Núna kl. 17:30 (UPPFÆRT: 18:15 vegna tafar) að ísl. tíma mæta okkar menn á heimavöll Preston (eru sjálfsagt komnir á staðinn nú þegar…) og mæta þar þýska liðinu Darmstadt. Svo er það bara alvaran um næstu helgi.
Liðið byrjar svona:
Trent – Konate – Virgil – Robbo
Mac Allister – Szoboszlai
Gakpo
Salah – Jota – Díaz
Bekkur: Adrian, Kelleher, Gomez, Matip, Quansah, Tsimikas, Curtis, Elliott, Clark, Nunez, Scanlon, McConnell
Það fylgir svo sögunni að Liverpool ku hafa lagt fram þriðja tilboðið í Lavia, upp á 45 millur, og því hafi verið hafnað.
Hér er hugmynd: væri kannski málið að styrkja hópinn ÁÐUR en glugginn lokast?
Allavega, við uppfærum svo færsluna eftir því sem leikurinn þróast.
….oooog það er frestun því rútan tafðist eitthvað og þeir voru víst bara að koma inn um dyrnar rétt í þessum skrifuðu orðum. Leikurinn hefst væntanlega 18:15 að íslenskum tíma.
Hvar er Thiago og Bajcetic enn meiddir síðan á síðasta ári ?
Bara nýbyrjaðir að æfa, tæpast tilbúnir í lætin alveg strax.
Er þessi leikur sýndur á ísl rásum ?
Viaplay
https://soccerlive.app/soccer-stream/liverpool-darmstadt-98/1163612
Hér er eh links
Takk
lítið mál
Ef einhver er með link á leikinn þá er hann vel þeginn í sveitina
Þvílíkir trúðar.
FSG OUT!
Er fullreynt með Arthur?
#laviaout
Dj. held ég annars að það sjóði á Klopparanum núna!
Hæfileikum hans er fullkomlega sóað í ginið á þessum eigendum.
Hvað er samt í gangi með þessi offer ? eh 5-6 mils frá fyrsta offer og búið að bjóða 3 sinnum…GALIÐ.
Salah að fara illa með þá strax á fyrstu mínutum 2 mörk kominn
Og vörnin hjá okkur heldur áfram að vera grín, leik eftir leik.
Djöfull er þetta pirrandi
Vörnin er alls ekki sannfærandi !
Van Dijk með nokkrar léttar skólameistararæður á hausinn á Trent….
Þvílíkt mark hjá Diaz !
Ben Doak er á leið í efstu hillu….
Geta stuðningsmenn ekki safnað fyrir þessum 5 millum svo hægt sé að loka dílnum? Eins og Jamie segir, djók.
Lavia er amk defensive midfielder og vá hvað vantar slíkan í hópinn.
Bajestic verður samt frábær í vetur.
Fljótur og skarpur miðvörður. Er enginn slíkur til í búðinni? Eða er innkaupastjórinn feiminn intróvert?
Tökum samt Chelsea í fyrsta leik en það verður ekki clean seat þar
YNWA
Hafa ekki síðustu viðureignir þessara liða einmitt farið 0-0. Og í þessum fyrsta tímabilsins leik vill hvorugt liðið tapa. Dæmigerður 0-0 leikur, allavega jafntefli.
Spurning um samstarf við rússneska ólígarka. Allir eru hvort sem er að svindla.
Eða bara íslenska ólígarka þeir kunna líka að svindla 😉
Tæki Saudana allan daginn fram yfir rússneska og íslenska ólígarka! Já og sömuleiðis fram yfir FSG……….. hvaða kjaftæði er þetta um nokkrar millur sem vantar upp í Lavia?!
Sammála Carra – fengum fínan pening fyrir Fab og Hendo, afhverju ekki að nota þær rúmlega 50 millur + Lavia millurnar og ná í Caicedo hjá Brighton? Hann og MacAllister ættu að nú aldeilis að þekkja hvorn annan á miðjunni!
Ég spyr bara
Hvar er góða fólkið núna?
Við eyðum ekki öllu í einn leikmann
Jude Bellingham.
Við erum svo snjallir í leikmannakaupum.
Við erum með 51.30M í netspend í sumar.
Getum þakkað okkar sæla að Salah ætli að virða samningin
Og 19ára Lavia sem kemur frá fallliði saints og missir af undirbúningstímabilinu er ekki að fara breyta miklu þetta tímabilið.
Tek undir þær áhyggjur sem Carra er með á félaginu á leikmannamarkaðnum.
Bara spyr hver er stefna og markmið Liverpool 23/24 ?
Príðilegur æfingaleikur þar sem mér fannst gríðarlega gaman að horfa á Doak sérstaklega.
Tek undir með Carra og öðrum hér að það er til skammar hvernig kaupstefnann er hjá okkar eignarhaldi.
Stærð leikmannahópsins er allt of lítil og lítið að frétta af leikmönnum sem eru væntanlegir til okkar.
Sá einhversstaðar að LFC sé með minnsta leikmannahópinn af öllum liðum í EPL, c.a 22 leikmenn miðað við 34 hjá Utd ef ég man rétt.
Nú þarf FSg að girða sig í brók og gera betur.
Tvíeggjað sverð að vera með stóran leikmannahóp upp á launatékkann að gera, alveg viss um að Ten Hag vill losna við einn eða tvo leikmenn. Eða þrjá.
Já, ég tók nú UTD bara sem dæmi.
Breytir því kannski ekki að LFC er með alltof lítinn hóp, engin breidd þegar meiðslin byrja.
Vissulega, ég mun fyrstur fagna því ef það koma sterkir leikmenn inn í leikmannahóp Liverpool. Vil sjá nýjan leikmann inn á miðjuna plús sterkan miðvörð.
Nú segir Shacha Tabolieri (sem mér skilst að sé nokk áreiðanlegur) að Lavia hafi ekki verið á æfingasvæðinu hjá Southamton í morgun, og sé ekki í hóp fyrir leikinn þeirra í kvöld gegn Gillingham í bikarnum.
Vonandi er þessi farsi að sjá endalínuna.
Að Lavia sé ekki á æfingu hjá dýrðlíngunum er svo sem engin staðfesting á hvað koma skal en klárlega vísbending um að einhver lending er komin í samningsmál liðanna, Ef hann verður keyptur er það strax mikil sárabót.
Þessi sýningarleikir í Bandaríkjunum geta verið dýrir. Todd Boehly fór með Chelsea á einhvern algjöran drulluvöll í Chicago og hafði upp úr því slæm meiðsli Nkunku sem verður frá út þetta ár. Mikið hættuspil og vonandi þarf Liverpool ekki að fara oftar í leiki á fáránlegum völlum, þó að eigendurnir séu amerískir…
Er það metnaður hjá FSG að fá 19 ára strák frá fall liði Southampton ? Gætum við ekki fengið betri leikmenn en hann fyrir ca 25 mill punda hvorn ?
Við þurfum nefnilega fleiri en einn strákling sem á að verða svarið við lítilli breidd á miðjunni.
Hann er nú þegar góður en þakið er hátt. Ef þú ert nógu góður ertu nógu gamall. Frábær kaup sem ég vona að við klárum sem fyrst. Og til að svara spurningunni þinni, nei við fáum ekki 2 gæða leikmenn á 25 mp hvor.
Nú ? Af hverju ekki ? liverpool er bara ekki eins sniðugir og t.d. brighton á leikmanna markaðnum finns mér , ekki lengur.
Sæll höddi
Við mögulega fáum brassann á 20-25m/p sem ég man ekki hvað heitir, Ander eða Anderra eða eitthvað álíka sem kemur þá beint frá Brasilíusku deildinni. Mögulega frábær kaup eða algjört flopp. Munurinn er að við heyrum ekkert frá lélegu kaupunum frá s-ameriku en það eru allir voðalega spenntir eftir eitt season hjá þeim “sem slá í gegn”. Lavia kemur úr akademíu Anderlecht og fór ungur að árum til City, var svo keyptur til Southampton þar sem hann spilaði 18 ára nánast alla leiki. Juju þeir féllu en þú setur ekki ábyrgðina á 18-19 ára gæja sem spilar 6u hlutverk. Vissulega er hann ungur og á margt eftir ólært en hann samt tók leiki m.a við chelsea og man utd þar sem hann var lang besti maður vallarins. Skrokkur, góður í löppunum og mjög aggresiveur, fer í tæklingar og er pjúra ball winning midfielder. Galið ef við förum ekki í hann. Hann er miklu meira að fara gera fyrir okkur en tveir ágætir miðlungs (lélegir) 25 m/p menn.
Váaa unnum Preston,
geggjað, þetta er bara komið