Gangur leiksins
0-1 18.mín g: Luis Diaz a: Mo Salah
1-1 37.mín
Fyrsta leik Liverpool á tímabilinu er lokið en hann endaði með 1-1 jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge. Luis Diaz kom Liverpool yfir og Diassi jafnaði fyrir Chelsea.
Hvað réði úrslitum? Það er erfitt að velja eitthvað eitt sem réði úrslitum. Liverpool byrjaði leikinn vel og hefðu getað komist í 2-0 ef ekki var fyrir rangstöðu hjá Mo Salah, þá hefði Liverpool líka getað endað 2-1 undir en það var líka dæmt rangstöðumark af Chelsea. Sóknin byrjaði vel en varð svo bitlaus um leið og miðjann datt úr leiknum. Vörnin var bæði ágæt og ekki.
Bestu frammistöður Það er erfitt að segja. Mér þótti Mac Allister eiga ágætis rispur í leiknum en ætli Alisson og miðverðirnir, þá sérstaklega Konate, voru bestu leikmenn Liverpool í dag. Þá þótti mér Harvey Elliott eiga mjög góða innkomu. Szoboszlai var í smá taktileysi um tíma en vann sig vel í leikinn í restina.
Mætti vera betra Varnarvinnan var að klikka enn einu sinni hjá Liverpool, það mynduðust alltof mörg opin svæði sem Chelsea reyndu að nýta sér. Sóknin var ekki alveg í fúnki í dag og má eflaust rekja það líkt og varnarvinnuna á nokkuð óbalanceraða miðju.
Hvað gerist næst? Liverpool þarf bara að fara aftur á teikniborðið og reyna að finna lausnir á þessum vandamálum, bæði á æfingasvæðinu og á leikmannamarkaðnum.
Lokamolar Fyrirfram hefði maður eflaust sætt sig við stigið en það er margt í þessum leik sem pirraði mann því þau hefðu alveg getað verið þrjú – og þau hefðu svo sannarlega líka hafa verið engin. Liverpool bíður nú að sjá hvað gerist með Caicedo og sást nú ansi vel í dag að liðið þarf virkilega á leikmanni eins og honum að halda á miðsvæðið hjá sér.
Leikurinn byrjaði fínt, Liverpool var að pressa vel og ógnuðu Chelsea. Salah átti hægri fótarskot í slá og skömmu síðar átti hann frábæran bolta inn fyrir á Luis Diaz sem skoraði flott og gott mark. Þá kom smá auka kraftur í Liverpool en Chelsea reyndu að banka aðeins á en gerðu ekkert sem mér fannst Liverpool ekki ráða þægilega við. Salah skoraði en var dæmdur rangstæður og skömmu seinna jafnaði Chelsea eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu, fúlt og algjörlega gegn gangi leiksins. Þá kom strax skjálfti í Liverpool og Chelsea nýtti sér hann og komust yfir strax en það var sömuleiðis dæmt af vegna rangstöðu.
Liverpool í raun var svo hálfpartinn að elta skugga í kjölfarið og voru í brasi, samt kannski ekki þannig að þeir hafi verið heppnir að halda sér í leiknum endalaust og hafi þurft að verjast á bláþræði en þeim gekk illa að ná gripi á miðsvæðinu og leikkerfið fór út um allar þúfur. Gegn liði með betri sóknarmenn en Chelsea hefði Liverpool getað lent í miklum vandræðum.
Van Dijk átti skot sem fór rétt yfir eftir hornspyrnu og minnstu munaði að Mac Allister hefði getað sent Nunez í óvænt dauðafæri þegar hann vann boltann skyndilega eftir að Chelsea reyndu að spila út en sendingin var of föst og móttakan ekki nægilega góð. Liverpool átti að fá víti þegar Diaz setur boltann að marki en varnarmaður Chelsea fær hann í báðar hendurnar og framhjá en Anthony Taylor sem dæmdi þennan leik ekki vel fannst mér sá ekkert athugavert við það einhverja hluta vegna.
Það er fullt af hlutum sem Liverpool þarf að laga, bæði á leikmannamarkaðnum og á æfingasvæðinu. Þetta leikkerfi virðist ekki vera mjög náttúrulegt fyrir of marga leikmenn og þetta virðist ekki vera að smella, þá sérstaklega varnarlega og þegar það klikkar varnarlega þá bitnar það á sóknarmöguleikum þess því liðið fer í örvæntingu.
Klopp kom á óvart og tók allt í einu Diaz og Salah út af á 75. mínútu fyrir Doak og Elliott sem sá egypski var nú alls ekki ánægður með og maður skildi það nú vel. Doak var líflegur þarna fyrstu mínúturnar en sást svo ekki mikið eftir það en Elliott fannst mér eiga mjög svo jákvæða innkomu.
Sjáum hvað setur næstu daga, vonandi verðum við með fleiri miðjumenn í hóp í næsta leik sem geta hjálpað til við að leysa þessi vandamál sem við erum að sjá – bæði þá sem fyrir eru hjá félaginu og nýja.
Chelsea slapp með víti, rautt og öll dómggæsla þeim í hag, en við megum þakka fyrir jafntefli
Jebb, þarna var ekki margt sem kom á óvart. Ágætis sprettir inn á milli, en heilt yfir virkar liðið ekki tilbúið. Chelsea í sömu stöðu virðist vera.
Þetta verður langt tímabil.
Bæði Gakpo og Sobo komust í kjör-skotstöðu en völdu að eyðileggja færið með því að gefa í staðinn á „framherja”. Ætli það sé fyrirskipun frá Klopp? Sobo er með algjöra sleggjulöpp og á að nota hana óspart! Líka skrýtið að sjá fyrrum besta varnarmann heims vera í nauðvörn og sparka boltanum bara eitthvað aftur og aftur. Er Robbo kannski vandamálið en ekki VVD? Anyways, það vantar sexu og betri varnarmenn.
Sælir félagar
Ekki fer þessi leikur í sögubækurnar fyrir góðan fótbolta, amk. ekki af hálfu Liverpool. Eftir fyrstu 20 mín í fyrri og fyrstu 5 mín í seinni átti olíuliðið leikinn og var miklu Meira ógnandi og hættulegri í sínum aðgerðum. Gæðin vantaði sem betur fer hjá þeim til að klára leikinn en Liverpool aftur á móti ekkert að gera. Dómgæslan var kapítuli út af fyrir sig og Taylor ætti ekki að vera með dómararéttindi frekar en ég. Rangstöðudómurinn á Salah var einfaldlega rangur en það var útaf fyrir sig ekki Taylor að kenna. En ótrúlega margir dómar hans orkuðu tvímælis og einhverra hluta vegan græddi skítaliðið á þeim.
Frammistaða Liverpool olli mér vonbrigðum heilt yfir. Vörninni tókst þó að halda jafnteflinu en það gerði ekki betur en það. Sóknin alltof tilviljanakennd og æst sem skilaði þar af leiðandi litlu. Sabo góður og gríðarlega vinnusamur en AMA olli mér vonbrigðum með allt of mörgum feilsendingum þó stungan á Salah sem leiddi til marks Liverpool hafi verið frábær. Sending hans á Darwin undir lok leiksins var skelfilega illa framkvæmd svo ekki sé meira sagt. En sem sagt enn eitt jafnteflið milli þessara liða staðreynd og gott að ekki fór verr.
Það er nú þannig
YNWA
Olíuliðið my ass.
Það er nú þannig
Áður var það rússnesk olía en núna arabísk
Skrúfa væntingarnar niður, ekki hægt að ætlast til að þetta lið fari á þennan útivöll og það séu sjálfgefin 3 stig. Það er verið að reyna að búa til nýtt lið með takmörkuðu fjármagni og það mun taka tíma. Sá ekki leikinn en fyrirfram voru þetta úrslit sem hægt væri að gera væntingar til.
Minni á að við erum bara að eyða á við miðlungslið.
Ég lýsi yfir gríðarlegum vonbrigðum með úrslitin. Við hér á Ystu Nöf erum flemtri slegin með sexuna. En svona gerist þegar menn mæta ekki í messu á sunnudag. Svei attan.
Þetta spilaðist eins og mig grunaði. Kannski aðeins meiri skemmtun.
Fannst nýju mennirnir sprækir og miðverðirnir áttu ágætis leik. Mér fannst hætta af Diaz og Salah og var undrandi á þeirri skiptingu. Ég spáði 1-1 og svo Salah með sigurmark í lokin. Það gerist ekki með hann á bekknum. Skil pirringinn.
Ólíkt mörgum þá held ég í vonina að fá Caicedo. Það myndi gera svo mikið fyrir þetta lið.
Áfram Liverpool og áfram Klopp!!
Sammála með Diaz en Salah hefði mátt fara fyrr útaf. Fín stoðsending en að öðru leyti með slakar sendingar, dútlari sem ætlar sér of oft lauma boltanum í fjær, eitthvað sem andstæðingarnir (markmaður) lesa á núll einni.
Fínt að hann sé fúll, ekki áskrifandi af 90 mínútum!
Ekki ósammála, hann er lengur að athafna sig en áður og pínu fyrirsjáanlegur. En hann skilar alltaf mörkum. Hann langaði pottþétt að skora sigurmarkið gegn Chelsea í dag. Ég hefði viljað sjá hann fá fleiri mínútur með Nunez og Jones.
Ekkert að því að vera ósammála um þetta. Á endanum ræður Klopp. Hann fór millileiðina.
Sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins.
Augljóst að það vantar sexu á miðjuna strax í gær! Menn hljóta að klára þetta dæmi með Lavia strax á morgun, strákur með reynslu úr Úrvalsdeildinni! Caisedo dæmið er farsi, við getum gleymt því.
Svo vantar að styrkja vörnina + annan byrjunarliðsmann á miðjuna.
John Henry og frú hljóta að vera gera eitthvað meira í London en að kíkja í mollið, fróðleg vika framundan!
Hefur einhver skýringu af hverju þetta var ekki víti,sófasérfræðingarnir hafa ekki skýringu?
Ótrúlegt!
Góðir í 25. Allt og sumt.
Þakka fyrir stigið.
Gakpo virkar ekki á miðjunni.
Robbo er ekki að finna sig í kerfinu.
Skil með engu móti skiptinguna á Salah.
Vil sjá meira frá Virgil.
Og þörfin á toppgæða sópara á miðjuna er öskrandi.
Fáránleg skipting á 75. Að taka Salah útaf.
Hann er mikið líklegri til að skora heldur Doak og Elliot samanlagt. Í hverju á Elliot að vera góður?
Það lifnaði heldur betur yfir leiknum eftir skiptinguna. Þá loksins byrjaði einhver hápressa!
Call the season off!
Úff þetta var um tíma þjáning að horfa á…
Miðjan okkar var yfirspiluð á löngum kafla í seinni hálfleik. Man varla eftir öðrum eins undirburðum frá okkar liði. Á þeim tíma var vörnin í nauðvörn og gat lítið gert annað en að hreinsa háa bolta sem bláir fengu í fangið og héldu uppteknum hætti. Sóknin var passíf og tilviljanakennd.
Það var greinilega góð ákvörðun að taka Salah og Gakpo af velli og fá þá Elliot og Doak inn á. Strax kom hápressa og maður fann alveg endorfínið leika um æðar Klopps við þá sjón. Þá var gaman að sjá taglhnýttan Darwin ná þessu góða skoti á markið. Smá heppi og það hefði getað farið vel.
En hörmung dagsins var í boði VAR og þessara dómara: Hvernig. Var. Þetta. Ekki. Víti???
Ég skal segja ykkur það.
1 stig á brúnni er mjög gott tökum þá á Anfield
4 stig gegn Chelsea er bara flott…
Við getum ekki ætlast til að liðið klári með fullt hús stiga.
Margt jákvætt nýju gæjarnir komu flott inn.
En verðum að klára gluggan almennilega
Fólk sér það sem það ætlar að sjá. Ég sá þetta og hafði gaman af leiknum.
1. CFC var að spila á heimavelli. Þeir tóku meiri áhættur heldur en við til að reyna að knýja fram sigur þar og með áhorfendur með sér. Við vorum mjög nálægt því að refsa fyrir það — en engin spurning að meir sóknaráhætta tekin gaf þeim góð tækifæri til að skora og vinna leikinn.
2. Markið sem CFC skoraði var 100% á Virgil. Hann stígur upp á sama tíma og boltinn er skallaður yfir hann. Skilur TAA eftir með tvo menn og engan séns. Svona gerist — en markið sem var skorað hafði ekkert með skort á sexu að gera. Var bara dæmigerð varnarmistök eins og gerast í öllum leikjum, en var refsað fyrir í þetta skiptið.
3. Úrslitin eru fín fyrir tímabilið. Ef við gerum jafntefli á útivelli við hin topp 6 eða svo liðin en vinnum flesta heimaleikina — og það sem mikilvægast er: vinnum alla leiki gegn botn 10 liðunum, þá erum við auðveldlega í topp 4 og sennilega að keppa um titilinn.
4. Það er ekki hægt að “æfa alvöru” — leikurinn í dag var á mjög háu tempói á löngum köflum. Engin spurning að menn voru þreyttir bæði líkamlega og andlega undir lokin.
5. Skiptingar Klopp voru held ég mjög flottar. Hann sýndi bæði liðinu og áhangendum að við spilum til að vinna. Og orkan sem kom inn með skiptingunum var mjög nærri því að gera út um leikinn. Það er nokkuð síðan við höfum haft dýpt bæði frammi og á miðjunni til að breyta leikjum síðasta hálf tímann.
6. Ekkert nýtt annars með hvað vantar í hópinn. Sexu og vinstri fótar miðvörð.
7. Szobo og MacA voru báðir mjög spennandi og bjóða uppá tækni, áræðni, “beinleika” sem aðrir hafa ekki. Góð kaup í báðum.
8. Jota sem 9 er plástur. Hann virkar ekki á mig sem nógu góður til að vera í fyrstu 11 fyrir þetta lið. Í dag held ég að við hefðum unnið leikinn með annað hvort Nunez eða Gakpo í 9unni og þá Jones eða Elliott á miðjunni.
9. Bacjetic og Thiago voru ekki hópi í dag og það munar um minna. Mjög spennandi að sjá Doak koma inná.
10. Dómgæslan í EPL er ekki jafngóð og fótboltinn.
Sammála með Jota
Sammála Andra og Sigkarli.
Told Chelsea manager Mauricio Pochettino was confident of making more signings this week, Klopp said: “If that is what Chelsea wants, [they] usually they get it. I have nothing to say about that, to be honest. I am sorry.”
Þetta er af hverju ég elska Klopp og Liverpool í dag , allir aðrir mega vera ósammála, en hann hefur það skýrt til kynna að við spilum ekki á sama velli þegar það kemur að leikmannakaupum hvað þegar það kemur að FFP, hann veit að þeir svindla en getur ekki sagt það skýrum stöfum
Ornstein að staðfesta Caicedo til Chelsea.
En hvað með Lavia?
Það er spurning.
Maður hefur heyrt að Chelsea sé með samþykkt tilboð í hann 55mp ?
Nú hljóta fréttir að fara koma frá honum.
Einhver Belgískur fréttagæi vill meina að liverpool muni Matcha það
Annars er CHEICK DOUCOURÉ hjá Palace spennandi kostur líka.
Ef Caicedo og Lavia fara báðir til Chelsea þá verða Klopp og co. að bretta upp ermarnar, fjandakornið, og kaupa menn!
Nú væri gott að fá pistil frá sérfræðingi sem getur útskýrt Finansial fair play. Hvernig getur t.d. Chelsea (og önnur lið þar sem eignarhaldið er á Arabíuskaganum) gert það sem þeir eru að gera í leikmannakaupum án athugasemda?
Í stuttu máli eru þeir að dreifa þessum GBP 115 milljónum á 8 ár í stað 5 eins og verður staðlað á næsta ári. Þannig að einungis 1/8 telst með á þessu ári.
Þetta er flóknara — sérstaklega þegar leikmenn eru seldir sem eiga mörg ár eftir á samning og öll summan kemur til gjalddaga (mínus söluverð). En það má fixa með því að búa til samninga við S Arabíu félag.
Megin vandinn er einfaldur: EPL græðir ekki á því að taka á þessu. Meiri peningar í enska boltanum er bara gott í þeirra augum.
Takk Andri – í framhaldi af því mætti spyrja afhverju okkar menn taka ekki þátt í þessum dansi og versla leikmenn á 8 ára raðgreiðslum á meðan tækifæri gefst til þetta árið?!
Því ef breytingar taka gildi þegar kemur að 2024 glugganum þá líklegast fer stakkurinn að þrengjast fyrir alls kyns fjármálagjörninga hjá klúbbum eins og Chelsea og City. En á móti kemur eins og þú segir, excel sérfræðingar munu alltaf finna glufur í regluverkinu á meðan EPL stendur ekki vaktina eins og á að gera.
Málið er bara að það gengur ekki alltaf að leika einhverja “gúddí gæs” í þessum bransa eins og Liverpool lítur út fyrir að vera – við verðum að vera meira “dörtí” ef við ætlum að “vera með” næstu árin!
Held að það sem CFC eru að gera sé bilun—nema maður sé með rassvasasamning við einhvern um að hirða upp mistaka innkaup eða meidda leikmenn. Ef bæði Enzo og Caicedo t.d., meiðast og komast ekki aftur á topp—eða dala bara eins og gerist eftir 1-2 ár — þá er CFC ennþá með 6+ ára skuldbindingu á brjáluðum launapakka og ef þeir selja með afslætti til að losa þá fellur stór “afskriftar” skuld á. Það er einhver orðrómur um að CFC séu með svona sorphirðu inní hjá sér sem hluta af hópnum sem keypti liðið — en LFC er ekki með það.
Varðandi að spila dirtí á markaðnum. Veit það ekki. Það er ákveðin geðveiki í gangi núna sem getur skemmt félög og samskipti sem hafa byggst upp á löngum tíma. Eitt af því að vera alvöru sögulegur enskur klúbbur en ekki t.d., Chelsea, er að haga sér með ákveðnum hætti.
En fjárhagslega þá eru LFC helst til varkárir að mínu mati. Félagið þarf að trúa því að það sé komið á efsta stall og að tekjuhliðinni sé vaxandi. Komi sú trú inn, þá hætta menn að bíða endalaust eftir að mistök eða leiðarendar lagist . Keita og Ox höfðu báðir átt að fara amk. einu tímabili fyrr frá félaginu, þó að það þýddi fjárhagslegt tap og kaup á nýjum leikmönnum. Held að íhaldssemi Klopp og áhættufælni eigendanna spili stundum illa saman. En í sjálfu sér er líka erfitt að kvarta utan síðasta tímabil þar sem fjaraði undan góðum hópi.
Hér er ágæt grein sem skýrir þetta. Chelsea er ekki í neinni Evrópukeppni þetta árið og því eru þeir eingöngu bundnir af reglu Premíer League hvað varðar lengd samninga. Á næsta ári verður þetta ekki hægt eftir breytingar á reglum PL
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/how-chelsea-exploited-loophole-beat-27516341
Þetta Caicedo og Lavia fíaskó hefur lítið annað gert en að verðmiðinn á báðum leikmönnum hefur hækkað um 5-15 milljónir punda. Það kemur svo í ljós hvort Chel$ki hirði báða eða Liverpool hirðir Lavia. Það er hins vegar ljóst að Liverpool þarf varnarmiðjumann og það eru til peningar til þess að kaupa 1-2 leikmenn áður en glugginn lokast. Það er jafnframt ljóst að tíminn vinnur ekki með Liverpool í þessum málum þar sem flest lið vilja helst ekki selja öfluga leikmenn þegar tímabilið er komið af stað og verðmiðinn hækkar eftir því sem þörfin verður meiri.
31. ágúst kl. 23:00 að breskum tíma: Og Arthur ársins eeeeeeeeer…..!
Getur einhver útskýrt hversvegna við seldum Fabinho án þess að vera með eitthvert plan?
Jæja þetta var alltaf að verða erfiður leikir en vá hvað Enzo fernandes var lang bestur á miðjunni
Við réðum ekkert við hann því miður
James ward prowse seldur til west ham fyrir 30 kúlur af hverju var hann ekki keyptur til okkar væri fín viðbót á ekki meiri pening en þetta…..
Magnað hvað Liverpool hafa klúðrað sínum málum á seinustu dögum ef satt reynist.
Vildu ekki bjóða 50mp fyrir Lavia en enda svo á því að borga 60 mp fyrir hann eftir þetta Caicedo fíaskó.
Liverpool have agreed a £60m deal to sign Romeo Lavia from Southampton. They must still convince the midfielder to choose them over Chelsea. [@JacobSteinberg]
En vonandi klára menn þessi kaup, þetta eru ekki mínir peningar og ég vil bara sjá styrkingu á miðsvæðið.
Sammál. Hræðileg mistök að selja Fabinho og Henderson og salan á Fabinho er líklega sú versta sem ég man eftir hjá Liverpool.
60 milljónir punda fyrir leikmann sem er líklega ekki byrjunaliðsmaður og spurning hvort verði í Liverpool klassa er bilað rugl.
Það besta er samt að þessu fíaskó fer senn að ljúka.
Það sér þetta auðvitað hver með sínum augum.
Salan á Fab er að mínu viti ekki nálægt því svona slæm eins og margir vilja meina. Við kaupum hann á rúmar 40m og seljum hann svo 5 árum seinna, þrítugan á rúmar 40m!
Það er ljóst að Fab vildi fara til Saudi, og því ekkert annað hægt að gera en að selja hann. Það þýðir ekkert að reyna að halda mönnum sem vilja fara.
Verðið á Lavia ræðst svo auðvitað af því hvað hann er ungur. (Hefur mögulega hækkað ef CFC eru að yfirbjóða). Yngri menn sem eiga lengri feril fyrir höndum, kosta eðlilega mikið.
Þegar menn tala um að LFC hafi ekki viljað borga 50m og þetta hafi strandað á einhverjum 3millum, þá verða menn að hafa í huga að það er alls ekkert víst að það sé raunin. Það er svo margt sem getur spilað þarna inní. Við erum ekkert að fá ítarlegar upplýsingar um svona atriði. Þetta gæti allt eins hafa strandað á einhverjum klásúlum, eða einhverju allt öðru. Svona samningaviðræður eru flóknar, og það getur ekki gengið að annar aðilinn við borðið gefi eftir um öll samningsatriði og segi bara já og amen við öllu. Ef LFC myndi gera það, þá yrðum við bara teknir í bakaríið í öllum komandi leikmannakaupum í framtíðinni. Okkur yrði bara “nauðgað” við samningaborðið og hlegið að okkur.
Það er aldrei góð hugmynd að mæta með tilfinngarnar efst á blaði í samningaviðræður, en við stuðningsmenn miðum þetta allt út frá tilfinningum (eðlilega).
Insjallah
Carl Berg
P.S :
En okkur vantar sexu, klárlega, og miðvörð. FSG er með fólk í vinnu við að sjá um þessi mál, og hljóta að spyrja sig að því hvað þetta fólk hefur verið að gera!! Það er einhver ekki að vinna vinnuna sína og þetta lítur ekki vel út!!
Talað um að Lavia vilji frekar fara til Chelsea. Ef það er rétt að hann vilji frekar vera varaskeifa (Caceido og Enso á undan) þar en starter hjá Liverpool þá er það svakalegt spark í punginn fyrir klúbbinn.
Veit að London togar og allt það en þeir eru ekki í Evrópu þannig að álagið er ekkert svakalegt á þeirra hóp.
Hvernig þessi innkaupanefnd hefur farið úr því að vera ein sú besta í að verða sú versta er rannsóknarefni.
Ljóst að það þarf að hreinsa hressilega út þarna, óboðleg stjórnum í alla staði.
Ég er bara dálítið sammála þessu.
Það eru menn á launum þarna við að sjá um þessi mál, og þetta er farið að líta frekar illa út!!
Allt of mikið af kaupum sem hafa ekki heppnast undanfarin ár, og furðulegar ákvarðanir á markaðnum. Kaupa sóknarmann þegar það vantar miðjumann, sleppa því að kaupa varnarmann og grípa Ozan Kabak (ofl) þegar liðið er miðvarðarlaust nánast og svona mætti áfram telja.
Og þetta sumar er farið að lúkka frekar illa, svo vægt sé til orða tekið.
Það er einhver ekki að vinna vinnuna sína held ég.
Insjallah
Carl Berg
Lavia gæti alveg orðið starter hjá chelsea, þeir spila með 5 manna miðju.
James-Enzo-Lavia-Caicedo-Chillvell
Plús það að chelsea borga mun hærri laun en Liverpool
Við verðum bara að klára þetta í dag helst
Maður veltir því fyrir sér hvers vegna leikmenn eru að sækjast frekar í Chelsea en Liverpool? Þessi arabísku lönd kunna svo sannarlega að bjóða feit brún umslög án þess að nokkur sjái.
Það er ekki eins og Chelsea sé spennandi í dag.
Ég spái því að eftir nokkur ár komi upp hrikalegt hneyksli varðandi skatta, mútur og umslög. Ef það er eitthvað sem ég veit um þessi arabísku lönd þá er það að þeir bera enga virðingu fyrir lögum og reglum. Furstarnir telja sig yfir þau hafinn.
Nú spyr ég bara, hefði einhver í alvörunni fyrir 2 mánuðum verið spenntur fyrir hugmyndinni um Henderson + Fabinho + ~10 miljónir í skiptum fyrir Lavia?
Algjörlega galið í mínum huga en kannski er pælingin að láta það sleppa fram að áramótum og fá þá þennan Andre inn. En bara í tómarúmi að þá eru þetta alveg hreint ótrúlega og óvanalega léleg move frá Liverpool. Er í alvörunni ekkert betra í boði frá Frakklandi/Þýskalandi/Portúgal sem dæmi?
Vonandi er einn sokkur á leiðinni handa mér en þetta lítur ekki vel út.
Lavia mun koma til LFC fyrir 60m pund. Spái því að hann muni sitja mikið á bekk eða vera innáskiptingafóður stóran hluta tímabils og að hann verði ekki lausn fyrir varnartengiliðs stöðuna strax. Vona að það eyðileggi ekki möguleikana fyrir AMA að blómstra hjá okkur.
Allur þessi farsi um DM stöðuna síðustu daga sýnir hins vegar að LFC verður að uppfæra nálgun sína á leikmannamarkaðinn. Þetta er búið að vera algert rugl og ljóst að það er ekki nóg að benda bara á FSG.
Algerlega sammála.
Það er alveg ljóst frá því þar sem ég sit, að það er ekki bara hægt að kenna FSG um þetta allt.
Henry er ekki í vinnu við að finna leikmenn og semja við þá. Hann borgar fólki fyrir að sjá um það!
Insjallah
Carl Berg
Nú er Liverpool sterklega orðað við Dani Ceballos frá Real Madrid og Flynn Downes frá West ham. Gætum fengið þá samanlagt á 60 mp, sem er tæplega helmingurinn af því sem við buðum í Caceido. Vona að það komi varnarmaður líka inn.
Mér líður svipað þessa dagana og þegar að Torres fór og Carrol var tekinn inn, fyrir mína parta þá er þetta svakaleg niðurlæging fyrir klúbbinn og þeir sem stjórna líta út eins byrjendur í litlum klúbb, auðvitað veit ég ekki neitt hvað fer fram á bakvið tjöldin en þetta lítur ekki vel út, menn seldir og ekkert plan
Við eigum að setja allt okkar púður í Valverde, eða Frakkann
Hver hefur áhuga á að fara til Liverpool ef þetta er klúbbur á niðurleið og þar sem enginn metnaður er lengur og liðið er ekki einu sinni í meistaradeildinni. Og þetta endalausa vesen á að kaupa leikmenn og neita að borga gott verð og bíða fram á síðasta dag 31 ágúst, og kaupa þá eitthvað drasl á uppsprengdu verði eða fá einhverja algjörlega loosera sem geta ekki spilað fótbolta og eru meira að segja meiddir frá fyrsta degi. Úff sko Liverpool er klúbbur í dag sem allir eru að hlæja að og ég væri ekki hissa ef að Klopp verði ekki látinn fara fljótlega því hann ber líka stóra ábyrgð á hverig staðan er í dag og hann hlítur líka að ráða hverjir koma og fara frá félaginu og því er ekki bara hægt að benda á FSG og kenna þeim um þetta allt hann þarf líka að svara fyrir þetta allt. Ég segi því FSG out og líka Klopp og það mætti líka láta þennan nýja innkaupastjóra fara með þeim.
Mannstu eftir einhverjum stjóra sem þú vildir ekki að yrði rekinn frá félaginu ?
Tek undir það sem Hatton Rockall skrifar, að það sé ekki bara nóg að benda á FSG. Það hlýtur líka að vera eitthvað innanbúðar vandamál hjá Liverpool.
Nokkrar hugleiðingar um frumraun okkar á þessu tímabili. Chelsea og Liverpool buðu upp á skemmtilegan en fjarri því gallalausan leik á Stamford Bridge. Mauricio Pochettino og Jürgen Klopp munu hafa að mörgu að hyggja. Skýrasta atriðið er að bæði lið þurfa styrkinn og orkuna sem djúpur miðjumaður (Moises Caicedo ) getur fært á miðjuna. Það er ekki heldur ofsögum sagt að Mohamed Salah hafi verið ósáttur þegar honum var skipt útaf á 77. mínútu á Stamford Bridge. Það var ljóst að um skipti var að ræða með hagsmuni hans að leiðarljósi jafnvel þótt viðbrögð hans við ákvörðun stjórans sýndu að hann væri ósammála. Erfiðu undirbúningstímabili er nýlokið og Klopp gerir rétt í að stjórna álagi og mínútum leikmanna vandlega í byrjun tímabilsins til að forðast að meiðslavandræði síðasta tímabils endurtaki sig. Stuðningsmenn Liverpool hafa gleymt hvaða mikilvægu hlutverki Harvey Elliott getur gegnt á þessu tímabili þrátt fyrir endurnýjun á miðjunni. Englendingurinn leit svo sannarlega út eins og leikmaður sem getur skipt sköpum á tímabilinu. Kröftugur leikur hans hjálpaði þeim rauðu að taka aftur tempóið seint í leiknum og boltameðferð hans leiddi stöðugt til hættulegra færa. Elliott hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir strákslega líkamsbyggingu en hann leit út fyrir að hafa byggt sig upp yfir sumarið og virðist vera hraðari en nokkru sinni fyrr í spretthlaupum sínum. Mér fannst Chelsea vera betra liðið tvo þriðju hluta leiksins og leikmennirnir okkar virtust kærulausari og slakari eftir því sem leið á leikinn. Gott stig þegar upp er staðið. Við þurfum að minnsta kosti tvo leikmenn áður en glugginn lokar. Mac Allister var frábær í fyrri hálfleik en var útkeyrður og þreyttur í lok leiksins eins og sást á slælegri sendingu á Nunez undir lok leiksins. Einnig sást glöggt að liðið hrópar eftir varnarsinnuðum miðjumanni. Liðið þarf styrkinn og orkuna sem góður djúpur miðjumaður getur fært á miðjuna . Liverpool hefur hins vegar sóknarkraft til að sigra hvaða lið sem er á þessari leiktíð og þeir voru frábærir í sókninni þar sem Luis Diaz kom þeim yfir og Mohamed Salah var neitað um annað mark eftir þröngan rangstöðudóm. Einnig sterk óréttlætistilfinning þegar boltinn fór í hendi Nicolas Jackson refsilaust eftir að Axel Disasi jafnaði metin í frumraun sinni. En það sem raunverulega kostaði Liverpool sigur í höfuðborginni var ekki óheppni. Það var skelfilegt stjórnleysi í vörninni, alltof opið og of auðvelt fyrir Chelsea að finna leiðir í gegnum varnarlínuna sem var ekki nógu vernduð. Thiago og Stefan Bajcetic eru báðir komnir á fullt á æfingum eftir langvarandi meiðsli en það nægir ekki. Það þarf nýtt blóð bæði á miðjuna og í vörnina. Að leika Cody Gakpo í dýpra hlutverki virkaði ekki. Hann er betri sem sóknarmaður en miðherji á meðan Alexis MacAllister þarf að spila ofar á vellinum frekar en neðst á miðjunni.
Það er bara gott að Salah er óánægður með að vera tekinn útaf. Hann er ósáttur við að sigra ekki leikinn. Flottur karakter !
Vonandi förum við að drullast til að kaupa gæðamann á miðjuna. Ég vill sjá okkur hjóla í leikmenn Bayern og Real. Þar eru nokkrir góðir sem fá ekki að spila mikið.
Fínar pælingar varðandi leikinn í gær, leikskipulagið og væntanleg leikmannakaup……. eða ekki.
Sammála Hödda B. afhverju í ósköpunum við látum ekki reyna á viðskipti við Real eða Bayern – einhvern veginn alltaf þannig að ef eitthvað, þá versla þessi lið leikmenn frá okkur en ekki öfugt!
Mæli svo með að menn og konur renni yfir gott svar Andra til mín hér ofar kl. 12:32, 18.1.2
Hann hittir á naglann þegar hann segir m.a. varðandi leikmannakaup……..
“Held að íhaldssemi Klopp og áhættufælni eigendanna spili stundum illa saman.”
Samkvæmt blaðamanni Times, Tom Roddy, vill Lavia fara til Chelsea, sem einnig Ian Doyle knattspyrnu sérfræðingur á Liverpool Echo heldur fram. Hann segir í viðtali við TheRedMen TV að félagið telji Lavia vera á leiðinni til Chelsea.
Félagið er í erfiðri stöðu aðallega vegna sölu á Fabinho og Henderson. Það var ekki planað. Ef Bajcetic hefði verið meiðslalaus hefði þetta ekki gerst. Þá hefði hann byrjað gegn Chelsea og félagið hefði nota peninginn á annan hátt, heldur Doyle fram.
Liverpool hefur bolmagn til að jafna Chelsea (og önnur topplið) í tilboðum, en ef Lundúnaklúbburinn – eins og virðist vera raunin með Caicedo og Lavia – velur að hækka vikulaun um nokkur hundruð þúsund pund munu eigendur FSG draga strax út. Að hluta til af kostnaðarástæðum og að hluta af ótta við að eyðileggja ekki launasamsetninguna í hópnum. Leikmenn Liverpool eru að miklu leyti á frammistöðutengdum samningum þar sem þeir eru ríkulega verðlaunaðir fyrir árangur.