Búið að samþykkja tilboð í Fabinho?

Áreiðanlegustu blaðamenn tengdir Liverpool staðfesta í morgun að Fabinho ferðist ekki með Liverpool til Þýskalands í æfingaferð þar sem búið sé að taka £40m tilboði frá Al Ittihad í Saudi Arabíu. Jafnvel talað um að salan sé frágengin nú þegar. Jordan Henderson ferðast hinsvegar með liðinu og því ljóst að sala á honum er ekki eins langt á veg komin þó ennþá sé hún talin líkleg. Munurinn er semsagt sá að það er komið staðfest tilboð í Fabinho, ekki Henderson.

Kaupverðið virkar ekkert sérstaklega merkilegt fyrir leikmann sem er lykilmaður hjá Liverpool, sá miðjumaður sem spilaði mest í fyrra og var partur af hópnum í 36 af 38 deildarleikjum. Á móti er þetta strákur sem er að verða þrítugur á þessu ári og hefur sýnt augljós merki þess að vera á niðurleið sem leikmaður. Liverpool þarf meiri orku í nákvæmlega hans stöðu á vellinum og stekkur því kannski á £40m og hans pláss á launaskrá.

Það skapar tækifæri til að endurnýja liðið ennfrekar sem er kannski spennandi parturinn, Fabinho er byrjunarliðsmaður hjá Liverpool næsta vetur og líklega er hann ekki búin að fá sömu skilaboð og Henderson um að spilatími hans verði miklu minni í vetur. Ef að hann fer þarf Liverpool að kaupa tilbúinn leikmann í staðin

Melissa Reddy snertir á þessu en bíður reyndar ekkert upp á sérstaklega spennandi valkosti í staðin. Lavia er mjög spennandi sem DMC en hann leysir ekki Fabinho af strax í ágúst. Vonandi er Liverpool með eitthvað á eldavélinni sem er nær einmitt Fabinho frá 2018, hann var leikmaður sem við vorum ekkert að tala um en var svo tilkynntur náast upp úr þurru. Heimurinn er stærri en það sem er í boði á Englandi eða sá sem náði að Salif Diao-a á HM


Glætan líka að Liverpool sé að leka nöfnum sem þeir sjá helst fyrir sér sem valkost í stað Fabinho í blaðamenn, höfum í huga að flestir blaðamenn með góð tengsl við Liverpool hafa jafnan verið alveg í myrkrinu hvað leikmannakaup Liverpool varðar þar til félagið ákveður annað.

Sala á Fabonho en halda Henderson í stærra hlutverki en honum var hætlað sem DMC er vonandi ennþá síður á teikniborðinu!

Varðandi Henderson myndi maður ætla að tilboð í hann sé væntanlegt á næstunni og gjörsamlega ótrúlegt ef sú saga hafi farið svona langt til þess að stranda á kaupverði.Gerrard myndi maður ætla að sé búinn að vera í bandi við bæði Klopp og Henderson til að ná þessum díl sómasamlega í gegn. Kaupi ekki í eina sekúndu fréttir þess efnis að Liverpool hafi akkurat fundið eina liðið í Saudi Arabíu sem er á hausnum…en getur á sama tíma boðið Henderson allt að því fjórfaldan samning. Glætan.

Að lokum er hérna nokkuð góð þriggja mánaða gömul greining á Lavia, semsagt áður en byrjað var að orða hann við stærstu liðin á Englandi

32 Comments

  1. Miller og Firmino farnir ásamt fleirum sem spiluðu mis mikið og ef Fab, Hendó og Thiago fara líka þá á maður eftir að naga neglurnar af stressi áður og þegar tímabili byrjar því það má búast við að það taki tíma fyrir nánast nýtt lið að spila sig saman.
    En eins og alltaf þá verður næsta tímabil tímabilið okkar.
    YNWA

    2
  2. Æ, ég held að hvorki Hendo né Fab hafi lengur þá orku og styrk sem Klopp-boltinn kallar á.

    Ef við seljum þá núna ættum við að geta tekið sem nemur verði afburða miðjumanns. Ef við bíðum í eitt ár, sitjum við uppi með þá óvissu sem þeir hafa skapað síðasta tímabil og ástandið mun ekki batna.

    Ef þeir velja vel þá getum við komið sterkari inn í næsta tímabil.

    15
  3. Þetta með Fabinho er eitthvað sem hefði mátt búast við. Fannst hugur og líkami farinn, yfirferðin hjá honum nægði ekki í verkefnið. Skil áhyggjur manna um miklar breytingar en það þarf að rífa plásturinn af sem allra fyrst. Miklar breyingar er stundum rèttlætanlegt, sèrstaklega í umhverfi fastmótaðrar hugmyndafræði og með leiðtoga sem hefur sterka sýn og umboð.

    10
  4. Skil að losa Hendo og Thiago en alls ekki Fab. Þó sagði ég og fleiri að það þyrfti complete yfirhalningu á miðjunni og þá hefði draumurinn verið Rice, Caicedo og Bellingham í stað þessa þriggja lpool leikmanna. Rice og Jude farnir annað og þá verður maður bara að gera lágmarkskröfu og fara all in í Caicedo. Málið með Fab var að hann var að komast í sitt gamla form í vor og var hann sá eini sem maður vildi hafa áfram. Eins og Einar sagði að brotthvarf Fab þýðir topp4 barátta og gleyma öllum séns á öðru. Sammála því.

    Ef samt þessir þrír hverfa og inn kæmu Caicedo, Thuram og Lavia þá yrði maður aðeins bjartsýnni. Caicedo samt nr. 1, 2 og 3 alveg klárt. Ekki láta Che hirða hann andskotinn hafi það.

    3
  5. Hef engar áhyggjur af þessari sölu, nema að engin verði fengin í staðin. það er náttúrulega klikkun, að þurfa að hafa ,,but,, varðandi sölur á leikmönnum, sem eru komnir vel á seinni partinn. En við verðum að bíða og sjá til, það er ekki eins og við séum með einhvern vitleysing við stjórnvölin.

    4
  6. Hvaða bull er þetta með yfirferð og bla bla bla. Liðið í heild spila ekki vel í mörgum leikjum síðasta tímabils og miðjan var ekki með sína bestu menn heila. Fabinho þurfti að dekka meira svæði með farþega í varnarvinnuni kringum sig. Undir lok síðasta tímabilsins þegar vinur margra Elliot spilaði nánast ekkert og lykilmenn voru heilir þá tapaði Liverpool ekki síðustu 11 leikjum sínum og vann sig úr 8. sæti í það 5. Í þessum síðustu 11 leikjum var Fabinho besti miðjumaður liðsins, hann er bara 29 ára að verða 30 og ekki kominn á endastöð eins og sumir sofasérfræðingar halda.

    Liðið er að losa sig við þann leikmann sem komst næst þvi að spila 80% leikja og er ekki alltaf meiddur eins og aðrir miðjumenn Liverpool.

    Það er ekki í hendi að nýr djúpur miðjumaður verði frábær á sínu fyrsta tímabili með Liverpool, menn þurfa að læra inn á pressuboltann hjá Klopp. Sagan hefur kennt okkur það.

    Halda menn svo að Liverpool muni kaupa djúpan miðjumann í Caicedo á 100 milljónir punda, í alvörunni ?

    12
    • Ég held að Klopp líti þannig á málin að ef leikmennirnir vilji fara þá standi hann ekki í vegi fyrir þeim.

      Mögulega er staðan þannig að peningar skipta Fab og Hendó meira máli en Liverpool.

      Síðan líta menn kannski þannig á stöðuna að það sé ólíklegt að Liverpool verði í baráttu um titilinn í vetur og þess vegna sé skynsamlegast í stöðunni að fara í uppbyggingu.

      Það var augljóst í vetur að við vorum með slæma aldurssamsetningu og maður hefði alveg vilja fórna einhverri af þessari reynslu fyrir ferskari fætur.

      7
      • Indriði, ég er nú bara sammála þér með þessa greiningu þína á stöðunni.

        Liverpool þarf að fara í rótæka og kostnaðarsama uppbyggingu það er alveg ljóst.
        Svo verður að koma í ljós hvort Jurgen Klopp fær það fjármagn sem hann þarf til að skila liðinu á þann stall sem Liverpool á að vera á. Mér sýnist að staðan sem gæti verið að koma upp núna sé sú að það þarf að framkvæma það sem ég talaði um í vetur að klúbburinn þurfi að eyða að minnsta kosti 200 – 300 millijónum punda í gæðaleikmenn í þessum glugga.

        Það er alveg rétt hjá Klopp að standa ekki í vegi fyrir því ef leikmaður vill fara. Enn það sem ég skil ekki hvers vegna leikmenn vilja fara í þessa deild í Saudi Arabíu?
        Maður hefði nú haldið að peningar ættu ekki að vera vandamál fyrir knattspyrnumenn á þessu leveli, enn Saudi Arabía af öllum löndum, hvar er metnaðurinn?

        4
  7. Galin sala en hann vildi eflaust fara sjálfur. Hann er bara þrítugur og var í handónýtri miðju seinasta season. Hann var vissulega að spila illa en seinustu 8 leikir í deild voru góðir og sýndu gamla Fabinho aftur. Þetta verður risa högg á miðjuna hjá okkur. Svartsýnn að við náum einhverjum inn á hans caliberi núna. Núna verður liðið að sýna statement. Lavia eða Gravenberch er ekki nóg.

    7
  8. Þetta finnst mér nú einum of mikið, eða tveimur of mikið. Ef Fab og Hendo fara báðir þá er þetta allt of rótækar breytingar fyrir minn smekk. Miðjan er þá bara ÖLL farin, fyrir utan Thiago !
    Ekki fáum við Rice, Bellingham eða Caseido, hverjir koma þá í staðin ? sem eru klárir í byrjunarlið frá fyrstu umferð ?
    Þetta er að gerast allt of seint, mánuður í fyrsta leik í EPL !

    3
    • tja, liðið er nú nýkomið til æfininga og sumir leikmenn enn í fríi.

      Hins vegar er best að þetta alltsaman gerist hið fyrsta og við fáum mann inn fyrir Fab strax í næstu viku.

      2
  9. Vandinn í fyrra var að fyrstu 11 voru fínir, en bæði mikið meiddir og komnir á aldur sem gerði erfitt að spila 180+ mínútur á viku í Klopp kerfi.

    Vandinn núna er að við gætum verið með þokkalegan hóp — en vantar 2+ sem eru reyndir í byrjunarliðinu á fyrsta degi OG of margir í þessu hópi eru enn ekki orðnir líkamlega og andlega fullorðnir.

    Þó að Bellingham sé fullungur, þá er þessi nýjasti snúningur þannig að hann hefði bara ekkert verið of dýr kaup. Hann er fjölhæfur og með mikla yfirferð og hefði vel getað spilað 6 í double six kerfi með einn af TAA/Bajetic/Jones með sér.

    Engin spurning að það mun þurfa taktískar breytingar til að eiga við það ef bæði Hendo og Fabinho fara. Ekki séns að miðjan verði orðin hikstalaus eilífðarvél á næstu 4-5 vikum.

    2
  10. Hendó og Thiago meiga fara ekki FAB okkur vantar duglegan fórnfúsan miðjumann eins og Milner var fyrir nokkru síðan og með mikla reynslu, hann er til og kostar enga stjörnu upphæð James Ward Prouse til Liverpool Takk !

    5
  11. Mér þótti sú hugmynd að kaupa Lavia með það í huga að hann yrði í rotation með Fabinho í 1-2 ár vera spennandi.

    Hins vegar er ég hræddur um að við verðum að kaupa leikreyndari mann en Lavia verði Fab seldur.

    Hef blendnar tilfinningar gagnvart þessari sölu þar sem Fab sýndi vel undir lok síðasta tímabils að hann á nóg eftir.

    Það er samt skynsamlegra að bíða með einhverja dóma þangað til maður sér hver verður keyptur í staðin.

    Það að skipta Henderson, Thiago og Fabinho út á einu bretti yrði vissulega ansi glannalegt. En stóran hluta af tímabilinu í fyrra virkuðu þeir allir þreyttir og þess vegna hef ég alveg trú á að ferskir fætur inni á miðjunni muni skila fleiri stigum í hús en reynsla þeirra.

    Þess utan höfum við mikla reynslu í hópnum í Salah, Alisson, Robertson, VVD, Matip.

    8
  12. Ef ég yrði að velja á milli Fab og Hendo myndi ég velja Hendo allan daginn. Mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Gefur sig alltaf 101%. Gott uppfyllingarefni með Gary Newman (Mac)Alli-ster og Sobo.

    5
    • Ég er ósammála, ég myndi velja Fabinho fram yfir Henderson allan daginn!

      Fabinho er mun traustari og betri leikmaður enn Henderson sem er mikið meiddur og fyrir löngu kominn yfir hæðina sem mér fannst í raun aldrei há á hans ferli, þeir áttu hvorugir gott tímabil enn Fabinho var farin að nálgast i sitt gamla form í lok leiktíðar.

      7
  13. Ég hef í raun engar áhyggjur á því að sjá Hendo, Fabinho og Thiago fara (ásamt þeim sem eru farnir). Mínar áhyggjur eru meira varðandi fyrri reynslu af kaupum Liverpool. Þegar þeir kaupa leikmenn (STÓRT þegar!) eru þeir réttu leikmenn sem passa inn í það sem við erum að gera. Að sama skapi eru þeir bara allt of fáir og ég hef áhyggjur á að þessi hópur sem hefur (og er) að yfirgefa okkur þetta sumarið verði mun stærri en sá hópur sem kemur inn í staðinn. Það mun skapa vandræði.

    Þessi ungi og hungraði grunnur er til staðar núna ef við segjum að þessir þrír fari líka. Zlobby, Mac Allister, Bajcetic og Curtis Jones og Elliott er góð byrjun en þetta dugar ekki yfir tímabilið. Elliott er ekki týpískur miðjumaður, meira vængur og Bajcetic er eini varnarsinnaði tæklarinn þarna og bara krakki! Þess gjöf frá Sandhólalöndum ætti að nýta til fullnustu og steypa upp rosalega miðju.

    Nú vantar sprengjuna!

    5
    • Já Eiríkur, mikið væri nú gott ef Liverpool fengi nú réttu hágæða leikmennina?

      „Vantar sprengjuna“
      Mig grunar að sprengjan verði að litlum kínverja

      Undir FSG mun það aldrei gerast, ég segi það enn og aftur FSG er mörgum númerum of litlir til að eiga Liverpool Fc.

      Það verða margir fyrir vonbrigðum þegar þessi gluggi lokast, það er nokkuð víst miðað við sögu og getu FSG.

      Ég er meira að vona að salan á klúbbnum fari aftur í gang í haust.

      8
  14. Ef Fabinho fer í kjölfar Henderson hefur okkur tekist að veikja liðið stórkostlega frá síðustu leiktíð.

    Skil ekki hvaða rugl er í gangi.

    8
    • ertu þá að gefa þér það að engir komi í staðin, verði þeir seldir?

      5
      • Ef þú missir leikmenn úr efstu hillu sem hafa verið í einu af besta liði heims undanfarin ár þá er því miður nánast ómögulegt að fylla í þau skörð.

        Mc Allister er úr efstu hillu en ég veit ekki með Ungverjann.

        Ef þetta verður niðurstaðan að við missum Fab og Hendo þá erum við í stórum feitum mínus með miðjuna okkar eins og staðan er í dag.

        3
      • eru að Sádarnir að kaupa Fab og 33 ára Hendó úr efstu hillu?

        Ég skil svosem að menn hafi efasemdir um hvernig FSG bregðist við þessum sölum.

        En kannski er betra að sjá fyrst hvað gerist áður en menn setja upp í sig flautuna og dæma.

        2
    • Sammála þér Hossi. Liðið stendur veikara á eftir sem heild hvort sem Hendo og Fabhino eru á niðurleið eða ekki. Svo er Firmino farinn líka en hann virkaði á köflum sem framliggjandi miðjumaður amk varnarlega og reyndar duglegri en flestir í þeirri stöðu. Miklar væntingar eru bundnar við nýju leikmennina en eins og hundruð dæmi hafa sannað þá spilar enginn á væntingum einum saman. Frá fyrstu mínútu verða þeir nýju því að vera klárir og vonandi að meiri gæfa fylgi þeim, en mörgum öðrum miðjummönnum Liverpool, hvað meiðsli varðar

      15
  15. Mjög óvinsæl skoðun reikna ég með, en Fabinho er ofmetnast miðjumaður seinustu ára.

    Hann naut rosalega góðs af því að spila með snarofvirkum Gini og Henderson á miðjunni þegar best gekk, því þeir stýrðu mönnum í svæðin sem hann lokaði.

    En að horfa á hann og svo td Rodri spila fótbolta, það er himinn og haf á milli, Fabinho er rosalega seinn í öllu sem hann gerir, og bara hægur. Ég held að þegar uppi er staðið verði þessi sala eitt það besta sem gerist á leikmanna markaðnum í ár hjá Liverpool

    9
    • nokkuð til í þessu. Maður sá hvað Fab varð berskjaldaður eftir að Elliott kom inn á miðjuna og skildi eftir sín svæði galopin.

      2
  16. Það hafa nokkrir málsmetandi menn talað um að Thiago hafi hafnað risalaunapakka frá Sádum.

    Sé það satt hvað segir það manni um Fab og Hendó?

    Klopp hefur hingað til ekki staðið í vegi fyrir mönnum sem vilja fara.

    Þrátt fyrir farsælan fyrirliðaferil Henderson þá var hann sl. vetur fyrirliði í liði sem var að spila langt undir væntingum og það sama mátti segja um hans spilamennsku.

    Mögulega segir það líka eitthvað um Henderson að hann skuli strax vilja stökkva á peningana. Mögulega er Sunderland enn hans uppáhalds lið.

    4
  17. Auðvitað eru þetta risabreytingar á okkar liði ef af verður og nánast öll grunnmiðjan – ÖLL – er seld eða gefin og látin fara. Klúður hjá FSG að hafa ekki gert þetta á lengra tímabili, síðustu 2-3 árum, því það mun taka tíma að byggja liðið upp að nýju með svo endurnýjaðan hóp.

    Á miðsvæðinu erum við þó með Trent, nýju mennina tvo, Bajetic, Elliot, Cujo og nokkra í viðbót sem eiga eftir að sanna sig.

    Styrkur liðsins þegar best gekk – fyrir stuttu – var leiðtoga-elementið og barátta fram í rauðan dauðann.

    Leiðtogarnir eru farnir eða að fara og þá verða nýir að taka við.

    Suarez hafði þetta element og Winjandum að vissu leyti líka, þótt hann hafi borið sig öðruvísi að því.

    Loksins þegar við náðum frábærum árangri 2020-22 var það ekki byggt á einum Torres eða einhverju einstaklingsframtaki.

    Við náðum ekki árangri fyrr en Klopp byggði upp það lið sem vann alla þessa titla.

    Hryggsúlan er á förum og því þarf að byggja hana upp á nýtt.

    Svo kann að virðast sem eyðimörk blasi við. Við munum eftir því að Klopp náði bara 58 stigum á sínu fyrsta tímabili með liðið. En svo virðist líka sem hann vilji ekki kveðja fyrr en hann hefur byggt upp nýtt lið sem hann getur verið stoltur af.

    Við verðum að treysta á nýja verkefnið, sama hvernig fer.

    YNWA

  18. Auðvitað eru þetta risabreytingar á okkar liði ef af verður og nánast öll grunnmiðjan er seld eða gefin og látin fara.

    Klúður hjá FSG að hafa ekki gert þetta á lengra tímabili, síðustu 2-3 árum, því það mun taka tíma að byggja liðið upp að nýju með svo endurnýjaðan hóp.

    Á miðsvæðinu erum við þó með Trent, nýju mennina tvo, Bajetic, Elliot, Cujo og nokkra í viðbót sem eiga eftir að sanna sig.

    Styrkur liðsins þegar best gekk – fyrir stuttu – var leiðtoga-elementið og barátta fram í rauðan dauðann.

    Leiðtogarnir eru farnir eða að fara og þá verða nýir að taka við.

    Suarez hafði þetta element og Winjandum að vissu leyti líka, þótt hann hafi borið sig öðruvísi að því.

    Loksins þegar við náðum frábærum árangri 2020-22 var það ekki byggt á einum Torres eða einhverju einstaklingsframtaki.

    Við náðum ekki árangri fyrr en Klopp byggði upp það lið sem vann alla þessa titla.

    Hryggsúlan er á förum og því þarf að byggja hana upp á nýtt.

    Svo kann að virðast sem eyðimörk blasi við. Við munum eftir því að Klopp náði bara 58 stigum á sínu fyrsta tímabili með liðið. En svo virðist líka sem hann vilji ekki kveðja fyrr en hann hefur byggt upp nýtt lið sem hann getur verið stoltur af.

    Við verðum að treysta á nýja verkefnið, sama hvernig fer.

    YNWA

  19. Keita strax meiddur hjá sínu nýja liði. Án þess að hafa leikið einn leik!

    4
  20. Hvað með Leon Goretzka ef Bayern eru til í að láta hann fara á svipaðan pening og við fáum fyrir Fab?

    Er það ekki fínasti trukkur á miðjuna fyrir okkur með þessum krökkum sem verið er að kaupa og byggja á? Hann verður allavega seint sakaður um að leggja sig ekki fram eða láta valta yfir sig og hefur mikla reynslu á efsta level.

    12
  21. Kannski er fabinho búinn og gott að ná 40m fyrir hann, en guð hjálpi okkur ef klopp ætlar henderson í þessa stöðu, hann er 4 árum eldri en fab og á ekkert
    inni.

    Veit ekki hvern klopp getur keypt í þessa stöðu en sá maður labbar beint í byrjunarliðið, 19 ára krakki hjá southampton er ekki sá aðili

    8

Megnið af miðjunni að kveðja?

Gullkastið – Henderson og Fabinho