Æfingaleikur gegn Leicester

Nú í morgunsárið fer fram æfingaleikur í Singapor þar sem okkar menn mæta Leicester. Það er spilað í hvítu og grænu treyjunum, og liðinu er stillt upp svona:

Kelleher

Trent – Konate – Virgil – Robbo

MacAllister – Jones – Clark

Salah – Jota – Nunez

Við fylgjumst með leiknum og uppfærum skýrsluna eftir því sem þarf.


UPPFÆRT Í HÁLFLEIK: staðan 3-0 með mörkum frá Nunez, Clark og Jota. Salah greinilega í stoðsendingastuði.

Nýtt lið í seinni, fyrir utan að Kelleher fær að halda áfram enn um sinn:

Kelleher

Gomez – Matip – Quansah – Tsimikas

Elliott – McConnell – Szoboszlai

Doak – Gakpo – Díaz


UPPFÆRT AÐ LEIK LOKNUM: það bættist eitt mark við í seinni hálfleik, Ben Doak með flott mark eftir horn. Alisson kom inná á 60. mínútu, Scanlon kom inná fyrir Szoboszlai, og Frauendorf kom inná fyrir Quansah sem fékk smá byltu.

Fínasti æfingaleikur, Mac Allister var að sýna af hverju hann var keyptur, Darwin heldur áfram að minna á hvað hann er baneitraður sóknarmaður, Jota sömuleiðis. Curtis spilaði í sexunni og var að standa sig vel. Clark og Doak með flott mörk.

Eins og gengur þá var þetta jú bara æfingaleikur gegn andstæðingi sem er svona og svona að styrkleika. Næsti leikur gegn Bayern, og þá fer kannski að reyna almennilega á okkar menn.

6 Comments

  1. 3-0 i hálfleik og fyrsti leikurinn þar sem Mcallister sýnir afhverju hann var keyptur.
    Virkilega góðar 45 min, leicester hefur varla komið við boltan eftir fyrstu 10 mín.

    Gomez og Matip koma inn á í seinni, svo þetta endar líklegast 4-4…

    2
  2. Þægilegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum.
    Leicester menn virka þreyttir miðað við spræka LFC.
    0-3 hálfleikstölur.

    2
    • Að sama skapi voru Leicester skelfilega lélegir en áttu þó tvö eða þrjú dauðafæri sem betri lið hefðu örugglega nýtt, það er eiginlega rannsóknarefni hversu opinn vörnin hjá okkur er og þetta verður liðið að laga ef ekki á ílla að fara í vetur.

      1
  3. Sælir félagar

    Sammála Tryggva betra lið en Leicester hefði komist í 2 – 0 í þessum leik. Einnig hefu þeir átt að skora amk. eitt mark í seinni. Varnarleikurinn er áhyggjuefni og verður þeð ef ekki verður úr bætt. Hinsvegar er sóknin og sóknarspil miðjumanna mjög gott en vörnin virðist enn vera ansi berskjölduð.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1

Jordan Henderson að kveðja

Nýr fyrirliði