Cisse fótbrotinn (uppfært: TÍMABILIÐ BÚIÐ)

cisse.jpgOk, ég mæli **ekki** með þessari mynd fyrir viðkvæma, en [hér sést hversu slæmt fótbrotið hans Cisse er](http://www.kop.is/gamalt/cisse leg break.jpg).

Núna er bara spurning hvað Benitez gerir. Hvaða möguleika höfum við? Það er ljóst að MIKIÐ mun mæða á Milan Baros og líklega mun Benitez byrja á því að hafa hann og Luis Garcia saman frammi.

Við þurfum samt fleiri möguleika. Spurning hvort Le Tallec verði kallaður aftur úr láni eða hvort fleiri menn verða keyptir. Vonandi fær nú Florent Sinama-Pongolle tækifæri til að sanna sig. Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta.

Það er ekkert komið fram um hversu lengi Cisse verður frá, en það er alls ekki ólíklegt að þetta tímabil sé búið fyrir hann. Ég legg til að við hættum að spila á Ewood Park!


**Uppfært (Einar Örn)**: Niðurstaðan er fengin. Þetta er einsog við óttuðumst, [Cisse leikur að öllum líkindum ekki meira með Liverpool á þessu tímabili](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146541041030-2119.htm). Þetta er hræðilegt! Greyið Djibril Cisse. Við Kristján vonum svo innilega að hann nái sér sem fyrst.


Það var líka bent á það í kommentunum að Le Tallec er líka meiddur og verður frá næstu tvo mánuði. Og svo er auðvitað líka rétt að Sinama-Pongolle er einnig meiddur, en hann verður vonandi leikfær á næstu dögum.

Spurningin er núna helst sú hvað Benitez gerir á næstu dögum og vikum. Það er spurning hvort hann reynir að fá leikmenn að láni, eða hvort hann vilji kaupa leikmenn. Hann veit eflaust að núna þegar önnur lið vita að Liverpool eru “desperate”, þá reyna þau eflaust að fá alltof hátt verð fyrir sína leikmenn, þannig að það er spurning hvort það sé réttara að reyna að fá leikmann að láni til að byrja með.

Líklegast er að Garcia spili mest, en þá opnast staðan hans á hægri kantinum. Þar eru nokkrir möguleikar. Til að mynda gæti Finnan haldið áfram að spila þá stöðu (sem væri hræðilegt, að mínu mati) eða þá Kewell gæti skipt um kant og Riise haldið áfram á þeim vinstri. Einnig er mögulegt að þegar loksins Nunez nái sér af meiðslum komi hann inná hægri kantinn.

En við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Það eina, sem við getum gert núna er að vona að Cisse nái sér aftur. Hann er bara 22 ára gamall, svo það er vonandi að hann nái sér af þessum meiðslum.

8 Comments

  1. Kræst, ég hafði ekki hugmynd um þessi Le Tallec meiðsli. Þetta er slæmt, verulega slæmt.

    Sama þó við kaupum eitthvað í janúar, þá eigum við eftir allavegana 15 leiki þangað til að það gerist. 15 leikir með aðeins tvo framherja, þar af bara einn sem hefur spilað eitthvað að ráði í ensku deildinni. Djöfulsins andskotans vesen!

  2. Garcia á líklega eftir að spila mikið núna, en við skulum samt ekki gleyma Mellor þó hann hafi nú ekki átt neina stórleiki enþá.

  3. Að mínu mati þá er margt hægt að gera við hópinn sem við höfum yfir að ráða, þótt þar séu aðeins þrír framherjar og einn þeirra ekki boðlegur Úrvalsdeildinni (Neil Mellor) …

    Í fyrsta lagi, þá eru tvær vikur eða svo í þá Steven Gerrard og Antonio Nunez. Þegar þeir koma inn og ef Nunez er eins góður og maður er að vona þá gæti hann tekið hægri kantinn, og García þá farið í framherjann með Baros.

    Í öðru lagi, þá opnar þetta vissulega dyr fyrir Florent Sinama-Pongolle, sem hlýtur að fá fleiri sénsa fram að áramótum í ljósi þessara tíðinda.

    Í þriðja lagi, þá tel ég ekki að García verði augljós kostur í framherjastöðuna, þar sem hann er eini hægri kantmaðurinn sem við eigum þessa dagana (nema þú viljir sjá Finnan spila fleiri leiki í þeirri stöðu, Einar? ) … þannig að ég sé Benítez frekar fyrir mér hafa García áfram á hægri kantinum og setja Kewell fram með Baros, með Sinama-Pongolle tilbúinn á bekknum.

    Ég sé það allavega fyrir Deportivo-leikinn, að Kewell komi bara inn fyrir Cissé í framlínuna (og García inn fyrir Finnan) og Flo-Po fari á bekkinn. Svo sjáum við til hvað tekur við eftir þann leik, en það eru nokkrir möguleikar innan liðsins.

    Ég held nefnilega að það sé ekki hægt að fá leikmenn að láni fyrr en í janúar, neitt frekar en að hægt sé að kaupa þá. Kannski er það rangt hjá mér, en ég meina jafnvel þótt það sé hægt þá sé ég ekki í fljótu bragði hvar við ættum að finna framherja sem við getum fengið lánaðan, sem er betri kostur en Flo-Po, Kewell eða García þarna frammi.

  4. Þetta Blackburn lið var með hreint ólíkindum gróft í dag, og tek ég þar fyllilega undir með Finni. Það er orðið áhyggjuefni með enska boltann hve mikið leikmenn komast upp með….þetta er orðið eins og í “gamla daga”, þegar Maradona var klipptur niður trekk í trekk…..og ekkert gert. Ég sá nú ekki Man.Utd – Arsenal um s.l. helgi en skilst að svipað hafi verið uppá teningnum þá?! Okkar menn fengu svo sannarlega að líða fyrir þetta í dag….með alvöru dómara í dag hefði þessi leikur þróast á allt annan veg og KNATTSPYRNULEGUR munur á liðunum hefði komið í ljós.
    P.s. Það verður eflaust erfitt fyrir leikmenn Liverpool að ganga til leiks gegn Blackburn á Ewood Park næst þegar liðin mætast þar!!! Hver skildi fótbrotna þá?!

    P.s.s. Kristján & Einar; Takk fyrir skemmtilega síðu.

  5. Hræðilegt, alveg hræðilegt!!!

    Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik og bjóst við því versta en ekki þessu 😡

    Birkir Kristinsson og Henke Larsson brotnuðu svipað á sínum tíma og þeirra ferill hefur verið farsæll eftir það þannig að ég held að við verðum bara að vera bjartsýnir og carry on as useal.

    Held að við séum ekkert betur settir með því að skammast útí Blackburn eða McEverly, samt var þetta algjör óþarfi hjá honum að sparka svona aftan í kálfann á Cissé en svona er enski boltinn, mjög physical.

    Mikið rosalega saknaði ég Gerrard í þessum leik, sérstaklega þegar Hamann var að stoppa sóknaraðgerðir okkar og missa boltann á slæmum stöðum! Ég hef alltaf varið Hamann en mér finnst hans blómaskeið vera á enda. Hefði frekar viljað sjá Biscan í þessari stöðu en RB er með tvær æfingar á dag þannig að hann ætti að vita aðeins meira um þessa leikmenn en ég :confused:

    Spurning um að fá lánsmanninn Diarra til baka og hleypa ungu strákunum enn frekar inn í liðið.

    Eins og Einar Örn segir að þá getur Kewell skipt um kant(Riise upp á vinstri) og ég er persónulega mjög hrifinn af því. Góður skotmaður og getur skorað fleiri mörk í þessari stöðu en á vinstri kantinum.

    Núna er breik fyrir Sinama Pongolle að sanna sig, strákurinn getur sólað heilt fótboltalið í símaklefa og ég er viss um að ef hann nær að brjóta ísinn fljótlega þá verður þetta tímabilið hans!

    Ég býst ekki við mjög hagstæðum úrslitum á miðvikud. gegn Depor en ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á að RB hafi nokkrar lausnir og oft þjappa menn sér saman við mótlæti!

  6. Ég vona að þessi meiðsli öll þjappi liðinu saman og þeir sem koma inn taki sénsinn sinn og nýti hann vel. Við verðum að vera það sterkir að við þolum meiðsli lykilmanna (ekki of mörg samt) og þeir sem eru við aðalliðið geti komið inn og staðið sig.
    Núna sjáum við vonandi hvort leikmenn eins og Pongolle og Mellor geti staðið sig í aðalliðinu sem byrjunarliðsmenn. Það er jákvætt.

    Ennfremur hafa meiðsli Gerrard haft jákvæð áhrif á Xabi og hefur hann orðið fyrr lykilmaður í liðinu og aðrir leikmenn virðast treysta honum. Ennfremur er ljóst að Diao á að selja í janúar sem og Henchoz en Biscan á að fá annan séns. Virðist loksins vera að koma til og þá sem miðjumaður, ekki varnarmaður (houllier vitleysingur).

    Síðan eigum við leikmenn í láni eins og Le Tallec, Diarra, Vignal. Sé þessa þrjá hafa hlutverk á næsta tímabili. Ennfremur ættum við að selja Senegalann sem er í láni hjá Bolton (helst frá Englandi því hann á ekki skilið að spila í bestu deild heims).

Blackburn 2 – L’pool 2

Hamann & Benítez verða lengur.