Leitin að arftaka Fabinho

Hvar eigum við að byrja? Moses Caicedo verður í dag líklega dýrasti leikmaður Englands eftir að Chelsea yfirbauð Liverpool og bauð leikmanninum bókstaflega gull og græna skóga næsta áratuginn eða svo með rúmlega £300,000 á viku. Þar með fór enn einn miðjumaðurinn sem gæti leyst helling af vandamálum Liverpool eitthvað annað en til Liverpool. Erfitt aldrei þessu vant samt að gagnrýna félagið hvað þennan díl varðar enda nokkuð ljóst að Liverpool var tilbúið að ganga ansi langt og leggja út metfé til að landa þessum leikmanni.

Núna herma fréttir að Liverpool sé komið með samþykkt tilboð í Romeo Lavia, hærra en hann var talin vera falur á fyrir viku síðan. Þá var hann ólmur í að komast til Liverpool en núna er staðan að því er virðist sú sama og í Caicedo dílnum, Chelsea er einnig að bjóða í hann og áfram með ofur samninga og greiðslur til umboðsmanna leikmannsins. Núna er hann sagður frekar vilja fara til þeirra. Vonlaust samt að átta sig á hvað er satt og rétt í öllu þessu bulli og því rétt að taka öllum fréttum með töluverðum fyrirvara.

Sá sem talin hefur verið hvað mest áreiðanlegur í fréttum af Lavia talaði í gær um partý hjá honum og hans fólki til að fagna samningi við Chelsea en í dag segir hann að Lavia hafi alltaf viljað fara til Liverpool!

Eins hefur það ekkert breyst að Lavia væri ansi mikil áhætta sem arftaki Fabinho enda er þetta 19 ára leikmaður með reynslu af einu tímabili á Englandi með liði sem féll. Ef þetta verður eini varnartengiliðurinn sem kæmi til Liverpool og á svona fjárhæðir er strax hressileg pressa á honum. Engu að síður er miklu miklu augljósari leið fyrir hann í byrjunarlið Liverpool ef hann hefur nógu mikla trú á sér, Chelsea var bókstaflega að kaupa tvo leikmenn á vel rúmlega €100m sem spila báðir þær stöður á miðjunni sem henta Lavia best. Eins voru þeir að kaupa ungan varnartengilið fyrr í sumar frá Frakklandi á rúmlega €20m. Sá kom inná í gær.

Það er eins MAGNAÐ að eina fréttin um þetta eyðslufyllerí Chelsea sé hvernig þeir ætla að uppfylla FFP regluverkið. Nettó eyðslan hjá þeim í þessum þremur gluggum eftir Roman er núna í kringum €620m og þeir eru orðaðir við Lavia, Olise og nýjan markmann. Jafnvel fleiri. Já og hvaðan koma þessir peningar? Eru tengslin við eigendur Newcastle sönn og stangast það þá ekki fullkomlega á við allar reglur?

Hvað annað er í boði hjá Liverpool?

Liverpool þarf fyrir það fyrsta að ráða arftaka Michael Edwards sem fær það hlutverk að halda utan um leikmannkaup og langtímastefnu félagsins óháð þjálfarateyminu. Það er augljóslega ekki í gangi hjá Liverpool núna og félagið svo sannarlega ekkert snjallara á leikmannamarkaðnum en önnur lið. Annað sumarið í röð erum við að detta í panic stöðu hvað miðjumenn varðar en núna er búið að heimila sölu á Fabinho og Henderson. Það eitt og sér að samþykkja að fara inn í nýtt tímabil án þess að vera með neinn varnartengilið er fullkomlega galið og kaup á 19 ára mjög efnilegum leikmanni fyllir ekki skarð Fabinho núna til skemmri tíma. Það á aldrei að heimila sölu slíkra lykilmanna án þess að vera búið að klára kaup á arftaka hans, helst 1-2 árum áður.

Núna undanfarna mánuði hafa Tchouameni, Rice, Caicedo, Ugarte, Fernandez og Bellingham allir skipt um lið og engin endað hjá Liverpool. Stóru bitarnir.

Liverpool er með bakið upp við vegg og þarf helst tvo frekar en einn miðjumann í viðbót, sáum það bersýnilega í leiknum í gær. Af þeim sem helst koma til greina og hafa verið í umræðuni er áhugavert að skoða spilaðar mínútur það sem af er ferlinum og hvar þeir hafa spilað þær.

Fremsti dálkurinn er fjöldi leikja sem viðkomandi hefur komið við sögu, í miðjunni er fjöldi leikja ef við deilum heildarmínútum á ferlinum í 90 mínútur sem er þá ígildi fótboltaleiks.

Caicedo er t.a.m. með ótrúlega litla reynslu m.v. kaupverðið á honum núna, alls ekki mikið meira en Lavia sem er tveimur árum yngri. Gjörsamlega frábær kaup hjá Brighton.

Inn í þessa mynd vantar t.d. Florentino Luís, 1999 módel frá Benfica sem væri mögulega hvað mest spennandi núna. Gamli samherji Fernanez á miðjunni hjá Benfica.

Eins gætu bæði Fofana frá Monaco (gamli samherji Tchouameni) eða Doucoure frá Palace poppað meira upp í umræðunni, báðir með nokkuð góða reynslu og sagðir með mikið potential.

Ryan Gravenberch hefur verið í umræðunni í allt sumar og fékk augljóslega allt of lítið að spila hjá Bayern í fyrra. André beint frá S-Ameríku gæti verið áhugaverður kostur þá sem annar af tveimur miðjumönnum.

Erfitt samt að sjá þann sem kemur núna á lokadögum leikmannagluggans sem nokkuð mikið minna spennandi en t.d. Caicedo. Vonum samt að þetta verði ekki jafn slæmt og í fyrra þegar við lækkuðum standardinn úr Tchouameni niður í Arthur Melo á láni!

Það er í það minnsta jákvætt að félagið sýndi að það er tílbúið að kaupa réttan leikmann fyrir alvöru fjárhæð, þurfum það þó Caicedo hafi klikkað. Ágætt líka að hafa í huga að það kemur nýtt ofurnafn upp á hverju ári sem er alveg ómissandi leikmaður, Liverpool þarf bara að finna slíkan strák núna og kaupa hann. Það er ekki langt síðan við höfðum aldrei heyrt um megnið af þessum leikmönnum. Þá er ég ekki að bara að meina þessa sem við höfum við orðuð við núna heldur líka leikmenn eins og Tchouameni, Fernandez, Ugarte, Caicedo, Lavia o.s.frv.

72 Comments

  1. Finn pistill. En ég myndi nú samt ætla að Mac Allister sé stærra nafn en allavegna Caicedo og Ugarte og jafnvel Rice líka.

    11
    • dóri, ég er nú bara sammála þér með að Alexis Mac Allister sér stærra nafn enn Caicedo og Ugarte og hann er örugglega betri enn Rice. Ungverjinn okkar er stórt spurningamerki enn vonandi á hann eftir að sanna sig.

      Romeo lavia er ungur og efnilegur, enn ég er ekki viss að hann sé tilbúinn?
      Ég er á því að við þurfum tvo til þrjá menn fyrir lok gluggans, einn öflugan fyrir Fabinho, miðvörð og hægri bakvörð svo við getum notað Trent Alexander Arnold á miðjunni.

      1
  2. Góður pistill að vanda Einar, takk. Vissulega gott að vita að FSG hafi verið tilbúið að bjóða þessa upphæð í leikmann, en þetta er að verða ansi vandræðalegt. Ég er samt enn að vona að það sé eitthvað meiriháttar plan í gangi á bak við tjöldin hjá Schmadtke. Djók.

    Kannski væri besta lendingin úr því sem komið er að fá Doucore (með PL reynslu) og André? Eins og Maggi nefndi um daginn þá er brasilíska deildin örugglega talsvert sterkari en við höldum.

    Það þarf svo að fara að taka verulega til í þessu FFP dæmi, það er ekki hægt að keppa við þennan fíflagang.

    4
  3. Þetta er orðið ljóta ruglið og öll lið munu pumpa upp verð á leikmönnum, en eins og staðan er þá hefur Liverpool ekki efni á því að kaupa ekki leikmann þó að hann komi á uppsprengdu verði.
    Þetta er klúður frá stjórnendum klúbbsins og menn verða að bregðast hratt við og kannski reyna að ræða við leikmenn fyrst hvort þeir vilji koma áður en það er farið að gera tilboð útum allt.

    4
  4. Sælir fæelagar

    Liverpool þarf nú að snúa sér að því að kaupa þá menn sem vantar og borga það sem þarf. Lavia væri Liverpool maður í dag ef menn hefðu ekki verið að hanga á nískunni vikum saman. Þeir sem um véla verða sem sagt að drullast til að leggja það til sem þarf og hætta að verða að atlægi um allan heim fyrir aula ganginn og ótímabæra nísku sem skiptir einni til tveimur milljónum. Djöfull sem ég er orðinn leiður á þessu drullumaki í leikmannakaupum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
    • Hvað finnst þér þá um söguna sem núna flýgur um allt, að Liverpool hafi boðist að kaupa Enzo Fernandes (þennan sem stjórnaði miðjunni hjá Chelsea í gær) í fyrrasumar á 15 milljónir? En eins og þjóð veit vantaði Klopp ekki miðjumenn í fyrra…

      4
  5. Þetta fíaskó endurspeglar einfaldlega fáránlega innkaupastefnu undanfarinna ára.
    Skammarlegt með öllu.

    7
  6. Þetta er orðið svo átakanlega vandræðalegt fyrir Liverpool að það nær ekki nokkurri átt…

    Þessir trúðar þarna á skrifstofunni þurfa að finna sér eitthvað annað að gera…

    15
  7. Þetta snýst svo átakanlega orðið bara um peninga, hvort sem um ræðir samningana sjálfs eða kaupverð. Á meðan LFC er í eigu FSG þá spilar LFC ekki í sömu deild. Spái hnignun framundan að óbreyttu.

    4
  8. Getum ekki réttlætt þennan aumingjaskap félagsins a einn eða neinn hátt því þetta er ekkert annað. LFC er búið að vera að reyna prútta Southampton svo vikum skiptir og glórulaus aulaháttur skemmt fyrir okkur. Hvernig stendur a því að fyrir 2 vikum getum við bara greitt 45m en svo allt í einu boðið 110m í panic þegar allt er að klikka.
    LFC þarf aðra eigendur – FSG eru að skemma félagið. LFC eru að verða miðlungs klúbbur en fyrir 2 árum í dauðafæri að byggja upp stórveldi a nýjan leik. Níska FSG er að drepa LFC

    12
  9. Ég vil fá Ara Oskarsson aftur í umræðuna. Hann sat kannski ekki stjórnarfundi frekar en aðrir hérna en hann sá hlutina oft fyrir.

    6
    • Hann er nú hér að ofan að ausa úr viskubrunni sínum. Kristalkúlan sýndi þó ekkert markvert í þetta sinn

      1
      • Carra er nú bara að segja það sem margir eru búnir að vera að reyna að benda þér á.
        Að það sé verið að borga starfsfólki laun við að sjá um leikmannamál, og það fólk virðist ekki vera að vinna vinnuna sína. Hann segir sérstaklega að það sé ekki hægt að kenna eigendunum um þetta klúður sem þetta er að verða!

        Insjallah
        Carl Berg

  10. Það virðist orðið ljóst að reglur FFP hafa það hátt svigrúm til að standast þær.
    Höfum það á hreinu að Chelsea eða City eru ekki dæmd lið eins og staðan er.
    Þá er það líka orðið ljóst að FSG eru ekki nógu stórir til að stýra félagi í hæðsta flokk í dag.
    Til þess þarf netspendið að vera miklu hærra.
    Það að trúa á sauðkindina og heilagajónfrú eða trúa því í rauðan dauðan að þeir sem vinna fyrir Liverpool séu snjallari en aðrir að gera góð kaup eru á villigötum money talks einfalt!
    Stjörnu ára Klopp
    Og snilli Edwards er liðin tíð.
    Það væri kannski ráð að nota þennan Caicedo pening í að ráða Edwards aftur ?

    Það er allavega ljóst að það er erfitt
    Að velja hvort sorgarsumarið í fyrra eða risastórasumarið í ár séu sorglegri klúbburin er allavega orðinn að aðhlátursefni í sumar.

    Hvar eru þessir stóru fjárfestar sem áttu að koma inn?
    Eða salan á klúbbnum eða átti hún aldrei að gerast?
    Hvað er FSG búið að kaupa mörg lið núna?

    Það átti að gera mikið í sumar
    Byrjaði á Jude en nei við tökum ekki þátt í þessum launa stríðum.
    Og þar af leiðandi fara allir eitthvað annað..

    Nú þarf FSG að koma með bombu! B.O.B.U
    Til að samfæra mig allavega..
    40-60 mp í einn gæja sem sættir sig við 120 í laun er ekki nóg.
    FSG þarf statement….. og risastórt.

    7
  11. Lavia valdi Chelsea en ekki hvað…Ég er orðlaus yfir þessum leikmanna glugga. Byrjaði vel en hefur engan veginn staðið undir væntingum. Núna er spurning er eithver metnaður eftir í klúbbnum eða er þetta tímabilið sem mun brjóta okkur algjörlega úr topp 4 og miðlungs lið bíður okkur næstu 50 árin.

    Maður var svo spenntur eftir nr 10 og nr 8 komu í sumar að fallið núna er ansi hátt og maður gráti nær.

    YNWA

    8
  12. Er Liverpool ekki með nýjan innkaupastjóra frá Þýskalandi?
    Ef svo er þá er hann allavega búinn að sanna sig, sagði enginn

    7
  13. Það er nokkuð ljóst að núverandi eigendur LFC geta ekki keppt við hæstbjóðendur í deildinni, enda getur enginn keppt við olíufurstana. Það er ekki FSG að kenna að FFP regluverkinu er ekki fylgt eftir. Það er getuleysi knattspyrnuyfirvalda í Englandi að kenna. Á meðan olíubarónar komast upp með að beygja og sveigja þessar reglur eftir sínu höfði mun enska deildin halda áfram að verða einsleitari og minna spennandi. Nema eitthvað stórkostlegt breytist mun líklega Newcastle hægt og rólega yfirtaka stöðu ManCity á næstu árum og þessi tvö lið verða væntanlega einráð um titla og bestu bitana á leikmannamarkaði. Já og kannski Chelsea líka sem hafa fundið einhverja gullkistu við enda regnbogans virðist vera. Frábært fyrir stuðningsmenn þessara félaga en við sem fylgjum “fátækari” klúbbum þurfum að horfast í augu við það að líkur á viðbót við bikarasafnið er ekki líkleg með sama áframhaldi á næstu árum.

    10
    • Andri það er ekki hægt að kenna lélegu regluverki um heimskulega nísku og prútt um smáaura sem hefur viðgengist hjá LFC og þeim sem þar stjórna

      7
  14. Byggt á öllu sem við vitum í dag, þá er Lavia á GBP 50 milljónir og háum launum alls ekki það sem hjálpar okkur í dag. Ekkert sérstakt sem segir að Lavia sé mikið betri en Bajcetic — báðir of ungir og óreyndir til að vera hryggjarstykki fyrir okkur. Til hvers að koma inn með lítt reyndan mann sem er varla byrjunarmaður á ofurlaunum til að pirra alla í klefanum.

    En það þarf að koma inn leikmaður í þessa stöðu með reynslu. Og skiptir ekki öllu hvað hann kostar — þarf bara að geta komist strax í byrjunar XI. Aðallega til að við getum spilað með MacA og Szoboszlai í sínum bestu stöðum og haldið uppi pressu á toppnum, vitandi að það er hald fyrir aftan.

    En eyðsla er ekki árangur. Auðvitað þarf að fjárfesta til að ná árangri — en það er ekkert bætt með því að fara á eitthvað kaupfyllerí fyrir áhangendur af því að Chelsea eru að vera Chelsea. Ef þeir sem eru í innkaupum hjá LFC ganga ekki frá góðum dílum fyrir lok gluggans, þá getum við dæmt þá.

    Megum líka muna að það er ekki algengt að lið sem vinni innkaupa gluggann vinni nokkuð annað. Leikmannamál eru ekki hraðhlaup heldur langhlaup.

    24
    • Andri. Þetta er sérkennilegt. Ef félög kaupa leikmenn þá vinna þau “gluggann”????? en ef félög kaupa ekkert þá vinna þau – deildoina???? Nei ég bara spyr.

  15. Nú er bara fylgjast vel með hvaða leikmenn Brighton og Southampton ætla að kaupa til að koma í stað Caicedo og Lavia og stela þeim!!!

    6
  16. Það hljóta að vera fleiri leikmenn í heiminum en lavia og ca$hceido ! Come on, og það eru líka til margir miklu betri en þeir tveir.
    Við þurfum bara að sækja leikmenn annað, Ítalíu, Spán, Frakkland, Þýskaland. Allar deildir eru með bæði ódýrari og betri leikmenn. Ég held áfram að nefna Valverde, sem er magnaður leikmaður, ekki kom Tonali illa út fyrir Newcastle, hann kostaði BARA 55 millur.

    11
  17. Núna eru helstu bladamenn ad segja ad tyler adams hjá leeds se liklegastur. 20mp þar og ad fsg og klopp ætli ad bída eftir stærra nafni. Gerdist þetta ekki i fyrra med tchoumeni og vid endudum med Arthur???? FSG OUT!!!!

    11
    • Fjandakornið ! Ekki AFTUR þessar lygar ! Þessi Adams er tveimur númerum of lítill fyrir Liverpool, og það er ekki nóg einn miðjumaður, djöfulsins drulla er þetta !

      8
  18. Það væri til að fullkomna niðurlæginguna.
    Að taka Tyler Adams sem Chelsea henti úr lækniskoðun.
    Og bíða eftir stærra nafni? Haha þið takið eftir að þessi saga kemur árlega að bíða ?

    Samt eru til endalaust af betri leikmönnum til í heiminum á betri verðum?
    Liverpool eru bara ekki að.kaupa þá, því þeir eru að bíða 🙂

    8
  19. Vil hvorugan þessara grænjaxla á þessu uppsprengda verðir. Algjör þvæla.

    nr. 1, 2 og 4 er að fá ærlega ráðgjafa í þessum efnum og dusta rykið af tengslanetinu.

    Svo er bara að skreppa til Portúgals, Úrúgvæ, Gana, Nígeriu, Króatíu … finna einhverja öfluga asap.

    En ekki þetta bölvaða rugl sem við höfum orðið vitni að.

    10
  20. Hvað veldur þessu, eru það betri samningar sem leikmennirnir fá í sinn vasa. Ekki þrúi ég því að það chelsi klúbburinn sé áhugverðari en Liverpool. Heldur ekki þjálfarinn eða er Klopp ekki áhugaverður þjálfari fyrir leikmenn. Ekki er chelski í evrópukeppni þetta árið. Ég bara átta mig ekki á þessu en ljóst er að stjórnendur klúbbsins þurfa að fara í verulega naflaskoðun.

    4
    • Þetta er launapakkinn sem þeir eru að bjóða, svo væntanlega eitth til umbana líka. Vonandi förum við og kaupum leikmann úr annari deild. Það er talað um að Real Madrid vilji losa einn miðjumann, eða þá Gravenbeck eða hvað hann heitir hjá Bayern, plús einn til eða tveir.

      4
  21. Ég held að menn gleymi nú aðeins einu áður en menn fara að tala um að Tjellarnir séu að pumpa upp verðmiðann á leikmönnum. Eitt langt orð: Ákvörðunarfælni.

    Lavia ætti að vera Lpool leikmaður fyrir sirka 6 vikum síðan en vegna þess að Lpool vildi spara 4-5 milljónir þá enduðu þeir í 60m uppboði sem Tjellarnir unnu. Ástæðan? Eflaust London sem heillar meira og svo meðferð Lpool á Lavia sem hjálpaði ekki til. Svo þegar Tjellarnir eru að bjóða leikmönnum 100 ára
    Samninga plús 15-20 ár add on þá eru þeir eflaust að fá betri launapakka.

    Billy Hogan og co eru nú búnir að fokka sumrinu svo rækilega að þetta minnir helst á þátt af Benny Hill. Vantar bara Yaketyyakk soundtrakkið til að fullkomna þetta. Öll þessi leynd yfir hversu mikið þeir vilja eyða er horfin. Þegar lið sjá Lpool hafa áhuga á leikmönnum þá verður verðmiðinn ennþá hærri en áður vegna þess að miðjuvandræðin eru orðin að meira en þörf en áður. Nauðsyn.

    Þetta sumar hvað innkaup varðar: 1/10 hvað mig varðar. Góð byrjun þÿðir ekkert ef menn ætla að fokka enn einu tækifærinu til að stykja sig vel.

    13
  22. Mér sýnist nú að vilji leikmanna ráði einhverju líka; hvað ef fjölskyldan (börn/unglingar) – eða leikmaðurinn sjálfur – vill bara einfaldlega frekar búa í London (höfuðborginni) frekar en norður í rigningunni í Liverpool? Þetta eru hvort eð er allt málaliðar sem er alveg sama um málstaðinn/félagið; peningar og umgjörð skipta mestu máli.
    Vitum við – eða þið – eitthvað um þennan þátt málsins, nóg virðast nú margir vita hér inni.

    3
  23. Lavia er aldrei byrjunarlipsmaður í topp liði, aldrei. Hann meikað séns með fabinho spilandi nánast alla leiki, okkur vantar byrjunarliðsmann ekki 60m punda bekkjasetumann.

    Eins gott að klopp og félagar finni leikmann strax, annars endar þetta í rugli í vetur.

    11
  24. Florentino Luis? Með klàsúlu upp á 103mp
    Andre frá Flamengo 20mp
    Miðvörð 45mp

    8
  25. Kannski tími á að taka hausinn úr rassgatinu og fara gera eitthvað:-)

    3
  26. Alltaf sama sagan á “gamla klósettinu” það bara eru ekki dæmd víti á manutd þar. Við áttum að fá klárt víti á móti chelsea. Svona safnast saman stigamunurinn.

    10
  27. Svona mistök kostuðu okkur deildarbikar fyrir stuttu. Man ekki nákvæmlega — tengdist City á móti Everton. Sem betur fer hef ég bara gaman af að horfa á LFC spila. Þessi deild og hver vinnur hana er bara í höndunum á einhverjum bjánum.

    Annars voru Úlfarnir mjög góðir og ManU svo lélegir að unun var að horfa. Lið með þokkalega sóknarmenn hefði unnið 7-0 í dag á Old Trafford.

    Frá The Athletic:
    “Wolverhampton Wanderers head coach Gary O’Neil says he received an apology from PGMOL’s Jonathan Moss following the failure to award his side a penalty during Monday’s defeat to Manchester United.

    Manchester United goalkeeper Andre Onana collided with Wolves forward Sasa Kalajdzic in second-half stoppage time as he attempted to claim a cross but was not penalised for the challenge.

    The incident was checked by VAR but referee Simon Hooper was not ordered to consult the monitor. O’Neil was then shown a yellow card by Hooper for his protests.

    The Wolves head coach said former Premier League referee Moss, now the Select Group 1 Manager at PGMOL, admitted the incorrect decision was made.”

  28. Henda einni illa lyktandi Pollyönnu á borðið hérna. Bara feginn að þessum peningum var ekki hennt í þessi menn. Allt of mikið fyrir fyrir enn stærri kanski. Skítt að geta ekki keppt við þessar upphæðir en þetta eru samt, ennþá alla vega, heimskulega há verð fyrir svona leikmenn.

    Taka þennan Sangarre frá PSV og portúgalskann cb/lb Inacio fyrir þessar 111, líklegast minna, og svo Brassan Andre í janúar og við verðum betur settir.

    Hef reyndar smá áhyggjur að þessar 111 sem var skellt á borðið og Chelsie toppaði með betri greiðslu fyrirkomulagi hafi verið einhverjir stupid Barcelona peningar. 30 mill eftir 5 champions league titla eða eitthvað álíka og 10 ef hann verður heimsmeistari. Með Equador.

    Orðið frekar furðulegt hvað er mikið af þessum verðum er orðin froða sem aldrei kemur til greina að verði greitt út. Fegin að við erum ekki að keyra hagkerfið okkar á svona hugmyndafræði.

    7
  29. Við þurfum svo sannarlega ekki að fara á taugum þó að þessir pappakassar hafi ákveðið að velja ca$hið hjá chel$sea í staðinn fyrir Liverpool.

    https://fotbolti.net/news/15-08-2023/atta-midjumenn-sem-liverpool-gaeti-horft-til-nuna

    Það eru fullt af flottum leikmönnum sem er hægt að fá á betra verði og gætu hentað okkur betur, við munum 100% fá góðan leikmann/leikmenn til okkar, það er bara spurning hver það verður.
    Það hlýtur að klárast núna fyrir helgi.

    6
    • Sammála þér Red að það er fullt af leikmönnum sem er hægt að fá og þarf að fá. Mér verður helst hugsað til Kone og Thuram sem voru sterklega orðaðir við LFC snemma í glugganum. Nú er bara að vona að FSG (out) og klúbburinn drullist á lappirnar og fari af fullu afli inn í það verkefni að ná í þessa drengi eða aðra ekki lakari.

      Það er nú þannig

      YNWA

      4
  30. Nú virðist Brighton vera klára kaup á hinum 19 ára Carlos Baleba frá Lille á 20 millj. evra. Væri ekki bara ráð að stökkva inní þann díl og klára kaup á þeim gæja. Getur mögulega spara 100 milljónir evra til lengri tíma.

    8
  31. Sælir. Ef Lpool vinnur titla þá rjúka launin upp en ef ekki þá eru við ekki að keppa við Cesky á leikmannamarkaðinum því þeir eru að ég best veit ekki með árangurstengd launapakka til leikmanna. Man. City hefur yfirtekið deildina undanfarin tímabil og ekki erum við í meistaradeild þannig að sá launastúrtúr virkar ekki á leikmann. Við mundum alltaf velja vinnustað þar sem launin eru hæðst og það er skiljanlegt að leikmann velja chesky. Kannski eru eigendur fegnir að liðið vinni ekki titla því þá geta þeir tekið meiri peninga út úr félaginu til eigin vasa. Þeir eru svo flottir að stækka völlinn segja sumir en þá stækkun borga áhorfendur til lengri tíma og bankar eru alveg tíl í að lána félaginu stækkunina til langs tíma því þá vantar góðar fjárfestingar fyrir hringrásarhagkerfi peninganna. Þetta er ekki flókið því á meðan félagið borgar ekki sömu laun og önnur félög þá eigum við erfitt á markaðinum. Mig þykir leitt að segja það en okkar lið verður ekki sterkt fyrr en það er selt til olíufurstanna. og alls ekki samkeppnisfært á markaðinum. Sjáið Newcastle sem fær leikmenn ,,ódýrt” því þeir borga há laun til leikmanna. En svona í lokin ættum við að snúa okkur til laikmanns hjá Leicester sem er frábær eða allavega reyna það.

    1
  32. Við áttum aldrei möguleika á móti Chel$sea vegna Caicedo

    https://fotbolti.net/news/15-08-2023/mamma-caicedo-stal-senunni-thegar-hann-var-kynntur-hja-chelsea
    Drengurinn búinn að halda með félaginu frá því að hann var krakki plús hærri laun og betri samningur.
    Og Lavia fór einfaldlega í fýlu skiljanlega, plús betri og lengri samningur, ég hef enga trú á því að Liverpool og Klopp hafi ekkert tog eða að klúbburinn sé ekki aðlaðandi fyrir leikmenn.

    4
  33. Við erum komnir ansi neðarlega í röðina ef Tyler Adams er næstur inn.Vonandi fer hann til Bournemouth.

    1
    • Satt hlýtur að vera pínu einmannalegt þarna eftir að Ox og Keita fóru : D

      3
  34. Róa sig, það eru miklu fleiri betri leikmenn en Ca$hceido og Lavia. Nú verðum við bara að bíða og vona. Ég bara trúi ekki að FSG ætli enn og aftur að leika sama leikinn og slá því fram að þeir ætli að bíða með “stór” kaup fram á næsta tímabil.

    1
  35. Hvað segir Herr Jurgen Klopp við þessum pínlegu vandræðum ? Varla sættir hann sig við miðjuna eins og hún lítur hræðilega illa út í dag.

    5
  36. Fer þetta ekki að vera ágætt hjá þessari fjandans peningadeild í Saudi

    Alisson linked to Al Nassr
    ‘Saudi Arabia continue to loot Liverpool’, say Foot Mercato, who have now made Alisson the latest Red to be linked with a move to the Saudi Pro League.

    They claim that the goalkeeper is wanted by Al Nassr after losing their opening league game, and also state that Alisson ‘is rather tempted by this new challenge’

    Svo Salah kannski líka

    ??? #AlIttihad approached #Salah and #Liverpool to explore the opportunity for his transfer.

    ?? Momo doesn’t mind the idea to land in ??, but considering the utmost respect for his club, he will let to #LFC decide freely.

    ? It’s up to teams now: talks are open. ??

  37. Er orðinn verulega þyrstur í Gullpodcast!!!

    Það þarf að ræða það sem hefur gerst og það sem er framundan og nauðsynlegt hjá félaginu.

    16
  38. Alvöru buisness menn 😉
    Kaupa frá yankee liðunum sérstaklega þeim sem greiða ekki laun í takt við keppinautana.
    Og eru game að selja og græða…

    Og kaupa allt í sín lið í Evrópu.
    Það er útilokað að CFC tengist ekki til þessara landa.

    Í þessum viðskiptaheimi.
    Á venjulegur evrópskur og amerískur buisness kall ekki sèns. FIFA,UEFA og FA þurfa að gera upp við sig hvort það eigi að vera reglur eða ekki þá geta yankessarnir selt og farið annað.
    Og þeir horft sem hafa gaman að þessu

    1
  39. Þýðir varla mikið að bíða eftir kaupum
    Innkaupa deildin og tölfræði nördarnir löngu búnir að segja upp og ekki von á góðu, nema kannski panic kaupum á lokametrum gluggans
    Við værum að sogast í neðri hluta deildarinnar án Klopp.
    Ég er mest hræddur um að Klopp verði hættur um áramót. Búinn að gefast upp á FSG

    Þvílík niðurlæging að 19 ára gutti frá fallliði Southampton vilji ekki koma í klúbbinn einu sinni

    Það er forgangsatriði áður en árangur næst að nýju er að losna við FSG áður en þeir mergsjúga klúbbinn innanfrá
    FSG out og nenni síðan ekki að hlusta á eitthvað pollyönnu rugl að þeir hafi bjargað klúbbnum
    Flestir getað gert það betur
    Svo löngu kominn með upp í kok af john henry og hans hyski
    Takk

    13
  40. Öndum inn… og ut… Bædi Caceido og Lavia völdu hærri laun yfir lengri tíma. Liverpool lagdi fram tilbod sem voru samthykkt en geta/vilja ekki keppa vid Chelsea í launum til ad koma i veg fyrir eydileggingu á nuverandi struktur i launamalum hja felaginu.

    Vid skulum ekki hengja okkur á tvö nöfn og halda ad thad seu engir adrid midjumenn sem geta ekki leyst DMC hjá Liverpool. Common. Personulega hef engan ahuga ad sja Lavia i DMC, 19 ara gamlan. Eg fylgist vel med Southampton og hann var vel shaky i fyrra.

    Caceido vidrædurnar vid Brighton komu uppa yfirbordid eftir marga daga vidrædur.

    Thad er verid ad vinna í málunum tho vid sjaum ekki allt a twitter eda i fjolmidlum. Ekki lata fjolmidla stjorna umrædunni. Thetta eru alltof djup og flokin mal til ad taka harda afstödu á og tryllast yfir – vid hofum ekki allar upplysingarnar. Ekkert vid thetta allt er vandrædalegt fyrir Liverpool – mer finnst Chelsea koma verr ut ur thessu, synandi hversu galin klubbur thad er ordin (ekki bara med háa leikmannaveltu heldur lika bakvid tjöldin i stjornendum).

    17
    • Ekkert vandræðalegt fyrir Liverpool og Chelsea að koma verr út úr þessu?

      Ég er ósammála þessu. Auðvitað vitum ekki ekki hvað fer fram bakvið tjöldin en það sem okkur hefur verið sýnt í þessari sápu undanfarnar vikur er ekki Liverpool til framdráttar. Chelsea enda allavega með þessa eftirsóttu leikmenn. Chelsea bjóða betri samninga og Liverpool virðist ekki geta keppt við þá um þessi sameiginlegu skotmörk.

      Klúðrið þetta sumarið er samt aðallega seinagangur síðustu ára. Ég er ekki ósáttur við að Liverpool reyndi að stela Caceido. Ég var í raun heldur ekkert ósáttur við að eyða ekki 50m í Lavia. Spennandi leikmaður (eftir að hafa kynnt mér hann í sumar) en spurnig hvað hægt er að fá annað fyrir sama pening. Þetta er bara einu eða tveimur tímabilum of seint allt. Og bjóða svo 60m í Lavia? Það finnst vandræðalegt. Og hann segir svo bara nei takk. Þetta er bara stórt klúður og Chelsea er sigurvegarinn í þessari rimmu.

      Það er samt ennþá hægt að næla í góða leikmenn. Önnur lið geta það allavega.

      8
      • Já ok. Chelsea enda med leikmennina og tha lita their betur ut? Thetta er frekar yfirbordskennd greining.

        Chelsea líta mjog vel út med 7-9 ára samninga…búnir ad rannsaka og skoda Lavia mjog vel er thad ekki? Their lita ut eins og prinsipplaus klubbur. Chelsea koma inní Lavia málid og pumpa upp verdid a honum. Liverpool synir klærnar og segja “ok okkur er alvara her eru £60m”. Er thad ekki thad sem vid viljum? Ad their setji pening a bordi og kaupi menn? Lavia vildi Liverpool og ekkert annad adur en Chelsea koma med lífeyrissamning fyrir hann sem er nánast áratugalangur. Ad sjalfsögdu tekur hann thann deal. Ekkert sem Liverpool getur gert i thvi.

        Thad er enginn annar ad spila leikinn sem Chelsea er ad spila. Ef leikmadur stendur frammi fyrir svona bullsamning tha er hann undir gridarlegri pressu fra umbodsmanni og sinum innsta hring ad skrifa undir. Tho einhver samthykki svona samning thydir thad ekki ad leikmadurinn “vilji ekki spila fyrir Liverpool”. Thetta er svo thröngsyn, defensive og desperate túlkun. Finnum bara annan mann.

        Leyfum sumrinu ad lída. Dæmum gluggan thegar hann er buinn. Vid dæmum ekki lidid okkar eftir 75 minutur heldur i leikslok.

        Vid höfum kannski 10% af upplysingunum og menn ganga um berserksgang a netinu. Slökum á.

        10
      • Sagði ég þeir liti betur út? Þeir enduðu með leikmennina sem Liverpool vildi (staðfest) og Liverpool leit ekki vel ut að mínu mati. Er það yfirborðskennd greining hjá mér?

        Ég sagði líka Lavia hefði sagt nei takk við Liverpool sem er langt frá því að segja hann hafi ekki viljað spila fyrir LFC. Hann fékk bara betri samning í London.

        Best að slaka á og hætta þessum berserksgang, þröngsýni, defensive og desperate túlkun minni á netinu.

        Áfram Liverpool og áfram Klopp!!

        4
  41. Þá er það stóra spurningin. Er hægt að redda tveimur CDM leikmönnum áður en glugginn lokast sem gætu mögulega verið með ámóta gæði og þessir leikmenn ?

    Ég er algjörlega hættur að átta mig á hvað er í gangi í þessum bransa og get ekki áfellt Liverpool fyrir þessar tilraunir. Stóru mistökin voru að láta Henderson og Fabinho fara. en það er auðvelt að vera gáfaður eftir á.

    Mér finnst þetta fáranlegt mál. Ef þessir leikmenn kæmur yfir til okkar værum við líklega orðnir meistaradeildarkadidantar og í baráttu um alla titla. Það er boðið eðlilega í þá en Gylliboðin sem Chelsia Bíður eru svo fáranleg að ég á ekki orð. 9 ára samningur við leikmann í þeim tilgangi að fara fram hjá leikmannakaupreglum ? Hef aldrei heyrt annað eins.

    5
    • Var FA ekki búið að banna svona langa samninga við leikmenn ? Einhvern vegin minnir mig það ! Ég hélt að það mætti ekki bjóða lengri samning en til 5 ára. Átti sú regla ekki að taka gildi 1 júní í sumar ? Það var eftir ruglið á chel$ea síðasta tímabil, þegar þeir voru að gera þetta sama með Mudryk og fleiri.

      2
      • Það var UEFA sem greip í taumana og gildir þetta bara í keppnum á þeirra vegum. FA er ennþá að “meta stöðuna”, “hugsa málið” – eins og þeim einum er lagið.

        1
  42. Mér finnst menn bara ekki taka nógu sterkt til orða hérna á kop.is og Carrager hefur 100% rétt fyrir sér þegar hann talar um panic rugl í leikmannamálum Liverpool.

    Salan á Fabinho og Henderson er líklega sú versta í sögu liðsins.

    Dettur einna helst í hug þegar Xabi Alonso var seldur til Real Madrid á slikk og Álvaro Arbelóa fylgdi nánast frítt með árið 2009. Þar með hrundi allt sem Benítes var búinn að byggja upp enda hætti kallinn ári síðar.

    Eða þega Hullier ákvað að kaupa ekki Anelka og fékk frekar El Hadji Diuf og Salif Diao 2002 sem er án efa upphafið að því að hann yfirgaf liði 2004.

    Klopp hlýtur að vera algjörlega brjálaður þessa dagana enda er hann búinn að lýsa því yfir að það hafi ekki verið í spilunum að selja þessa tvo í sumar.

    Vonandi fer þetta betur hjá honum en Benítes og Hullier.

    8
  43. Þessir leikmenn sem eru að joina Chelsea þessa dagana á langtímasamningum ættu sennilega að ræða við Scottie Pippen. Bohely hefur væntanlega lært af hinum eina og sanna Jerry Kraus, Bulls GM í den ?
    En amk fáránlega langir samningar, þetta er hálfgert lottery hjá Chelsea virðist vera, gríðarlega mikið undir hjá þeim að ná árangri strax

    2
    • Ja og á háum launum mv standardinn í dag en það mun klárlega breytast á næstu 8 árum eða svo

    • Munurinn er auðvitað sá að Scottie Pippen var fastur á slæmum samning. Það á varla við um leikmenn Chelsea.

      1
  44. Ég er sammála að Liverpool þarf að kaupa DMC og hafsent að lágmarki. Ég var spenntur fyrir Lavia á 50 m punda en mér finnst 111 m punda fyrir Caceido algert rugl. Hann er ekki svona góður.
    Og varðandi Lavia. Erum við ekki með Stefan Bajcetic? Hann er 2004 módel eins og Lavia. Þegar maður hugsar um það þá er sama ruglið að borga 50-60 m punda fyrir leikmann sem er fæddur 2004. Og hann er ekki betri en Bajcetic.

    Finnum aðra leikmenn sem vilja koma og kosta ekki svona hrikalega mikið, ekki nema að þetta séu þokkalega reyndir leikmenn komnir e-h yfir tvítugt (22-24 ára).

    Nóg af fiskum í sjónum.

    11

Chelsea 1-1 Liverpool

Gullkastið – Vika vonbrigða