirra er Liverpool með tvo af efnilegri sóknarleikmönnum álfunnar í Doak og Gordon. Ben Doak hlítur t.a.m. að verða partur af 25 manna hópi í vetur og fá eitthvað af mínútum.

Diaz og Jota hafa verið gríðarlega óheppnir með meiðsli og sama má segja um Nunez eftir að þeir komu til Liverpool.Ef við sjáum eitthvað í grend við eðlilega meiðslalista eru fimm sóknarmenn fljótlega farnir að virka frekar margir, það er ekki langt síðan Origi og Minamino voru valkostir 4-5 og spiluðu sáralítið. M.ö.o. samkeppnin er miklu harðari núna.

Þannig að, Liverpool er í raun búið að gera meira í sumar en jafnan er gert í sumarglugganum. Samt myndi maður vilja sjá félagið kaupa fjóra alvöru leikmenn í sumar fyrir alvöru fjárhæðir og jafnvel 1-2 sniðuga valkosti í aukahlutverk.

Spá 

Það fer einn af reyndu miðjumönnunum í sumar, Thiago, Henderson eða Fabinho (í þessari röð) og Liverpool kaupir þriðja miðjumanninn í staðin. Bajcetic fer á láni og Morton verður seldur

Phillips og jafnvel Gomez fara í sumar og Liverpool kaupir nokkuð spennandi miðvörð. Ef Gomez (eða Matip) fer ekki óttast ég að ekkert verði gert.

Svo tippa ég á ein svona Tsimikas leikmannakaup, ekki endilega hvað stöðu varðar heldur meira profile og verð.

23 Comments

  1. Ég held einmitt að Klopp muni ekki líta framhjá frábærri frammistöðu Jones seinustu mánuði, ef hann heldur sér heill þá gæti hann alveg orðið fastamaður á miðjunni hjá okkur, mér finnst margir hafa núll áhuga á honum miðað við ummæli fyrir flesta leiki á seinasta tímabili.
    Ég myndi segja lykilatriði að fá inn miðvörð sem getur spilað vinstra meginn í miðverðinum og bakverðinum.
    Hvað svo sem verður þá er ég að verða gríðarlega spenntur fyrir nýju tímbili, þessir 2 leikmenn sem við vorum að fá eru ótrúlega spennandi leikmenn sem ég hlakka mikið til að sjá í Liverpool treyjunni.

    5
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þennan pistil Einar og allt er þar satt og rétt. Ég verð samt að trúa því að Klopp standi við stóru orðin frá í vor um stórinnkaup sumarsins. Þó vel sé af stað farið og segja megi að miðjan sé ásættanleg með Jones sem alvöru leikmann þá öskrar á mann að það verði að kaupa miðvörð sem nær máli. Ef Liverpool lætur nægja það sem komið er og fer inn í tímabilið með Matip og Gomes sem þriðja og fjórða kost er ekki hægt að segja annað en það sé óásættanlegt. Þá er þessi “stóri” sumargluggi flopp svo það sé sagt

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  3. Curtis Jones er búinn að vers aðalmaðurinn á undir 21 Evrópu mótinu og var valinn maður undanúrslitaleiksins svo ég held að Klopp haldi því að það sé komið gott af miðjumönnum og nú sé einn eða fleiri varnarmenn næst á dagskrá .

    1
  4. Eh slúður í gangi að LFC sé búið að bjóða PSG 200 m€ fyrir Mbappé. Hlýtur að vera eh bull.

    1
  5. Hér á Ystu-Nöf hefur vindurinn borið mér þá fregn að viðræður séu í gangi að Mbappé verði keyptur á 170M pund og Salah verði seldur til Saudi á 120M pund. Ekki slæmur díll það. En vissulega verður rekstrarkostnaðurinn hár á Mbappé næstu 4 árin en á móti kemur gríðarleg sala á skyrtum og öðrum tekjum til að koma á móts við það. Sól, sól skín á mig.

    8
  6. Hahaha Mbappe er ALDREI að fara að koma til Liverpool, eða allavega ekki næstu 10 árin

    5
  7. Strákar, og stelpur, vakna ! Mbappe er aldrei að fara að koma, ég er bara að vona að FSG tími að borga fyrir Lavía, svo væri allt í lagi að fá arabagull fyrir Thiago, því miður þá virkaði það ekki nógu vel, þó svo hann ætti frábær móment með okkur, og að hann er ótrúlega flinkur leikmaður, hann bara er of oft meiddur. Hann er fínn í lífeyrissjóðsdeildinni í sádi arabíu. Fá ca 40 millur fyrir hann og svo BÆNG !
    Klopp er farinn að brenna á Spáni og kemur því fljótlega aftur til UK, konan smyr á hann AB mjólk og hann smellir í kaup á Lavía og eins og einum varnarmanni. Þá er þetta komið og let the game begin.

    5
  8. Sælir félagar

    Nú kannast maður við sína menn, ekkert að gerast, búnir að draga sig út úr öllum samningaviðræðum og vonast til að fá leikmenn með afslætti. Sama tilfinning og á undanförnum sumar gluggum. Þó búið sé að kaupa góða leikmenn á miðjuna þá vita allir að það er ekki nóg. Það minnsta sem þarf að gera er að kaupa miðvörð.Klopp veit það, þið vitið það og ég veit það. Ef til vill hafa æfinga myndirnar af Hendó gert það að verkum að Klopp og félagar halda að þeir séu að fá nýjan mann/menn þar í honum einum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Talandi um Hendó. Líst afar vel á kappann. Hann er farinn að líkjast rosalega mér, eins og ég var árið 1980.

      6
    • tja, þær fréttir að liðið sé búið að draga sig út úr samnigaviðræðum virðast nú ekkert áreiðanlegri en aðrar. Romano t.d. segir að það LFC séu ansi líklegir til að leggja fram tilboð í Lavia á næstunni.

      Keppinautar okkar sem orðaðir eru við Lavia eru t.d. ekki búnir að leggja inn tilboð ennþá.
      Hér er um að ræða 19 ára gutta sem Sounthampton verðleggja hátt og væntanlega yrði hann í aukahlutverki í vetur svo óþarfi er að örvænta.

      Vissulega væri gaman að sjá einhverja uppstokkun í vörninni en hafa verður í huga að glugginn lokar 1. sept svo það eru næstum 3 mánuðir til stefnu.

      5
  9. Einar matthías, það er algjörlega rétt hjá þér að FSG hefur ekki að vera að kaupa marga menn úr efstu hillunni í einu og það er aldrei að fara að gerast í þessum glugga. Ég er á því að við þurfum að kaupa að minnstakosti tvo alvöru menn í viðbót til að komast aftur á toppinn einn DM og einn CB.
    Ég sagði það í vetur að Liverpool þurfi að eiða 200 – 300 milljónum punda í leikmenn í sumar til að komast aftur í baráttu um enska titillinn.

    Ég er ansi smeykur að Liverpool séu búnir með alvöru kaupin í þessum glugga, við erum að fara að berjast um 6 – 8 sæti í vetur með þessu áframhaldi. Vonandi losnar Liverpool undan eignarhaldi FSG sem fyrst, það er algjört lykilatriði til að Liverpool verði stöðuleika stórveldi á ný og sé að vinna stóra titla á hverju ári.

    Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar það er verið að bendla menn eins og Bellingham eða Mbappe við Liverpool, það er jafn líklegt og að KR séu að kaupa Lionel Messi!

    6
    • Fyrir viku varstu líka ansi smeykur um að Alexis yrðu einu kaupin í sumar.

      Það er greinilega mikil bjartsýni og gleði í þínu lífi.

      11
      • Indriði, ég hef það nú bara ágætt þakkar þér fyrir, ég er ekki haldin þunglyndi, kvíða, meðvirkni eða öðrum nútímakvillum sem ég kann ekki að nefna.

        Munurinn á mér og þér, liggur í því að ég mynda mér ekki mínar skoðanir akkurat á þeirri mínútu sem ég er á núna eins og þú, ég horfi í söguna og kaupstefnuna sem FSG eru búnir að bjóða upp á síðan þeir komu 2010.

        Já ég skal alveg viðurkenna að ég sá fyrir mér að Alexis Mac Allister yrðu einu stóru kaup Liverpool í þessum glugga allt annað og meira er plús, við erum komnir hálfa leið í þessum glugga að því markmiði sem ég tel að Liverpool þurfi til að komast aftur á toppinn. klukkan tifar og nú er undirbúningstímabilið að hefjast og það er skinsamlegt að vera búnir að kaupa þá leikmenn sem vantar fyrir þann tíma og það virðist ekki vera að fara að gerast. Þú ert væntanlega búin að gleyma sumarglugganum í fyrra og þeirri miðju sem Liverpool fór með inn í síðasta tímabil sem hefur væntanlega verið jákvætt fyrir bjartsýnan mann eins og þig sem virðist greinilega lifa á þeirri mínútu sem þú ert á akkurat núna.

        Indriði, vonandi er mikil bjartsýni og gleði í þínu lífi, þrátt fyrir að til sé fólk eins og ég sem sé hlutina í öðru ljósi enn þú.

        Eigðu góðar stundir 🙂

        6
  10. Þessi færsla þín kemur inn á mínar vangaveltur um leikmannakaup Liverpool. Eftir sumarkaupin, eru átta misgóðir miðjumenn hjá okkur og ég hefði haldið að það sé nægur aragrúi, Þurfum við virkilega fleirri miðjumenna nema einhverjir fari? Það má deila um gæði þeirra og hvort einhverjir af þeim eigi framtíð hjá okkur, bæði sökum gæðis og aldurs en átta leikmenn til að dekka þrjár stöður á vellinum, ætti samkvæmt öllu eðlilega að duga.

    Ég held að hugsmynd Klopp sé sú að þróa Bajcetic, Elliot, Jones í heimsklassa leikmenn og hann hafi trú á þvi að það gerist með tíð og tíma ef þessir strákar eru með nóg af gæðum í kringum sig. Þeir hafa sýnt að þeir þrífast vel í heilbrigðri samkeppni við aðra leikmenn og hafa svo sannarlega tekið framförum.

    Stóra spurningin er hvaða stöðu er Trent Alexsander eiginlega að spila ? Er hann bakvörður eða er hann miðjumaður ? Má vera að Klopp telji miðjumann líklegri til að leysa Trent af í þessari stöðu en eiginlegur bakvörður. Ef svo er þá getur velverið að klúbburinn sé í leit að leikmanni eins og Thuram. Klopp sagði t.d við Milner á sínum tíma að bakvarðarstaðan spilaðist svipað og að vera á miðjunni í hans leikkerfum og því kæmi mér ekki á óvart að hann vilji frekar miðjuþenkjandi leikmenn í samkeppni við Trent um þessa skrítnu bakvarðarstöðu.

    En ef ég skoða hópinn núna, þá tel ég nokkuð ljóst að við séum tilbúinn í orustur vetrarins. Þessir tveir miðjumenn sem eru komnir fylla upp í stórt gat sem var komið þó ég myndi helst fá tvo til viðbótar.

    2
  11. Curtis Jones litur alveg hrikalega vel út. Sé ekki alveg ástæðu til að kaupa nýjan miðjumann á meðan hann er á sýna það að hann er kominn á töp level

    5
  12. Romano segir að LFC þurfi að selja leikmann/menn til þess að hafa efni á Lavía.

    2
    • höddi b, það er bara mjög líklega rétt hjá Romano, það hefur ekkert breyst, við erum með sama eigandan og við höfðum á síðasta tímabili?

      5
      • Því miður þrátt fyrir að maður er jú vissulega sáttur við þessi frábæru kaup á miðjuna þá hljótum við að vera sammála að þegar það er búið að losa svona 7 eða eitthvað álíka þá er breiddin ekki endilega betri þó að starting 11 sé vissulega sterkari á pappír.
        Ég vona innilega eins og margir hafa talað um að verði fenginn inn miðvörður þá helst proven leikmann ekki efnilegan.
        Ég er svo enn á því að okkur vanti sárlega backup fyrir Trent. Eh tala um Gomez en mér finnst hann þvi miður glataður í bakverðinum en sjáum hvað setur.

        1
  13. Sýnist nokkuð augljóst að Hendó á að vera Millie 2.0 — hann getur spilað margar stöður og virðist vera að koma sér í hlaupa og líkamsform til að duga í langan tíma.

    Vantar vinstrifótar miðvörð og vonandi kemur hann inn. Jafnvel ungur til framtíðar.

    Mest hræddur um hver verður herstjórinn innan vallar. VVD hefur ekki spilað vel þegar hann er fyrirliði. Okkur vantar reynslubolta sem keyrir liðið áfram. Þar sem Hendo verður ekki að spila nema ca 60 mínútúr í viku ef vel er, þá vantar annan. Hverjir eru líklegir? Szobo er of nýr og ekki viss hvort TAA hafi skapgerðina í það. Kannski Robbo, en hann er í mikilli hlaupastöðu svo erfitt að horfa á leikinn og vera þessi leikstjóri sem við þurfum. Held að þetta sé vanmetið vandamál.

    5
      • Kannski. En það er ansi langt í hann frá sókninni — það þarf mann til að stýra gegenpressing.

        3
  14. Takk fyrir þessa greiningu Einar. Gott að fara yfir stöðuna og nokkuð klárt, að ég held, að sterkur miðvörður, eða fjölhæfur varnarmaður, þarf að koma fyrir næsta vetur. Annars á það líka eftir að koma í ljós hverning nýju mennirnir reynast. Gleymi ekki þeim sem héldu ekki vatni yfir Thiago, sem er reyndar frábær leikmaður en þolir bara alls ekki hið gríðarlega álag sem er í PL. Síðan eru Elliott og Jones ári eldri og hafa þá og þegar fengið dýrmæta reynslu á stóra sviðinu. Ekki voru allar fyrrum stórstjörnur Liverpool orðnir stórgóðir leikmenn 19–21 árs. Vona líka svo sannarlega að Fabhino nái vopnum sínum á nýjan leik í vetur, en ekki bara í öðrum hverjum leik eins og síðasta vetur. Einn úr hryggjarstykkinu verður að vera í lagi.
    Góðar stundir.

    5

Gullkastið – Dóri Sly

Hverjir grípa tækifærið í sumar?